Tíminn - 16.09.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, laogardaginn 16. september 196L
5
t-----------------------------------------------------------------------------------------------^
Otgetandl: FRAMSÖKNARFLOKKURINN
Framirvæmdastjóri: Tómas Amason Rit
stjórar ÞórarinD Þórarinsson (ábj, Andrés
Kristjánsson Jón Hclgason Fulltrúi rit
stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsmga
stjórl: Egiii Bjamason — Skrifstofui
t Eddubúsmu — Simar: 18300—18305
Auglýslngaslmi: 19523 Afgreiðslusimi:
12323 — Prentsmiðjan Edda hi
Langhundur ríkis-
stjórnarinnar
Það er rótgróið almenningsálit, stutt óyggjandi upp-
lýsingum, að gengislækkunin í sumar var heiftarlegt
frumhlaup og á sér engin efnahagsleg rök.
Ríkisstjórnin er slegin ótta við afleiðingar þessa, sem
enginn undrast, en má sjálfri sér og ofsa sínum um
kenna, hvernig málum er komið.
Af þessu tilefni hefur langhundur mikill verið birtur
í stjórnarblöðunum og er hann kallaður skýrsla um efna-
hagsmálin og „viðreisnina“.
Úir þar allt og grúir af blekkingum, „hálfsannleika"
og öðru verra. Mótsagnir verða herfilegar eins og alltaf,
þegar reynt er að leyna því rétta.
Helztu niðurstöður eru t. d. þessar: Framleiðsluverð-
mæti hefur rýrnað í heild, en afkoma samt batnað útá
við — því innflutningur hefur minnkað svo mikið vegna
þess, að „viðreisnarráðstafanirnar“ drógu úr vörukaup-
um fólks og björguðu hag landsins. Samt „varð alls
ekki um neina skerðingu lífskjara að ræða á árinu 1960“,
og raunar haldið fram, að þau hafi batnað.
Þeir eru lagnir kreppumenn!!
Uppá þessa botnlausu þvælu er mönnum boðið 1 stað
raka. Með fylgja svo flóknir tíjlna „rebúsar11 og órök-
studdar fullyrðingar í tölum.
Er þar „reiknað“ að 400 kr. kauphækkun Dagsbrún-
arverkamanns á mánuði hafi gert gengishækkun óhjá-
kvæmilega, sem í fyrstu umferð hækkar verðlag í land-
inu um 500—600 milljónir.
í þessum reikningi, ef slíku nafni skyldi kalla svona
ljótan leik með tölur, er á hinn bóginn alveg geng'ið
fram hjá eftirfarandi staðreyndum, sem skipta höfuð-
máli:
1. A3 meginhluti iðnaðarins gat borið kauphækk-
un iðnverkafólksins, eins og nú er óumdeilanlega fram-
komið — þar sem meira að segja Mbl. og Alþbl. játa,
að verðhækkanir á iðnaðarvörum nú, stafi ekki af
henni, heldur gengislækkuninni.
2. Að verð á saltsíld og bræðslusíld gat hækkað
til útgerðarinnar, þrátt fyrir kauphækkunina.
3. Að kaupgjaldsbreytingin, umfram það, sem
stjórnin vildi, nam sem svaraði 1% breytingu á
verðlagi útflutningsvara frystihúsanna og hægt var
að vega þann mismun upp með leiðréttingu vaxta.
En þetta og fleira í sömu átt, sem sýnir hvílíkt
skemmdarverk stjórnin vann með gengislækkuninni, fer
ekki fram hjá athugulu fólki, þótt ríkisstjórnin taki það
ekki með í langhundinn sinn.
„Holl” fjárfesting
í langhundi ríkisstjórnarinnar, sem getið er um hér
að framan, er það m. a. fært fram; sem rökstuðningur
fyrir frystingu sparifjárins í Seðlabankanum, að hún auð-
veldi bankanum að hafa holl áhrif á fjárfestinguna.
