Tíminn - 16.09.1961, Blaðsíða 9
r
ÞaS var þrútið loft og þung
ský yfir Lómagnúp, þegar,
Fljótshverfingar gengu í
kirkju sunnudaginn 3. sept. j
s. I. En í þetta sinn gengu þeir!
ekki í sóknarkirkju sína á
Kálfafelli, heldur í gamla bæn-
húsið á Núpsstað, þar sem
ekki hefur verið messað í s. I.
70 ár.
Þegar sr. Bjarni Þórarinsson
ver prestur á Prestlbakka, var
hann stundum vanur að koma aust
ur að Núpsstað á gamlársdag og
hafa þar aftansöng um kvöldið. |
Síðan féllu helgiathafnir niður í
þessum forna helgidómi, nema
jarðarfarir hafa farið þar fram
öðru hverju, því að gamli kirkju-
garðurinn kringum bænhúsið er
enn löggiltur grafreitur.
Kirkja frá elztu tíð ]
Kirkja hefur verið á Núpsstað
frá fyrstu kristni — strax getið
þar um 1200. — í kaþólsku var
þar bæði prestur og djákni. Skyldu
þeir einnig syngja messur á næsta
bæ, Rauðabergi. Þar var þá bæn-
hús. Skömmu eftir siðaskipti varð
Núpsstaður útkirkja frá Kálfafelli.
En lítil var sóknin — aðeins tveir
bæir. Og með konungsbréfi 1765
var kirkjan niðurlögð. En hún var
ekki rifin. Fólkið hélt tryggð við;
hana, enda þótt búið væri að
nema hana brott úr paragröffum
kirkjustjórnarinnar. Og hún stend-
ur enn. Svo er Hannesi á Núps-
stað fyrir að þakka, að hún hefur
lifað af þessa jarðýtu- og þúfna-
banaöld. Hann vildi ekki láta helgi
dóm kynslóðanna falla í rúst og
slétta yfir tætturnar. Hann vakti ;
athygli þeirra, sem hafa með forn-
minjar að gera, á þessum lágreista,
hellulagða helgidómi. Og þeirj
tóku máli hans vel. Að fyrirlagi,
þjóðminjavarðar hefur bænhúsið
á Núpsstað nú verið endurbyggt.
Gísli Gestsson safnvörður hefur af
BÆNHÚSID
að Núpsstað endurreist
mikilli alúð farið þar höndum um.
Sigurjón smiður í Hvammi undir
Eyjafjöllum vann þar af hagleik
sínum. Og svo hafa þeir Núps-
staðarfeðgar verið í verki með
þeim.
•
í skjóli Lómagnúps
og Hannesar
Og í skjóli Hannesar og í skjóli
Lómagnúps stendur nú litla, fal-
lega bænhúsið á Núpsstað. Með
Aft NúpsstatS hefur vei
kristni á Islandi
sína gömlu, þykku veggi, með sína
hellu á þaki, með sín tjörguðu þil,
með sínar mjallahvítu vindskeiðar,
með sinn helga kross, sem ber við
blásvartar bergþiljur Lómagnúps.
Það er hann, sem hefur haldið
vörð um þetta hús. Hann er tákn
þeirrar trúar, sem reisti það, tákn
iS kirkja frá fyrstu
þeirrar tryggðar, sem hefur við
haldið því frám á þennan dag.
Sýslumannskontorinn
Senn eru þrjár aldir síðan Núps-
staðarkirkja var tekin úr tölu
löggiltra guðshúsa i landinu. Stund
um hefur hún verið höfð til all-
veraldlegra nota. Þess ber hún
merki enn í dag. Milli kórs og
framkirkju er þil. Innan við þilið
eru tvö stafgólf, góð rúmlengd. í
þessu litla herbergi bjó eitt sinn
veraldlegt yfirvald Skaftfellinga,
þótt ótrúlegt sé. Eftir að Árni
Gíslason á Kirkjubæjarklaustri
hafði fengið lausn frá embætti,
gegndi hann sýslumannsstörfum
fram á mitt sumar 1879. En hann
bjó á Klaustri til næsta vors. Eftir
Árna í sýslumannsembættinu var
Einar Thorlacius settur um eins
árs skeið. Og hann bjó á Núps-
stað þann tíma, hvernig sem á því
hefur staðið. — Ekki mundi þetta
þykja veglegur kontor hinna ver-
aldlegu yfirvalda nú á dögum.
|
Messa — erindi — Ijóð
Til að mitnnast endurreisnar
bænhússins var messað í því 3.
' sept. s. 1. eins og fyrr segir. Þar
flutti Gísli Gestsson erindi um
sögu þessa gamla guðshúss. í ræðu
i hans kom það fram, að í núver-
andi mynd mundi það fyrst byggt
fyrir a. m. k. 300 árum. Skal sú
saga ekki rakin frekar hér, en er-
indi Gísla mun birtast í Árbók
fornleifafélagsins. — Við guðs-
þjónustuna flutti Úlfur Ragnars-
son, héraðslæknir á Kirkjubæjar-
klaustri, frumsamið kvæði, sem
'hann hafði ort í þessu tilefni og
helgað bænhúsinu:
Raddirnar hvísla um rjáfur
hellum hulið.
