Tíminn - 23.09.1961, Qupperneq 12
12
TfMINN,
. •// .> • ■■■ ■.■'■-“?-■•■ fj/t' MyrolUt - .3-y
RITSTJÓRI HALLUR SÍMONARSON
Bréf tíl íþróttasíSunnar:
Knattspyrnuleikur til
styrktar Ríkarði...
„Eg vil leggja til, að hald-
inn verSi knattspyrnuleikur
einhverra sterkra og vinsælla
liSa (t. d. Akranes—KR) á
íþróttavellinum, þar sem allur
ágóSi rennur til aS styrkja
RíkarS Jónsson, knattspyrnu-
mann til utanfarar.
Manni finnst nú eiginlega þetta
það minnsta, sem viðkomandi yfir-
völd gætu gert, svo mikið sem
Ríkarður hefur lagt af mörkum
til íslenzkrar knattspyrnu.
Eg er viss um, að sérhver knatt-
spyrnuunnandi yrði því mjög feg-
inn, að fá tækifæri til að stuðla
að því, að sjá Ríkarð, alheilan, á
knattspyrnuvelli á ný. Já, hvað
vilja menn ekki vinna til þess.
Það mætíi t. d. hafa miðana eitt-
i hvað dýrari en endranær, sem svo
rynni beint til að styrkja Ríkarð
til utanferðar.
Knattspyrnuunnandi“.
Tottenham sigraði í fyrradag pólska liðið Gognik með 8—1 á White Hart Lane í Lundúnum. Það var síðari leik-
ur félaganna í Evrópubikarlceppninni, en hinn fyrri vann pólska liðið með 4—2 í Varsiá í fyrri viku. Sá leikur
var mjög harður og meiddust þá nokkrir lelkmenn liðanna. Myndin hér að ofan er af leikmönnum Tottenham.
Standandi frá vinstri eru: Henry, Norman, Brown, Smlth og Baker. Sitjandi eru: Jones, White, Blanehflower,
Alien, Dyson og Mackay. Blanchflower er fyrirliði írska landsliðsins. Jones ieikur í landsliði Wales, Brown,
White og Mackay hafa leikið { skozka tandsliðinu, en Smith I því enska.
Eyfirðingar sigra í keppni
fjögurra íþrdttabandalaga
Fyrst 1 þessum mánuði fór
fram hin árlega frjálsíþrótta-
keppni fjögurra bandalaga í
Keflavík. Að keppninni standa
íþróttabandalag Keflavíkur,
Ungmennasamband Kjalar-
nessþings, Ungmennasamband
Eyjafjarðar og íþróttabanda-
lag Akureyrar og báru Eyfirð-
ingar sigur úr býtum að þessu
sinni.
Það var íþróttabandalag Kefla-
víkur, sem upphaflega efndi til
keppni þessarar. Mikill áhugi var
fyrir frjálsum íþróttum í Kefla-
vík á árunum fyrir 1950, og leit-
uðu Keflvíkingar þá samvinnu við
önnur íþróttabandalög um íþrótta
keppni. Fyrst var talað við Sel-
fyssinga og Akurnesinga, en þeir
helltust úr lestinni, en Keflvík-
ingar gáfust ekki upp og leituðu
víðar fyrir sér. Fyrst til Ums.
Kjalarnessþings, og þar með má
segja að hæfist reglubundin
keppni og samstarf, sem síðan
F.R.I. ræður
lögfræðing
Frjálsíþróttasambandið hefur
fengið sér lögfræðing til að verja
gerðir stjórnarinnar í kringlumáli
Þorsteins Löve. Lögfræðingurinn
er Tómas Árnason. Frjálsíþrótta^
þing Norðurlanda verður í Osló
28.—29. október næst komandi. Að
tillögu Dána verður þar m. a
rætt um áhugamannareglurnar.
Keppnin fór fram í Keflavík, og muna'ði litlu
á EyfiríSingum og Keflvíkingum
hefur ekki slitnað, en síðan hafa
hin íþróttabandalögin, sem fyrr
eru nefnd, bætzt við. Keppt hefur
verið árlega síðan 1950 og þessi
keppni var hin fimmta, þar sem
fjórir aðilar hafa tekið þátt í
henni.
Slæmt veður
Þegar keppnin fór fram að
þessu sinni, spillti veður mikið
árangri þátttakenda, þannig urðu
t.d. langstökkvararnir a£ -hlaupa
á móti storminum og rigningunni
og svipað er um hástökkvarana
að segja. Engu að síður fór mótið
fram samkvæmt áætlun, þótt
starfsmenn og keppendur væru
holdvotir meðán á keppninni
stóð. Keppnin var samt skemmti
leg og keppni hörð í mörgum
greinum. Stigakeppnin milli Ey-
firðinga var mjög tvísýn, og tæpu
stigi munaði á þeim fyrir síðustu
greinina, 4x100 m. boðhlaup.
