Tíminn - 02.08.1961, Page 7
^ÍMINN, miðvikudaginn 2. ágúst 1961.
7
Ólafsfirði, 31. júlí. — S. I.
laugardag var vígt nýtt og
mjög glæsilegt félagsheimili
hér í Ólafsf jarðarkaupstað og
um leið tekið í notkun til al-
mennra félagsnota og sam-
komuhalds. Hlaut heimilið
nafnið Tjarnarborg.
Félagsheimilig stendur við affal-
götu kaupstaSarins. Grunnflötur
hússins1 er 506 fermetrar, en alls
er það 3800 rúmmetrar að stærð.
Aðalsalur þess er 136 fermetrar
og komast þar um 230 manns í
sæti. Á svölum eru sæti fyrir 96,
og í veitingasal til hli.ðar við aðal
samkomusal. eru borð og sæti. fyrir
100 manns.
Lei'ksvið er 70 fermetrar að
stæsð, búið fullkomnum leikút-
búnaði. Auk þess er í húsinu 56
fermetra fundarsalur og þrjú her
bergi til nefndar- og stjórnar-
starfa fyrir félög bæjarins. Þá er
| gott eldhús, búningsherbergi, rúm
góður forsalur, fatageymsla, snyrti
herbergi, skrifstofa húsvarðár,
leiktjaldageymsla, klefi fyrir kvik
myndasýningarvélar.
| Húsið er allt hið vandaðasta.;
Það er nú fullgert, nema kvik-
myndasýningarvélar, sem keyptar
eru frá Þýzkalandi, eru ekki komn
ar, en eru væntanlegar í haust.
Stólar á svalir eru heldur ekki
komnir, en þeirra er von á næst-
unni.
Teikningu að húsinu gerði Hall-
dór Halldórsson, arkitekt í Reykja
vík ,en innanhússteikningu Sig-
valdi Thordarson, arkitekt. Bygg-
ingameis.tarar voru bræðurnir
Gísli og Gunnlaugur Magnússyn-
ir, Ólafsfirði. Yfirsmi.ður innan
húss var Þórður Friðbjarnarson,
Akureyri. Magnús Stefánsson, raf
virkjameistari annaðist allar raf-
lagnir. Sigmundur Jónsson málara
meistari annaðist utanhússmáln-
ingu, en Hannes og Kristján Vi.g-
fússynir, Litla-Árskógi málningu
inni^Tónjas' Björnsson á Akureyri
sá utn miðstöðVarlögn. Nýja blikk
smiðjan í Reykjavík setti upp loft
ræstingarkerfi.
Eigendur félagsheimilisins eru
Ólafsfjarðarbær og tíu félög í bæn
um. Ákvörðun um byggingu húss-
ins var tekin 25. júlí 1955 eða fyrir
rétturn sex árum.
Núverandi stjórn félagsheimilis
ins skipa: Ásgrímur Hartmannsson
bæjarstjóri, formaður; Björn Stef
ánsson, skólastjóri, gjaldkeri og
með þeim í framkvæmdaráði er
Jón Ásgeirsson. Auk þeirra í
stjórninni eru Gísli Magnússon,
Jónmundur Stefánsson, Jakob
Ágústsson og Ármann Þórðarson.
Vegleg vígsluhátíð
Vígsluhátíðin hófst kl. 3 á laug
ardaginn. Var til hennar boðið öll
um fullorðnum Ólafsfirðingum og
einnig brottfluttum Ólafsfirðing-
urn. Um 500 manns sátu hófið.
Veitingar önnuðust Slysavarna-
Sér inn aðalsalinn 09 í veitingasalinn til hliðar.
Séra Kristján Dúason flytur
vígsluræðuna.
deild kvenna í Ólafsfirði, Kven-
félagið Æskan og Verkakvennafé-
lagið Sigurvon, undir ítjórn fram
kvæmdastjóra hússins, Jakobs
Ágústssonar.
Björn Stefánsson .skólastjóri
setti samkomuna með ávarpi, en
síðan flutti séra Kristján Dúason
vígsluræðu. Gísli Magnússon lýsti
húsinu, en Ásgrímur Hartman.is-
son bæjarstjóri, rakti byggingar-
sögu þess frá upphafi. Margir aðr
ir tóku til máls ,og tilkynnt var
um ýmsar góðar gjafir og höfð-
ingjegar til félagsheimilisins.
Erlingur Vigfússon söng ein-
söng við undirleik Ragnars Björns
sonar og Kristinn Þorsteinsson,
Akureyri, stjórnaði almennum
söng undir borðum. Um kvöldið
var dans stiginn af miklu fjöri
og lék hljómsveitin Gaukar fyrir
dansinum.
