Tíminn - 01.08.1961, Síða 4

Tíminn - 01.08.1961, Síða 4
r Átta þúsund fet yfir sjávar- ’ mál stendur kjarnorkuborg Bandaríkjanna, Los Alamos í Nýju-Mexíkó, opin hverjum sem er, hvenær sem er. Ótrú- legt en satt. Borgin, þar sem fyrsta kjarnorkusprengjan var fundin upp og framleidd. Borgin, sem allir vissu um, en enginn vissi, hvað skeði þar. Borgin, sem allir vissu um, ! en enginn veit of mikið um. j Síðan ég settist við ritvélina j síðast, hefur tíminn flogið áfram ; og við einnig. í dag erum við í j San Francisco og höfum að baki okkur 4000 mílur á þjóðvegum Bandaríkjanna. Hver dagur kem- ur og fer og er óhætt að segja, að á þessum þremur vikum hefur enginn þeiri'a verið eins. Hver dagur hefur sín ævintýri og nýj- ungar. Við höfum sagt á hverju kvöldi: „Þetta var bezti dagur- inn. Engu líkur.“ En næsti dagur kemur og tekur stöðu gærdags- ins, þannig að í huga manns mynda dagarnir eina heild eða geta verið ævintýri út af fyrir sig. I Á meðal svertingja í Dallas, Texas í fyrstu greininni minni sagði ég frá ferð okkar til Fayettville í Arkansas. Þaðan fórum við til Dallas í Texas og meðan við dvöldum þar, bjuggum við hjá svertingjafjölskyldum í úthverfi borgarinnar. Þarna búa aðeins svertingjar, sem hafa góðar tekj- ur og hafa efni á að búa í ein- býlishúsum. Enn er aðskilnaður- inn svo mikill meðal hvítra og svartra í Texas, að þeir eru al- gjörlega aðskildir í húsnæðismál- um. Réttur svarta mannsins er að vísu betri nú en áður, en þeir eiga langt í land til jafnréttis. Maður sá, er hafði með dvöl okkar að gera í Dallas, var prest- ur við söfnuðinn í þessu hverfi borgarinnar og hét Zan W. Holm- es. Hann var ungur og mjög vel menntaður af svertingja að vera. Holmes stofnaði þennan söfnuð fyrir sex árum og á þeim tíma hafði hann vaxið frá 30 meðlim- Dansarar Kiowa-þjóðf lokknum skrúSa. Vináttuför um þver og endilöng Bandaríkin. - Jón H. Magnússon, blaíamatSur: Á INDfÁNAHÁTÍÐ T f M I N N, þriðjudaginn 1. ágúst 1961. þau ekki eins slæm og. sums staðar á meginlandi Evrópu. Ekki gátum við talað við fólkið, þar sem við fundum enga nema nokkrar gamlar svertingjakelling- ar, sem vildu ekkert með okkur hafa og þar að auki er erfitt að skilja þær, þar sem þær tala með sérstökum framburði. Það er mikill munur á framburði hér í Suðurríkjulnum og í Minnesdta, þar sem ég er við nám. Hver fjölskylda lifir í smáskúr og stundum er fleiri en ein á sama stað. Hver skúr er eitt her- bergi og þar er bæði eldað og sofið. Fólkið hefst mest við úti við á daginn, þar sem veðrið er mjög heitt og ekki líft inni. Ekki sáum við neitt vatnssalerni og sagði Holmes okkur, að fólkið, sem byggi þarna, þekkti ekki þann lúxus, hvað þá baðker eða steypiböð. Síðan fór hann með okkur yfir götuna, þar sem ríkið hefur byggt hverfi eitt mikið fyrir þetta fólk og er það eins og annað þar, sundurskilið eftir litarhætti. Síð- an þetta hverfi var byggt, hefur 40% af fátækrahverfum Dallas verið útrýmt og fólkið flutt inn í þessi sambýlishús. Stærð íbúðar- innar fer eftir fjölda fjölskyldú- meðlima. Leigan fer eftir tekjum fjölskyldunnar og ef tekjur fara yfir visst mark, verður fjölskyld- an að finna sér betra húsnæði. í hverju hverfi er skóli, íþrótta- _hús og tómstundaheimili fyrir um upp í rúma 500. Um kvöldið ætlaði hann að hafa samkomu og kynna okkur fyriír safnaðarmeð- limum. Eftir að Holmes hafði sýnt okk- ur hluta af borginni, sem er mjög falleg og að mörgu leyti nýtizku- leg, fór hann með okkur á eina dagblaðið þar „Dallas Morning News“, þar sem við höfðum blaða- fund. Blaðamanni þeim, er ræddi við okkur, þótti það nokkuð ó- vanalegt, að erlendir