Tíminn - 23.09.1961, Síða 5

Tíminn - 23.09.1961, Síða 5
r 5 Útgetandl: PRAMS0KNARFLOKKURINN FramJcvæmdastjóri Tómas Arnason Rit stjórar Þórarinn Þórarinsson (áb /, Andrés íírist.iánsson .lón Helgason Ptilltrúj rit stjórnar Tómas Karlsson Auglýsmga stjóri Egili Bjarnason - Strifstofur 1 Eddubúsinu — Slmar 18300 18305 Auglýsingasimi 19523 Aígreiðslusimi 12323 — PrentsmiðjaD Edda b.t »ii — .................. ........... Mestu höft í Vestur-Evrópu Stjórnarblöðin eru mjög kampakát ýfir því, að ríkis- stjórnin hefur gefið bílainnflutninginn frjálsan. Þetta sýni, að ríkisstjórnin hafi dregið úr innflutnings- og gjald- eyrishöftunum. Það beri vott um glæsilegan árangur stjórnarstefnunnar. En stjórnarblöðin þegja vandlega um ástæðurnar fyrir því, að dregið hefur verið úr umræddum höftum. Gjaldeyris- og innflutningshöft stafa af því, að kaup- getan og þar af leiðandi eftirspurnin eftir erlendum gjald- eyri, er meiri en sá gjaldeyrir, sem er fyrir hendi. Til þess að draga úr og aflétta gjaldeyrishöftum eru tvær leiðir: Önnur er sú að auka framleiðsluna og þar með gjaldeyririnn og fullnægja eftirspurninni á þann hátt. Hin er sú að draga úr kaupgetunni með því að hækka vöruverð og minnka atvinnu, og nægi þetta ekki, að beita lánsfjárhöftum og vaxtaokri til viðbótar. Með fyrri leið- inni er innflutningshöftum útrýmt, án þess að nokkur ný höft komi í staðinn. Með síðari leiðinni er innflutnings- höftum útrýmt með því að taka upp ný og meiri höft — höft fátæktar, lánsfjárhöft og vaxtahöft. Það er síðari leiðin, sem ríkisstjórnin hefur valið tii að draga úr innflutnings- og gjaldeyrishöftum. Hún hefur tekið upp ný og meiri höft í staðinn. Hún hefur stór- minnkað kaupgetu almennings, hún hefur „fryst“ spari- féð í Seðlabankanum og hún hefur gripið til stórfellds vaxtaokurs. Á hinum stutta valdaferli, hennar hefur því raunverulega verið stórhert á höftum, en ekki dregið úr þeim. Þannig er nú líka komið málum, að ísland er í dag langmesta haftaland Vestur-Evrópu. Hvergi í Vestur- Evrópu er beitt eins fólskulegum lánsfjárhöftum. Hvergi í Vestur-Evrópu eru eins háir vextir. í öllum löndum Vestur-Evrópu hefur kaupgeta almennings aukizt veru- lega á árunum 1960 og 1961, nema á íslandi, þar sem hún hefur stórminnkað. Það er vissulega enginn galdur að draga úr innflutn- ings- og gjaldeyrishöftum, þegar höft eru þannig stór- aukin á öðrum sviðum. En það sorglega er, að það er hægt að draga úr inn- flutnings- og gjaldeyrishöftum, án þess að taka upp ný og meiri höft í staðinn. Hin mikla aukning skipastólsins og annarra framleiðslu- tækja, sem vinstri stjórnin lagði grundvöll að, skapaði möguleika fyrir stóraukna framleiðsiu, ef rétt var á hald- ið. Vegna samdráttarstefnu ríkisstjórnarinnar hafa at- vinnutækin hins vegar verið miklu verr nýtt en skyldi. Togarar og bátar hafa legið ónotaðir tímum saman af þessum ástæðum. Meðan þannig er stjórnað, munu höftin halda áfram að aukast á íslandi, þótt reynt sé að blekkja menn með því að draga úr vissum höftum á þann hátt, að önnur höft eru aukin meira í staðinn. Ekkí föðurbetrangar Mbl. segir, að landsfundur ungra Sjálfstæðismanna hafi lýst mikilli vanþóknun sinni á því, að samvinnufé- lögin skyldu semja við verkalýðsfélögin um að hækka mánaðarkaup verkamanna úr 4000 kr. í 4400 kr. Lág- launamenn sjá á þessu, að hinir ungu Sjálfstæðismenn ætla ekki að verða neinii- föðurbetrungar. KárE skrlfar: Úr borg og byggð Yfirbyggingin. