Tíminn - 16.08.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.08.1961, Blaðsíða 7
ypíl&TN N, miSvtkudaginn 16. ágást 1961. 7 GÓÐ KY Á GAMALS ALDRI Nokkuð er nú breytt frá því, em áður var, hversu búið er að ömlu fólki, sem orðið er örbjarga. ier margt til þess. Áður fyrr var ífsbaráttan svo hörð hjá öllum iorra manna, að erfitt varð mörg- im að sjá sér og sínum farborða, lafnvel þótt sjálfbjurga teldust. >að var því eðlilegt, að kjör >eirra, sem lítils eða einskis áttu trkosta, væru bágborin. Með sreyttum hugsunarhætti og auk- nni velmegun þjóðarinnar, hefur nargt verið gert til þess að bæta cjör þeirra, sem bágast eiga. Nú jr komin í gildi allvíðtæk trygg- ngalöggjöf, sem gamla fólkið nýt- ír góðs af, þó ekki fullnægi það :il framfæris þeim, sem örbjarga ;ru og eignalausir. Þá hafa einnig i'erið stofnsett hæli fyrir gamalt fólk og sitthvað fleira gert því til ajargar og hagræðis. Flestir munu jota sér aðstoð trygginganna við fyrstu möguleika, en um hælisvist Jr það hvort tveggja, að þau niál ;ru ekki enn þá svo langt komin, ið gamalmenni geti almennt ’átt þar aðgang, svo eru sjónarmið mnarra þau að reyna í lengstu iög að komast hjá því að verða annarra handbendi, og bjaxgast pá á eigin spýtur meðan tök eru í. Skipan heimila er nú mjög á annan veg orðin en áður fyrr. Fólksfæðin svo mikil, að oftast ;ru þar aðeins hjónin með börn í uppvaxtarskeiði, sem þá gjarnan iitja á skólabefl* mikinn hluta vetrarins, strax og þau komast á legg. Það verður því hlutskipti iumra gamalmenna, að verða heimilunum tilfinnanleg byrði, begar starfsþrekið er þrotið. Afa og ömmuhlutverkið fellur ekki eins vel að heimilisháttum og áður fyrr. Börnunum verður full- erfitt að mélta það, sem kennt er í skólunum, svo að gamla fólkið á minni hlut í um veganesti barn- anna en áður var. Það, sem komið hefur á stað þessum hugleiðingum mínum, er það, að ég hef ekki alls fyrir löngu kynnzt gömlum hjónum, sem bjarg ast að mestu á eigin spýtur á sómasamlegan og myndarlegan hátt. Þetta eru hjónin á Langholts vegi 11 í Reykjavík, Guðleif Jóns- dóttir og Sigurður Jónsson. Þau búa þar út af fyrir sig, bæði kom- in á níræðisaldur. Til þessara hjóna komum við hjónin oft, meðan konan mín var svo á faraldsfæti, að hún gat farið húsa á milli. Það var engin unglingasamkoma þar sem við hittumst þessi tvenn gömlu hjón, Sigurður aldursfor- setinn 88 ára gamall. Sem að lík- um lætur var lífsþróttur farinn að minnka hjá þessu fólki, þótt sitthvað væri mest áberandi hjá hverjum einstaklingi. Sigui’ður heyrnarsljór, við hjónin mjög sjón döpur, einkum kona mín, og Guð- leif gigtveik, með sár á fæti, svo henni var oft erfitt um snúninga, sem allir komu þó í hennar hlut. Kunningsskapur okkar byrjaði þannig, að við Sigurður hittumst á förnum vegi, báðir að sækja eitthvað í „búðir". Við tókum tal saman, hefur víst báðum fundizt, að nokkuð væri nú með öðrum hætti um aðdrætti til heimilanna hiá okkur en verið hafði í sveit- inni heima, og kennt þar nokkurs saknaðar, en þó ekki með öllu laust við metnað, er hugsað var Cií fyrri daga. Nokkru seinna var það, að Sigurður fékk verkefni, sem vinna mátti að í sæti sínu og vildi hann þá gefa mér hlutdeild í þessu með sér. Á sömu lund fór það með Guð- leifu. Hún komst fljótt að því, hversu vel Maigrét kona mín var verki farin, þrátt fyrir mjög litla sjón, og hve erfitt henni fannst að sitja auðum höndum, Var þetta henni kærkomin viðbót við þau verkefni, sem til féllu heima fyrir, þar sem þó allt var gert til þess að okkur mætti líða sem bezt. Eg hef orð á þessu vegna þess, að við Margrét mín þekktum fáa í okkar nýja umhverfi og líka fremur ósýnt um að komast áfram eftir