Tíminn - 18.08.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.08.1961, Blaðsíða 6
re TÍMINN, föstudaginn 18. ágúst 1961. Götuhús, eitt hinna görnlu býla við Reykjavík, þar sem margar fjölskyldur höfðu hrúgast saman. Gaffallinn framan við bæinn var ætlaður til þsss að þurrka á honum sjóklæðl. Þykkna undir belti í tukthúsinu í tukthúsinu eru 27 fangar, sextán karlmenn, 16—67 ára, og ellefu konur 20—40 ára. Einnig þar er misjöfn virðing lögð á fólk. Elztur, frægastur og virðulegast- ur allra fanganna er útileguþjóf- urinn Arnes Pálsson, enda vakt- ari og verkstjóri hinna. Ekki er þó orðbragð hans við verkstjórn- ina beinlínis til fyrirmyndar, því að frekar er karlinn blótsamur og á það til að hóta konum og körl- um að stýfa af þeim hausinn eða fremja. á því aðrar svaðalegar skurðaðgerðir. En með illu skal illt út drífa, og yfirleitt ber þessi flokkur, sem býr í mesta húsi Reykjavíkur, ekki með sér, að hann lifi neinu sældarlífi, heldur sé ýmsu misjöfnu vanur. Samt er þetta fólk ekki svo mjög ófrjálst um allt, þvi að bæði fer það tals- vert ferða sinna og getur á stund- um fengið heimsókn í „múrinn". og ekki skulum við verða hvumsa, þótt okkur sýnist einhver stúlkan þreknari utan um sig en hóf sé að við ekki betri matvist en þarna kvað vera. • Ef við viljum nú fræðast betur um þetta fólk, sem byggir Reykja- vik, ættam við að leita til sóknar- prestsins, séra Guðmundar Þor- grímssonar á Lambastöðum. Þótt, hann sé bæði brjóstveikur og sulla veikur, getur hann sagt okkur skil á því fólki, sem helzt hefur vakið athygji okkar. Þreytist hann á að svara spurningum okkar, fær hann okkur einfaldlega í hendur sóknarmannatalið sitt, því að þar hefur hann gefið hverjum manni þá einkunn, sem hann ætlar, að sé við hæfi. Dánumenn og ókindur Við komumst fljótt að raan um, að monsjörar allir eru vænir menn og dánumenn, flestir klæða- gerðarmanna og bænda og margir húsmenn skikkanlegiir og fróm- lyndir, margt unglinga ekki óefni- legir, en húsfreyjur eru siðsamar eða jafnvel nógu vænar. Undar- lega linlega kveður hann að orði um eina maddömuna, sem sýnast mætti, að hefði þjóðífélagsstöðu til bezta vitnisburðar: Um madd- ömu Giese segir hann aðeins, að hún sé ei ósiðsöm. Hvað veldur? Þóra Guðbrandsdóttir spunakona er mátuleg, en þrjár námsmeyj- arnar í innréttingunum eru aðeins óátaldar. Kannske ern þær dálítið léttar upp á fótinn, án þess að veruleg rekistefna hafi orðið út af því. Af tukthúsföngunum er Ólafur Þórðarson skástur, en Arnes er aðeins svona, skánar þó. Davíð Jónsson er sléttur og Jón Björns- son ókindarkorn. En það eru líka nokkrir af því tagi utan fangels- isveggjanna. Hafnsögumaðurinn í Landakoti, Jón Magnússon skjall- ari, er einnig garmkorn, húskon- urnar Guðrún Einarsdóttir og Þor- gerður Þorsteinsdóttir eru báðar | kindarkorn, og það er Sigríður Jónsdóttir í Melshúsum líka. Henni er þó ekki alls varnað, því að seytján ára dóttur á hún, þótt sjálf sé hún aðeins 31 árs, en þar er líka hængur á, því að dóttirin er illa uppalin. Til er það, að ung- lingarnir séu ekki rétt efnilegir eða artist ei, einkum niðursetn- ingarnir, og fyrir bregður óknytta drengjum. Guðrún Bessadóttir er I á flakki og dugir ei, og Þórunn i Bjarnadóttir, lausakona í Grjóta, er ókind. Aftur eru aðrír, sem i fara batnandi og eru teknir að i læra. Annars fermir presturinn ekki uhglingana, fyrr en þeir eru orðn- ir 15—19 ára, svo að annað hvort : eru þeir seinþroska eða hann um | kunnáttu og skilning þeirra á i fræðunum. ! Svona eru margbreytilegir flest- irnir á mannlífinu í Reykjavík. Ófrýnir í framan Við skulum nú svipast betur um meðal fólksins eftir þessa kynn- ingu prestsins á sóknarbörnunum. Okkur kann að hnykkja dálítið við, þegar við förum að horfa framan í það. Fjöldamargir, karl- ar og konur, eru með stóra þrimla og hnykla og djúp ör í andlitinu, og það getur jafnvel verið að við sjáum