Tíminn - 23.09.1961, Síða 8

Tíminn - 23.09.1961, Síða 8
8 íaugardaginn 23. ifiber 1961. í fyrradag voru fréttamenn' blaða og útvarps boðaðir á fund sovézka ferðamanna-; hópsins, sem dvelur hérlendis um þessar mundir á vegum ferðaskrifstofunnar Sunnu og sovézku ferðaskrifstofunnar; Intourist. í þessum hópi eru sjö manns, rithöfundar og vís- indamenn og konur þeirra, en fararstjóri hópsins er rithöf- undurinn Boris Polevoj. Hann er varaformaður félagsins ís- land-Ráðstjórnarríkin og hef- ur tvisvar áður heimsótt ís- land. í upphafi fundarins ávarpaði ritari sovézka seudiráðsius frétta menn og kynnti ferðafólkið frétta mönnum: Boris Polevoj, sem er blaðamaður við Pravda og einn afkastamesti rithöfundur Sovét- ríkjanna í dag, er fararstjóri hóps ins, og er kona hans einnig með í förinni, en hún er kennari í rússnesku og bókmenntum. Auk þeirra hjóna eru í þessum ferða mannahóp Alexei Kadensky vara forstöðumaður uppeidisstofnunar- innar í Leningrad, hjónin Av- denko, sem bæði fást við ritstörf, Alexei Okuloff, sem er varafor- stöðumaður vísindaakademíunnar við Moskvuháskóla, og kona hans,! sem er læknir. Fyrirlestrar um ísland Sagði sendiráðsritari, að frétta-, mönnum væri fullkomlega heim- ilt að spyrja ferðafólkið um allt milli himins og jarðar, og myndi það reyna að leysa úr svörum þeirra eftir beztu getu. Kvaðst hann vona, að orð þeirra og skoð anir yrðu ekki rangtúlkaðar eða færðar afvega. Boris Polevoj tók síðan til máls og sagði, að þeir ferðafélagarnir hefðu komið til fslands „með opnu hjarta", til þess að kynnast einu fróðlegasta landi heims. Hefðu þeir nú dvalið hér í fjóra daga sér til óblandinnar ánægju. Sagði hann, að áhugi á íslandi væri mik ill í Sovétríkjunum. Til dæmis hefði hann haldið fyrirlestur um ísland 17. júnf fyrir fullum sal í félaginu fsland-Ráðstjórnarríkin, og hefðu víðar verið haldnir slík ir fyrirlestrar í Sovétríkjunum á þjóðhátíðardegi fslendinga. Að lokum hvatti hann frétta- menn til þess að spara ekki spurn ingarnar og sagði í því sambandi, að norrænir menn væru stundum allt of hæverskir. Nú rak hver spumingin aðra og stóð sjaldan á svörum, þótt of- urlítils misskilnings gætti stund i um. Spumingar og svör voru jafn ððum þýdd á íslenzku og rúss- nesku. Fyrstu spurningunni var beint til Boris Polevoj, sem blaðamanns við Pravda. Engin „sensation" — Hvemig stóð á því, að Pravda birti ekki frétt um það, þegar Rússar hófu kjarnorkutilraunir að nýju? — Þú lest sennilega ekki Pravda. Það var skýrt frá því í Pravda, að í Sovétríkjunum yrðu hafnar kjarnorkutilraunir. Það er ekki siður hjá okkur ag gera „sensation" út af einstökum atrið um slíkra mála, en þegar tilraun unum lýkur, munu sennilega birt ar skýrslur um þær. Polevoj var spurður, hvers vegna Sovétríkin hefðu hafið til- raunir að nýju, og svaraði hann því, að þolinmæði þeirra væri tak mörkuð. Frakkar hefðu haldið á- fram að sprengja, þrátt fyrir að- varanir Sovétrfkjanna um, að þau sæju sig tilneydd til þess að hefja tilraunir að nýju, ef þeir héldu áfram að sprengja. Þá var hann spurður að því, hvað hann hefði átt við, þegar hann í ræðu 16. júní sl„ hefði i Flóttafólk er ekki heiðursfólk - segir Boris Polevoj, fararstjóri rúss- neska ferðamannahópsins, sem hér er staddur. sagt, að sovézkur markaður hefði öðlazt úrslitaþýðingu fyrir ís- lenzku þjóðina. Polevoj yppti öxlum og svaraði að hann hefði talað blaðalaust á umræddum fundi og myndi ekki, hvort hann hefði sagt þessi orð, þau þýddu ekki, að ísland væri háð Sovétríkjunum eða Sovétrík-| in háð íslandi. — Vakti þetta \ mikla kátínu meðal félaga hans.' Þá var Polevoj spurður, hvern ig honum myndi líka, ef einhver bóka hans yrði bönnuð