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, var fjölgað í stjórn- inni um einn ráðherra og hann , hafður þar sem nokkurs konar | skrautblóm að mestu, án sérstakra ■* verkefna, en á hærri launum en allir hinir ráðherrarnir. Nú hefur þessi ráðherra tekið sér „hvíld frá störfum", og nýjum ráðherra verið bætt við í stjórnina af þeim orsökum. Þá eru orðnir átta ráð- herrarnir, sem litla, íslenzka þjóð- in verður að launa. Fer slíkur hóp ur 'að skaga hátt upp í ráðherra Bretaveldis eins og Jón Helgason kvað um forðum. Og nær allir þessara ráðherra hafa frían lúxus- bíl og á honum bílstjóra með drjúgum embættismannalaunum. Alltaf tilbúinn að sækja mjólk, i kjöt, fisk og annað í sölubúðirnar handa ráðherrafjölskyldunum, og aka hverjum sem er úr þeim eða nátengdum þeim, hvert á land sem er. Allt á kostnað ríkissjóðs. Sigurgangan. Eitt af verstu verkum síðari ára í opinberu lífi hér á landi mun br’ottrekstur bæjarstjórans á Akra nesi hafa verið. Alþýðufólkið á Akranesi hafði komið sér saman um að fá sér sameiginlega bæjar- stjóra. Og þau samtök höfðu ver- ið svo heppin að fá í starfið einn af allra duglegustu efnismönnum, sem til voru á landinu. Óhætt er að segja, að bæjarstjórastarf hans gengi sérstaklega vel. En allt í einu svíkjast „Alþýðu“flokksmerin að honum og reka hann fyrirvara- laust úr starfinu og bera hann ýmsum „sökum“, sem allar reynd- ust svo þvættingur. En þær áttu að vera ástæðan og skálkaskjól fyrir burtrekstrinum. Ofan á þetta bættu þeir svo, að ætla ekk- ert kaup að borga bæjarstjóran-j um frá burtrekstrai’degi. Síðan! fór hann í mál út af kaupi sínu og vann það algerlega. Þá er af| „sparkmönnunum“ svo dregið, að þeir éta ofan í sig allan „sakar“-| áburðinn á bæjarstjórann, en hefaj upp þess í stað sigursöng(H) | yfir öllum sínum lítilmannlegu | hrakförum, vitandi það þó, að hafa orðið sjálfum sér til stór- skammar og stórskaðað bæjarfé- lagið á Akranesi. Esjan. Máttur endurtekninganna er oft mikill. Það þekkir pappírsmesta dagblað fslendinga vel. Fyrir mörgum árum síðan skrifaði dá- lítið sérvitur ungur maður smá- pistla í TÍMANN undir sínu fulla nafni, þar sem hann minntist m. a. á Esjuna út frá sinni skoðun og líkti henni við fjóshaug að lög- un. Þessari setningu úr grein pilts- ins er nú þetta „mikla“ blað búið að margsíaglast á ár eftir ár og eigna hana Framsóknarmönnum yfirleitt. Svona líti Framsóknar- menn á EsjunaO) eins og þessi eini piltur sletti fram undir fullu nafni sínu. Það má máske segja, að dagblöð eigi að rannsaka hverja aðsenda grein svo vel, að ekki leynist þar áberandi smekk- leysur. En hvar væri þá hið papp- írsmikla blað statt? Sjónarhæð Reykjavíkur. Það er stundum erfitt að