Hér er svo margt, sem
jarðarsjón er dulið,
þylur í húsi mörg í veggjum vala.
Verum svo hljóð, að heyrist
steinar tala.
Og sannarlega heyrði maður
steinana tala í Núpsstaðarkirkju
þennan sunnpdag. Fljótshverfing-
ar og fleira fólk fjölmennti til
þessarar guðsþjónustu, sem fór
] fram eftir sjötíu ára messufall. Og
jeftir samverustundina úti í bæn-
; húsinu buðu þau Þóranna og Hann-
es öllum söfnuðinum í bæinn og
Iveittu af rausn.
G. Br.
Sigurvegarar með
hendur í vösum
Úr fyrsta þæfti. Frá vinstri: Jón ASils, Bessi Bjarnason og Haraldur Sjörnsson. HerkvaSningarmaSur (Jón)
kaHar son bónda í herinn og helmtar aS vita, hvort hann sé læs. Sonurlnn stafar í Litlu gulu hænunni.
Allir koma þeir aftur í Þjóðleikhúsinu
,Alhr komu þeir aftur
og eriginn þeirra dó,
af ánægju út að eyrum
hver einasta kerling hló“.
Þessi vísupartur segir raun-
ar flest, sem sagt verður frá
inntaki og leikslokum gaman-
leiksins Allir komu þeir aftur,
Söguhetjan í þessu leikverki er
ungur Bandaríkjamaður nýkom-
inn .til herþjónustu. Hann leikur
Bessi Bjarnason. Jóhann Pálsson
leikur vin hans, sem líkt er ástatt
um, þótt hann hafi raunar ákveðn
ari hugmyndir um allt, sem til-
heyrir í hernaði. Liðþjálfann
þeirra leikur Róbert Arnfinnsson.
Rúrik Haraldsson leikur sálfræð-
sem á að frumsýna í Þjóðleik-
Húsinu á laugardagskvöldið.
Ekki svo að skilja, að það séu
kerlingar, sem hlæja þar út að
eyrum. Kerlingahláturinn verður
að tákna hlátur hjá karlkyninu,
ef vísan er heimfærð upp á leik-
inn. Allir komu þeir aftur gerist í
hernum, og þar eru það karlarnir,
■em hlæja, meðan gamanið er jafn
græ'skulaust og sú skopmynd af
hermannalífi, sem hér á að birtast
á leikfjölunum. En kannske ein-
hverjar kerlingar geti hlegið og
kemmt sér við að horfa á leik-
inn, og þá er þessi samlíking í
lagi — eða hvað.
Sagan, sem leikurinn er sam-
inn eftir, hefur verið kvikmynd-
uð og sýnd hér í Austurbæjarbíói
í júni sl. Andy Griffith og Myron
McCormick fóru \ með aðalhlut-
verkin. Myndin var kölluð „Sjálf
sagt, liðþjálfi."
inginn í herbúðunum og Ævar
Kvaran ofursta. Valur Gíslason og
Jón Sigurbjörnsson leika báðir
generála. Gunnar Eyjólfsson
stjórnar. Smáhlutverk eru legíó.
„Reddingar"
Nýliðinn (Bessi) hefur litlar
áhyggjur út af frama sínum í her-
mennskunni, en vill gjarnan
„redda“ vini sinum, sem er óðfús
í fótgönguliðið, þvi að allir frænd-
ur hans hafa verið í því, og flug-
menn eru bara handlangarar fyrir
fótgöngulið og sjóliðar ekki hátt
skrifaðir hjá ættinni. Liðþjálfinn,
"sem er hinn mikli „reddari" í her-
búðunum með góð sambönd alls
staðar, tekur að sér forsjá ungu
mannanna með því að láta nýlið-
ann gera sér greiða, svo að of-
urstinn Verði ánægður og geri lið-
þjálfahum greiða og þá gerir lið-
þjálfinn nýliðanum greiða í stað-
inn.
Nýliðinn Náðhúsið
En vísuparturinn segir ekki, Greiðinn er fólginn í því, að
hvert þeir fóru né hvaðan þeir nýliðinn heldur náðhúsinu hreinu
komu, aftur. Svo mikið er víst, að og svo skínandi fínu og pússuðu
ekki var það til fiskiveiða, enda hátt og lágt, að ofurstinn verður
mun það sjaldgæft ,að menn í her- harðánægður, þegar hann kemur
þjónustu séu gerðir út til svo nyt- að skoða það. Þá hefur nýliðinn
samiegra hluta í „vinnutímanum". i (Framhald á L3. síðu.)