Tíminn - 01.08.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.08.1961, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, þriðjudaginn 1. ágújt 1961. L Á árinu 1963 eru 200 ár liðin frá vígslu Hóladómkirkju. Venja er sú orðin, að minnast kirkjuafmæla, og það ómerk- ari þessu, á ýmsan hátt, tiltek- inn helgidag sem næstan vígslu degi kirkjunnar, ef hann þá er mönnum kunnur, og þá oftast, sem betur fer, að undangeng- inni endurbót og fegrun kirkju hússins. Svo sem mörgum má veia kunnugt, er loftið í dómkirkj- unni á Hólum óvenjulegt nán- ast sagt, og stingur allmjög í stúf við þá fegurð og sérkenni- lega helgiblæ, sem annars hvíl- ir yfir kirkjunni. Risþak kirkj- unnar er óinnréttað, en klæðn- ingu komið fyrir neðan á bita og gefur auga leið, að þetta þrengir rúm kirkjunnar mjög og kæfir og þvingar í stað þess að lyfta. Virðist ekki fjarri sanni, að hér sé um bráða- birgðaráðstöfun að ræða, kom- ið fyrir í flýti og enda af van- búnaði. Skarsúð er alveg sérstaklega kirkjuleg og fögur, nú oft höfð úr sandblásnum viði og nýtur sín þannig sérstaklega vel. Vildi ég því mega koma þeirri tillögu á framfæri, að hið form- lausa og svipvana loft, sem nú er í Hóladómkirkju — til S'tór lýta — verði rifið burt og við- arlituð skarsúð komi í stáðinn og gefi flug, tign og fegurð kirkju og Þingeyrarkirkju þá, sem því vegháa musteri á Hólum í Hjaltadal ber. Þar eð Prestafélag Hóla- stiftis heldur fundi sina og há- tíðir að jafnaði síðsumars, nú í ár 12. og 13. ágúst, væri eðli- legt, að þessu verki yrði lokið eigi síðar en á miðju sumri 1963. Áletrun á Hólakirkju, sem miðuð er við anno 1762, er röng um aldur vígslu kirkjunn- ar, enda kann kirkjusmíðin að hafa tafizt meir en ætlað var og húsið eigi fullbúið til vigslu fyrr en á árinu 1763. Um Þingeyrarklausturskirkju. Kirkjan á hinu sögufræga menntasetri, Þingeyrum í Húna þingi, stendur á fegursta kirkju stæði íslenzku. Ekkert skyggir á þetta dökka og sérstaka kirkjuhús, ekki tré eða mann- virki. Og þar sem hún vakir ein Þlngeyrarkirkja. NÁTTURUR SÓLARINNAR P-imhald af 7 síðu ; skoða hana í sjónauka. Með aðeins sex til áttfaldri stækk un er þá hægt að sjá stóru sólblettina. Og sólarlagið er skemmtilegt viðfangsefni fyr ir þá, sem taka litmyndir. Það er ekki einasta, að sólkringl- an lítur þá mjög einkennilega út vegna geislabrotanna í neðri loftlögunum, einnig kemur fyrir að menn sjá þá hina sérkennilegu grænu glampa í þann mund að síð- asta röndin hverfur i hafið. Þetta kemur oft fram eins og grænn bogi en stundum eins og skærgræn ljósrák uppaf sólinni. Lærður menn hafa brotið heilann um af hverju þetta stafi og margir orðið gráhærðir án þess að komast að niðurstöðum. Vilji menn taka myndir af sólblettum, er bezt að taka myndina gegnum kíki með ljossiu. Kíkinn og myndavél- ina á \>taskuld að stilla á ó- endanlega fjarlægð. En við slíkar myndatökur . verða menn að þreifa sig áfram. Það er lika hægt að fá fram góða mynd af sólinni með þvi að stilla kíkinn upp og halda hvítu spjaldi ca. 50 sentl- metra aftanvið aftari glerin. Ef svo er búið um hlútana, að sólarljósið falli ekki beint á spjaldið, er hægt að mynda sólina þar sem hún kemur fram á spjaldinu. Eldtungurnar á sólröndinni hafa hingað til ekki orðið sýni legar, nema þegar um al- myi’kva er að ræða. En franski stjörnufræðingurinn Lyot bjó til lítið tæki sem nú hefur verið tekið í notkun í flestum stjörnuathugana- stöðvum. Hann festi litla málmskifu í brennipunkt sjón auka og bjó þannig sólmyrkv an til. Ef horft er gegnum þennan kíki með aðstoð hjálp artækja, verður ekkert sýni- legt af sólinni nema Ijósið, sem stafar frá rönd kringl- | unnar. í víðsýninu verður hún heill- andi mynd, tákn, sem eigi má- ist burt í augum þess förula manns, sem á leið sína um Húnaþing þvert. En v;ki hann ögn afleiðis og komi heim á klausturstaðinn forna, fer eigi hjá því, að ástand kirkjunnar veki sársauka og nokkra