Kunnustu afskipti Seðlabankans af fjárfestingarmál-
um síðan Sjálfstæðismenn hófust þar til yfirráða eftir
lagasetninguna á síðastl. vetri (Jóhannes Nordal varð
bankastjóri og Birgir Kjaran bankaráðsformaður) eru
þau, að bankinn hefur ráðizt í dýrasta lóðabrask, sem
um getur, og ætlar síðan að reisa á hinni nýkeyptu lóð
mörgum sinnum dýrari höll yfir starfsemi sína!
Á sama tíma stöðvar bankinn svo lánveitingar til nauð
synlegustu og arðgæfustu framleiðsluframkvæmda.
Þetta atferli heitir svo á máli ríkisstjórnarinnar „að
hafa holl áhrif á fjárfestinguna“!
t
>
>
?
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
i
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
/
/
>
>
>
>
/
/
>
>
/
/
/
/
/
i'
/
/
/
/
/
>
>
>
EINAR GERHARDSEN,
foringi Verkamannafiokksins
JOHN LYNG,
foringi hægri flokksins
ERLING WIKBORG,
foringi krisfilega flokksins
Kosningarnar
í Noregi
Atkvæðatölur floMranna í
norsku kosningunum hafa nú
verið birtar og eru þær á þessa
leið:
Verkiamannaflokkurinn fékk
847 þús. atkvæði eða 47.04 %
af greiddum atkvæðum. í sein-
ustu kosningum fékk hann 866
þús. atkv. og 48.33%.
Hægri flokkurinn fékk 336
þús. atkv. og 18.66 % af at-
kvæðamagninu. f seinustu kosn
ingum féfck hann 286 þús. at-
kvæði og 15.98 %.
Kristilegi flokkurinn fékk
169 þús. atkvæði og 9.4 % at-
kvæðamagnsins. í seinustu
kosningum fékk hann 177 þús.
atkv. og 9.9 %. Þótt flokkurinn
tapaði atkvæðum, fékk hann
samt þremur þingmönnum
fleira nú og var það eingöngu
heppni að þakka.
Vinstri flokkurinn fékk 130
þús. atkv. og 7.19 % af atkvæða
magninu. í seinustu kosningum
fékk hann 137 þús. atkv. og
7.67 %. Óháðir vinstri menn,
sem buðu fram nú, en ekki
seinast, fengu 2356 atkv.
Miðflokkurinn (bændaflokk-
urinn) fékk 125 þús. atky. og
6.95 % greiddra atkvæða. í sein
ustu kosningum fékfc hann 107
þús. atkv. og 6.0% af atkvæða-
magninu.
Sambræðslulistar borgara-
legu flokkanna í ýmsum kjör-
dæmum fengu nú 96 þús. atkv.
og 5.32% af greiddum atkvæð-
um. í seinustu kosningum
fengu þeir 154 þús. atkv. og
8.58% af atkvæðamagninu.
Hægri flokkurinn stóð nú að
færri sambræðslulistum en áð-
ur og er það ein skýringin á
fylgisaukningu hans. *
Kommúnistaflokkurinn fékk
53 þús. atkv. og 2.94 % af
greiddum atkvæðum. Seinast
fengu þeir 60 þús. atkv. og
3.36 %.
Sósialiski þjóðarflokkurinn
fékk 42 þús. atkv. og 2.34 % af
greiddum atkvæðum. Hann
bauð ekki fram í seinustu kosn-
ingum.
Enn er allt í óvissul með
stjórnarmyndun í Noregi.
Stjórn Verkamannaflokksins
mun fara með völd, unz þing
kemur saman. Þingmenn flokks
ins og miðstjórn koma saman
um mánaðamótin og verður
þar ákveðin afstaða flokksins.
Þangað til mun haldast sú
óvissa, sem nú er rikjandi.
Myndir af forustumönnum
norsku stjórnmálaflokkanna
fylgja hér með, en þær voru
teknar í sjónvarpsumræðum,
sem fóru fram þremur kvöld-
um fyrir kosningarnar.
BENT ROISELAND,
foringi vinstri flokksins
PER BORTEN,
foringi Miöflokksins
N.. V -S.. V - '
FINN GUSTAVSEN,
sem veröur leiðtogi Sosialiska
þjóðarflokksins í þinginu