Tíminn - 23.09.1961, Qupperneq 9

Tíminn - 23.09.1961, Qupperneq 9
/ T í MIN N, laugardaginn 23. september 1961. % •V ■' •' :■ ■' ■ ■ ' Siiil '■ ' •• .■ ■ ; ' • ■ , SI;:SS ■;:■ > :■; : fW; BÉiSÉÉí M\ ' •í • ' s ' .•.■.■.•.••:••■■■■■■.■.■•:••■ ■■■•■•.•.■• ••.■.■.•::•••.•.. .■:•:■:- ■ :;':;:V: .y •.V;. ■ ; .. . . V ' HTt . :;v;v ;:•;■'• V ;;':v:', V; ■ ■ : ;■■■;■.' ■•: : ' Í11H| 'v;'; v. X ;■;:, ;; ‘;5? ,■•■;.; ,, - - : •,.; v-V;;;;;.;- v- :V: ;■':■':■: |ig '> |§§í 'fStéx ps VVV; Hvernig eigum viS aS ala upp börnin okkar, til þess aS hindra, aS þau lendi á villigöt- um í lífinu? Sennilega eru þeir ekki ófáir, sem gjarnan vildu fá svar viS þessari spurningu. Hvlega hafa veriS birtar niSur- sfrSur þjóSfélagslegra rann- sákna, sem hafnar voru í Bandaríkjunum áriS 1937, og varpa nokkru Ijósi á þetta mál. Til athugana þessara voru valin 650 börn í 2 iðnaðarbæjum Banda ríkjanna, Cambridge og Somer- ville. Öll bjuggu þau við þannig aðstæður, að mikil hætta var á, að þau leiddust út á glæpabraut. Bömin, se» þá voru 10—11 ára gömul, eru nú á miðjum aldri, og allan þennan tíma hefur verið fylgzt með þeim, foreldrar þeirra Viðmót, framkoma og allt dagfar móðurinnar hefur sterk áhrif á barnið. athugaðir, heimili, umhverfi og annað, sem á'hrif gat baft á líf I þeirra. Heimilin ráSa mestu Upphaflega átti rannsóknin að leiða í Ijós, hversu mikil áhrif þ j óðf élagsráðgj afar, bamavernd og hjálparstofnanir hefðu á vel- ferð barnsins. En þar olli athugun- in vonbrigðum. Helmingur bam- anna fékk alla hugsanlega þjóðfé- lagslega hjálp, hinn helmingur þeirra hafði aðeins heimili sín og skóla að styðjast við. Afbrot reynd ust jafn mikil í báðum hópum, um 40%. allra barnanna gerðust brotleg við lögin. Af þessu er ljóst, að heimili barnanna og umhverfi hljóta að ráða langmestu um þroska þeirra. Af hinum bandarísku rannsóknum má sjá, hvers konar uppeldi þau börn fengu, sem síðar hneigðustj til afbrota, hvernig heimilisástæð- ur þeirra voru, umhverfi og að- búnaður. Og þótt niðurstöðurnar miðist aðeins við samband uppeld- is og afbrota, sýna þær einnig á breiðum grundvelli áhrif foreldra og heimila á allt líf bamanna, vel gengni þeirra eða hrakfarir. Samræmt uppeldi og líkamsrefsingar Niðurstöður rannsókna á upp- eldi þessara 650 bama komu að einu leyti mjög á óvart. Það kom nefnilega í ljós, að heimili, sem héldu uppi samræmdum aga með hjálp líkamlegra refsinga, náðu1 beztum árangri. Fleiri drengir frál þeim heimilum en öðram forðuð- ust öll afbrot. Enginn skyldi þó skilja þetta svo, að allur galdurinn við upp- eldi sé að flengja bömin annað slagið. Þar kemur fleira til greina, sem sjá má af eftirfar’andi lista, sem sýnir árangur mismunandi heimilisaga á þeim heimilum, sem athuguð voru. Tölumar sýna hundraðstölu þeirra drengja, sem brotlegir gerðust við lögin. enginn ieikur 1. Samræmdur agi ásamt likams- refsingum 21%. 2. Samræmt uppeldi, án líkams- refsinga. í stað þeirra áminn- ingar og missir ýmissa gæða 27%. 3. Tilviljanakenndur agi, ýmist undanlátssemi eða refsingar, þó ekki líkamlegar 35%. 4. Tilviljanakenndur agi, ýmist ástúð, undanlátssemi eða líkamsrefsingar 49%. 5. Slælegt uppeldi og atkvæðalít- ið. Engar fastar reglur 50%. 6. Sams konar uppeldi og nr. 5, en þó oft beitt líkamsrefsing- um 56%. Samkvæmt lista þessum gefur samræmt uppeldi beztan árangur, en með því er átt við þær upp- eldisaðferðir, sem báðir foreldrar era sammála um, og einnig era sjálfum sér samkvæmar. Á heimilum, þar sem foreldrarn ir vora ósammála um uppeldi ÞaS er ekki gott, að hvort foreldr-anna hafi sínar uppeldisaðferðir. bama sinná og settu þeim mis- munandi reglur, varð árangurinn ekki eins góður. Enn verri varð hann, þar sem afstaða beggja for- eldra barnanna var breytileg og ó- örugg. Lélegust varð þó niðurstað- an á heimilum þeirra foreldra, sem litla umhyggju báru fyrir börnunum, létu sig oftast engu skipta, hvað þau tóku sér fyrir hendur, en beittu þó stundum hörðustu refsingum fyrirvaralaust. Hvaða heimili eru óheppi- legust fyrir börnin? Heimilisandi og samkomulag fjölskyldunnar hafa líka sín áhrif á þroska barnsins. Eftirfarandi tafla sýnir þau.