í heima-; landi hans. Hann sagði, að bæk ur væru ekki bannaðar f Sovét- ríkjunum, en það væri mögulegt! að fá slík hlunnindi. Hló Avdenko þá hástöfum, og var lengi vel ekki annað sýnna, en að hann ætlaði að láta hláturinn nægja sem svar, en sagði svo: „Nú er hlátur ný- vakinn“, og hló enn meira. - Nú var spurt, hvort réttarfar væri þannig vaxið í Sovétríkjun- um, að rithöfundur fyndi sig knú inn til þess að skrifa bók eins og „Ekki af einu saman brauði“. — Þessi spurning virtist ætla að vefjast allmikið fyrir Sovétbúun- um, en að lokum svaraði Polevoj á þá leið, að sujnir væru sammála þeim skoðunum, sem bókin flytti, aðrir ekki. Innan Sovétríkjanna fyrir hann. En það hlyti að vera frumstæður maður, sem jafnaði smáverki eins og þessari bók Dudniséff saman við stórverk mik illa höfunda. Vitleysa af þessu tagi stafaði af því, ag menn hefðu reynt að nota bókina í pólitískum tilgangi. Frakkar gerðu það Spurt var, hvort til væri í Sovét ríkjunum félagsskapur, sem berð ist á móti kjarnorkuvopnum og tilraunum með þau. Spurningunni var ekki svarað beint, en sagt, að Friðarhreyfing in berðist fyrir algjörri afvopnun, enda væri ekki nóg að berjast gegn kjarnorkutilraunum, því að það væru til nægar birgðir slíkra vopna til þess að eyða öllu lífi. Sovétríkin hefðu alltaf verið á móti kjarnorkuvopnum. — Hvers vegna hófu þau þá að sprengja aftur? — Frakkar gerðu það. For- Rússneski ferðamannahópurinn talið frá vinstri: Kadensky, frú Polevoj, Boris Poievoj, Okuioff og frú Oku- lova og loks hjónin Avdenko. ag skrifa svo lélega bók, að eng inn vildi gefa hana út. Síðan var hann spurður, um, hvað sovézkir rithöfundar væru að skrifa í dag. Hann hló og sagði, að það væri auðveldara að segja til um, hvað þeir skrifuðu ekki. Síðan bað hann um, að spurn ingum yrði einnig beint til hinna ferðafélaga sinna, þar eð hann' kærði sig ekki um að verða nokk urs konar einsöngvari. íslenzk börn sjálfstæð Sneru fréttamennirnir sér þá að konu hans. Sagðist henni svo frá, að hún hefði fengið að fara úr landi með þeim skilyrðum, að þeg ar hún kæmi aftur heim, héldi Hún fyrirlestra um fsland og. sýndi kvikmyndir héðan við skól ann, sem hún starfar við. Sagðist hún fyrirfram geta lofað, að fyrir lestrar þennar yrðu vinsamlegir í garð íslendinga. Hún var hrif- in af því, hve sjálfstæð íslenzk börn eru og sagði, að Rússar gætu lært ýmislegt af íslendingum í því efni. Ferðamennirnir voru spurðir um, hvað rithöfundurinn Dudnis-; éff hefðist að, en hann skrifaði! bókina „Ekki af einu saman brauði", sem gagnrýnd var harð lega í Sovétríkjunum á sínum tíma. — Avdenko varð fyrir svörum og sagði, að Dudniséff byggi nú í ó- keypis húsnæði og væri að skrifa ■ nýja skáldsögu. Byggju þeir í sama húsi, Dudniséff og hann, og báðir ókeypis. Þá hló Avdenko Avdenko var spurður, hvað rit-j höfundur þyrfti að afreka til þess! væru skiptar skoðanir um hana, en hún hefði verið gefin út. þrátt fyrir það. En það væri Slæmt fyr ir rithöfund, sem ekki hefði skrif að bet|a verk en þessi bók væri, að vera líkt við rithöfunda eins og Dostojevsky eða Tolstoj. Dudn- iséff hefði verið jafnað við þessa miklu höfunda í vestur-þýzku blaði, og þag hefði verið slæmt dæmdu blöð ykkar sprengingar þeirra? — Það gerðu öll íslenzk blöð. Síðan var spurt: — Hvers vegna er nauðsynlegt að nota gaddavír og múrveggi til þess að vama fólki ag flýja frá Austur-Berlín til Vestur-Berlinar? — Hafið þér verið í Berlín og séð þetta? — Nei, en ég les fréttir og hef þar að auki séð kvikmyndir frá þessum atburðum. Milljónamæringar gjaldþrota — Ástandið er hið sama og áð- ur. Menn mega fara á milli borg- arhlutanna, en það hefur verið komið í veg fyrir, að