leiðum kunningsskaparins eða hafa mikla eftirgangsmuni. Lengst okkar ævi hafa nóg verk- efni verið fyrir hendi, án þess að til annarra hafi þurft að sækja. Það er saga út af fyrir sig, hver eyða verour í hjá mörgu gamal- menni, sem tapar sjón, svo hvorki er hægt að lesa né skrifa sér til dægrastyttingair, en gætu hins vegar nokkuð sýslað í höndum, ef hæfileg verkefni væru fyrir hendi, skal þó að engu vanmetið það, sem blindrahjálpin geirir fyrir fólkið. Hjá þessum góðu hjónum var öllu deilt, sem allia væri þág- an, og ekki stóð á Guðleifu að hita á katlinum, þegar okkur bar að garði, og var þá margt skrafað við hæfi þess fólks, sem hér var saman komið. Bar þá ýmislegt á góma um siðu og háttu manna í heimahéraði, var þar margt sitt með hverju móti, því að svo mátti segja, að hér hittust hálfgerðir andfætingar, þar sem við kona mín vorum komin norðan af Ströndiim, en Siguréur og Guð- leif úr Vestur-Skaftafellssýslu, þar sem land okkar gengur lengst tii suðurs. Sigurður sál. ráðunautur, sem farið hafði um allt landið, sums staðar oft og mörgum sinnum, sagði mér, að gestrisni fyndist sér mest í Strandasýslu og Skaftafells- sýslum. Mér þótti þessi hans vitn- isburður góður, hvað Strandasýslu sr.erti, en lét mig hins vegar litlu skipta um Skaftafellssýslur. Eg vissi þá ekki, að ég ætti föður- ætt mína að rekja til Skaftfell- inga. En nú þykir mér vel um allt, sem gott er hægt um þá að segja, og ekki síður fyrir það, að ég hef kynnzt gömlu hjónunum á Langholtsvegi 11. Þau hafa vissu- lega sannað mér vitnisburð Sig- urðar. Þannig stendur á um ætt mína í sambandi við hina gömlu Skaft- fellinga: Eiríkur, faðir Sveins lang afa míns, fluttist að austan að Felli í Kollafirði í Strandasýslu. Faðir Eiríks var Gísli bóndi í Skál, hans faðir Eiríkur stúdent og lögréttumaður á Flögu Gísla- sonar prests á Krossá í Landeyj- um, Eiríkssonar prests s. st. Þor- steinssonar prests f Miðdal í Ár- nessýslu Snorrasonar. Er þá komið langt til baka og búið að ná í presta og lærða menn. Er þá látið staðar numið með ætt- færsluna. Eiríkur á Felli var faðir Gísla í Þorpum, sem var mikils metinn maður á sinni tíð. Hann var faðir Oddfríðar, konu Halldórs prests Jónssonar í Tröllatungu, er frá þeim komið margt' mætra manna. Þetta var nú útúrdúr. Það voru gömlu hjónin á Langholtsvegi 11, sem ég ætlaði að segja frá. Fyrir fáum árum fluttu þessi' hjón til ^ Reykjavíkur, en áður bjuggu þau lengst á Hvoli i Fljótshverfi, ólu; þau þar upp 7 börn, sem öll hafa reynzt dugandi fólk og eru nú bú- sett í Reykjavík, nema einn son- ur þeirra, Jón, sem býr á Hvoli. Á uppvaxtar- og þroskaárum þess- ara hjóna var margt á sama veg um atvinnuhætti og verið hafði um langan aldur. Um langa og tor sótta vegi þurfti að sækja til allra aðdrátta og á leiðinni voru víða óbrúuð vatnsföll og annað tor- leiði. Sjór var sóttur frá brimsoll- inni strönd, sem fljótlega gat skipt um svip, þótt frá landi væri lagt í kyrrum sjó og góðu útliti. Ef litið var til lofts gat svo farið, að Katla gamla væri tilbúin að ausa ösku og leðju yfir byggðina allt á haf út. Þeir urðu ekki upp- næmir fyrir því gömlu Skaftfell- ingarnir. Varð þá helzt að orði: „Það er kominn hennar tími. Við þessu mátti búast.