Tíminn - 23.09.1961, Page 14
TÍMINN, Iaugardaginn 23. september 1961.
i Í4
Hún var orðin þreytt á bú-
stanginu og fagnaði því að
geta tekið upp fyrri háttu.
En enginn fagnaði Hallfríði
jafnvel óg Sigurbjörn gamli.
Hann grét og hló í senn. En
mikið hafði honum farið aft
ur tímann, sem Hallfríður
var að heiman. Hann vildi
allt fyrir Hallfríði gera og
reifst við Jórunni, þegar hún
sló slöku við.
Aðkoman að Móum var allt
annað en góð. Enginn undir-
búningur hafinn að jólahátíð
inni.
Þó að Hallfríður væri þreytt
eftir ferðina og dagur að
kvöldi kominn, hreingerði
hún hjónaherbergið fyrir nótt
ina. Hún gat ekkl tekið á sig
náðir, fyrr en því var lokið.
Jóakim fannst of mikið á sig
lagt, en hann var of sæll til
þe§s að hreyfa mótmælum.
Hann kunni líka vel að meta
snotra umgengni.
Það kom sér vel, að Hall-
fríður kunni til verka og var
afkastamaður. Næstu daga
tóku bæjarhúsin öll alger-
um breytingum. Það sá Hall-
fríður á hýrubrosi bóndans,
að honum fannst til um tll- j
þrif hennar. Þegar þau voru
gengin til náða, var hann allt
af að lofsyngja hana og dást
að öllu og lýsa yfir hamingju
sinni og gleði. En gat þó ekki
stillt sig um að hrósa sér öðr
um þræði. Sjálfsálitið var
takmarkalaust. Hallfríður
hafði búizt við þvi, að ást-
leitni hans myndi kyrrast
fljótt, en hún var sívakandi,
heit og fersk, hversu miklu,
sem fórnað var. Og sterk at-
lot, frjálsleg, jafnvel barns-1
lega ótamin, vitnuðu um innri(
eld, sem lifði glaður, hversu
sem brennt var. Seint í Jan-
úar fór Jóakim aftur 1 kaup-
staðinn. Nú fór hann ríðandi^
með sleðahest í taumi. Fór
hann þá niður ána, sem var
ísi lögð og rann lygn niður
dalinn. Bættust þá ýmsir
menn í hópinn, svo að flokk
urinn var allstór áður en kom
ið var á áfangastað. Ferðin
tók þrjá daga.
Annan daginn, sem Jóakim
var að heiman, bar gest að
garði í Móum og beiddist gist
ingar. Var það séra Þórður.
— Hefði ég vitað, að Jóa-
kim var ekki heima, hefði ég
ekki komið hingað í kvöld,
sagði hann, — heldur gist á
kirkjustaðnum hjá kollega
.mínum, séra Jóhannesi.
Hallfríður tók honum hið
bezta og fagnaði komu hans.
Var honum fengið hjónaher-
bergið til umráða. Hallfríður
ræddi lengi við hann um
kvöldið og spurði margs.
Sagði prestur henni, að Ósk
ar Óskarsson hefði þá um vor
ið ráðið til'sín unga myndari
stúlku og viljað eiga hana.
En Ásrún verið henni svo erf
ið, að hún hefði flúið heimi!
ið um haustið, er Óskar var
í kaupstaðnum, og reynzt ó-
kleift að koma henni þangað
— Eg festi aldrei slíka ást|
á neinni mold sem beirri, þar^
sem ástvinir mínir nvíla hlið
við hlið. Þar vil ég lika eiga
samastað fyrir mitt duft, þeg
ar þar að kemur.
— Eg skal lofa yður því,
að bletturinn við kistugafla
vinanna yðar skal ógráfirm
meðan ég á heima á prests-,
setrinu og ræð þar nokkru.
En þar sem ég er mun eldri
maður en þér, tel ég víst, aö :
þér lifið mig.
23
aftur. Væri_ almæli, að hún |
hefði sagt Óskari upp. Veriðj
lítt mönnum sinnandi. Eoks
hefði hún horfið í hríðarveðri, j
skilið eftir bréf, og sagzt ætla
til næsta bæjar, en orðið úti.
Óskar kostaði útför hennar.
Var auðsjáanlega sleginn
mjög og væri það enn. En
bæri harm sinn vel.