námsmenn heims-óttu eitt af svertingjahverf- um borgarinnar. Eftir viðtalið ræddum við smástund. við einn af ritstjórum blaðsins, Lynn Land- rum, sem er í hópi ihaldssamra blaðamanna Bandaríkjanna. Hann Ungur regn-dansarl er mikill aðdáandi Barry Gold- waters, sem er fylkisstjóri í Ari- zona og aðalmaður íhaldssteflnu þeirrar, sem er að ryðja sér til rúms hér. Landrum sagði svert- ingja vera að fá réttindi sín smám saman og þeir yrðu að hafa í huga, að fyrir hundrað árum voru þeir þrælar. Hann sagði, að þeir yiðu að Vera þolinmóðir, þar sem þeir fengju jafnrétti í fram- tiðinni, enn sem komið er, væri það of snemmt. Landrum reyndi að útskýra afstöðu sína í þessum málum betur fyrir okkur. Eftir því sem við ræddum lengur við hann kom það betur og betur í ljós, að hann vildi sem minnst réttindi gefa svieitingjum í ná- inni framtíð. ÖNNUR GREIN Fimmtíu svertingjar og fimm hvítir Um kvöldið mættum við svo á fundinum i kirkjunni, þar voru saman komnir rúmlega fimmtíu safnaðarmeðlimir. Byrjaði sam- koman með því, að kirkjukórinn söng nokkra svertingjasálma, sem eru mjög líflegir og töluvert frá- biugðnir því, sem við eigum að venjast á íslandi. Síðan kynnti séra Holmes okkur fyrir söfnuð- inum og þar á eftir töluðum við útlendingarnir um okkar heima- lönd. Eg fann það liggja í loftinu, er ég kom inn, að svertingjunum fannst koma okkar nokkuð undar- leg og voru ekki alveg vissir um, hvað við vildum. En eftir smá- stund gátum við þó brætt ísinn og tók fundurinn annan blæ á sig eftir það. Eftir að við höfðum gefið þeim smá hugmyndir um okkur og okkar lönd, gáfum við þeim kost á að spyrja okkur. Eftir því sem leið á fundinn, urðu umræður heitari og heitari, um leið og þær urðu skemmtilegri og s'kemmtilegri. Klukkan tíu urð- um við að hætta, þar sem margir þurftu að fara heim. Á eftir var svo kaffi i samkomusal kirkjunn- ar og þar ræddum við við fólkið í smáhópum og losnuðum ekki fyrr en eftir miðnætti. Eftir þessa kvöldstund meðal svartra Texasbúa verð ég að segja að ég lærði margt og fékk betri Höfðingi sá, er stjórnaði einni af lúðrasveitum Indíánanna. skilning á baráttumálum þeirra fyrir jafnrétti og öðrum réttlætis- málum. Við félagarnir vorum allir sammála, að þetta hafi verið ein athyglisverðasta kvöldstund okkar í þessu landi. Og er þá mikið sagt. Allt þetta fólk kom mjög vel iram og var reglulega fræðandi að ræða við það. Næsta morgun, sem var 30. júní, fór séra Holmes með okkur í fá- tækrahverfi borgarinnar, þar sem svertingjarnir búa í ógurlegum hreysum. Það mérkilegasta við fá- tækrahverfin er, að þau eru að- skilin, hvítir á einum stað, svartir á öðrum og Mexíkanar á þriðja staðnum. Þó að við værum sam- mála um, hve börmuleg og sóða- leg þessi, hverfi væru, þá eru jafnt unga sem gamla. Hverfi þessi eru til fyrirmyndar og mjög nýtíz!- ’ í alla staði. Hafinn er undirbúningur að stækkun hverf- anna og um leið útrýmingu fá- tækrahverfanna. Við kvöddum séra Holmes um hádegi og allt fólkið, sem hafði opnað heimili sín fyrir okkur og sýnt það, að menn geta lifað sam- an í sátt og samlyndi, án þess að litarháttur skipti neinu máli. Er við skildum við fólkið, sem varð vinir okkar á 24 stundum, sá ég tár streyma niður andlit kven- fólksins. Eg verð að viðurkenna, að þetta var mjög áhrifarík stund og mér ógleymanleg. Næst stönzuðum við í Lubbock í Texas, sem er borg með um 100 þús. ibúa. Þar ætluðum við að búa hjá manni á sjötugsaldri, sem aldrei hefur á skólabekk setið, en lærðii á fullorðinsaldri að lesa. Hann átti lítið fyrirtæki, sem einu íFramnald a 13. síðuj. /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.