Tíminn - 16.09.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.09.1961, Blaðsíða 16
Þessi miði er settur á hvern gúmmíbjörgunarbát. Solveig litla fær takmarkaða sjón með björgunarbáta með aðstoö plastglerja Þær fregnir hafa borizt frá Bandaríkjunum af Solveigu litlu Jónsdóttur frá Siglufirði, sem er bæði daufdumb og blind, að rannsókn, sem dr. Cone augnsérfræðingur Beth- esdassjúkrahússins í Massa- chusetts gerði, hafi leitt í Ijós, að Solveig muni öðlast tak- markaða sjón með aðstoð plastglerja. Einnig var sannprófað við þessa rannsókn, að Solveig litla er al- gjörlega heyrnarlaus og á sér enga von að öðlast heyTn. Eins og kunnugt er af fréttum veitti var.narliðið á Keflavíkurflug- velli lofsverða aðstoð við utanför Solveigar og læknishjálp vestra. Flaug Solveig vestur með flugvél | frá varnaxáiðinu ásamt Bryndísi ■ Víglundsdóttur kennara við mál- leysingjaskólann. Áðurnefndar rannsóknir á s.iúkrahúsi bandaríska flotans gefa til kynna að Solveig sé greint barn og hendur hennar eru mjög tilfinninganæmar og því mikil von til að Solveig geti komizt til nokk- j urrar sjálfsbjargar. Solveig lítla1 mun verða send á Perkinsskólann fyrir daufdumba. Sólvoig litla og Bryndí« Víglundsdóttir. Vörubíllinn ekur að dyrun- um. Á palli hans eru nokkur stór hylkx með kúpumynduð- um endum. Tveir menn birt- ast í dyrunum og bílstjórinn stekkur upp á pallinn og veltir hylki til þeirra. Þeir fara varlega með það eins og það sé brothætt. Þannig taka þeir hvert hylkið á fætur öðru. Dyrnar lokast og bíllinn ekur burt. Inni eru fleiri hylki liggjandi á gólfinu. Sum opin og tóm, önn- ur lokuð. Skammt frá þeim stendur 'stór uppblásinn gúmmí- björgunarbátur og virðist bíða þess að skipbrotsmennirnir klifri um borð. — Hvers konar fyrirtæki er þetta? spyr blaðamaðurinn. — Það heitir Grandaver h.f., og hér eru gúmmíbjörgunarbátar yfir farnir og gert við þá, ef með þarf. — Svo að þetta er geysiábyrgð armikið starf? — Já, það er eins gott að menn séu allsgáðir við þetta, og hafi augun hjá sér. Það er nú aðallega hann Geiri, sem vinnur við þetta, og hann er reglumaður á allt — sérstaklega kvenfólk. — Og þú ert forstjórinn? — Þú getur kallað mig það, ef þú villt. — Hvenær hóf fyrirtækið lífs- gönguna? — Ég fór til Englands 1957 og kynnti mér eftirlit og viðgerð gúmmfbáta. Svo kenndi ég Geira þetta og fyrirtækið tók til starfa 1958. Þetta er eina fyrirtækið af þessu tagi á landinu. Hér eru bát- arnir skoðaðir fullkomlega og all- ur útbíinaður sem fylgir jxeim. Það verður allt að vera fyrsta flokks, því að menn geta átt líf sitt und- ir þessum tækjum. — Fer þessi skoðun fram á veg um skipaeftirlitsins? — Þetta er sjálfstætt fyrirtæki, en skipaeftirlitið hefur samvinnu við okkur. Það er skylda, að láta skoða bátana einu sinni á ári. Skipaeftirlitið sér um að það sé gert, og bátunum er síðan komið til okkar. Enginn bátur, sem er 15 tonn eða meira fær skoðunar- vottorð, ef gúmmíbáturinn er ekki í lagL Þeir fara varlega meS hylkin eins og þau séu brothætt. Slæm meðferS — Kemur oft fyrir, að bátamir í séu í ólagi? — Það kemur oft fyrir, og því j miður oft vegna rangrar eða illr- : ar meðferðar. Það kemur til dæm ■ is oft fyrir, að flöskurnar með gasinu, sem á að blása bátinn út, eru tómar. Þetta stafar oft ein- göngu af þvi, að hylkið utan um bátinn hefur orðið fyrir höggi, og við það hefur losnað um flösku- stútinn og gasið lekið út. Skipa- skoðunarmaður varð einu sinni vitni að því, að björgunarbáti var fleygt af vörubílspalli niður á ! bryggju. Síðan átti að fleygja hon um niður í skipið. Þegar skipa- skoðunarmaðurinn fann að-þessu, sögðu þeir, sem komu með bátinn á þá leið, að það væri léleg björg unarfleyta, sem ekki þyldi þetta. Kæruleysi af þessu tagi getur orð- ið afdrifaríkt, en það er eins og sumum geti ekki skilizt það. Þó er aðvörunarmiði á hverjum bát, þar sem brýnt er fyrir mönnum, að fara varlega með hann. — Það er hægt að fara illa með bátana á margvíslegan hátt. Einn vorum við að fá frá togara,.sem auðsjáan lega hefur legið upp við ofn. Dúk- urinn var allur brenndur og sund- ursprunginn, — það hefði enginn bjargast með þeim báti. Sem betur fer er þetta þó mikið að lagast. Sjómenn kærulausir — Læra sjómenn ekki ferð bátanna? með- — Það er enginn raunveruieg upplýsingaþjónusta til um bátana, og það er staðreynd, þótt það eigi ekki við um alla, að sjómenn á | skipunum eru vankunnandi um j notkun bátanna og hafa lítinn I tíma gefið sér til þess að kynna | sér meðferð þeirra. Það eru dæmi j um, að menn hafi ekki kunnað I að fara með bátana, þegar á þeim i þurfti að halda. Við höfum boðið 1 skipstjórum að koma hingað með 1 áhafnir skipa sinna og læra með- ferð bátanna, en fáir hafa not- fært sér þetta boð, því miður. — Við höfðum líka einu sinni sýn- ingar út um land á notkun F.R.D.- j gúmmíbáta, en það voru mest gamalmenni og börn, sem sóttu þær sýningar, — _ sjómennirnir létu sig vanta. Á einum stað mættu þó rnargir sjómenn á sýn- ingu, enda voru þeir sóttir af skipaskoðunarmanninum á staðn- I um. — Eru enskir sjómenn eins kærulausir um þetta? — í Englandi, og ég held allsr I staðar erlendis, eru menn ekki skráðir á skip nema þeir kunni * meðferð bátanna, og þannig, og þannig mætti það vera hér, ef vel á að vera. Það virðist bara svo sem enginn hér vilji bera kostnaðinn við að kynna sjómönn um þessa hluti. Erlendis er sjó- mönnum kennt þetta bæði með kvikmyndum og sýnikennslu. I (Framhald á 15. siðtt). J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.