Tíminn - 27.09.1961, Side 2
2
T ÍjVHN N, miSvikudaginn 27. sept. 1961.
Aðalfundur FUF í Reykjavík:
Matthías Andrésson
kjörinn formaður
í fyrrakvöld var aðaifundur
Félags ungra Framsóknar-
manna í Reykjavík haldinn í
Framsóknarhúsinu. Var fund-
urinn fjölsóttur og ríkti mikill
áhugi fyrir vaxandi starfi fé-
lagsins. Eysteinn Jónsson, rit-
ari Framsóknarflokksins, flutti
ræðu um stjórnmálaviðhorfið.
Formaður fclagsias, Hörður
Gunnarsson, setti fundinn og skip-
aði Jón Abraham Ólafsson fundar-
stjóra, en Ingimund Magnússon
fundarritara. Flutti formaður síð-
an skýrslu stjórnar. Kom fr'am í
skýrslunni, að starfsemi félagsins
hafði verið með mestum blóma og
styrk síðasta ár, m. a. stóð félagið
fyrir ferðalögum, skemmtunum og
fundahöldum í ríkum mæli. Eftir
skýrslu formanns las gjaldkeri fé-
lagsins, Eysteinn R. Jóhannsson,
reikninga þess. Báru þeir með sér
að fjárhagsafkoman hafði verið
góð á árinu. Voru reikningarnir
samþykktir samhljóða.
Á fundinum var samþykkt með
lagabreytingu að fjölga í stjórn
félagsins úr 5 mönnum í 7. Var
síðan gengið til kosninga. Formað-
ur var kosinn fyr'ir næsta starfsár
Matthías Andrésson og aðrir í
stjórn Ingi B. Ársælsson, Eysteinn
R. Jóhannsson, Aðalsteinn Jónas-
son, Gunnar Berg, Kári Jónasson
og Jón A. Ólafsson. Gegna þeir
störfum í stjórninni í þeirri röð,
sem þeir voru taldir, varaformað-1
ur, ritari, gjaldkeri og þeir þrír
síðast töldu eru meðstjórnendur.
I varastjórn voru kjörnir Svavar
Helgason, Hrólfur Halldórsson og
Agúst Sigurðsson. Endurskoðendur
voru kosnir Hörður Gunnarsson
og Guðjón Styrkársson. Auk þessa
voru kjörnir varaendurskoðendur
og 22 aðalmenn og 22 varamenn
í fulltrúaráð. Allar kosningar
voru einróma gerðar.
5 daga í 3ja
daga göngum
Örfelli valda miklum erfíð-
leíkum í N-Þingeyjarsýslu
Matthías Andrésson
Sjóprófin
(Framhald af 1. síðu).
Þá tók ég eftir því, að hinir þrír,
sem höfffu haldiff í bátinn, voru
horfnir.
Sáu mann á floti
Þegar Helga hafði tekizt að
opna bátinn, var Gunnar kominn
að bátnum, og komust þeir báðir
auðveldlega um borð. Þá var
gúmmíbáturinn á hvolfi í sjón-1
um. Þeir svipuðust um eftir skips
félögum sínum. Sáu þeir mann á|
floti í dálítilli fjarlægð, en hann
hvarf strax sjónum þeirra. Voru;
þá liðnar um 20—30 mínútur síð-'
an þeir fóru í sjóinn.
Ekkert í bátnum
Gunnari sagðist þannig frá ver-
unni í bátnum:
— Gúmmíbáturinn var fullur af
sjó, þegar viff fórum upp í hann.
Viff tókum strax eftir því, aff ekk-
ert var í bátnum, ekkert fhatar-
hylki eða annað slíkt. Við gátum
rétt bátinn við með því að hlaupa
skyndilega út í aðra hliðina.
f gúmmibátum eru yfirleitt
talsevrðar vistir og vatn í stórul
hylki.
Hylkið tapast í flýtinum
Þar eru l£ka geymdar pumpur,;
bætur og ýmis viðgerðarverkfæri,'
sjúkraáhöld, vindakkeri og margt
annað, sem að gagni getur komið
um borð. Það má því teljast mikið
ólán, að hylkið og pokinn, sem
þessir hlutir eiga að vera í, voru
hvergi í gúmmíbátnum. Er bátur-
inn var athugaður í sjóprófunum,1
gizkuðu menn helzt á, að skorið
hafi veriff á línuna, sem festi hylk
ið og pokann í bátinn, þegar verið
var að taka hann út úr umbúðun
um á skipshliðinni, en þá hefur
hver sekúndan verið dýrmæt og
enginn tími til að vanda verkið.
Jusu með berum höndum
— Við jusum bátinn með hönd-
unum, þar sem við fundum ekk-
ert til þess að ausa með. Það var
seinlegt og kalt. Þegar viff vorum
búnir að ausa, þurrkuðum við
botninn með sokkunum okkar.
Stuttu síðar hvolfdi bátnum aftur,
svo ag hann fylltist aftur af sjó.
Við gátum rétf hann viff á sama
hátt og áður. Þetta endurók sig
fjórum sinnum, að gúmmibátn-
um hvolfdi. Það var lika fárveður.
