Tíminn - 27.07.1961, Page 5
TfMINN, fimmtudaginn 27. júlí 1961.
ð
Útgetendl: FRAMSOKNARFlOKKURINN
FramJrvæmdastjóri: Tómas Amason Rit
stjórar: Þórarmn Þórarmsson <ábj, Andre.-
K.nstjansson. lón Helgason Fulltrúi rit
stjórnar Tómas Kartsson Auglýsinga
stjórr Egili Bjarnason — Skriístofui
i Edduhúsmu — Simar 18300— 1830?
Auglýsmgasimi: 19523 Afgreiðslusinu
12323 — Prentsmiðjan Edda b.f
Menn valda móðuharöindum
Menn fagna því almennt, hve síldveiðin er mikil og
hafa gert sér vonir um, að hlutur síldarsjómanna yrði
góður og hagur bátaeigenda af útgerðinni sömuleiðis. Það
var hins vegar eitthvert annað hljóð í Mbl.-strokknum í
gær, og brá svo kynlega við, að þetta aðalmálgagn ríkis-
stjórnarinnar flutti á sömu síðu tvær fregnir sem láta
undarlega ósamhljóða í eyrum.
Önnur fregnin var um það, að 40 þús. málum hefði
verið landað á Siglufirði einum á sólarhring, og er það
löndunarmet í allri sögu síldarverksmiðjanna. Hin fregn-
in var heimatilbúin, og þar sagt stórum stöfum, að „flot-
inn yrði að fá 2 millj. mál og tunnur til þess að bera sig."
Hefur Mbl. þetta eftir talsmanni LÍÚ, sem segir að
þetta hafi verið reiknað út. Skip á síldveiðum eru rúmlega
200, og þyrfti meðalafli þá að vera um 10 þús. mál og
tunnur á bát — eða sem svaraði afla metskipa s. 1. sumar.
Þetta eru annars undarlegar fréttir, en verið getur,
að þetta sé ekki fjarri lagi, þegar öllu er á botninn hvolft.
En sé svo er það ljótur vitnisburðum um viðreisnarráð-
stafanir ríkisstjórnarinnar og talandi dæmi um það,
hvernig þær hafa leikið höfuðatvinnuveg landsmanna.
Árin 1955—1959 þurfti síldarbátur ekki að afla nema
4—5 þús. mál og tunnur til þess að bera sig — eða um
helmingi minna en Mbl. télur nú þurfa. Aðalorsökin er
auðvitað sú, að útgerðarkostnaðurinn hefur vaxið svona
geigvænlega og kreppt að á allar lundir með vaxtaokri,
lánakreppu, gengislækkun og nýjum skattaálögum. Þetta
hafði raunar sannazt allbærilega þegar á síðasta ári, þeg-
ar útgerðin komst í þrot og grípa varð til víðtækra
kreppuráðstafana henni til bjargar. Er helzt svo að sjá
á Mbl., að vel geti þurft svipaða hjálp við útveginn nú
eftir bezta síldarsumar, sem komið hefur í áratug.
leg viðreisn það.
Og það kemur fleira í hugann við þessar upplýsingar
stjórnarblaðsins. Sé þetta rétt, er það lýðum Ijóst, að
ríkisstjórnin hefur blátt áfram stefnt bátaflota lands-
manna út í vonlausa síldarvertíð. Hún hafði ekki tryggt
sölu fyrir nema lítið brot af þeirri síld, sem málgagn
hennar segir nú, að þurfi að aflast til þess að útgerðin
beri sig. Hún hafði enga fyrirhyggju um nauðsynlega
vinnslu, tunnur, flutninga eða annað, sem nauðsynlegt
var til að nýta þann afla, sem varð að fást, ætti ekki allt
að fara um.
Allir vita, að verð á síldarafurðum er nú hækkandi og
eftirspurn góð, en samt telur málgagn stjórnarinnar, að
þurfi helmingi meira aflamagn en áður, til þess að út-
gerðin borgi sig. Skýlausari játning hefur ekki verið gerð
um sporðreisnarstefnu þessarar ríkisstjórnar og þau
skemmdarverk sem hún hefur unnið í efnahags- og at-
vinnulífi landsmanna.