undr- un. Fyrst er úti fyr’ir kirkju og garði rusl, sem lýtir mjög aðkomuna. í annan stað er formleysi innan veggja. Engin heildarmynd er yfir; forkunnar fagur prédikunarstóll og skírn- arfontur (frá 1696 og 1697) og undrafögur altarisbrik úr ala- bastri mæna yfir stíllausa bekki og „stofuveg.gi". Hinir þykku grjótmúrar kirkjunnar, sem að utan vekja svo mikla aðdáun, eru innan fínpússaðir, svo að varla sér örðu, og mál- aðir drapplitir og „dubbaðir" sem stofuþil. Þeir væru betur dökkgráir eða sementskústaðir, sbr. Landakotskirkju, bekkir þyngri úr ómáluðum kjörviði og yztu rúður glugganna litað- ar. Hinn dökki blær skapar frið og orkar djúpt á kii'kju- gesti í sérstöðu sinni og óbif- anleik. Alltaf er verið að gefa kirkj- um ýmiss kenar gjafir og sýti- ir það ræktarsemi og ást fólks á kirkjunni. En hér er mikið vandamál í rauninni. Gjafirnar eru ekki samhæfðar og æpa hver að annarri, ef svo mætti segja, og rjúfa samhengið. Svo rammt hefur kveðið að þessu, að simplir glervasar hafa verið gefnir á altari kirkju einnar og eru þeir skreyttir bréfblómum Þessi gjöf er sjálfsagt ekki gef- in af minni hlýju og hjartans innileik en ofboðs dýrir, fjöl- arma silfurstjakar, sem sliga altari höfuðkirkju Norðlend- inga. — Æskilegast er, að fólk gefi ekki muni, heldur andvirði þeirra. Presti og sóknarnefnd séu frjálsar hendur um kaup kirkjugripa; fást þannig færri munir, en mikilfenglegri. Því hef ég leitt talið að þessu, að ljósahjálma vantar á Þingeyrarklaustri, gamla og veglega kertahjálma, og væri hér tækifæri þeim, er gefa vildu. Kósangashitun er víða komin í kirkjur, en í Þingeyrarkirkju blasa við stórir, gulir geymar, er inn er komið. Þetta gleður mann, vegna þess að það segir, að enn hafi eigi verið lagt raf- magn í kirkjuna, og hún því algerlega óspillt af slíku. Kirkjugestir þurfa ekki að hafa lituð gleraugu til að verja sig fyrir stingandi skærum raf- magnsperum á þessum stað. Kósangasið kemur og fer, skil- ur engar skemmdir eftir — að- eins minninguna um hlýju og lágt, róandi suð. Á Þingeyrarklaustri er forn og forkunnarfögur altarisbrík, ein hinna kostgæfustu (aðrar er að finna að Hólum, Skarði á Skarðsströnd og Möðruvöll- um í Eyjafirði; Ögurbríkin hér syðra). En illa er búið að brík- inni á Þingeyium. Hún er í marglitum ramma, gömlum, en ós'mekklegum, og hvílir á altar inu, hallast að þili. Er hún miklu breiðari en alltof lítið altari þessarar stóru og tignar- legu kirkju. Kertastjakar tveir og þriðji brotinn og ónýtur og fleira á altari skyggja á brík- ina fögru, og þarf hún að vera hafin hærra upp, svo sem venja mun vera hvarvetna. Gráturnar eru allsendis óhæfar, svo tilkomulausar og ólistrænar fyrir Þingeyrarklausturskirkju Altarisklæðið og dúkurinn eru fyrir neðan allar hellur og fá- gætlega óviðeigandi. . Hér þarf margs við og tæki langan tíma að lagfæra, en ánægjulegt væri, að á árinu 1968 öndverðu, er kirkjan verð- ur níræð, væri breyting á orð- in. Samráð þarf að hafa við dr. Kristján Eldjárn þjóðminja 'vörð um slíka hluti. Hinum förula manni veldur það þá eigi vonbrigðum og sárs auka framar, að koma í klaust- urkirkjuna á Þingeyrum — heldur mun hjarta hans finna frið og guðdómurinn vera í nánd. Ágúst SigurSsson. stud. theol. Hóladómkirkja. Veðurspár til langs tíma 1962 Þag er mikið mas við að gera yeðurspána og tilheyrandi veður- farskort, þótt veðurfræðingar hafi ýmis hjálpargögn, eru fleiri á óskalistapum. Ofariega á honirn er t.d. rafeindareiknivél. -e n kostar sem svarar 5 millj. ísi. kr. Með hjálp hennar og frei-1 ■ n ýmiss konar frá veðurfræði % loftkönnunarhnöttum Banda>-í: i- manna, gera menn ráð fyri ■ 3 unnt verði þegar 1962 að ge- • 'ð urspár með meiri nákvæmni mik'u iengra fram í tímann en nú VIa-1- ing og vitneskja um geislun sólar innar e rtalin mikilsverð í þessu efni. — Hér er veruðfræðingur ag teikna veðurkort.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.