“ Þessi óblíða náttúia og hamfarir hennar fóstr- uðu dugmikið fólk. Gömlu hjónin frá Hvoli munu hafa verið vel lið- tæk í þeirri baráttu, sem hér var háð. Við fólkið að norðan höfðum tæpast af að segja svo miklum náttúruhamförum og erfiðleikum. Að sönnu höfðum við kynnzt hörku og hríðum, sem af hafísn- um stafaði, þegar allir flóar og firðir fylltust af ís og land og sjór fraus saman svo ganga mátti eftir venjulegum skipaleiðum. Að sjálf- sögðu höfðum við, þetta aldraða fólk, margs að minnast frá betri hlið náttúrunnar, bjartra og blíðra vordaga og mildra og kyrrlátra haustdaga. Okkur, sem að norðan komum, verður hugljúfast að minn ast vorkvöldanna og kyirð lág- nættisins, þegar flestar raddir voru þagnaðar og aftanskinið að hverfa af hálsum og hæðum fyrir fyrstu geislum hinnar upprenn- andi árdegissólar. Gamla fólkið er háðara náttúruöflunum en sú kyn- slóð, sem nú vex upp. Tæknin er búin að létta af mörgum erfiðleik- um, sem fyrri tíma fólk hafði við að stríða. Þótt Sigurður frá Hvoli sé kom- inn hátt á níræðisaldur, ber hann ennþá þann hetjusvip, að hver, sem hann sér, getur sér þess til, að þar muni saman fara líkamlegt atgjörvi og hetjulund, enda mun hann hafa verið meðal fræknustu sinna samferðamanna, og haft í margri mannraun sigur. Hann læt- ur ógjarnan mikið yfir slíku. Eins atviks mætti geta, er sýnir þetta nokkuð. Hann var eitt sinn á smá- bát ásamt tveimur öðrum mönnum við það að reka í land við Reyms- dranga. Bar þá þar að Halldór (bónda og kaupmann í Vík á skipi sínu, vel mönnuðu. Kastaði hann línu til þeirra félaga. Sá sem festi hönd á línunni, var Sigurður frá Hvoli og varð það þeim félögum til bjargar, mun svo oftar hafa verið að traust handtök hans hafa geigað lítt frá settu marki. Þótt húsmæðurnar stæðu ekki f beinum átökum við náttúruöflin eins og bændur þeirra, þá þurfti kjark og stillingu, er þær vissu um það tvísýna tafl, sem oft varð að leika og enginn gat fyrir séð, hversu fara mundi. Kostir þeirra og skapfesta sáust þá bezt, er að höndum báru atvik, er sárt var um að binde eða öllu skilaði heim eftir hrakninga og mann- raunir. Var þá gott að ylja sér við hlýju heimilisins, glaðværð og nærgætni. Þetta veit ég, að Guð- leif hefur lagt fram í ríkum mæli. Hún er enn þá hversdagslega kát og glöð, fróð og minnug. Henni fellur aldrei verk úr hendi, nema ef hún tekur sér bók í hönd, en hún er mjög bókhneigð. Þessi hjón, Sigurður og Guðleif, hafa því í sameiningu lagt sitt til að byggja upp traust og gott heimili. Hann með harðfengi og dugnaði, hún með mildri skapgerð, hlýju og hjúkrandi hönd. Þau hafa unnið störf sín í yfirlætisleysi, án þess að vænta launa annarra en þeirra, sem góður þegn nýtur að loknu vel unnu verki. Börn þeirra hjóna rétta þeim stundum hjálparhönd. Oftast mun það gert á þann veg, að ekki gangi það nærri metnaði og sjálfsbjargarhneigð gömlu hjónanna. Eg hef áður getið þess, hversu margt er nú breytt frá því, sem áður var, ekki sízt um ferðalög öll. Nú er farið á vélknúnum far- artækjum um loft, láð og lög, og staldrað við á gististöðum, þar sem er allgott húsrými með margs konar þægindum. Það er ekki leit að skjóls i lágreistum og þröngum sveitabæjum, þar sem flest vant- ar til þæginda, nema hjartarúm fólksins, sem ræður þessum húsa- kosti. En þannig gekk það um aldir, og nú eru síðustu fulltrúar þeirrar kynslóðar að hníga. Meðal þeirra, sem þar hafa borið merkið með sæmd, má telja gömlu hjónin á Langholtsvegi 11. Eg hef látið þess getið að uppistaðan í þess- um línum, er til orðin vegna kynna tveggja aldraðra hjóna. Sjálfsagt telst það ekki til stór- viðburða, þótt gamalt fólk hittist og taki tal saman, og tæpast ger- andi að blaðamáli. Það tel ég mig þó ekki þurfa að afsaka. Þegar aldur færist yfir verður sjóndeild- arhringurinn heldur takmarkaðri, en lífsreynslan hefur kennt manni vel að meta gott viðmót og vináttu. Með okkur öllum var líkt á komið, svo hvorki þurfti að horfa upp eða niður, var því ekki um stæri- læti né hégómaskap að ræða, held ur góð kynni þeirra, sem að aldri og lífsreynslu voru svipað á vegi s’taddir. Þegar þessar línur eru