Alþýðublaðið - 12.04.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.04.1920, Blaðsíða 3
ALÝÞÐUBLAÐIÐ 3 inn sé lengdur, í von um að alls fáist lánaðar ioo miljónir. Um dagínD og yeginn. Niðarós fór í morgun til Kaup- mannahafnar. Meðal farþega var Magnús Vigfússon, dyravörður, er fer utan sér til heilsubótar. i Óstýrilátir íangar. Miklar sög- ur ganga um það hér í bæ, hve óstýrilátir þeir séu, sem sóttkvíað- ir eru í Kennaraskólanum. Er það lítt sæmilegt siðuðum mönnum, ef satt er, að ekki sé hlýtt setturn reglurn, jafnvel þó sumum finnist að óþarfi sé. Reykvíkingar myndu áreiðanlega kunna þeim litlar þakk- ir, sem flyttu hingað veiki, jafnvel þó téttari væri en sú, sem hér er fyrir. Almenningur krefst þess, hver sem í hlut á, að allrar rar- úðar sé gætt, jafnvel þó kóngur- inn væri. Og bæjarmenn treysta áreiðanlega héraðslækni betur, en þeim tveim læknum, er þeir sótt- kvíuðu vitna til. Heimskutegt væri af Stjórnarráðinu að stytta sótt- kvíusiai tíman. Nýr togari. í morgun kom hingað enn þá einn nýr togari, er heitir „Skúli Fógeti", eign Alli- ancefélagsins. Skipstjóri er Gísli Þorsteinsson, áður skipstj. á „Jóni Forseta". Togari þessi er hinn vandaðasti að öllum frágangi og hið fegursta skip á að sjá. Með Niðarósi fóru til Hafnar, þeir Kjartan Ólafsson og Markús Grímsson, til þess að sækja mót- orskip, eign Helga Hafliðasonar á Siglufirði. Pór, björgunarskip Vestmanna- eyinga, lá hér á ytri höfninni í gær, alskreytt flöggum. Var það í fyrsta sinn ar hann hefir sézt hér. St. Mínerya heldur fund í kvöld á venjulegum tíma. Óánægja er meðal verkamanna Þeirra, sem vinna að rafmagns- stöðinni, og segja þeir, að ekki hafi verið haldið við þá það, sem þeim var lofað. Kvað vera hætta á því, að þeir hætti vinnu, og er þá viðbúið að framkvæmdir stöðv- ist alveg í sumar og ekki fáist fólk. Má það merkilegt heita og meira en heimskulegt, ef bærinn sjálfur heldur ekki loforð sín. Fiskiskipin. Af fiskiveiðum komu í gær Skallagrímur, með 105 föt lifrar, og kútter Seagull, með 15 þús. fiskjar. Hafís. Skeyti frá veðurathugunarstöð- inni hér. ísafirði í gær. v Þéttur hafi's við horn. A suður- reki úti fyrir ísatjarðardjúpi, Strjáll í.s á Húnaflóa. Bjart veður. £loyð 6:orge. Khöfn 11. apríl. Lloyd George er lagður af stað til San Remo, en þar verður hald- ið áfram friðarráðstefnunni þann nítjánda. SnmardYöl barna í sveit. Umdæmisstúkan nr. 1 hélt fund í gærkvöld, svo sem auglýst hafði verið hér í blaðinu, og bauð þang- að ýmsum borgurum í bænum. Fundurinn var vel sóttur, og stóð hann nál. 3 kl.st. og voru fjör- ugar umræður. Einn ræðumanna, Pétur G. Guðmundsson, sagði að hér væri að sönnu merkilegt mál á ferðinni, en það sem mestu skifti, væri ekki að börn kæmust í sveit, til þess að ná þar aftur heilsu, heldur að húsnæði bér í borginni væri þannig, að ekki hlytist heilsutjón af. Að síðustu voru samþ. 2 till., er hnigu í sömu átt, að fresta stofnun almenns félagsskapar til næsta hausts. Það er hugmynd forgöngumanns þessa væntanlega félagsskapar, ab komið verði upp nokkurs konar sumarhæli í stærri stíl fyrir börn héðan úr bænum, að fenginni reynslu oddfellóa, er í sumar er leið veittu milli 20 og 30 börnum ókeypis sumardvöl uppi í sveit, og munu ætla að halda sömu starfsemi áfram á sumri komanda. Mál þetta er svo mikilsvert, að rétt er að allur almenningur gefi því gaum, því hvað er meira um- hugsunarefni, en uppeldi hinnar uppvaxandi kynslóðar, andlega sem líkamlega, og er þetta einn liður í þeirri starfsemi, sem nú þegar þarf að hefja í þessu mikla máli. Fnndarmadur. Ríkisvarðliðið þýzka ueitar að afvopna. Kköfn 11. apríl. Ríkisvarðliðið þýzka, sem er samtals 2 mil., neitar að leggja nibur vopnin, fyr en búið sé að afvopna kommúnistana (bolsivík- ana) þýzku. Y eðrið í dag. Reykjavík .... . A, -i- 6,8. ísafjörður .... . NNA, 2,0. Akureyri .... . logn, -J- 5,0. Seyðisfjörður . . • N, -5- 4,0. Grimsstaöir . . . . NA, -5- 8,0. Þórsh., Færeyjar . • A, 4- 3,5, Stóru staíirnir merkja áttina. -r- þýðir frost. Loftvog lægst fyrir sunnan land. Norðaustlæg átt ineð nokkru frosti. Bjartviðri á Suðvesturlandi. Hríð á Seyðisfirði. Erlend mynt. Khöfn 9. apríl. Sænskar krónur(lOO) — kr. 117.25 Norskar krónur (100) — kr. 106.00 Þýzk mörk (100) — kr. 9.75 Franskir frankar (100) kr. 35,25 Pund sterling (1) — kr. 21.30 Dollars (1) — kr. 5.35 Mótorlaitipar viðgerðir og hreinsaðir brennarar í prímusa- viðgerðinni Laugaveg 12. Fljótt og val unniö.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.