Tíminn - 23.09.1961, Side 6

Tíminn - 23.09.1961, Side 6
6 TÍMINN, laugardaginn 23. september 1961, MINNING: Jón Konnráðsson Hinn 7. þesa mánaðar lézt að heimili sinu, Hátúni 4, Reykjavík, Jón Konráð'sson smiður og fyrr- verandi bóndi á Hafnarhólmi í Strandasýslu. Jón var fæddur 23. september! 1890 að Kaldrananesi í Stranda- sýslu og hefði því orðið 71 árs í dag, ef honum hefði enzt aldur til. Hann var sonur Konráðs Sig- urðssonar bónda í Stóru-Ávík, ‘ Hjaltasonar bónda á Hólum, Jóns sonar bónda á Grænanesi. Móðirj Jóns var Þorbjörg Jónsdóttir frá Kaldrananesi, Guðmundssonar bónda s.st. Jón ólst upp við alla algenga sveitavinnu eins og hún gerðist á þeim tíma. Snemma , hneigðist hugur hans að smíðum! og lauk hann námi í trésmíði um fullorðins aldur. Árið 1916 hóf Jón búskap á( Hafnarhólmi, og bjó hann þar í. 30 ár eða til ársins 1946, en þá: fluttist hann til Reykjavíkur og átti þar heima upp frá því. Jón bjó góðu og sérlega snyrtilegu búi á Hafnarhólum, enda hefur snyrtimennska og hirðusemi, ásamt góðri reglu flestu fremur einkennt störf hans. Hann var alla jafna snemma til starfa, ekki að- eins að morgni dags, heldur og einnig og ekki síður í árstíða- störfum, en slíkt ræður oft all- miklu um afrakstur og uppskeru hjá búandi fólki. Á búskaparárum sínum byggði Jón öll hús á jörð sinni og rækt- aði nokkuð. Allt var þetta vandað og smekklega unnið, enda vann hann þessar framkvæmdir sjálf- ur með eigin höndum og aðstoð barna sinna. Öll var umgengni og umhirða jafnt úti sem inni til fyr- irmyndar. Þar var jafnan hver hlutur á sínum stað og aldrei nein óhirða á einu né öðru. ! Eftir að Jón flutti til Reykja- víkur vann hann eingöngu að smíðum og hafði alla jafna nóg að starfa. Hvað ráðið hefur mestu um, að hann breytti um lífsstarf, | kominn * léttasta skeiði og flutti j úr byggð í bæ, er mér ekki vel kunnugt. Eg býst þó við, að þar hafi ráðið allmiklu /m, að honum hefur fundizt, að börn sín, a.m.k. flest, væru hneigðari til annarra starfa en búskapar. Mörg eru þau listhneigð og hafa unnið sér rétt- indi í, ýmsum iðngreinum. Sum hafa fengizt við myndlist í tóm- stundum sinum og ekki með síðri árangri en ýmsir aðrir. Jón var kvæntur Guðbjörgu Gestsdóttir frá Hafnarhólmi Krist jánssonar, Jóhannessonar frá Kleifum og konu hans Guðrúnar Árnadóttur, Jónssonar, Hannesson ar, Lifir hún mann sinn. Þau hjón eignuðust 12 börn og eru 11 þeirra á lífi. Það er gott lífs- starf og mikið átak að koma til góðs þroska og menningar svo stórum barnahóp. Þetta hefur þeim hjónum tekizt með prýði,1 þrátt fyrir það að Guðbjörg hafi verið iíkamlega fötluð frá því um miðjan aldur. Guðbjörg hefur verið manni sín um traustur lífsförunautur. Það hefur fallið vel á með þeim hjón um. Þau hafa virt og elskað hvort annað. Eg vissi, að Jón mat konu sína mikils og fór mjög að ráðum hennar. Þetta var áreiðanlega aðj verðleikum, því að hún er mikil hæfileika og skapfestukona og hef ur átt sinn þátt í góðum árangri af lífsstarfi þeirra og lífsham- ingju. Ég votta henni og bömum þeirra samúð mína og þakka jafn framt einlæga og hlýja vináttu. Til þeirra var gott að koma. Þar fór saman myndarskapur, ein- lægni og alúð ,og þar var enginn utangarðsmaður. Jón var lengst af hraustur og sístarfandi, en á s.l. vetri veikt- ist hann og lá all-lengi. Hann komst þó á fætur og var