Tíminn - 23.09.1961, Side 2
2
tE3*M-I'NN, Iaugardaginn 33. september 1S31
, --------------------------------------------------------------:
réttað uppi á Landi í fyrsta skipti
í 19 ár, en þar voru frægar réttir í
gamla daga og mikið um dýrðir.
, _ , « i, . - i Réttirnar á Landi féllu niður í
Súkkulaðiverksmiðjan Linda á Akureyrl bauð fréttamónnum a dogunum að skoða nytt ogtvandað verksmlðju. nærrj tvQ ^ratugi yegna þess, að
hús við Hvannavallagötu, sem fyrirtaekið er nú flutt í. Forstjórl og aðaleigandl verksmlðjunnar, Eyþór T,im- bannað var að reka á afrétti by'ggð-
asson, fluttl þar stutta raeðu og rakti sögu fyrirtaeklsinslns. Myndin hér að ofan er af verksmlðjuhúslnu nýja. ariUnar vegna mæðiveiki. Nú er
(Ljósmynd: E. D.). því banni aflétt.
50 þúsundum sauðfjár
! slátrað á Selfossi
Selfossi, 22. sept. , afréttarlöndin hafi smalazt veli
I TT ... „ , ... Hér á Selfossi er slátrun þegar í
Um allt Suðurlandsundir- tujjum 0g er gert
lendi er sláturtíSin að hef jast' að hér verði slátrað um 50 þúsund-
að fullum krafti. Fjársöfn eru um fjár. Falla 14—15 hundruð
komin eða að koma af afrétt-j sauBBkepnurá dag á SelfossL Mest
.. , . .oc af þeirn slatrun fer fram hja Slat-
um og miklar annn eru við (urfélagi Suðurlands, en Sigurður
, sauðféð og önnur störf hausts- (óli Sigurðsson kaupir einnig slát.
jns. urfé. Svo er einnig slátrað að
] ,Minni-Borg í Grímsnesi, eins og
Skeiðaréttir eru í dag, og nú er, kunnugt er, en þann rekstur hefur
Enginn vinnandi á
nástrái á Raufarhöfn
Raufarhöfn, 22. sept. í Rússasíid, og Rússarnir hafa
Hér er mikil atvinna, þótt verið hér að meta vöruna
mesta annatímanum sé lokið. ásamt heimamönnum við síld-
Undanfarið hefur verið unnið armatið.
Arekstramet
Lögreglan hefur nú bókað
1400 bifreiðaárekstra hér í bæ,
það sem af er þessu ári. Það
er nokkuð á annað hundrað
fleira en á sama tíma í fyrra.
Þetta virðist ætla að verða
metár á þessu sviði.
Dansleikir og mannfagnaSur
Réttunum fylgja svo réttadans-
leikirnir með miklum mannfagn-
aði. í kvöld er réttardansleikur í
Brautarholti á Skeiðum, í gær var
dansað á Flúðum, og á morgun
verður réttarball í Þjórsárveri í
Flóa. Um daginn var slík samkoma
í Aratungu í Biskupstungum.
Yfirleitt eru bændur sammála
um, að heimtur séu heldur góðar,
Kongt
Framhald af 3. síðu
aður heim til New York. Eins og
allir aðrir starfsmenn í fram-
kvæmdastjórn S.þ. verður hann að
vera við því búinn að vera út-
nefndur til og fluttur í þá stöðu,
sem honum hæfir bezt að gegna,
sagði enn fremur í heimildum frá
S.þ. En engin ákvörðun hefur ver
ið tekin um að flytja hann úr
þeirri stöðu, sem hann skipar nú.
Meðal starfsmanna í aðalstöðvun-
um er þó enn talið, að til þess
geti bráðlega komið, að hann
verði fluttur til, og átti Hammar-
skjöld að hafa ákveðjð það, áður
en óeirðirnar brutust út í Kat-
anga.
Tshombe við öllu búinn
Forseti Katanga, Moise Tshom-
be, sagði í dag, að fulltrúi S.þ.,
Mahmoud Khiari sem undirritaði
vopnahléssamninginn af hálfu
S.þ., væri hættulegur friðnum í
Koi)gó. Einnig lét hann svo um-
mælt ,að ef hersveitir S.þ. hyrfu
ekki á brott frá pósthúsinu í Elísa
bethville innan ákveðins tíma, liti
hanp á það sem brot á vopnahlés-
samningnum. Yfirhershöfðingi
Kongóhers, Mobutu, gaf hermönn
unum í Katanga skipun í útvarpi
í dag um að hlýða ekki fyrirmæl
um frá evrópskum liðsforingjum.