einhverja, sem misst hafa annað augað með undarleg- um hætti. Okkur flýgur kannske í hug holdsveiki, og ekki er fyrir það að synja, að við sjáum bregða fyrir holdsveikum manni, því að þeir eru hér til. En ekki er mik- ill hluti bæjarbúa haldinn þeim sjúkdómi. Skýringin er líka önnur. f fyrra- haust og í vetur geisaði hér bólu- sótt og banaði mörgum manni. Hinir voru samt miklu fleiri, sem lifðu hana af, en bera hennar ærnar menjar. Okkur liryllir við þessum afskræmdu andlitum fyrst í stað. En við venjumst þeim fljótt. Göngum við suður í kirkjugarð, sjáum við þar marga tugi leiða, sem ekki hafa enn náð að gróa Ekki hefur þó bólan ein slegið svo breiðan skára. Og nú minn- umst við þess, að Móðuharðindin eru fyrir skömmu um garð geng- in. Árið 1784 dóu 27 í Reykjavík ursókn einni, én árið eftir tók fyrst úr steininn, því að þá dóu hér 83 manneskjur, en aðeins þrett án börn fæddust. Margt af þessu fólki, jafnvel flest, dó úr vesöld og ófeiti, og nálega allt, nema það, sem bólan grandaði, úr einhvers konar hungursóttum. Vesöld í tukthúsinu Nú er aftur orðið betra í ári, svo að flesl er fólkið komið í hold. Það er aðeins á einum stað, að fólk hefur haldið áfram að deýja úr vesöld á þessu ári: í tukthús- inu. Þeir eru sjö dauðir með þeim hætti, tukthúslimirnir, það sem af er árinu, allt fólk á bezta aldri og meirihlutinn stúlkur um tví- tugt. í fyrra geispuðu þar sex gol- unni með svipuðum hætti. Þegar við höfum vanizt hroll- inum, sem svo áþreifanleg nálægð við dauða og drepsóttir setur að manni, förum við að gefa gaum að klæðaburði fólksins, háttum þess og siðum. Skartmennin í hópi j fyrirmannanna ganga hér um stíg-! ana í rauðum og graénum kjólum 1 með uppbretta kraga, stór uppslög og hneppta vasa, og á flegnu brjóstinu bylgjast hvítt lín, er snýr fram tveimur brúsandi jöðrum. Buxurnar eru aðskornar. Á höfði hafa þeir parruk, og eru neðstu lokkarnir undnir upp, oft tvö vinzli hvort upp af öðru við gagn- augað. Sumir skarta ef til vill með þrísperrta hatta. Þessir menn eru skegglausir, því að svo býður tízkan, og allir menn með sjálfs- virðingu reyna að tolla í henni. Bregði fyrir einhverjum valds- manni, gengur hann með korða við hlið, og jafnvel stúdenta og iðnaðarmenn kunnum við að sjá búna korðum. Slíkt upphefðartákn fylgir þeim frama, er þeir hafa náð. Búnaftur fólksins Meðal almúgans eru allir karl- menn með hár á herðar niður, og fiestir hafa þeir haft viðleitni til þess að sarga af sér skeggið. En það er ekki við hæfi, að þeir séu kjólbúnir og myndi virt til mikils oflátungsháttar, ef ekki annars verra. Aftur á móti bólar meðal þeirra á einkennilegum fatnaði, sem stefnir að því að verða tízka meðal þess stands. Þetta er muss- an — stutt, kragalaus treyja með þröngum ermum með þremur hnöppum á og aðskornu mitti, en miklum útskotum um mjaðmik. Undir mussunni eru menn i bol eða brjóstadúk svonefndum, helzt bláum, með tveimur röðum hnappa frá hálsmáli og niður úr, og skín á hnapparöðina, því að mussunni hneppa menn ekki að sér. Þessum búningi fylgja þröngar hnjábuxur með útskotum ofan til á læri og mjöðmum og hvítir sokkar. Um hálsinn er bundinn klútur, og lafa báðir' endar niður á brjóstadúk inn. Sé nokkuð við haft, klúkir svartur, barðastór hattur ofan á hinu síða hári, en ella prjónahúfa með skotti, sem lafir niður á ann- an vangann. 