Tíminn - 16.08.1961, Blaðsíða 13
T Í MIN N, miSvikudaginn 16. ágúst 1961.
13
Viðtal við ThorThors
(Framhaid af 5. síðu )
19. september kemur allsherjar-
þing Sameinuðu þjóðanna saman.
Aukaþingið um Túnis
Eg spurði Thor um álit hans á
aukaþingi S.Þ., sem mun koma
saman í næstu viku til að ræða
Túnismálið.
— Eg tel vafasamt, sagði Thor,
að nokkur árangur verði af því.
Lausn Túnisdeilunnar verður að
byggjast á því, að aðilarnir komi
sér sjálfir saman. Þing S.Þ. hefur
ekki neitt fyrirskipunarvald, eins
og öryggisráðið, og engin ályktun
í stórmáli er lögmæt, nema
hún fái tvo þriðju hluta
atkvæða. Eg tel ekki sennilegt að
svo mikið atkvæðamagn fáist með
neinni tillögu, annarri en þeirri,
að skorað sé á aðila að ræðast
við og reyna að jafna deiluna.
íslendingar hafa stutt Serki
Eg spurði Thor um þau mál,
sem væru líkleg til að setja svip
sinn á aðalþingið, sem kemur sam-
an 19. sept.
— Þar verða til umræðu mörg
sömu málin og á undanförnum
þingum, eins og kynþáttamálin í
Suður-Afríku, en ísland er meðal
þeirra ríkja, sem hafa óskað þess,
að það verði tekið á dagskrá. Þá
verður Alsirmálið enn á dagskrá,
því að samningar Frakka og
Serkja hafa ekki borið árangur.ís-
land hefur jafnan stutt Serki, þeg-
ar mál þeirra hefur verið rætt á
þingum Sameinuðu þjóðanna, og
var t. d. eina vestræna þjóðin,
sem gerði það á þinginu 1955, er
það kom fyrst til meðferðar. Yfir-
leitt hefur fsland stutt þar allar
þjóðir, sem hafa verið að berj-
ast fyrir frelsi sínu og leitað rétt-
ar síns á vettvangi S.Þ., sbr. Kýp-
urbúa og ísraelsmenn.
Kfnamálið
— Þá má búast við því, sagði
Thor, að aðild Kína að S.Þ. verði
nú tekin til sérstakrar umræðu,
en það hefur verið fellt á undan-
förnum þingum, að þetta mál
væri rætt sérstaklega. Nú er talið,
að meirihluti verði fyrir því, að
það verði rætt. Inn í þessar umræð-
ur geta dregizt mál eins og inntöku-
beiðni Ytri-Mongólíu og Mauritan-
íu. Vel getur svo farið, að þau
mál geti endað með einhverri
málamiðlun eða hrossakaupum að
lokum.
Kongómálið
Þá verður Kongómálið að sjálf-
sögðu á dagskrá, sagði Thor. Þar
virðist nú vera að rofa til, þar
sem ný rikisstjórn hefur verið
mynduð með stuðningi fylgis-
manna Kasavúbú og Gizenga undir
forystu Adoula. Aðeins Tshombe
stendur enn utan við. Sameinuðu
þjóðirnar hafa áreiðanlega unnið
gott og farsælt starf í Kongó, en
það hefur verið kostnaðarsamt.
Fyrstu 10 mánuði þessa árs mun
kostnaðurinn nema 100 millj.
dollara. Bandaríkin hafa borgað
Ungmest, en sum ríki, eins og
Sovétríkin, Frakkland, og ýmis
Suður-Ameríkuríki hafa neitað að
greiða sinn hluta. ísland átti að
greiða 40 þús. dollara, en náði
samkomv.Iagi um að greiða aðeins
9 þús. Hin Norðurlöndin hafa
alveg greitt framlag sitt eða frá
250—500 þús. dollara. Vegna
þess, hve mörg ríki eiga vangreitt,
er nú mikill halli á starfsemi S.Þ.
í Kongó. Auk þess verður hall-
inn á sjálfum rekstri S.Þ. orðinn
um 14 millj. dollara um næstu
árrr-it. Fjármálin verða þvi eitt
af vandamálunum, er þingið í
haust fær að glíma við.