Fréttamenn í Elísabethville telja,
að viðurkenning S.þ. á Katanga,
sé frávik frá þeirri stjórnmála-
stefnu, sem S.þ. hafa rekið þar og
miðað hefur að því að veita mio-
stjórninni fullan stuðning. Álíta
þeir ósennilegt, að S.þ. beiti valdi
í Katanga.
O’Brien upplýsti í dag, að
Mimba, utaiirikisráðherra og Mok
emosako, hershöfðingi, yrðu full-
trúar Katanga í sameiginlegu
vopnahlésnefndinni, en ekki hef-
ur enn verið ákveðið, hvenær hún
tekur til starfa.
Allt er nú fallið í venjulegar,
skorður eftir síldarvertíðina. Það
fiskast vel á bátana, sauðfjárslátr
un er að hefjast í nýju sláturhúsi, j
og allir, sem vettlingi geta valdið,!
eru á kafi í önnum. Lágmarks-
vinnutími er 11 stundir á dag, og
það er enginn á nástrái, sem unn
ið getur.
Byggingar og framfarir
' Fram undir þetta hefur verið
hér nokkuð af aðkomufólki í síld
arápökkun og annarri þvílíkri
vinnu, en nú er það langflest farið
og aðeins heimafólk eftir. f upp-
hafi þessa mánaðar var tekið hér
á Raufarhöfn í notkun nýtt frysti
hús, Er nú verið að hraðfrysta
fisk á allan máta, og gengur sú
' vinnsla vel. Á nýtt sláturhús var
áður minnzt, en auk þess er búið
að reisa nýtt hús yfir rafveituna.
Rafmagnið er framleitt með diesel
vélum. Um aðrar byggingar er
ekki að ræða af opinberri hálfu,
og einstaklingar hafa hægt um sig.
Ný 427 fermetra
húsgagnaverzlun
Ný húsgagnaverzlun er opn-
uS í dag að Laugavegi 27 í
Reykjavík og ber hún heitið
| Húsbúnaður. Þetta er afar stór
og rúmgóð verzlun, 427 fer-
metrar að flatarmáli.
, Verzlunin er eign Húsbúnaðar
h.f., en það er félag rúmlega þrjá-
tíu húsgagnasmiða, bólstrara og
. húsgagnaarkitekta. Stærstu hlut-
hafarnir eru Trésmiðjan h.f., Meið-
, ur, Ingvar og Gylfi, Ragnar Har-
jaldsson, Birgir Ágústsson og Ný-
virki h.f.
Verzlunin mun fyrst um sinn
hafa hvers kyns húsgögn til sölu,
svo og lampa. Eru allir hlutirnir
með nýtízkulegu lagi.
Verzlunarstjórinn er Páll Guð-
mundsson húsgagnaarkitekt. Ann-
ar húsgagnaarkitekt verður einnig
í nánum tengslum við verzlunina,
Svéinn Kjarval. Geta viðskiptavinir
verzlunarinnar snúið sér til verzl-
unarinnar eða skrifstofu hennar
með vandamál sín á sviði híbýla-
skipunar, litavals og vals á hús-
gögnum.
Stjórn fyrirtækisins skipa þessir
menn: Guðmundur Pálsson, for-
maður, Emil Hjartarson, Ingvar
Þorsteinsson, Ragnar Haraldsson,
Sveinn Kjarval, og í varastjórn
Guðmundur O. Eggertsson og Jón-
as Sólmundsson. Framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins er Hélgi Bergs-
son.
Garðar Gíslason. — En hvenær
ætla þeir svo að fara að koma með
afurðaverðið. Við þessa óvissu
verður ekki lengur unað. Ó.J.
Jón Leifs áfram
formaður STEFS
Aðalfundur STEFs var haldinn
15. þ.m. á fjórtánda starfsári fé-
lagsins. Formaður félagsins, Jón
Leifs, og lögmaður þess, Sigurður
Reynir Pétursson hæstaréttarlög-
maður, fluttu rækifegar skýrslur
um starfsemi félagsins á Ziðnu
starfsári.
Jón Leifs var endurkjörrnn
formaður. í stjórn félagSins með
honum voru kjörnir til næstu
þriggja ára: af hálfu rétthafa utan
Tónskáldafélags fslands, þeir Sig-
urður Reynir Pétursson og Snæ-
björn Kaldalóns. Fulltrúar Tón-
skáldafélagsins í stjórn STEFs
voru kjörnir þeir Skúli HalldórS
son og Þórarinn Jónsson. Endur-
kjörnir voru endurskoðendur fé-
lagsins, tónskáldin Sigurður Þórð
arson og Siguringi E. Hjörleifs-
son Þeir fluttu á aðalfundinum
stjórninni þakkir fyrir vel unnin
störf og hagsýni í þágu íslenzkra
höfunda, og fundarmenn tóku
undir.