Keflvíkingar voru á undan í þeirri
grein en voru dæmdir úr leik
vegna rangrar skiptingar. Stigin í
keppninni voru reiknum þannig,
að fyrsti maður hlaut 10 stig, ann
ar 8, þriðji 7 og svo framvegis.
Úrslit stigakeppninnar urðu þau,
að Eyfirðingar sigruðu hlutu 117,
Keflvíkingar hlutu 111, Kjalnes-
ingar 74 og Akureyringar 66.
Næsta keppni fer fram á Akur-
eyri í umsjá Eyfirðinga.
Úrslit í keppninni urðu þessi:
100. m. hlaup: 1) Þóroddur Jó-
hannesson UMSE 11.1. 2) Guð-
mundur Hallgrímsson ÍBK 11.1.
3—5) Magnús Ólafsson ÍBA 11.4,
Hörður Ingólfsson UMSK 11.4 og
Ólafur Larsen ÍBA 11.4. 6. Stefán
Kristjánsson UMSK 11.5. 7) Stef
án Magnússon UMSE 11.8. 8) Ein
ar Erlendsson ÍBK 12.2.
400 m. hlaup: 1) Guðmundur
Hallgrímsson ÍBK 55.4. 2) Birg-
ir Marinosson UMSE 56,6. 3)
Jón Gíslason UMSE 57,2. 4) Guð-
mundur Þorsteinsson ÍBA 58.8. 6)
Gunnar Snorrason UMSK, 65,0.
7) Jóhann Harðarson UMSK. 8)
Halldór Halldórsson ÍBK. 1
1500 m. hlaup: 1) Jón Gísla-
son UMSE 4:49.2. 2) Vilhjálmur
Bjarnason UMSE 4:51.8. 3) Guð-
mundur Hallgrímsson ÍBK 5:02.1.
4) Karl Hermannsson ÍBK 5:04.1.
5) Guðmundur Þorsteinsson ÍBA
5:08.0 6) Gunnar SnorrasonU-
MSK 5:13.2. 7) Sveinn Kristdórs-
son ÍBA 5:18.4.
4x100 m. boðhlaup: 1) UMSE
50.6. 2) ÍBK 51.7. 3) UMSK 53.5.
4) ÍBA (ógilt).
Hástökk: 1—3) Viðar Daniels-
son UMSE, Hörður Jóhannsson
UMSE, Sveinn Kristdórsson ÍBA,
1,60. 4) Grétar Ólafsson ÍBK 1.55.
5—6) Björn Jóhannsson ÍBK og
Jóhann Harðarson UMSK, 1.40.
mundsson UMSE 5,51. 4) Hörð-
ur Inglófsson UMSK 5.42.
Þrístökk: 1) Sigurður Sigmunds
son UMSE 12.66. 2) Hörður Ing-
ólfsson UMSK 11.88. 3) Skjöldur
Jónsson ÍBA 11.71. 4) Guðm. Ilall
grímsson ÍBK 11.61.
Kúluvarp: 1) Skúli Thoraren-
sen ÍBK 13.15. 2) Þóroddur Jó-
hannsson UMSE 13.02. 3) Grétar
(FramhaJO a t5 síðu.
Ormar hjá
St. Mirren
Ormar Skeggjason, framvörður
og fyrirZiði meistaraflokks Vals
í knattspyrnu, er nú staddur í
Skotlandi, þar sem hann mun
taka þátt í knattspyrnunámskeiði
Iijá St. Mirren, skozka liðinu, sem
keppti hér í sumar. Eins og kunn
ugt er, mun ÞóróZfur Beck verða
Iijá St.Mirren i vetur, en félagið
bauð einnig tveimur öðrum ís-
lenzkum knattspyrnumönnum að
taka þátt í námskeiði hjá félag-
inu. Varð Ormar fyrir valinu á-
samt Kára Árnasyni frá Akur-
eyri, sem nú er með íslenzka lands
liðinu í London og tók þátt í sín-
um fyrsta landsleik á laugardag-
inn, þar sem Kári kom í stað Jak
obs Jakobssonar, sem meiddist í
Ieiknum. Þeir Kári oig Þórólfur
munu því ekki koma heim með
Zandsliðinu á sunnudaginn, heldur
IiaZda þeir þá til Skotlands.
Thorbjörn
heiðraður
Thorbjörn Svenssen Zék sinn
100. landsleik fyrir Noreg á
sunnudaginn og var hann þá
heiðraður á ýmsan hátt af
norska knattspyrnusambandinu
og áhorfendur hylltu hann inni
lega. Myndin hér til hZiðar var
tekin við það tækifæri. Hins
vegar eru blaðadómar, sem
T'horbjörn fékk fyrir Ieikinn,
'læmir og ekki er öruggt að
'iann leiki fleiri landsleiki fyrir
Noreg. Að minnsta kosti krefj
>st sura norsku blöðin þess, að
■>ú verði að finna nýjan mann
• miðvarðarstöðuna.