— Skipið var sokkið, þegar við
vorum komnir í bátinn.
Sólarhrings vosbúð
Þarna hírðust þeir í tæpan sól-
arhring, írá klukkan eitt á föstu-
daginn til klukkan hálftíu á laug-
ardagsmorgunn, þegar Skotinn
Verbena sigldi fram á þá og bjarg-
aði þeim. Það var köld vist, og þeir
Gunnar og Helgi voru báðir svang-
ir og blautir. Þeir fengu aðhlynn-
ingu um borð og eru nú alveg bún-
ir að ná sér eftir vosbúðina.
Báturinn í góðu lagi
Þeir komu til Reykjavíkur klukk-
an níu í gærmorgun með Heklunni.
Klukkan tíu hófust sjóprófin og
stóðu þau fram til klukkan fimm
um daginn. Þegar gúmmíbáturinn
var athugaður, kom í ljós, að hann
var í fullkomnu lagi, utan þess,
sem var glatað úr honum og fyrr
segir frá.
Björgunarbátar úr gúmmíi eru
þannig gerðir, að það á að taka þá
í umbúðunum, festa snúruna, sem
liggur úr þeim, í eitthvað fast á
skipinu, draga snúruna dálítið út
og fleygja síðan bátnum fyrir borð.
Þá opnast hann af sjálfu sér. f
þessu tilfelli, eins og oft áður, láð-
ist að gera þetta rétt. Sýnir það,
hve bráðnauðsynlegt er, að öllum
sjómönnum sé kennd meðferð
gúmmíbjörgunarbáta, þar sem 6-
gerlegt er ókunnugum manni að
átta sig á réttri meðferð. Mörg dýr-
mæt mannslíf munu bjargast, ef
átak verður gert í þessum efnum.
Virðist nauðsynlegt, að í hverri
höfn séu til æfingabjörgunarbátar,
og skipshafnirnar æfi sig í meðferð
þeirra í upphafi hverrar vertíðar.
Gromyko
svaraði
ekki Kennedy
NTB—New York, 26. sept.
Andrei Gromyko, utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna, hélt
ræðu á Allsherjarþingi Sam-
einuðu bjóðanna í New York í
kvöld. Það vakti athygli, að
hann minntist aldrei beinlínis
á ræðu Kennedys Bandaríkja-
forseta, sem forsetinn hélt á
þinginu á mánudaginn, en al-
mennt hafði verið búizt við
því, að hann svaraði henni og
léti í Ijós álit sitt á hinum nýju
afvopnunartillögum Kenn-
edys.
Hins vegar kom utanríkisráð-
herrann ínn á Berlínarmálið, sagði
m. a., að það væri ekki ætlun
Sovétríkjanna með friðarsamning-
unum við Austur-Þýzkaland að
hefta samgöngurnar við Vestur-
Berlín. Enn fremur ræddi hann
um framkvæmdastjóravandamálið
og hélt fast við kröfu Sovétstjórn-
arinnar um þrístjórn.
Þórshöfn, 26. sept.
Nú er lokið fyrstu göngum
og réttum víðast hér um slóðir,
en undanfarið hefur verið
slæm og mjög votviðrasöm tíð.
Gaf því illa í göngurnar, og
gengu þær illa af þeim sökum.
Frá 10. og fram um 20. sept.
voru stöðugar rigningar og þokur,
en einnig urðu ár svo miklar, að
stórtafir urðu vegna alls þessa í
fyrstu göngum.
Sundreið og bleytuvaðall
I Hér er venjulega verið 3 daga
í göngum inn á afrétti, en í þetta'
skipti tóku göngurnar 5 daga. —!
i Verst var færffin á Hvammsheiði
i og Dalsheiði, en þar er gengið á
móts við byggðina á Hólsfjöllum. ’
Jörðin var sums staðar svo vaðals
blaut, þar sem venjulega eru þurr-
ir eða hálfþurrir melar á haustin,
að hestar áttu erfitt með að kom-
ast leiðar sinnar. Sumar ár, sem
venjulega eru ekki stórar, varð nú
að sundríða. Á þessar heiðar er
fjárins leitag frá syðstu bæjum í
Þistilfirði.
Lélegar heimtur
Þar sem síðar var smalað en á
þessum slóðurn, gengu göngurnarl
heldur betur, enda hafði þá held-
ur þornað um. Það lætur að lík-'
um, að heimtur hafa orðið óvenju
slæmar úr fyrstu göngum, og
vantar enn víða mikið af fé, vegna
þess, hve aðstæður til smölunar
voru erfiðar.
Ekki búnir með fyrri sláttinn
Hér um sveitir eru víffa mikil
hey úti ennþá, og sums staðar eru
þau nær ónýt orðin af hrakningi.
í síðastliðinni viku komu ofurlitl-
ar þurrkaglætur, en menn gátu þá
lítið sinnt heyjunum vegna anna
við smölun, slátrun og önnur
haustverk. Horfir nú mjög illa um
fóðurforðann hjá mörgum bænd-
um. Þeir, sem ekki hafa súgþurrk-
un, eru verst settir. Sumir þeirra
eiga enn óslegið af fyrra slætti á
túnum, og getur þá hver sagt sér,
hvernig þeir eru undir veturinn
búnir.