Svo kórónar þetta málgagn stjórnarinnar allt saman
með því að kenna hlutaskiptafvrirkomulaginu eins og
það er nú um þetta. Það er verið að sjá ofsjónum yfir hlut
þeirra manna. sem draga milljónirnar í þjóðarbúið og
skella á þá skuld óhæfrar ríkisstiórnar. sem gerir það
sem þeir draga á land. að engu með skemmdarverkum
sínum. Lítilsigldari viðbrögð er varla hægt að hugsa sér.
Sé það rétt. sem málgagn ríkisstiórnarinnar heldur
fram, að nú þurfi helmingi meira aflamagn síldar en
síðustu sumur til þess að útgerðin borgi sig. þá hefur
það þar með kveðið upp þyngri dóm um gerræðisstefnu
þessai’ar stjórnar, en áður hefur verið gert og sýnt hana
í skýrara Ijósi. Það er einmitf þetta sem Framsóknar-
menn hafa kallað móðuharðindi af manna völdum. Móðu-
harðindi náttúrunnar skerða aflafeng manna um helming
eða meira, þegar þau láta að sér kveða. Þegar ríkisstjórn
gerir hið sama, heita það móðuharðindi af manna völdum.
vitnisburður Mbl. í gær er órækur um það.
Sagt hefur verið frá því í
blöðum, að meiri sUd hafi nú
verið landað á einum sólar-
hring á Siglufirði en dæmi séu
til í sögunni. Fjörutíu þúsund
mál af sUd streymdu þar upp
úr skipunum, eftir færiböndum
fullkomnustu véla upp í þrær
verksmiðjanna. Þaðan fer sUd-
in í kvarnimar, sem mala úr
henni gull.
Sú var tíð, og þess er vert
að minnast í þessu sambandi,
að sjórinn í kringum ísland
var svartur af sUd; erlend veiði
skip mokuðu henni upp; útlend
ir menn áttu söltunarstöðvar í
landi og annað það, sem þá
gerði aflann verðmætan. En
íslendingar sátu hjá í fullkomn-
um vanmætti, miðað við þau
auðæfi, sem þama flutu við
strendur landsins. Eitthvað
meir en lítið hefur því gerzt,
að nú skuli á einum sólarliring
vera landað á einum og sama
stað 40 þúsund málum sUdar,
veiddri á íslenzk skip, af ís-
lenzkum mönnum og sem síðan
verða unnin úr verðmæti í ís-
Ienzkum verksmiðjum. Einhver
saga hefur skapazt.
Fyrir og eftir síðustu alda-
mót var á Akureyri kaupmaður
og útgerðarmaður, Magnús
Kristjánsson. Hann var hvað
eftir annað þingmaður kaup-
staðarins og síðan landskjörinn
þingmaður, forstjóri Landsverzl
unarinnar og að lokum ráð-
lierra í ríkisstjórn Tryggva Þór-
hallssonar 1927, en þar naut
Iians skamma hríð við, því að
hann andaðist 8. des. 1928.
Magnús Kristjánsson er faðir
sUdarverksmiðjanna á Siglu-
firði og átti öðrum meiri þátt
í, að þessi merki viðburður átti
sér stað, sem blöðin greindu frá
í gær. Magnús var ekki einung-
is liygginn atliafnamaður, held-
ur líka hugsjónamaður. Honum
ofbauð vanmáttur íslendinga
gagnvart auðæfum hafsins.
Hann sá hins vegar, að án sam
eiginlegs átaks þjóðarinnar
yrði þarna ekki úr bætt. Með
starfi sínu á Alþingi, í flokki
sínum og í ríkisstjórn lagði
MAGNÚS KRISTJÁNSSON
hann grundvöll að því, sem síð-
ar var gert, þótt sUdarverk-
smiðjur ríkisins tækju ekki til
starfa, fyrr en eftir að Magnús-
ar naut við.
Fyrir utan þá manndómshug-
sjón, sem fyrir Magnúsi vakti
í sambandi við sUdveiðarnar,
ætlaðist hann tU, að samband
fiskiskipanna við verksmiðjurn
ar yrði með samvinnusniði.
