Tíminn - 18.08.1961, Blaðsíða 8
8
T í M I.N.N, .föstudaginn 18. ágúst.l,^
Þorfinnur karlsefni heilsar nýjum degi í Reykjavík 1961.
Svipmyndir
í Reykjavík
★
Reykjavik er eina höfuffborgin
í víðri veröld þar sem menn
gætu vænst þess að hitta for-
sætisráðherra út í fiskbúð.
Jafnframt er hún eina smáþorp
ið í veröldinni sem hefur stjórn
arráð og sinfóníuhljómsveit. í
Reykjavík eru listmálarar mun
fjölmennari en götusóparar, í
Reykjavík eru hundar bannað-
ir með lögum en sauðfé jarm-
ar sums staðar í húsportum.
Svona er Reykjavík merkileg
borg.
A ndríkir stjórnmálamenn hafa
oft í skálaræðum minnt á þá
staðreynd, að höfuðborgin reis
á þeim stað sem goðin vísuðu
hinum fyrsta landnámsmanni á
land. Og víst mætti Ingólfur
gleðjast ef hann gægðist úr
haugi sínum og sæi öll hring-
torgin okkar, róluvellina, Miklu
brautina, Bændahöllina og at-
hafnalífið við höfnina. Hann
gæti bent Karla þræli á öll
þessi teikn sem svar við nöldri
Karla: „Til ills höfum við far-
ið um góð héruð, ef vér skul-
um byggja útnes þetta.“ Og það
er óhætt að fullyrða, að Ingólf-
ur yrði harla feginn að líta höf
uðborgina.
TTtlendir skriffinnar sem heim-
^ sækja Reykjavík spreyta sig
oft á að finna það sem mest
einkennir bæinn og skilur hann
frá öðrum höfuðborgum. Ýmis-
legt hefur verið týnt til: am-
erískir lúxusbílar, skemmtistað
ir, dagblöð, fallegar stúlkur, ó-
stundvísi, regnhlífaleysi karl-
manna, bókabúðir og leikhús,
hitaveita og partí. Sumt af
þessu orkar tvímælis, til dæm
is mætti finna í ýmsum Araba
löndum bæi, sem auðgast hafa
á olíulindum svo að þjónarnir
aka um í kádiljákum sem jafn
vel íslenzka ríkisstjórnin gæti
ekki látið sig dreyma um. Fal-
legar stúlkur eru víða til og
leikhús eru sums staðar fleiri
í jafnstórum borgum í Finn-
landi. Aftur á móti munu óvíða
jafnmargar bókabúðir í svo litl
um bæ og óvíða jafn fáar regn
hlífar í höndum svo margra
karlmanna sem hér.
★
Ajorguninn rís yfir Reykjavík,
ÍTl fyrstu strætisvagnarnir
skrönglast um auðar götur, eyr
arkarlar ganga til vinnu sinn-
ar með nestsskrínu í hendi,
kaupmaðurinn stingur lykli í
skráargatið og opnar búðina, ár
risular húsfreyjur standa í
hnapp fyrir utan mjólkurbúð-
ina og ein þeirra hefur haft
tíma til að líta í blaðið, og fræð
ir hinar á því hvemig skúrkn-
um í framraldssögunni gengur
að ná ástum greifafrúarinnar.
Svo er farið að tala um vöru-
hækkanir, almáttugur, við skul
um ekki segja frá því hér. Ungl
ingar með stírur í augum ráfa
um götumar á leið til vinnu,
það er engu líkara en ungu
stúlkurnar gangi í svefni, kann
ski er undanfarin nótt þeim rik
ari í huga en dagurinn sem
framundan er. Innan skamms
fer að fjölga á götunum, fólk
þyrpist niður í bæinn að reka
sín margvíslegu erindi, þröng
manna fyrir utan bankana, f lest
ir eru það þunglyndislegir menn
og lúta höfði. Lögregluþjónn
spígsporar eftir Austurstræti
og greiðir úr umferðarhnútum.
Ritvélar taka að glamra á
Verkamenn fá sér kaffisopa í Verkamannaskýlinu, áður en þeir hefja vinnu
Þungbúnir menn bíða við dyr Landsbankans klukkan 10. Björn Sigfússon, háskólabókavörður, kaupir ýsu fyrir 6 krónur um ellefuleytið.