Slátrun. saufffjár er nú í full-
um gangi á Þórshöfn, o<g er gert
ráð fyrir, aff slátrað verffi 14.200
kindum í ár. Vænleiki dilkanna
virffist vera í meffallagi.
Fæst ekki fólk til þess,
sem gera þarf
Afli bátanna, sem róa frá Þórs-
höfn, hefur verið mjög góður að
undanförnu. Flutningaskipið
Askja er nú á Þórshöfn og lestar
á þriðja þúsund tonn af saltfiski
til útflutnings. Atvinna er svo mik
il í þorpinu, að vandræði eru að
fá fólk til þess, sem gera þarf,
t.d. slátra sauðfénu og vinna úr
sjávaraflanum, enda er oftast unn
ið fram á nætur aff þeim störfum
um þessar mundir. ó.H.
Frá landsbyggöinni
Brotajárn og málma
ftaupli hæsta verði
Artnbjörn Jónsson
Sölvhólsgötu 2 - Sími 11360
Þeir fækka fénu j
Haganesvík, 22. sept. — Hér hófst
slátrun í gær, og er gert ráð fyrir,1
að lógað verði 5700—5800 fjár
þetta haustið. Þetta er liðlega 1000
fleira en í fyrra. Enn er ekki full,
reynd komin á þunga dilkanna,;
en þetta lítur illa út. Þeir virðastj
ætla að verða rýrir. Er það afleið
ing af slæmu vori og slæmu sumri. j
Vorið var bæði kalt og kom seint,
og sumariff varð aldrei hlýtt, auk
þess sem þetta voru tómar rign-
ingar og vosbúð fyrir féð. Hey-
skapur hefur gengið erfiðlega í
sumar, og þess vegna fækka nú
margir við sig fé og slátra mörgu.
H.R.T.
Framsóknarfélag Kópavogs
heldur fund i barnaskólanum viff Digranesveg miðvikudaginn 27. sept.
næstkomandi kl. 8,30 e. h.
Fundarefni:
1. Kjörnir fulltrúar á kjördæmaþing Framsóknaramnna í
Reykjaneskjördæmi.
2. Bæjarmálin.
3. Önnur mál.
Áríffandi að félagsmenn fjölmenni. — STJÓRNIN.
Kjördæmisþingi Reykjaneskjördæmis
er frestað til sunnudagsins 8. október næst komandi. — Stjórnin.
Gæftir daufar
Flateyri, 23. sept. — Hér hefur
verið mjög leiðinleg tíð að undan
förnu, mikil úrkoma nær alla daga
og hvassviðrasamt úr hófi fram.
Það lætur því að líkum, að gæftir
hafa verið tregar til róðra á smá-
bátunum, en hins vegar hefur j
reyzt sæmilega af fiski, þegar gef
ið hefur, bæffi á línu og handfæri.
Hefur verið unnið úr aflanum í
frystihúsinu.
Grátt í fjöllum
Heyskap er nú alls staðar Iokið
'■ér um slóðir. Yfirleitt er nú ver-
ið að taka upp garðávöxtinn, og
er útlit fyrir, að kartöfluuppsker-
?.n verði heldur góð. Slátrun sauð
fjár er ekki hafin fyrir alvöru,
enda var réttum frestað í viku
í Vestur-ísafjarðarsýslu. Þær
verða nú á mánudaginn. Það er
kalt í veðri, og í nótt hefur grán-
að í fjöllin norðan við Önundar-
fjörð.
Endurbætur á vatnsveitu
Undanfarið hefur verið unnið
að endurbótum á vatnsveitukerf-
inu hér niðri í þorpið. Fyrir nokkr
um árum var lögð ný leiðsla úr
Klofningsá í gamla vatnsþró fyrir
ofan kauptúnið. Nú siðari hluta
sumars hefur veriff lögð ný leiðsla
úr þessari þró niður í plássið, og
horfir þetta til mikilla framfara.
Ennþá vantar að vísu víðari leiðsl
ur í hlutum kauptúnsins, en að
þeim fengnum verður vatnsveitan
í ágætu lagi og vatnið bæði mikið
og gott.
Þýzkir gestir
Vélbáturinn Hinrik Guðmunds-
son, sem er um 100 lestir að
stærð, hefur verið að fiska og
kaupa í sig fisk, og sigldi hann í
gær áleiðis í söluferð til Englands.
Togarinn Pétur Halldórsson land-
aði hér 30 tonnum af fiski. Hann
ætlaði að fiska í sig og sigla, en
veiffin gekk treglega, og tók hann
þá það ráð að setja aflann á land.
Er hann nú aftur kominn á mið-
in, og er ætlunin að sigla með
aflann. Þýzkir togarar hafa undan
farið vanið hingað komur sinar
og hafa legið í vari hér inni á
firðinum. Um síðustu helgi lágu
hér þrír Þjóðverjar, en nú liggja
2 togarar frá Þýzkalandi hér í
höfn. t.F.
\uglýsið í Tímanum