Tíminn - 11.10.1961, Blaðsíða 6
T í M I N N, miðVikudaginn 11. október 1961.
DÁNARMINNING:
Biarni Bjarnason
kennari
Á allt sem áttum, sundurleitt
• og saman,
er sætzt og þakkað —
alvöruna og gaman.
Eg finn til skarðs við
auðu ræðin allra
sem áttu rúm á sama aldarfari.
St. G. St.
Nú eru rúmlega þrjátíu ár síð-
an Austurbæjarskólinn í Reykja-
vík tók til starfa. Við sem fórum
að kenna við hann næstum þvi
strax og hann byrjaði getum
margs minnzt frá hans fyrstu dög-
um, og þá einkum samstarfsmann-
anna. Sumir þeirra komu víðs
vegar að af landinu, en aðrir
höfðu áður starfað við Miðbæjar-
skólann, sem þá var eini opinberi
barnaskólinn í Reykjavík má
segja. Flestir þessir kennarar
áttu að baki sér margs konar
reynslu í kennslustörfum, bæði
við farskóla og fasta skóla. Eg
held, að það sé ekki ofmælt, þó
að sagt sé, að mikill áhugi ríkti
meðal þessara kennara um að
vinna nemendum skólans sem
mest og bezt gagn, enda latti
ekki hinn ungi, glæsilegi og vel
menntaði skólastjóri, Sigurður
Thorlacíus, menn til starfa í þágu
ungu kynslóðarinnar.
Eins og eðlilegt er, eru margir
þessir gömlu félagar horfnir frá
skólanum. Sumir kenna við aðra
skóla í bænum. Nokkrir gegna
öðrum störfum, eða hafa náð há-
marksaldri til opinberra starfa.
Enn aðrir eru alveg horfnir sjón-
um okkar, komnir undir græna
torfu.
Hinn siðasti þeirra var Bjarni
Bjamason, sem andaðist 25. maí sl.
Hann hóf störf við Austurbæjar-
skólann strax og hann byrjaði, árið
1930, og starfaði þar óslitið til
hinztu stundar.
Ég varð kennari við Austurbæj-
arskólann haustið 1931. Við Bjarni
vorum því samstarf'smenn við skól
ann til haustsins 1960 er ég lét
þar af störfum. Fimmtán síðustu
árin, er ég var yfirkennari við
skólann, hafði ég nokkra aðstöðu
til þess að þekkja til starfa kenn-
aranna á ýmsan hátt. Ég tel, að
Orðsending
til foreldra bamaskólabama
Vegna skorts á tannlæknum til starfa viS barna-
skóla bæjarins eru forráðamenn barna í þessum
skólum hvattir til að láta starfandi tannlækna
skoða tennur barnanna reglulega og gera við þær
eftir þörfum.
Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt, að
bæjarsjóður greiði helming kostnaðar við einfaldar
tannviðgerðir barna á barnaskólaaldri, búsettra í
Reykjavík, þar til öðruvísi verður ákveðið.
Til þess að reikningur fáist greiddur þarf eftirfar-
andi að vera tilgreint á honum: Nafn barns og
heimili, fæðingardagur, -ár, skóli og bekkur, svo
og hvers konar tannviðgerðir voru framkvæmdar
og á hve mörgum tönnum.
Reikningum tannlækna fyrir framangreinda þjón-
ustu má framvísa í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
alla virka daga, kl. 10—12 f. h., og verður þá helm
ingur reikningsupphæðar endurgreiddur.
Framvísa má reikningum fyrir tannviðgerðir,
sem framkvæmdar hafa verið eftir 1. jan. 1961.
Vakin skal athygli á, að endurgreiðsla nær einnig
til ofangreindrar tannlæknaþjónustu, sem fram-
kvæmd er yfir sumartímann. Fyrir börn, sem út-
skrifast í vor, gildir umrædd tilhögun til 1. sept.
n. k.
Stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur.
Bjarni hafi verið í allra fremstu
röð þeirra bæði fyir og síðar, og
þá sérstaklega er við kom kennslu
byrjenda.
Margt ber til þess, að ég leyfi
mér að gefa svona yfirlýsingu, og
ég trúi ekki öðru en okkar gömlu
félagar séu mér sammála í þessu
efni.
Bjarni var allra manna prúðast-
ur í framgöngu og öllum háttum
sínum utan skóla og innan. Ég
heyrði hann aldrei mæla styggðar-
yrði til nokkurs manns, þó að mein-
ingamunur væri um málefni, sem
bar á gó'ma. Rósemi hugans ríkti
ávallt í fari hans og verður það
jafnan talinn góður kostur kenn-
ara, hvar sem hann kennir, en al-
veg sérstaklega á það vel við
yngstu og óþroskuðustu nemend-
urna. Þá var reglusemin framúr-
skarandi, eins og auðvttað hjá flest-
um kennurum, sem ég þékki til.