kom- ast upp á beztu sjónarhæðir. En víða eru þær eftirsöttar, þar sem vegur hefur verið gerður greiður upp á þær. Fáir munu efa það, að Esjan er bezta sjónarhæð Reykja- víkur og nágrennis. Nýlega hafa komið fram athyglisverðar tillög- ur um notkun þessarar sjónarhæð- ar, önnur í TÍMANUM og hin í útvasrpinu. Sú í TÍMANUM, að reisa hótel uppi á Esju, en sú í útvarpinu að leggja loftbraut í rafmagnsstrengjum upp á fjallið. Slíkt er farið að tíðkast á ein- staka stöðum úti í lieimi upp á eftirsótt útsýnisfjöll. Væri slík lyfta komin upp á Esjuna risi þar áreiðanlega strax upp veitingahús eins og alls staðar erlendis, þar sem slík farartæki hafa verið sett upp á svipaðar sjónarhæðir. Myndi þá oft veiða fjölmennt uppi á Esjunni, bæði af íslendingum ogj erlendum mönnum. Á björtum! sumarnóttum yrði þar „nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín“, en oft á vetrum tilvalið skíðafæri. Að skreppa upp á Esj- una yrði sjálfsögð ferðamannaleið — og jafnvel ein sú vinsælasta á landi hér. Nýjar fréttir: Hin rökfasta grein Jóns fvars- sonar í TÍMANUM s. 1. miðviku- dag ber vitni þess, að uppi eru ráðagerðir hjá n^eiri hluta stjórn- ar Áburðarverksmiðju ríkisins um það að gangast fyrir prangi á áburðaeinkasölunni. Hvort hér er á ferð afbrýðissemi yfir því að þessi stofnun hefur verið rekin með þeirri sparsemi og ráðdeild, sem af ber, eða græðgin í yfir- ráð á öllum áburði er aðalorsökin, skal hér ekki um dæmt. En al- menningi um allt land, sem sldpt hefur við Áburðarsölu ríkisins, munu þetta ekki vera gleðitíðindi. Traust og ábyggileg viðskipti eru honum mikils virði. Embættafjölgun. Það eru ekki aðeins átta ráð- herrar á launum í okkar litla kot- ríki. Þar eru átta ráðuneytisstjór- ar einnig og hver veit, hvað marg ir deildarstjórar og annað starfs- lið við allar stjórnarráðsdeildirn- ar. Þrír sendiherrar með öllu sínu starfsliði í þremur smáríkjum Norðurlandanna, þar sem ætti að vera kappnóg að hafa einn sendi- herra með svona helming af því starfsliði, er þrír hafa nú. Þá er bankastjórahópurinn orðinn ískyggilega fjölmennur og fer vax andi áfram Og alls konar „stjór- um“ fer hraðfjölgandi. Sé hugsað um að leggja einhvern þeirra nið- ur, þá er það helzt þá, sem vinna öll störf sín með dugnaði sem óbreyttir starfsmenn sinna stofn- ana. — Til þess að halda uppi öll- um embættismannaskaranum, þörfum og óþörfum, þarf að skatt- pína almenning, einkum þá spar- sömu og ráðdeildarsömu, svo að varla verði þeim líft í landinu. Það væri mikil þörf á að risi upp sterk hreyfing til að gera allt þjóð félagið einfaldara og kostnaðar- minna en það er, ef allt á ekki að eyðileggjast í tildri og hégóma- skap. Það væri miklu heilbrigðara fyr ir vinnandi og ráðdeildarsamt fólk að búa í landinu, sé einfalt og óbrotið líf ríkjandi, en ekki yfirstéttar- og tildurslíf, sem verð ur venjulega til tjóns og ófarnað- ar. Fengu ráðningu. Hingað til lands var pantaður norskur bankastjóri, Brofoss, af þeim, sem mest eru heillaðir að fá útlent fjármagn undir yfirráð- um útlendinga inn í landið. Jú, það var rétt, að