Meining Magnúsar var sú, að
sjómennirnir skiluðu afla sín-
um til verksmiðjanna, sem
ynnu úr honum beztu fáanlega
vöru, síðan, þegar búið væri að
selja sUdarmélið og lýsið, væru
reikningar gerðir upp, og sjó-
mennirnir fengju fyrir sUdina
það, sem hún raunverulega
gæfi af sér, að frádregnum
vinnslukostnaði og öðrum eðli-
legum kostnaðarliðum. Með
slíku samvinnuformi væri leit-
að fullkomins réttlætis og sann
virðis þeiirar framleiðslu, sem
sjómennimir hörðum höndum
áttu frumkvæði að skapa, á
sama hátt og bændurnir i>™
áratugi hafa lagt inn kjöt < '
mjólk og sætt þeim kjörum að
lokum, sem samvinnufélög
þeirra gátu bezt búið þeim.
Aðrir menn en Magnús stóðu
að framkvæmd þess, sem Iiann
hafði lagt grundvöll að og réðu
því, að annað form var haft á
hlutunum. En vert er og skylt
að minnast brautryðjandans í
sambandi við þetta íslandsmet
í sfldarlöndun. Það er heldur
ekki úr vegi að hugleiða hug-
sjón hans í sambandi við rétt-
læti í viðskiptum, nú þegar
landið Iogar í verkföllum milli
fjalls og fjöru, vegna ágrein-
ings um skiptingu þjóðartekn-
anna.
-.-"V .-V .-V .-N..-V -
Morgunblaðið er með sífelld-
ar áhyggjur út af skuldamálum
SÍS og sáluhjálp samvinnufé-
laganna yfirleitt.
Þetta er góðra gjalda vert.
Hitt er annað mál, að blaðið
veit ekki nógu glögg sltil á mál
efnum samvinnumanna.
Það er mjög langt frá því, að
( SÍS sé „skuldugasta fyrirtæki
, Iandsins“. Eins og margoft hef
ur verið bent á, er hlutdeild
SÍS í lánsfé bankanna lítil. Hef
ur sú hlutdeUd staðið óbreytt
í mörg ár. Á sama tíma hefur
verið stnfnaður Ver7lun->rbanki.
og allt hans fé verið lánað til
' fyrirtækja þeirra manna, sem
' ckki aðhyllast samvinnustefn
' una. Iðnaðarbanki hefur verið
' stofnaður, og iðnaðarfyrirtæki
' SÍS ekki fengið eina krónu það-
' an.
' Nær 30 þús. manns úr öllum
' stéttum þjóðfélagsins standa að
' baki skulda SÍS Ágætar eignir
' eru til tryggingar lánunum.
’ Bankarnir íiafa ekki tapað f^
Mál. er að linni
á viðskiptum við kaupfélögin.
Örfá einstök fjölskyldufyrir-
tæki skulda til samans eins
mikið og samtök þessara 30
þús. samvinnumanna, stundum
með vafasamar eignir að baki.
Morgunblaðið má létta áhyggj
um vegna skulda SÍS. enda
mál að linni.
Að samvinnumenn hafi löng-
un til að „velta nokkrum tug-
um, eða jafnvel hundraði mill-
jóna af skuldum sínum yfir á
almenning“ er óviturlega mælt.
Kaupfélögin eru ekki gróðafyr-
irtæki. Þau eru stofnuð og rek-
in til þess að leita margs kon-
ar úrræða í lífsbaráttu fólksins
og hafa fundið þau. Þau eru
traust fyrirtæki vegna þess, að
skipulag þeirra er viturlegt og
þeim er vel stjórnað. Samvinnu
menn óska ekki eftir gengis-
fellingu. Skuldaaðstaða SÍS
batnar ekki, heldur versnar við
slíkar ráðstafanir, þar sem
það skuldar nokkuð erlendis.
Samvinnumenn óska flestum
fremur eftir stöðugu verðlagi
og stöðugu gengi krónunnar.
En kaupfélögin og SÍS
stjórna ekki efnahagsmálum
þjóðarinnar. Það gera aðrir.
Og þegar í óefni er komið, leita
samvinnumenn úrræða til
gagns fyrir fólkið í landinu —
úrræða, sem oft og tíðuin vefj
ast fyrir öðrum.
Morgunblaðið má því létta
áhyggjum út af því, að fjármál
SÍS og kaupfélaganna stofni
efnahagslífi þjóðarinnar í voða
— áhyggjum, sem mál er að
linni. — PHJ.
• V*V» V'”V*V*V»,V*‘V '