Geta má þess, að seinasta þing
fól forseta þingsins, Boland hin-
um írska, að skipa sérstaka sátta-
nefnd í Kongómálinu. Boland bað
mig um að taka þátt í henni, og
myndi ég hafa gert það, ef til
hefði komið. Við nánari athugun
var skipan nefndarinnar frestað,
og ætti hsnnar ekki að verða þörf
hér eftir.
Eg tel hyggilegt, að S.Þ. dragi
her sinn frá Kongó eins fljótt og
mögulegt er. Hins vegar verður
áfram mikil þörf fyrir efnahags-
lega aðstcð þar.
Skipulag S.Þ.
Starfsemi og skipulag S.Þ. verð-
ur að sjálfsögðu til umræðu á
þinginu, sagði Thor, m. a. vegna
árása Rússa á Hammarskjöld. Eg
tel tillögur þeirra um þrjá jafn-,
valdamikla forstjóra — þríeykið
svonefnda — vægast sagt óheppi-
legar. Það hefur aldrei verið talið
heppilegt að hafa nema einn skip-
stjóra á s-kipi. Hitt er rétt, að þörf
er orðið ýmsra meiriháttar breyt-
inga á starfsháttum Sameinuðu
þjóðanna, m. a. vegna þess, að
þátttökuríkin eru nú orðin 99, en
voru ekki nema 45 í upphafi. Auk
þess er stofnskráin byggð á sam-
komulagi stórveldanna, sem var
fyrir hendi í stríðslokin, en allt
öðruvísi er háttað nú. Hammar-
skjöld hefur áhuga fyrir ýmsum
breytingu n, m. a. að skipaðir verði
þrír valdamiklir aðstoðarforstjór-
ar og þeir valdir nokkuð með
pólitísku tilliti. Hammarskjöld er
nú að gera ýmsar breytingar á
starfsháttum og mannavali, t. d.
verður nú Indverji nánasti aðstoð-
armaður hans og eins konar vara-
framkvæmdastjóri, en því staifi
hefur Bandaríkjamaður gegnt til
þessa.
Almennt var litið svo á, þegar
ég fór að vestan, að forseti alls-
, herjarþingsins í haust, yrði Mongi
|Slim, aðalfulltrúi Túnis hjá S.Þ.
! Hann er í nrkk' i)'t! Afríkumönn
um ber nú forsetasætið og verður
I þetta í fyrsta sinn, er þeir hreppa
j það.
Kveðjum skilað
Ef tími hefði verið til, hefði
mátt spyrja Thor um margt fleira,
en ég vil.li ekki tefja hann með
fleiri spurningum. Hann átti eftir
að sinna mörgum erindum og sím-
inn hringdi nær látlaust meðan
við voru n að rabba saman. Talið
barst að lokum að dvöl hans hér
að þes-su sinni.
— Eg aefði gjarna viljað dvelja
hér lengur, en verð að halda vest-
ur vegna aukaþingsins. Eg hef
dvalið hér rúman hálfan mánuð
og haft tækifæri til að vera þrjá
daga á hinu fagra Snæfellsnesi
og fara í stutta ferð til Austur-
lands og heimsótti þar staði, sem
ég hafði ekki séð áður, eins og
Hornafjörð og Fljótsdal. Eg
hreifst mjög áf náttúrufegurð
Austurlands. Eg vil að lokum
hiðja þig að færa öllum, sem
greiddu íerðir okkar hjóna, beztu
kveðjur og þakkir. —
Thor mun halda vesrtur í kvöld,
en frú Ágústa, sem hefur verið
hér með honum, mun dvelja hér
i nokkuð lengur. Fyrsta starf Thors
I vestra verður að mæta á aukaþingi
S.Þ., eins og áður segir, en Thor
er nú búinn að eiga sæti á þingi
S.Þ. í 15 ár samfleytt, eða lengur
I en nokkur r-ður annar. Óhætt
] er að fu'! ba, að hann hefur þar
I unnið bæði sér og íslandi gott
nafn.
I Þ.Þ.
Ferðamannastaðir
í Póllandi
Framhald af 8 síðu
hlið í þéttum hópum borgir og
bæir, námur, málmbræðslur og
verksmiðjur. Höfuðborg þessa hér
aðs kola og stáls, efnaiðnaðar og
véla, er Katowive. Borturnar eru
þar nágrannar æskulýðshallarinn-
ar og málmbræðsluofnar nágrann
ar borgargarðsins.