áhrif, sem afstaða fjölskyldunnar innbyrðis hefur á afbrot barnanna. Tölurnar sýna, hversu margir hundraðshlutar Félag húsgagna- verzlana Hinn 14. sept. s.l. komu flestir eigendur húsgagnaverzlana i Reykjavík saman í Tjarnarkaffi, í því skyni að stofna félag til þess að vinna að ýmsum sameiginle’g- um hagsmunamálum þeirra er með húsgögn verzla, en til þessa hefur ekki verið starfandi neinn félagsskapur þessarar greinar verzlunarinnar, sem nú ér orðinn allfjölmenn atvinnugrein. Á fundi þessum var stofnun félags hús- gagnaverzlana ákveðin með þátt- töku allra fundarmanna ,og bráða birgðastjórn kosin til þess að semja drög að lögum fyrir félagið til afgreiðslu á framhaldsstofn- fundi, sem væntanlega verður haldinn í næstu viku. Gefst þá þeim aðilum, sem ekki hafa þegar ákveðið þátttöku sína, kostur á að gerast stofnendur félagsins í bráðabirgðastjórn félagsins voru kosnir: Ásgrímur Lúðvíksson, Guð iPTamnaií .o siði. bamanna gerðust brotlegir' við lög in: Góð samheldni fjöl- skyldunnar 30% Samheldni, en óreglusemi og rifrildi 38% Heimili, þar sem foreldrarnir hafa skilið 51% Ósamkomulag eða beinn fjand skapur foreldra, vanræksla barnanna 70% Ef enn fremur er athugað, hvaða uppeldisaðferðir þessar fjölskyld- ur velja, kemur í ljós, að foreldr- ar, sem hata hvort annað, van- rækja börnin og beita auk þess lélegum aga og kæruleysi, geta bú izt við að öll börn þeirra lendi inn á braut afbrotanna. Þar sem for- eldrarnir voru sammála um að beita líkamsrefsingum, lentu um 75% barnanna í árekstrum við yf- irvöldin. Hins vegar tókst að forða börnunum frá afbrotum að miklu leyti, þrátt fyrir slæmt andrúms- loft á heimilunum, ef foreldrarn- ir beittu samræmdum uppeldisað- ferðum, mótuðum af ást, en ekki líkamsrefsingum. Þannig virtist skynsamlegt uppeldi næstum vega upp á móti þeim slæmu áhrifum, sem heimilisástæður og fjandskap- ur foreldranna hafa óhjákvæmi- lega haft á börnin. Á sama hátt getur gott sam- komulag foreldranna unnið mik- ið á móti óheppilegum afleiðing- um lélegs og undanlátssams upp- eldis, og góð tengsl innan fjöl- skyldunnar dregið úr þeim áhrif- um, sem lélegt bæjarhverfi hefur ! á bömin, sem þar búa. Það öryggi, sem barnið finnur í traustu heim- ilislífi, veitir því styrk til þess að standast þær fr’eistingar, sem klík ur afbrotaunglinga í hverfinu kunna að leggja fyrir það. Hvaða þýðingu hafa feður og mæður? Feður, sem umgangast böm sín með ánægju, leggja sinn skerf til velgengni þeirra síðar meir, sam- kvæmt niðurstöðum rannsókn- anna. Hlutlaus faðir, sem lítið er áberandi í fjölskyldunni, en þykir þó vænt um börn sín á sinn kyrr- láta hátt, er þeim einnig mikil stoð. Ruddalegur faðir, sem sjald- an er heima, ýtir hins vegar börn- um sínum góðan spöl inn á glæpa brautina. Mæður, sem elska börnin sín, stuðla með því verulega að heiðar legu og heilbrigðu lífi þeirra. Ást in getur þó orðið óheppileg, ef ' hún sýnir sig í óhóflegri um- hyggjusemi eða ráðríki, en verra er þó, að móðirin sé alltof hlut- laus og hlédræg í fjölskyldunni. Ef móðirin getur aldrei „séð um neitt“, finnst sonum hennar oft, að hún kæri sig ekkert um þá. Hlutlaus móðir hamlar þannig meira þroska drengs en hlutlaus faðir. Yfirleitt má segja, að per- sónuleiki móðurinnar hafi meiri ; áhrif á líf hans en persónuleiki föðurins. Uppeldið sterkara en erfðaeiginleikar j Rannsóknirnar leiddu ekki í ljós neitt sérstakt samband milli ! gáfnafars og glæpahneigðar, og i líkamsburðir virtust ekki heldur | hafa áhrif í þessu sambandi. Slæm bæjarhverfi gátu aðeins haft veru leg áhrif á börnin, þegar uppeldi þeirra sjálfra og heimilisanda var ábótavant. Þó virtust börn frá slæmum heimilum í betr’i bæjar- hverfum oftar fá útrás í heiðar- legum verkefnum en þau, sem bjuggu í lakari hverfum, og einnig áttu þau auðveldara með að taka upp heiðarlegt líf á ný, eftir að hafa lent á villigötum. Framkvæmdamenn hinnar ame- rísku rannsóknar taka ekki tillit til erfðaeiginleika og telja, að um- hverfi barnsins, heimilisástæður og' uppeldi r’áði langsamlega mestu um það, hvort barnið hneig- ist til afbrota síðar meir á lífsleið- inni. Þótt hér sé aðeins miðað við orsakir til afbrota barna, hljóta þær ályktanir, sem draga má af rannsóknúnum að hafa talsverða þýðingu við val uppeldisaðferða almennt. Þess vegna ættu allir for eldrar að geta haft gagn af þeim. (Greinin eftir Erol, teikningar eftir Poul Holck). f Oft getur faðirinn þekkt sjálfan sig í syni sínum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.