í stjórn Tónskáldasjóðs Rikis-
útvarpsins voru á fundinum kjörn
ir sem fulltrúar STEFs þeir Sig
urður Reynir Pétursson sem aðal-
maður, en sem varamaður hans
Jón Nordal. Sem fulltrúi Tón-
skáldafélagsins í sjóðstjórnina
var kjörinn Jón Leifs, en Jórunn
Viðar sem varamaður hans. For-
maður sjóðsins er Vilhjálmur Þ.
Gíslason, útvarpsstjóri, sem sjálf-
ur skipar sinn varamann. Tón-
skáldasjóðurinn tekux til starfa
eftir áramótin.
J.Á.
Rollingar
selja bækur
Lögreglan hefur nú tvívegis
þurft að elta ólar við stráklinga,
jsem hafa hnuplað bókum í heima-
jhúsum og borið í fornsala. Var
annar pilturinn með 60 bækur I
takinu
Það mun furðu algengt, að þeri,
sem eiga rollinga og bækur, verði
fyrir búsifjum af þessu tagi. og
fyrir nokkrum árum komust mjög
dýrmætar bækur á vergang á þenn
an hátt.
Sölubörn óskast
klukkan 2 í dag. Komi í anddyri Framsóknar-
hússins. •— Há sölulaun.
Krustjoff vit$ræt$ufús
1 (Framhald aí 3. síðu)
berlega i dag. Bréfið er svar við
tilmælpm Nehrus í Moskvu ný-
verið eftir ráðstefnu óbandalags-
bundnu ríkjanna í Belgrad.
f bréfinu segir, að það mundi
stuðla að því að tryggja friðinn og
bæta ástandið í Evrópu, ef þau
ríki, sem enn hafa ekki viðurkennt
bæði þýzku ríkin, gerðu það og
,tækju upp eðlilegt samband við
'þau bæði. Einnig mundi það þjóna
jsama tilgangi, ef bæði Austur- og
, Vestur-Þýzkaland gerðust aðildar-
ríki Sameinuðu þjóðanna. Sovét-
!stjómin álitur, að viðræður ríkja
á milli muni almennt stuðla mjög
jað batnandi ástandi í alþjóðamál-
'um, en einkum þó viðræður milli
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna.
^Friðarins vegna erum við fúsir til
að taka þátt í samningaviðræðum
já hvaða grundvelli sem er, sagði
Krústjoff. Krústjoff sagði enn
fremur, að Sovétríkin hefðu sama
viðhorf og Belgradráðstefnan gagn-
vart ástandinu í heiminum nú, og
bæri mikla virðingu fyrir sam-
þykkt ráðstefnunnar um nýlendu-
stefnuna. Samkvæmt frétt frá Tass
hefur svipað bréf verið sent öðrum
ríkjum, sem þátt tóku í ráðstefn-
unni í Belsrad.
Aðalfundur F.U.F.
í Reykjavík verður haldinn n.k. mánudag, 25. sept. 1961, kl. 20.30
í Framsóknarhúsinu, uppi.
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Eysteinn Jónsson ræðir stjórnmálaviðhorfið.
ATH. EINUNGIS SKULDLAUSIR FÉLAGGSMENN FÁ INN-
GÖNGU Á FUNDINN.
Félagsskírteini vcrða afgreidd í Framsóknarhúsinu, uppi í dag,
laugardag, frá kl. 2—8 e.h. og sunnudag frá kl. 2—7 e.h., EN
EKKI EFTIR ÞANN TÍMA. STJÓRNIN
HAPPDRÆTTIÐ
Skrlfstofa happdrættisins er i Framsóknarhúsinu, Fríkirkjuvegi 7,
2. hæð. Sími I 29 42.
Þeir, sem vilja vera með frá byrjun og ekki hafa enn key^ít mlða,
geta hringt í skrifstofuna og fengið miða senda heim. Miðar eru einnig
seldir í bíl í Austurstræti.
Framsóknarmenn Kjósarsýslu
Framsóknarfélag Kjósarsýslu heldur almennan flokksfund á
morgun (sunnudag) að Hlégarði, Mosfellssveit, kl. 2 e.h..
DAGSKRÁ:
1. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing.
2. Ávarp: Jón Skaftason, alþm.
Allir stuðningsmenn Framsóknarflokksins í sýslunni velkomnir i
fundinn.