Undir reglusemi heyrir stundvísi.
Hún er stór þáttur í vellíðan yngri
nemenda í skóla. Ég man aldrei
eftir því að ég heyrði þess getið,
að Bjarni kæmi of seint í tíma,
venjulegast var hann við sínar
stofudyr, þá er klukkan kallaði.
Áhuginn og samvizkusemin knúðu
hann ætíð til þess að fórna sér af
alhug fjrrir starf sitt, hvert sem
það var, þannig var þessi gáfaði
og hlédrægi maður.
Ef við hefðum litið inn í kennslu-
stund hjá Bjarna Bjarnasyni hefð-
um við fljótt komizt að raun um,
að þar skorti nemendur ekki verk-
efni. Allir sem til þekkjör vltá, hví-
líkur ávinningur það er fyrir vel-
líðan nemenda og framgang í námi,
en þessir tveir þættir fylgjast oft
mjög fast að í barnaskólum. Og ef
við athuguðum verkefni nemend-
anna, hefðum við fljótt séð, að þau
voru samin og fjölrituð af kenn-
aranum sjálfum, í lestri, skrift og
reikningi. Verkefni þessi voru
unnin af verklegri snilld og ná-
kvæmni; þau voru að allra dómi
framúrskarandi vel gerð og hugs-
uð. Ég tel víst að ýmis verkefni,
sem hann notaði í áðurnefndum
námsgreinum. hljóti að koma að
gagni, verði þeim haldið til haga.
Þau bera öruggt vitni hinum gáf-
aða og lærða kennara. persónu-
leika hans og tækni.
Bjarni var einn þessara manna,
sem alltaf eru að nema með lestri
góðra fræðibóka Hann sagði oft
frá ýmsu, sem hann var að kynna
sér, og þá með sinni góðlátlegu
kínrni, sem kryddaði mál hans.
Fróðleikurinn var skemmtan hans
og yndi. Hann fylltist barnslegri
hrifningu, er hann las um ein-
hverjar furður á sviði vístndalegra
sannana og uppgötvana.
Þekkingu sinni, vandvirkni og
lærdómi beitti Bjarni á fleiri svið-
um en í kennslunni. Það er mörg-
um kunnugt, hvílíkur framúrskar-
andi garðyrkjumaður hann var.
Árbæjarbletturinn hans mun lengi
sanna það mál, bera vitni elju
hans, snilld og smekkvísi. Mér
finnst að hann ætti að heita
Bjarnalundur til heiðurs þeim,
sem lagði þar fyrst hönd á plóginn.
Þessar línur um minn gamla fé-
laga og samstarfsmann. eiga að
vera ofurlítil lýsing á kennaranum
og manninum, Bjarna Bjarnasyni.
Allt hið almenna, uppruni, nám,
kennslustaðir, hjúskapur og fleira,
geymist í kennaratalinu 1. bindi
bls. 64.
Ég trúi þvi, að áhrif starfs hans,
eins og állra góðra kennara, varð-
veitist lengi í hug og hjörtum
fjölda ungmenna. sem hann leið-
beindi á fyrstu skólagöngu þeirra.
Jónas Jósteinsson.
HÚSMÆÐUR: REYNIÐ
KÖLDD
ROYAL BÚÐIN6ANA
aW
Bragðtcgundir: Karamcllu, Vanilla,
Hindberja og Súkkulaði
Ðúðingnrinn er tilbúðinn til mat
reiðslu, aðeins þarf að hræra hann
saman við 1/2 iiter af mjólk, láta
hann standa í nokkrar mínútur og
framreiða síðan í glösuin eða skái.
Nr. 27/1961.
TILKYNNING
Verðlagsnefnd hefur ákveðið hámarksverð á eftir-
töldum unnum kiötvörum svo sem hér segir:
Heildsöluverð: Smásöluverð:
Vínarpylsur, pr. kg.. . Kr. 27.90 Kr. 34.30
Kindabjúgu, pr. kg. . . — 28.80 — 35.50
Kjötfars, pr. kg....... — 17.20 — -21.60
Kindakæfa, pr. kg. . . — 40,50 — 54.00
Söluskattur er innifalinn í verðinu.
Reykjavík, 10. okt. 1961
Verðlagsstjórinn.
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartanlegar þakkir fyrlr auSsýnda samúð við fráfall og jarð
arför
Þorsteins Loftssonar
vélfræðiráðunauts.
Pálína Vigfúsdóttir
Sólveig Þorsteinsdóttir Erna Matthíasdóttir
Loftur Þorsteinsson Friðriká Geirsdóttir
Leifur Þorsteinsson Helga Snæbjörnsdóttir
Gústaf Þórðarson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
jarðarför
Jóns Þorsteinssonar,
frá Úlfsstöðum.
Vandamenn.
•X-X-X'-V • N. •