Þegar við höldum til vesturhér-
aða Póllands borgar sig að koma
til Paczkow, smábæjar, sem er
eins og skorinn út úr mynd frá
miðöldum og hægt er að sjá virk-
isveggi og fagra gotneska kirkju
frá 14 öld. Við hljótum einnig að
koma til Wroclaw, fagurraj borg-
ar við Oder, auðugrar að görðum
og grænum trjám og bygginga í
gotneskum stíl. Það stendur enn
ráðhús -borgarinnar, byggt á 14.
öld og nokkrar merkar kirkjur.
Vötn, sem eiga engan sinn líka
í Evrópu
Frá Wroclaw förum við í ein-
um áfanga til sjávar. Ströndin er
500 kílómetra löng. Þar skaga
hvergi hamrar fram í sjó. Kíló-
metrum saman er ströndin ein
sandlengja, og furuskógarnir vaxa
þvínær niður í flæðarmál. Hér
eru tugir sumardvalarstaða, frá|
Miedzyzdroje til Sopot, sem er
heimsfrægur baðstaður. Við
ströndina er Szczecin, stærsta
hafnarborg við Eystrasalt, með
fornum byggingum allt frá 13.!
öld. Þar eru einnig Gdyna ogj
Gdansk, en þær hafa gert Pól-|
land að 10. mesta skipasmíðalandi
í heimi. í Gdansk sjáum við einn-
ig gamallt hverfi frá 15. öld, sem
hefur verið endurbyggt úr rústum
eins og það var fyrir seinni heims
styrjöldina.
Vötnin í Póllandi eiga fáa sína
líka í Evrópu, Mazura-vatnaklas-
inn telur 2700 vötn af ýmsum
stærðum og gerðum, og öll eru
þau tengd ám og skurðum, og að
þeim liggja hæðir og hólar, vaxin
þykkum skógi. Augustowsko-Su-
valski vatnaklasinn telur 500 vötn,
og er náttúran þar algjörlega ó-
spillt af mannahöndum. Þar er
fyrirtaks staður fyrir ferðir á
kajökum og smábátum og hreint
og beint hið fyrirheitna land
veiðimanna. Að auðfengnu leyfi
má veiða hvar sem er í Póllandi.
En við vötnin er mikið um skóg-
ardýr og fugla.
Ferðamaður í Póllandi má til
með að koma til þessa héraðs, sem
elzt er í sögu landsins. f Gniezno
sátu goðar á tímum ættaskipulags
í Póllandi, en í Biskupin hafa
fornleifafræðingar fundið leifar af
forn-slavnesku þorpi frá því fyrir
2500 árum. Á þessum slóðum
myndaðist hið pólska ríki fyrir
rúmum 1000 árum.
Hvers vegna gengislækkun?
'Frambam ai 9 siðu
landi, ef þeir halda að þeir
komi samtökum þess á
kné.
Loks er óspart gefið í
skyn af stjórnarliðinu, að
gengislækkunin nú sé einn
liður í því að hæna að er-
lent fjármagn, en þ.e. að
sýna útlendum auðhring-
um, að það sé hægt með
sífelldum gengislækkunum
að halda lágu kaupgjaldi
á íslandi, og tryggja þeim
mikinn gróða á atvinnu-
rekstri hér. Sýna þeim
þannig, að óhætt sé að
leggja hér í atvinnurekst-
ur, þar sem ríkistjórnin sé
dugleg að lækka gengið, ef
almenningur sætti sig ekki
við hvað sem er í kjaramál
um.
Þetta er umbúðalaust
innihald þess, sem alls stað
ar kemur fram í málflutn-
ingi ríkisstjórnarinnar og
stjórnarblaðanna, varð-
andi nauðsyn þess að búa
svo hér um hnútana, að er-
lend auðfélög sækist eftir
að leggja hér í atvinnu-
rekstur. Erlent fjármagn
leiti hingað, eins og það er
orðað.
En ætli flestum finnist
Tungumálakennsla
Harry Vilhelmsson
Kaplaskjóli 5, sími 18128
Við komum við í Poznán, höf-
uðborgar landsins á 10. og 11. öld.