Norðmenn höfðu fengið dálítið af slíku fé inn í land sitt. En þeir höfðu jafnframt reist því svo rammar skorður gegn misnotkun, að ráða útlendinganna hafði lítið gætt. Og við þetta er- lenda fjármagn, undir yfirráðum útlendinga, hafði ekki nema ör- smár hópur manna atvinnu, sbr. við fólksfjölda í Noregi og á fs- landi. — Þá fór að minnka hrifn- ingin. Og nú er varla minnzt á þessa dýrðlegu lausn, svipað og áður var, að fá erlenda auðkýf- inga til þess að reka hér atvinnu- rekstur. Enginn dýrðaróður leng- ur í pappírsmesta blaði landsins — og ekki heldur í hjáleigunni. Séra Jón M. Guðjónsson: Til eftirbreytni Fyrir fáum dögum kom til mín Guðmundur bóndi Björnsson á Arkarlæk í Skilmannahreppi og afhenti mér átta þúsund krónur, með þeim ummælum, að helming- ur upphæðarinnar ætti að renna tii pípuorgels Akraneskirkju. til minningar um foreldra sína og konu. er var lengi á heimili þeirra og gætti barna þeirra í bernsku. — og hinn helmingurinn í minnis- merki sjómanna á Akranesi, til minningar um bræður sína fjóra er allir drukknuðu í blóma lífsins. Upphæðinn; fylgdi skrifuð greinar gerð frá Guðmundi Foreldrar Guðmundar og þeirra systkina voru hjónin Sesselja Ólafsdóttir. f 1855. d 1923 og Björn Jóhanns- son, f. 1850. d. 1931, er bjuggu í Innsta-Vogi í Innri-Akraneshreppi í 37 ár, frá 1883 til 1920. og ólu þar upp átta börn sín og tvö fóst- urbörn. Konan, sem um getur og hluti minningargjafarinnar er tengdur, hét Guðrún Stefánsdóttir, og var hjá Innsta-Vogshjónunum í samfleytt 30 ár, frábærlega dygg og trú, en svo lýsir Guðmundur henni í bréfi sínu. Bræðurnir frá Innsta-Vogi, sem drukknuðu, voru Jóhann, Björn Ágúst, Ingvar og Valdimar Drukknuðu þrír þeirra sama daginn, 16 sept. 1905. Jó- hann, tæpra 25 ára. Björn. tvítug- ur, og Ingvar tæpra 17 ára. Höfðu allir verið á söniu skútu frá því í febrúarmánuði og voru á heim- leið eftir úthaldið. frá Reykjavik Voru þeir á opnu skipi, ásamt öðr- um ungum mönnum af Akranesi, sem einmg voru á leið heim eftir langa útivist á skútum Alls voru á skipinu 11 manns, þar af tvær ungar stúlkur. einnig á heimleið — úr kaupavinnu í Gufunesi. Skipið var hlaðið far- angri sjómanna, handfærum þeirra, koffortum o. fl. Hreppti það suðvestan áhlaupaveður með éljagangi og lenti á Suðurflös Skagans. Þegar að var komið, var enginn lífs og langflestir horfnir í hafið. Þarna drukknuðu fjórir bræður frá Kringlu á Akranesi og systir þeirra. Er þetta einn hinn átakanlegasti atburður í sögu Akra ness. Valdimar var meðal yngstu Innsta-Vogs systkinanna. Hann drukknaði 7. apríl 1918, 25 ára gamall. Hann reri úr heimavör árla þessa dags, ásamt Guðjóni Magnússym, nágranna sínum, frá Miðvogi, er var lítið eitt eldri, á litlu fjögurra manna fari. Upp úr hádegi skall snögglega yfir suð- austan rok með kafalds byl. Bát- urinn fannst mannlaus og brotinn vestur við Álftanes á Mýrum. Gjöf Guðmundar á Arkarlæk lýsir vel hug hans. rækt við minn- inguna um horfna ástvini sína, er hann feliir inn í stuðning við mál- Frarnh » ols. L5.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.