hress, þó ag ekki gæti hann unnið. Jafnan var hann glaður og reifur, við- mótið hlýtt og einlægt. Hann var andlega heill og hraustur sem miðaldra maður og bar óvenju lítil merki líkamlegrar hrörnun- ar eftir aldri. Flestum kom því á óvart hið skyndilega fráfall hans. En huggun og harmabót er að eiga minningu um góðan eigin- mann og föðúr, góðan vin og fé- laga. Öll lærum við nokkuð hvert af öðru á lífsleiðjnni. Hugstæðust verður mér ætíð yfirlætislaus prúðmennska «Jóns í framkomu og dagfari. Vertu sæll, frændi. Bless ug sé minning þín. J.S. Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í þeim iðngreinum sem löggiltar eru, fara fram í október/nóvember 1951. Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að senda for- manni viðkomandi prófnefndar umsóknir um próf- töku emenda sinna, fyrir 5. október n.k. Umsóknum skulú fylgja venjuleg gögn og próf- gjald. Skrifstofa iðnfræðsluráðs veitir upplýsingar um formenn prófnefnda. Reykjavík, 21. september 1961. Iðnfræðsluráð. Ær til sölu Til sölu eru nú þegar ær á góðum aldri ásamt heyi. Nánari upplýsingar gefur Stefán Guðnason frá Karls- skála og kaupfélagsstjórinn á Eskifirði. Verkfærakassar Ódýrir — Hentugir. Póstsendum. = HÉÐINN = Vélaverzlun Seljavegi 2, simi 2 42 60 Til sölu 4 herb. íbúð í Laugarness- hverfi. Félagsmenn sem vilja nota forkaupsrétt að íbúðinni snúi sér til skrif- stofunnar Hafnarstræti 8 fyrir 28. sept. B.S.S.R. sími 23873. .•V* X_- V ixat>v tiL'ó «* Höfum BÍsiov trV «v'.i ensk fataefni fyrirliggjandi. — Verð hag- stætt. Það bezta er alltaf ódýrast. H. ANDERSEN & SON Aðalstræti 16. —■V.--V.* V.. vv. v. V.V.V*V*V*V*V VARMA Allt á sama stað BIFREIÐALYFTUR STUÐARALYFTUR Sendum gegn kröfu. Egill Vilhjálmsson h.f. Laugaveg 118, sími 2-22-40. ►.V.V»V»V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V*V.V.V.V*V»V*V*V«V«V»V Gjaldkerastörf Óskum eftir að ráða stúlku vana gjaldkerastörfum eða hliðstæðum störfum til starfa í skrifstofu aðal- gjaldkera félagsins. Skriflegar umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, skulu sendar til féiagsins merktar gjald- kerastörf eigi síðar en 28. þ. m. Nr. 24/1961. TILKYNNING Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarks- verð á steinolíu og gildir verðið hvar sem er á landinu: Selt í tunnum, pr. líter............. Kr. 2.33 Mælt á smáílát, pr. líter............ — 2.80 Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 22. sept. 1961. Verðlagssfjórinn. PLAST Þ. Þorgrimsson & Co. Borgartúni 7. sími 22235. Önnumst viðgerðir og sprautun á reiðhjólum, hjálparmótorhjólum, barna- vögnum o fl. Uppgerð reiðhjól og barna- vagnar til sölu. Reiðhjólaverksfæðið Leiknir Meigerði 29, Sogamýri. Sími 35512. Jörðin SAURHÓLL í Saurbæjarhreppi, Dalasýslu, er laus til ábúðar frá næstu fardögum. Hús á jörðinni eru öll nýbyggð. Nánari upplýsingar gefa: Eigandi jarðarinnar, Ell- ert Halldórsson, Saurhóli og Baldur Guðmundsson, Drápuhlíð 30, Reykjavík, sími 23176. ÞAKKARÁVÖRP Innilega, þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á einn og annan hátt í tilefni af sjötugsafmæli mínu þ. 18. þ. m. Friðgerður Marteinsdóttir, Fossi, Barðaströnd. Maðurinn minn og faðir okkar Guðjón Kr. Ólafsson, Ölvaldsstöðum, lézt að heimili sínu 19. þ.m. Margrét Ágústsdóttir og börn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.