glæpa- mennskan fái að halda áfram. — Fólk hefur verið keypt til þess að flýja, og þag eru til milljóna- mæringar í Vestur-Berlín, sem eru orðnir gjaldþrota vegna þess. Ungir menn hafa flúið frá Vestur- Berlín til Austur-Berlínar og ver ið við nám þar, en að námi loknu flúið aftur til Vestur-Berlínar. Nú hefur verið komig í veg fyrir þetta. .. Þannig svaraði Boris Polevoj, og enn er spurt: — Flóttafólk í Vestur-Berlín hefur það ekki gott. Það býr í flóttamannabúðum við þröngan kost, þrengsli og önnur óþægindi. Samt kýs það að flýja frá Austur- Berlín, hlaupa frá öllu sínu, at- vinnu og heimili. Hvað veldur? — Straumurinn hefur einnig verið frá vestri til austurs. Jafn- vel háttsettir menn hafa flúið til Austur-Berlínar — Af hverju segja austur-þýzk blöð ekki frá því? — Væri ekki tilvalið að segja frá slíku, og jafn vel kvikmynda flóttafólkið á sama hátt og hefur verið gert í Vestur-Berlín? — Það væri ekk- ert eins vel fallig til þess að sýna og sanna, að flóttinn væri einnig austur á bóginn, og það virðist einkennilegt. að svo einfalt áróð ursbraað er ekki notað. — Við álítum, að flóttafólk sé yfirleitt ekki heiðursfólk, hvaðan sem það flýr, og við teljum þess vegna ekki ástæðu til að úthrópa það. þó ag fólk flýi austur yfir. — Það var mikill harmleikur í Ungverialandi á sínum tíma, og þá flvðu margir þaðan. En á slík um tímum flýr enginn heiðvirður maður föðurland sitt. Margt af þessu folki hefur nú sent umsókn ir um að mega fara heim aftur. en margir hafa ekki peninga til þess að komast þangað. Margt fleira fróðlegt bar á góma á þessum fundi íslenzkra fréttamanna og rússneskra ferða manna. þótt ekki verði það rakið hér. Fundurinn stóð í fullar tvær klukkustundir og fór fram í miklu bróðerni. þrátt fvrir mikinn skoð anamun oft á tíðum. Birgir. Sláturtíö í Búðardal Kirkjudagur Óháða- safnaðarins Búðardal, 20. sept. Sláturtíðín er nú að hefjast, og verður byrjað að slátra í slátur- húsinu á morgun. Standa víða yfir réttir í nágrannabyggðum Eigin- lega er þetta okkar vertíð. sem nú er að hefjast. Sláturtíðin stendur yfir fram yfir 20. næsta mánaðar. í fyrra var slátrað 16,500 fjár. og var þá um að ræða talsverða aukningu frá fyrra ári Búizt er við, að nokkuð fjölgi einnig i ár, ekki sízt þar sem viðskiptasvæði Búðar- dals er að færast út, eftir að bænd ur á Fellsströnd og Skógarströnd hafa tekið að beina viðskiptum sínum þangað. S.Þ. Hinn árlegi kirkjudagur Óháða safnaðarins hér í bæ verður hald- inn hátíðlegur í kirkju og félags- heimili safnaðarins á sunnudaginn kemur, 24. september Prestur safnaðarins. séra Emil Björnsson, sem dvalizt hefur erlendis um eins árs skeið. er nýkominn heim og messar á kirkjudaginn. guðsþjón- ustan hefst klukkan 2/síðde.vis. Við ki-kjudyr gefst kirkjugestum kostur á að láta eitthvað af hendi rakna til orgelsjóðs safnaðarins, er það er nú eitt hið mest? áhuga- mál prests og safnaðar. að kirkjan eignist sem fvrst pipuorge' Þvkir hin nýja kirkja safnaðarins hafa reynzt afbragðsvei tii tónlistar- flutnings. Að lokinni guðsþjónustu á kirkjudaginn hafa konur úr kven- félagi Óháða safnaðarins kaffi- veitingar í tveimur sölum í fé- lagsheimilinu, sem er áfast kirkj- unni Félagskonur hafa ávallt séð um kaffiveitingar þennan dag. síðan söfnuðurinn fór að hafa kirkjudag fyrir 10 árum. og getið sér sérstakt orð fyrir framúrskar- andi myndarbrag á allri fram- reiðslu Um kvöldið verður samkoma i kirkjunni Þar verður flutt erindi sýndar kvikniyndir og ^kugga- rr ,‘ir frá Dómkirkjunni í Kant- araborg og erkibiskupsvígslunm þ..r í sumar Enn fremur syngur ki.kjukðrinn undir stjórn Jóns ís- leifssonar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.