1 Fleiri eru þó þeir, sem eru í þröngum vaðmálstreyjum, hneppt- um upp i háls, og þeir láta sér líka nægja skotthúfuna. Loks eru enn aðrír, sem lítt virðast snortnir af allri tízku um klæðaburð, enda eiga þeir ekki háan garð að verja. Þetta eru tötrabassar staðarins. Kvenfólkið fer einnig sundur- leitt í klæðaburði. Útlendu madd- cmurnar strika um staðinn í dönsk um búningi, en aðrar vafra með fald eða sveig á höfði og gjarnan vafið um hann klút við ennið, því að það er nýjasta tízkan. Þarna bregður kannske fyrir konu í hempu með marga hnappa hang- andi á ermunum við úlnliðinn og lausa boðanga innan undir, lagða yfir axlirnar og krækta saman að framan. Þessa boðanga kalla sum- ir glæsibringur. Ungar stúlkur, til dæmis þær, sem eru við spuna- nám í fabrikkunu-” stjákla um í skauttreyjum, og rauðum pilsum, sem slá sér glæsilega út um mjaðmirnar, undir rauðri svuntu. Slíkum stássmeyjum þykir vel við eiga að vera í hvítum sokkum. Undir síðu pilsinu skulum við ætla, að þær séu í hnjáskjóli, en ekki megum við forvitnast um, hversu haglega það er úr garði gert. Þegar dagsönn er lokið og húm- ið hefur færzt yfir, er líklegt, að við verðum vör við vaktarann, hann Gísla gamla Brandsson, sem þá gengur um með glóðarker sitt, og kannske líka gaddakylfu, sem tákn embættis síns. Þegar aðrir hvílast, hrópar hann við húsin, hve langt er liðið á nóttu, svo að góðborgararnir viti, að hann sef- ur ekki á verðinum. Drukkið viÖ „diskinn“ Það verður okkur fljótt Ijóst, að íbúar Reykjavíkur hafna ekki með öllu lystisemdum lífsins. Þar eru margir vel drukknir, og við komum varla svo í kaupmannsbúð ina, þar sem saman ægir sykri og silkiklútum, skonroki og önglum, skrúftóbaki og nöglum, að þar liggi ekiki fram á borðin hópur manna, sem þegar hafa fengið nokkur staup, enda er brennivínstunnan á stokkum og krani í. Engin teg-| und tóbaks er heldur forsmáð,! hvort heldur það er munntóbak, i neftóbak eða reyktóbak, og ekki skyldum við undrast, þótt við sjá-1 um ófermda unglinga spýta mó-| rauðu á búðargólfið eða maddömu taka í nefið með sýniíegrí nautn,1 enda slíkt drottningarsiður sunn- an úr löndum. Dönskum sjómanni, sem lengi hefur velkzt í hafi, er hér tekið opnum örmum, og fyrir löngu er gleymt það lagaboð umhyggju- sams Danakonungs, að leitað skuli kvenna, sem kunna að hafa falið sig, þegar klukku hefur verið hringt að loknum vinnudegi í ís- lenzkum kaupstöðum. Eigum við langa viðdvöl, mun- um við einnig komast að raun um, að nokkuð gætir rígs á þessum stað á milli íbúanna, þótt ekki séu þeir margir. Margs konar sög- ur eru á kreiki og berast fljótt milli kotanna. Það er sitthvað sagt í eldhúsunum, þegar húskon- urnar eru að sjóða rúgmjölsgraut- inn sinn í sjóblöndu, svo að ekki sé nefnt, hvað á góma ber við Ingólfsbrunn, þar sem fólkið fær neyzluvatn sitt. Og stundum getur slegið í harðar biýnur út af grun- samlegu skarði, sem komið hefur í móhlaðann, eða meiðandi orð- um, sem fallið hafa, því að fólk er hörundssárt. En við skulum kveðja Reykja- vík ársins 1786, áður en við drög- umst inn i þennan nábúakryt. Svo erum við aftur horfin til ársins 1961 og ætlum að fagna 175 ára afmælis borgarinnar okkar, sem við unnum öll og erum hreyk- in af. Kannske erum við enn dálítið ringluð eftir þessa kynnisför aftur í frumbernsku afmælisbamsins. Það er svo margt, sem hefur tekið stakkas'kiptum. En snúum þá dæminu við sem snöggvast. Okkur kom gamla Reykjavík ókennilega fyrir sjónir. En hversu skyldi þeim verða við, Arnesi gamla útileguþjófi, monsjör Clemensen, Þorláki farfara, Þóru núppersku og ókindinni Þómnni lausakonu í Grjóta, ef við leiddum þau um borgina okkar? Eða skyldi ekki Jón Þorsteinsson, sem sá sjö borna hordauða út úr tukthúsinu á sex mánuðum, ekki verða foxyiða, þegar hann sæi ráðherrana koma út úr þessu sama húsi og ganga að gljáfægðum bifreiðunum? Það yrði upplit á Gísla vaktara, þegar hann virti fyrir sér lögregluliðið og heyrði bíla slökkviliðsins koma gaulandi á ofsahraða. Og sjálfur Sunchenberg yrði agndofa undir parrukinu og þrísperrtum hattin- um og færi hjá sér í kjólnum, þeg- ar hann stæði andspænis arftökum sínum í miðbænum. En meðal annarra orða: Skyld- um við vera ekki jafngrunlaus um það, hvernig Reykjavík verður að öðmm 175 árum liðnum og þetta fólk hefur verið? J. H. Sjóbúð f Reykjavík. Hús Sunchenbergsverzlunarinnar. (Teikning Jóns biskups Helgasonar).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.