skrifaðar er sú breyting á orðin, að kona mín hefur verið leyst frá þungri sjúkdómsraun og er horfin yfir landamæri lífs og dauða. , Eg þakka Sigurði og Guðleifu fyrir okkar góðu kynni og nú síð- ast þá samúð, sem þau hafa sýnt mér. Mattliías Helgason Ibúð til sölu Vegna brottflutnings af landinu, er nýleg 5 her- bergja íbúð á ágætum stað í Vesturbænum, til sölu, nú þegar. Stór bflskúr fylgir. Upplýsingar í síma 18277 kl. 6—8. Húsgögn til sölu f Eikarborðsiofuhúsgögn til sölu. 10 sfykki. Verö krónur 7.000. Upplýsingar í síma 2 33 07. Á víðavangi Hin þöglu svik Á hinum glæsilega fundi Fram sóknarfélaganna í Reykjavík í fyrri viku um stjórnmálaviðliorf- ið komst Hermann Jónasson, for- maður Framsóknarflokksins, m. a. svo að orði um svik ríkisstjórn- arinnar og hvernig kjósendur skyldu bregðast við þsim: „Hvernig eiga kjósendur að snúast við slíkuin svikum. slíkri átroðslu lýðræðisskipulagsins og einræðishneigð. Kiósendur verða að skilja, vilji þeir viðhalda lýð- ræðisskipuiagi og frelsi, að mcð þögn og aðgerðarleysi magna þeir svik stjórnmálamannanna. „Þau eru verst hin þöglu svik að þegja við öllu röngu“. — Ég veit með vissu, að meðal þess fóiks, sem kosið hefur núverandi stjórn arflokka, ríkir megn óánægja og andúð á stjórnarathöfnunum. En. hið sorglega er, að þetta fólk heldur að sér höndum og þegir — virðist ekki skilja þá mikiu skyldu, sem lýðræðið leggur því á herðar. Þó að Sjálfstæðismenn víða um land bölvi nú stjórninni í sand og ösku við konuna sína, þá þegja þeir við aðra og hafast ekki að. — Það er eíns og menn séu hræddir við að skipta um flolck. Það er talað um, að menn gangi af trúnni. Slíkt er hættu- Iegt krabbamein í likama lýðræð isþjóðar. Stjórnmál eru ekki og mega aldrei verða trú. Stjórnmál eiga að vera hlutlægt mat og sannfæring hvers einstaklings og lýðræðið krefst þess, að hann velji og hafni flokkum og fram- bjóðendum eftir sannfæringu sinni. Það er sæmd hverjum manni að haga sér í samræmi við sannfæringu sína, en geri hann það ekki, svíkur hann ekki einungis sjálfan sig, heldur bregzt einnig þeim skyldum, sem hvíla á herðum hans sem þegns lýðræðisþjóðfélags. Þau eru verst liin þöglu svik, því að þau munu fyrr eða síðar ganga af lýðræðis- skipulaginu dauðu“. Stöívun uppbyggingar- starfs og framleíðslu- aukningar í1 greinargerð Framsóknar- flokksins fyrir kröfunni um þing- rof og kosningar, sem stjórnar- liðið neitar að láta lesa í útvarp, segir svo m. a. um áhrif viðreisn- arinnar á uppbygginguna í land- inu: „Bóndi, sem byggði penings- hús vorið 1961 og tók lán í Rækt- unarsjóði til efniskaupa ein- göngu, þarf nú að greiða 130% hærra árgjald af láni sínu, en sá, sem byggði sams konar hús árið 1959. Svipað er að segja um þann, sem keypti fiskibát frá útlöndum og tók til þess lán úr Fiskveiða- sjóði (109%). Þessi dæmi sýna, hver fjarstæða það var að leggja þannig samtímis byrði á byrði ofan á þá, sem eru að byggja upp landið og atvinnuvegina, enda einsdæmi, að slíkt sé gert hér, dregið hefði úr fjárfesting- unni, þótt annað hefði ekki kom- ið til en gengisbreytingin ein. Uin miðjan maímánuð sJ. var bú- ið að draga inn í Seðlabankann 150 milljónir króna af sparifé inn lánsstofnana, auk samdráttar af- urðalána Seðlabankans. Almenn- ir viðskiptavextir voru lækkaðir nokkuð um s.I. áramót, en þó eru þeir cnn óbærilega háir, m. a. fyrir þá, sem lengi þurfa að bíða eftir greiðslu á afurðum. Til skýringar má nefna, að lækk un vaxtanna eins og þeir voru á s.l. vori niður í það, sem þeir voru fyrir „viðreisn", hefði að því er virðist, svarað til 6—7% kauphækkunar hjá hraðfrysti- (FTamhald á 15. slðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.