Tíminn - 23.09.1961, Qupperneq 16

Tíminn - 23.09.1961, Qupperneq 16
Laugardaginn 23. september 1961. 217. bla@. „Raf eindaauga" sem gereyðingarvopn ★ Fjörutíu og tveggja ára gömul ekkja frá Marseille, Ginette Ferroni, gekk fyrir skömmu að eiga unga vin- konu sína. Þetta mál er svo vaxið, að hún hafði látið breyta sér í karlmann með læknisaðgerð. Var henni vaxið snotrasta yfirskegg, þegar er fyrri hjónavígslan fór fram. Nú heitir hún w orðið Georges Ferroni. Þetta er í annað skipti, sem ekkjan kvænist. í fyrra gekk hún að eiga aðra konu í ráðhús- inu í Celle-St.-Cloud, en þá voru skilríki hennar fölsuð. Þetta komst upp, og ekkjan var dæmd EKKJA gengur að eiga KONU - í árs fangelsi, en hjónabandið var lýst ógilt. f fangelsinu kynntist ekkjan svo hinni nýju brúði. Þær voru einmitt saman í klefa. Að þessu Getur Ijósmyndað gervihnetti úti í geimnum Merk uppfinning ítalsks vélvirkja Hin 42 ára gamla ekkia Ginette Ferroni, til vinstrl, ásaml fyrri konu sinni, Bernadette Unvois. og það í annað sinn sinni fór ekkjan löglega leið og naut aðstoðar lækna og yfir- valda. Aumingja fyrri kona ekkj- unnar, sem einnig var í fang- elsi, er farin ,heim til foreldra sinna í Celle-St.-Cloud,. von- svikin og stúrin. Hún verður að bíta í það súra eplið, að svona eru karlmennirnir hverflyndir. Þrjátíu og tveggja ára vél-1 virki og áhugamaður um stjörnufræði, Aldo Bonasoli hefur búið til stjörnukíki með rafeindaauga, sem getur Ijós- myndað rússnesk og banda- rísk gervitungl úti í geimnum. Stjörnukíkir þessi á einnig að geta orðið eitt skæðasta ger- eyðingarvopn mannkynsins. , Samkvæmt því, sem Bonassoli segir, sendir rafeindaaugað frá sér últrastuttar hljóðbylgjur, sem geta leyst stóreflis björg upp í smáagnir á skammri stund. Við sýtningu á uppfinningu sinni í sjónvarpi, að viðstöddum sérfræð ingum í þjónustu NATO, leysti Bonassoli gersamlega upp tvo alúmi’niumkassa, stálstöng og tré- líkneskju í 24 metra fjarlægð frá hljóðbylgjutækinu. Bonassoli hef ur ejálfur þegar notað uppfinn- ingu sína mikið við stjarnfræði- legar rannsóknir. Hljóðbylgjurn- ar, sem rafeindaaugað framleiðir, taka við rafsegulbylgjum, sem stafa frá hlutum úti í geimnum. Vig það verða bylgjurnar elektró statiskar og koma greinilega fram á venjulegri ljósmyndafilmu. — Bonassoli fullyrðir, að hann geti ■náð mjög skörpum og greinileg-1 um myndum af hlutum, sem eru í geysilegri fjarlægð úti í geimn- um. Fyrir tveimur árum síðan tók hann myndir af hinum fyrsta spútnikk Rússa og þessar myndir Bonassoli hafi síðan verið mikið rannsóknarefni ýmissa- stjörnuat- huganastöðva í heiminum, þar á meðal í hinni frægu Jordel Bank rannsóknarstöð í Bretlandi. Á Sennilega er líf á 10 til 20 milljónum hnatta þessu ári vakti Bonassoli mikla athygli stjörnufræðinga, þegar hann tók mynd af sólmyrkva á Ítalíu. Á myndinni kom fram al- gjörlega áður óþekkt pláneta í sól kerfinu. Stjarnfræðingar um víða veröld hafa síðan verið önnum kafnir vig að kynna sér þessa dularfullu plánetu og margir hafa látið þá skoðun í ljós, að sterkar líkur séu fyrir því, að plánetan dularfulia sé í raun og veru til, sé ekki aðeins tortryggilegur blettur á filmu Bonassolis. Ástæð an fyrir því ,að svo erfitt er að greina þessa plánetu, er sú, að hún er að mestu stöðugt hulin á bak við sólu. í síðasta mánuði heppnaðist Bonassoli að ljós- mynda á eina inynd 5 gerfitungl, þrjú bandarísk og tvö rússnesk, í þann mund er þau skáru braut hvers annars í mismunandi hæð. Höfuðmarkmið með uppfinning unni er hins vegar ekki að ljós- mynda gervitungl, að því er Bon- assoli segir, eða til að búa til nýtt gereyðingarvopn. Þessi uppfinn- ing hefur verið kölluð rafeinda- auga og einkennd með gæsalöpp- um, því ag hér er ekki um raf- eindaauga að ræða eins og venju lega er átt við með því hugtaki — eins og greinilega hefur komið fram hér að framan. Bonassoli segir, að þessi uppfinning muni verða mannkyninu til hjálpar og líknar. Hann vonast eftir ag geta búið til sérstaka gerð af gler- augum, sem gefi blindum