Hér er gömul gotnesk kirkja, ráð-
hús í renesansstíl, hér eru margar
vélaverksmiðjur — og hér eru
haldin árlega alþjóðleg kaup-
stefna.
f bakaleiðinni skoðum við Var-
sjá nokkru betur og eyðum hluta
úr degi í hinum undurfagra garði
Lazienki og skoðum þar sumar-
höll Stanislaws Augusts, síðasta
konungs í Póllandi. Við bregðum
okkur út fyrir borgina og skoðum
Wilanów-höllina, meistaraverk í
húsagerðarlist, Og að lokum drekk
um við skál — í pólskri vodku!
Við brottförina segjum við: Þar
til við sjáumst á ný. Það eru orð
að sönnu, því ag sá, sem einu
sinni hefur komið til Póllands.
hann kemur þangað aftur.
ekki samt, að ísendingar
eigi að treysta því sem að-
alúrræði, eins og gert hef-
ur verið og gefizt vel, að
þeir reki sjálfir atvinnu-
reksturinn. Að það þurftu
að vera undantekningar,
háðar sérreglum hverju
sinni, ef annað kemur til,
og að kaupgjald á íslandi
eigi að miðast við það. sem
íslenzk framleiðsla getur
staðið undir. Hitt eigi ekki
að koma til mála, að halda
hér niðri kaupgjaldi launa
manna og tekjum, til þess
að erlend auðfélög fái á-
huga á því að taka að sér
nýjan atvinnurekstur hér
framvegis i stað ínnlendra
aðila.
Allt þetta sýnir, hversu
hættulegur sá þingmeiri-
hluti er, sem nú hefur söls
að til sín meirihlutavald-
ið og hvílík lífsnauðsyn það
er að hnekkja honum við
allra fyrsta tækifæri. Það
er m.a. alveg ljóst, að varan
legar kjarabætur eru óhugs
andi hér fyrr en þessum
meirihluta hefur verið
hnekkt.
Auglýsingasími
TÍMANS
er 195 23
Útsala - Útsala
Á KARLMANNA- 0G UNGLINGAFÖTUM
SKYRTUM — PEYSUM — BINDUM
S0KKUM og NÆRFÖTUM
Með kjarasamningunum
nýju var nú beinlínis búið
að leggja grundvöll að jafn
vægi í efnahagsmálum og
varanlegum vinnufriði, ef
samdráttarstefnan var yfir
gefin, vextir lækkaðir, dreg
ið úr lánasamdrætti og
byrjað að létta af álögum
„viðreisnarinnar". Hækk-
andi útflutningsverð í
mörgum greinum og stór-
auknar gjaldeyristekjur,
vegna síldveiðanna, hefðu
hjálpað til að gera kjara-
bæturnar raunhæfar og
auka viðskipti.
Ríkisbúskapurinn hefði
óðar rétt sig með aukinni
framleiðslu og umsetn-
ingu, vegna þess hve tollar
eru orðnir gífurlega háir. í
þess stað er öllu stefnt i
meira dýrtíðaröngþveiti en
nokkru sinni, gjörsamlega
að ófyrirsynju.
Við þetta bætast svo
vinnuaðferðirnar.
Það sýnir bezt hver
hætta er á ferðum. einnig
stjórnskipunarlega séð. að
ríkisstjórnin skuli leyfa sér
að taka gengisskráningar-
valdið raunverulega handa
sjálfri sér, úr höndum Al-
þingis. án þess að kveðja
Alþingi saman. Hver held
ur vörð um þingræðið þeg-
ar svo er komið, að þessi
háttur er á hafður? Það er
orðið eitthvað meira en lít
ið bogið við framkvæmd
þingræðisskipulagsins þeg
ar svona atburðir gerast.
Þeir stóratburðir, sem nú
v hafa gerzt, sýna, að þjóð-
in verður að vera vel á
verði, ef hún á ekki að
vakna upp við það einn
góðan veðurdag, að þing-
ræðið sé að engu orðið og
raunverulega stjórnað með
tilskipunum og bráða-
birgðalögum, án ihlutunar
hins kiörna Alþingis.
En við hesssr) hæ^tu er
ekki nema eitt ráð' Að
þjóðin nái þingmeirihlut-
anum úr höndum þeirra
sem nú hafa hann.