— Blessaður Óskar, sagði
Hallfríður, ,og viknaði hún
við þessa harmafregn. Út frá
þessu barst talið að leiðinu
stóra í kirkjugarðinum. Leið
inu, sem hún unni svo heitt.
Sagði séra Þórður, að börn
Óskars Gunnarssonar sæju
um, að það væri í beztu hirðu.
— Viljið þér lofa mér einu,
séra Þórður?
— Hvað er það, Halifríður
mín? spurði hann.
— Viljið þér lofa mér því
að sjá um að ég geti fengiö
kirkjugarðsleg við stafninn á
kistu Óskars?
Séra Þórður spurði ekki,
hvort hún ætti þar við dveng
inn sinn eða föður hans, og
er það óleyst mál.
— Eg hélt að þér væruð
hættar að hugsa um slíkt. Nú
hafið þér eignazt heimili, eig
inmann, og bráðum koma
börnin, ef að líkum lætur,
sa^ði séra Þórður.
— Þakka yður fyrir, séra
Þórður. En Ásrún má ekki
frétta þetta. Nóg er samt.
— Eg skal ekki flíka þessu.
Það megið þér reiða yður á,
sagði séra Þórður.
— En hafið þér þ^ð ekki
ágætt hér? Jóakim er bezti
maður. Er ekki svo? spuröi
presturinn enn fremur.
— Jú. Eg kvarta ekki. En ég
hef hugboð um Uð við þreyt-
um hvort annað, um það er
lýkur.
— Nei, haldið þér það? Ást-
in og börnin brúa bilið. Eg
veit, að þið eruð um margt
ólík, en góðar manneskjur
bæði tvö, og samvenjizt, sá
er háttur unnenda af ykkar
gerð.
— Kannski hafið þér rétt
að mæla. Eg vildi fegin að
svo yrði. En frá minni hálfu
er ekki efnt til þessa hjóna-
bands af sannri ást. Eg vil
vera manni mínum góð, en
ástleysið hnýtur um gallana,
sem ástin breiðir yfir. Það
munar miklu.
— En maður, sem hugsar
af jafnmikilli skynsemi um
hvað eina, eins og þér gerið,
sér misfellurnar í ljósi, sem
mildar. Það er yðar mtkla
reisn, að álykta rétt og vægi-
lega í senn.
— Þetta er ekki rétt lýstng
á mér, séra Þórður. Eg get
fórnað miklu fyrir þann sem
ég elska. En hhm verður
þreyttur á mér, þegar ástar-
víman er liðin hjá. Jóakim
trúir því statt og stöðugt, að
hann geti gert mig hamingju
sama. En hann lifir ekki allt
af í trúnni. Og þegar hann
rekur sig á og viðurkennir,
að sér hafi skjátlazt. Hvað
þá?
— Þá hlær hann mildum
hlátri, sem gerir hann svo
fallegan. Og þér eruð unnið
virki, og þá unnizt þið heitar
en nokkru sinnl áðuv.
— Eg vildi gefa mikið til,
að svo mætti fara. En ég
trúi því ekki og þori ekki að
vona það, sagði Hallfríður.
— Hrífizt þér ekki að ást-
hneigð eiginmannsins? Eg
trúi ekki, að þar sé nein hálf
velgja.
— Hann er fyrst og fremst
fyrir sig. Allt miðar hann við
sínar þarfir. Það finn ég svo
vel.
— Þannig erum við öll. Ást
lífið fullnægir báðum aðilum.
Þegar út af ber, er gleði þess,
sem minna hlaut yfir því, sem
hinu var gefið, fullnæging á
sinn hátt, og oft ekki síðri
fullnæging. Sú er hin mikla
gjöf. Hugleiðið það, Hallfríð
ur mín.
— Eg skal muna orð yðar,
séra Þórður. Eg met yð'ur mik
ils, þvi hef ég tjáð mig fyrir
yður. Eg skal gera mitt bezta,
en guð má vita, hvernig fer.
— Heimili þetta var í nauð
um, þegar þér réðuzt hiÁgað.
Trúið því, að guð hafi sent
yður hingað til þess að gera
gott. Ef þér trúið því, kallið
þér fram beztu kosti eigin-
mannsins, og þá munuð þið
samtaka gera heimilið að
gróðursælum vermireit.