Á sunnudaginn var börnum bæj
ins boðið til skemmtunar í fé-
’ < 'Ts.heimi.linu og var ýmislegt til
skemmtunar og veitingar góðar.
(Framhald a 13 síðu)
A víðavangi
Trú Moskvukomma
og íhalds
Merkileg deila er upp risin
milli auðstéttaríhaldsins og
Moskvukommúnista liér í bæ, og
eru orðaskipti frá heimsókn Ga-
garíns tilefnið. Gagarín upplýsti
sem sé aðspurður, að hann hefði
ekki beðið til guðs, áður en hann
fór út í geiminn. Um þetta ritar
Reykjavíkurbréfsráðherrann meg
inhluta spjalls síns s.I. sunnudag
í Mogga ag mælir þungum orð-
um um guðleysi Moskvukomma,
svo sem verðugt er.
í gær svara Moskvuuienn fyrir
sig í Þjóðviljanum, og er Kristur
látinn dæma þar hvern og einn í
auðvaldsíhaldinu með orðum úr
fjallræðunni eða dæmisögum.
Þessi trúmáladeila er ekki sér-
lega uppbyggileg fyrir þá, sem
telja, að einstaklingsfrelsið í trú-
málum eigi að vera mikið og
vilja Iítt áfellast trúarskoðanir
annarra, þótt þeir játi krisna trú
sjálfir af einlægni.
Af þessari deilu virðist þó mega
ráða örugglega, að Moskvumenn
séu mun heittrúaðri en ráðlierr-
ann og Mbl.-ritstjórarnir, og
mættu þeir taka Moskvumenn
sér til fyrirmyndar í þessu frem-
ur en ýmsu öðru, og mundu þeír
þá verða kristilegri í öllu athæfi,
ef þeir tryðu eins heitt á guð og
kommúnistar á Moskvuguði sína.
Vildu kaupbindingu
Bencdikt Gröndal flytur merki
legan pistil í helgarspjalli sínu í
Alþýðublaðinu s.l. sunnudag. Seg
ir hann, að eina leiðin til þess að
hindra sókn launastéttanna til að
bæta sér kjaraskerðinguna með
kauphækkun, fyrst stjórnin neit-
aði annarri leið, hefði verið „ein-
Iivers konar kaupbinding“. Og
svo heidur Benedikt áfram:
„Þessi leið var rædd í stjórn-
arherbúðunum um síðustu ára-
mót. Voru sumir þeirrar skoð-
unar, að ríkisstjórnin ætti að lög
festa einhverjar kjarabætur fyrst
fyrir verkamenn og aðrar lægst
Iaunuðu stéttirnar, en binda síð-
an allt kaupið um ákveðið tíma-
bil. Töldu þeir, sem aðhylltust
þessa skoðun, að reynslan sýndi, ,
hvernig stjórnarandstaðan hcfði
hvað eftir annað eyðilagt með
verkföllum tilraunir til lausnar
á efnahagsmálunum, og væri
sama hvaða flokkar ættu hlut að
máli.— Þess vegna væri ekki um
annað að velja en áframhaldandi
verðbólgu eða einhvers konar
bindingu.
Aðrir voru á móti kaupbi.nd-
ingu, og héldu fram hinum
klassísku röksemdum, að ríkið
tæki þá af verkalýðsfélögum og
atvinnurckendum réttinn til að
semja um kaup og kjör. Sumir
óttuðust enn fremur, að komm-
únistar mundu reyna að brjóta
slíka bindingu niður með skæru-
hernaði, og kynni að takast það,
eins og 1942. Virðist reynslan
frá því ári vera mönnum fersk
í minni.
Niður-',taðan varð sú að ríki.s-
stjórnin lét tækifærið fara fram
hjá, og kaupgjald var ekki
bundið um áramótin. Við það
missti hún raunar meira, þvi
hún fékk ekki tilefni til að hafa
neiai úrslitaafskipti af þessum
málum, fyrr en verkföll voru
hafin. Þá kom aftur til tals kaup
bindingarleiðin, hvort rétt væri
að lögbinda miðlunartillögu sátta
semjara. Svigrúm til þess reyn-l
ist örstutt, áður en samvinnuf.
lögin sömdu, og fór það tæk
færi einnig ónotað.
Þannig atvikaðist. að stjórnin
gerði ekki þær róttæku ráðstaf
anir, sem einar hefðn dugað tí'
að fyrirbyggja þá kollsteypu.
sem efnahagslífið nú hlýtur ao
(Frambala a 13 siðuj.