sýn, þannig að þeir raunverulega sjái á sinn sérstaka máta. Gleraugpn munu taka við merkjum frá hlut unum umhverfis hinn blinda mann og hann skynja þá. Bon- assoli segist ekki enn vera kominn til botns í því, hvernig þessu yrði kornið í kring, en vinnur nú baki brotnu við að leysa gátuna. — Þrátt fyrir gífurlega örðugleika vonum við, að unnt verði að ná sambandi við skyni gæddar verur á öðrum hnöttum, sagði V. Davidov frá Sternberg- stjörnufræðistofnuninni í Moskvu fyrir skömmu í grein um líf á öðrum hnött- um í vikuritinu Ekonomi- cheskaya Gazeta. Davydov telur, að skilyrði séu fyrir lífi á Marz, og hann vitnar í þau ummæli I. S. Shklovskys prófessors, að í Vetrarbraut okkar séu sennilega þúsundir milljóna hnatta, þar sem líf get- ur þrifizt. En þar fyrir er ekki ástæða til þess að ætla, að líf á menningarstigi sé á svo mörg- um hnöttum samtímis. Á sum- um þeirra kann að vera líf, sem ekki er orðið háþróað, og sums staðar kann lífið að vera liðið undir lok. Samial meS fjarskiptatækni okkar tæki nokkur tiundruð ár Shklovsky telur, að lífið kvikni á hnöttunum, þróist og fjari út eftir ákveðnum lögmál- um, og hann áætlar, að líf kunni að vera samtímis á tíu til tuttugu milljónum hnatta í Vetrarbrautinni. Innan hundr- að milljón ljósára frá jörð okk- ar ætti því að vera fimm til tíu hnettir með lífi. Hraði ljóssins er sem kunnugt er þrjú hundr uð þúsund kílómetrar á sek- úndu. Davydov víkur að því, hvort liklegt sé, að jörð okkar hafi fengið heimsókn lífvera frá öðrum hnöttum: — Gerum okkur í hggarlund þann ^tíma, þegar við getum sent geimfar nokkur hundruð ljósár út í geiminn. Lengra get- um við varla gert okkur von um að komast, enda þótt við gætum farið með svipuðum hraða og ljósið. Á þvi svæði, sem við þá næð- um til, eru um tíu þúsumj fas-ta- stjörnur með mörg hundruð þúsund reikistjörnur umhverfis sig. Við gætum ekki kannað þessa hnetti alla. og þótt við gætum kannað eitt þúsund, væri það aðeins lítill hluti alls stjörnugrúans. Þess vegna væru litlar líkur til þess, að við fynd- um skyni gæddar verur. enda þótt þær kunni að vera ein- hvers staðar á þessu svæði. Af sömu ástæðu er ekki trúlegt. að könnuðir frá öðrum hnöttum hafi fundið okkar. Þeim mun veitasf jafnerfitt að finna hnött með háþróuðu lífi og okkur sjálfum Þó er ekki hægt að fortaka með öllu, að gestir frá öðrum hnöttum hafi einhvern tíma komið til jarðar okkar á þeim milljónum ára. sem hér hefur þróazt líf. En samt er ekkert kunnugt, er bendi til þess, segir Davydov. En hvaða möguleikar eru á því að komast í samband við verur á öðrum hnöttum með einhvers konar fjarskiptatækni? Það er efalaust hægt. segir Davydov. Útvarpsmerki væri auðvelt að greina frá fyrirbær- um, sem eiga sér tilviljana- kennöar orsakir. En slík merki eru lengi að berast til okkar, og það yrðu liðin nokkur hundruð ár. þegar við hefðum svarað þeim. Stjörnufræðingar telja. að auðveldara væri um slíkt skeyta- samband frá geimförum. er komizt hefðu langar leiðir frá jörðinm og sumir telja líklegt, að skym gæddar verur á öðrum hnöttum kunni þegar að hafa gert tilraunir í þessa átt. Ljósaperusala í Keflavík Á morgun (sunnudag) hefst ; mikil ljósaperusala í Keflavík. Fé- ; lagar úr Lionsklúbbi Keflavíkur 'raunu fara um bæinn og selja liósaperur i ágóðaskyni fyrir góð- gerðasjóð sinn. Mikill hugur er í Lionsfélögum, og ör það von þeirra, að í byrjun næstu viku verði Keflavík einn bezt lýsti bær- inn á landinu. Verða perurnar seldar í pökkum, svo að afgreiðsla á að geta gengið mjög greiðlega. Þar sem ágóði allur fer til góð- gerðarstarfsemi í bænum, vænta Lionsfélagar þess. að bæjarbúar taki vel á móti perunum, enda er nú sá tími, er alltaf vantar Ijósa- perur. Með hverjum pakka, sem keypt- ur er af þessari þarfavöru eru baéj- arbúar að styrkja gott málefni. Valur sigraði VALUR SIGRAÐI KR í úrslita Zeik íslandsmótsins í 3. fl. með 3—2. Leikurinn var geysispenn- andi cg Valiir skoraði úrslitamark i ið úr vítaspyrnu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.