Að kvöldi hins 15. desem-
ber voru þau gefin saman,
Hallfríður og Jóakim. Um nótt
ina hafði þeim drykkjufélög
um reiknazt það, að frum-
burðurjnn ætti að fæðast 21.
september næsta ár. En
sveinninn litli var í heiminn
borinn 22. september. Það var
fallegt barn, en móðurinni
heilsaðist ekki eins vel eftir
barnsburðinn sem I fyrra
skiptið, enda þreyttari nú, er
hún lagðist á sæng. Faðirinn
bauð það, að drengurinn héti
Óskar, en Hallfríður þekktist
það ekkl. Ekki vildi hún held
ur láta hann bera nafn föð-
ur sins, Sigurðar. Var dreng-
urinn því látinn heita í föð-
urættina, eftir bróður Jóa-
kims, er dó ungur. Hét hann
Gestur. Pilturinn var þegar
í reifum þroskamikill, og
minnti mjög á föður sinn.
Jóakim var barngóður, og
hafði til að byrja með mikið
dálæti á sveininum, jafnvel
svo mikið, að Páll litla fannst
nóg um. En Hallfríður bætti
það upp. Hún var jafnástúð-
leg sem áður við Pál litla, þó
að hún hefði nú sjálf eignazt
bárn. Tæpu ári síðar eignað
ist Hallfríður annað barn.
Var það meybarn, mikið og
frítt. En nú var Hallfríði
brugðið. Hún var margar vik
ur að ná sér eftir barnsburð-
inn. Og í raun og sannleika
í komst hún aldrei til fullrar
j heilsu upp frá því. En mærin
var hin gervilegasta og var
skírð Guðbjörg eftir fyrri
konu Jóakims.
XIX
Fimmta veturinn, sem Hall
fríður átti heima að Móum,
barst henni dánarfregn föð-
ur síns. Hún hafði boðið hon
um að koma til sín um vorið
og hann ætlaði að þekkjast
það. Hann þráði hana alltaf
svo mjög. En nú var hann
dáinn. Þó að vetur værl og
8,00
12,00
12.55
14.30
16.30
18.30
18.55
19,20
19.30
20,00
20,20
20,50
21,25
22,00
22,10
24,00
Morgunútvarp.
Hádegisútvarp.
Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir)(.
Laugardagslögin.
Veðurfregnir.
Tómstundaþáttur barna og
unglinga (Jón Pálsson).
Tilkynningar.
Veðurf.regnir.
Fréttir.
Tónleikar: Búrleska í dinoll
fyrir píanó og hljómsveit eftir
Richard Strauss (Margit Web-
er og Sinfóníuhljómsveit Ber-
linarúívarpsins leika: Ferenc
Fricsay stjórnar).
Upplestur: „Skáldið Lín Pe og
tömdu trönurnar hans“, smá-
saga eftir William Heinesen,
þýdd af Hannesi Sigfússyni
(Karl Guðmundsson leikari).
Kvöldtónleikar:
a) Giuseppe Valdengo syngur
lög eftir Tosti.
b) Algeirsk svíta op. 60 eftir
Saint-Saens (Lamoureuxhljóm-
sveitin leikur Jean Fournet
stjórnar).
Leikrit: „Konur" eftir Eyvind
. — Leikstjóri: Helgi Skúla-
son.
Fréttir og veðurfregnir.
Danslög.
Dagskrárlok.
EIRÍKUR
VÍÐFFÖRLI
Úlfurinn og
Fálkinn
53
— Er Tyrfingur svona? spurði
Eiríkur. — O, enn þá verri. Gunn-
dalur kunningi minn, sveik okkur
og kkstalann, svo að við féllum
öll í hendur óvinanna. Vínóna og
Pummi flúðu til Hjaltlands, og ég
sá þau leggja af stað einmitt um
leið og ég var tekinn til fanga.
Svo flúði ég hingað og fann Úlf
og maka hans með hvolpa sína.
Þeir eru nú vaxnir úr grasi, og
þannig hefur orðrómurinn um
varúlfinn orðið til. — En hvað
um haukinn? Það er einnig talað
um hauk, sagði Eiríkur. Hallfreð-
ur hló. — Það er líka ég, herra
minn, svaraði hann feimnislega.
— Þú veizt, nefið á mér.. þegar
það sést úr svolítilli fjarlœgð,
gæti það verið nef á hauki. Þótt
þetta væri allt saman svona rauna
legt, gat Eiríkur ekki að sér gert
að hlæja. Hann hætti þvl þó von
bráðar. — Úlfarnir, hvíslaði Hall-
freður, þeir eru órólegir, það er
einhver skammt undan.