Tíminn - 11.10.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.10.1961, Blaðsíða 14
H i TÍMINN, miffvikudaginn 11. október 1961, að fá frelsl og geta notlð ást mögsins, sem svo fljótt var frá henni tekinn. Það var ekki fyrr en með holdtekju Ásgríms, sem Hallfríður skildi hina óhugnanlegu fortíð sína. Fram að þessum tíma hafði ástin villt henni sýn. Þegar hún sjálf yarð _ fyrir sams konar árekstri og Ásrún, skildi hún hana fyrst eða sá a.m.k. hvernig víxlsporið get ur verkað á þann, sem liður við það. Oft spurði hún sjálfa sig, hvort hún hefði orðið á nokkurn hátt linari í baráttu sinni og hatri en Ásrún, ef hún hefði ekki sjálf gengið áður- sína reynslubraut. Það var ekki nóg, að umvefja barnið ástúð og móðurlegri hlýju, heldur hlaut hún að gefa því tækifæri hins nýja tíma og menningar og treysta á þann veg lánsbraut þess og lifsafkomu. Ekkert barna hennar sýndi það í neinu, að þau þráðu menntaveginn. Dugnaður, verklægni og verk hyggni var þeim í blóð borin. Þau skemmtu sér við verk- efni hversdagslífsins og stóðu þar í fremstu röð. Gestur og Guðbjörg voru eftirsótt dugn aðarfólk. Fáir stóðu þeim jafnfætis og hitt var varla til, að nokkur tæki þeim fram. Þau voru bæði farin að heim an og unnu fyrir miklu kaupi. Elín var enn í foreldrahúsum. Hún var ekki slík hamhleypa sem hin eldri systkinin, en var enn ríkari af snyrti- mennsku og kvenlegri smekk vísi í hverju, er hún tók sér íyrir hendur. Hallfríður unni þeim hverju og einu og dáðist að hinni vörpulegu framkomu þeirra og augljósu hæfileik- um. Henni varð því bilt við, er þau heimsóttu hana öll slíkra erinda. Hún trúði því, að þau ynnust öll og vildu hvert öðru vel og væru reiðu- búin til samhjálpar, ef á þyrfti að halda. Það kom þeg ar í ljós, að Gestur átti upp- tökin. Hann var orðhvatur og um margt líkur föður sínum. Hann taldi það hina mestu óhæfu, að faðirinn skyldi taka þá ákvörðun, að kosta Ásgrím til langskólanáms án þess að bera það undir systkinin. Ef hans missti við, yrðu systk- inin nauðug viljug að klífa þrítugan hamarinn eða liggja undir ámæli, sem öllum yrði til tjóns. Það væri betra að stemma á að ósi í byrjun en gefast upp á miðri leið. — Eruð þið öll sammála Gesti? spurði Hallfríður og renndi sorgmæddum augum á systkinin. — Eg hélt, að þið væruð komin hingað til þess að gleðja mig eins og svo oft áður, en þetta er þá erindið? Systkinin þögðu öll við og nú var það þeim, sem sýni- lega brá. — Mamma mín, sagði Gest ur, — láttu þér ekki bregða við það, þó að við börnin þín leitum til þín, er vanda ber að höndum. Við höfum nlltaf gert það. Þó að við séum orð- in þetta fullorðin, verðum við enn og viljum enn hafa sam- vinnu við þig, er viðhorfið gerist á einhvern hátt skugga legt. Virtu útlitið fyrir þér. í bezta tilfelli tapazt við þetta gönuhlaup pabba gamla aleiga ykkar, sem bæði eruð þegar slitin mjög. Og ekki einasta það, heldur bindið þið okkur systkinunum byrð- ar. Það er ekki nema sjálf- sagt, að við réttum ykkur hjálparhönd, ef á þarf að halda, en að þið skuldbindið okkur beint og óbeint vegna Ásgríms, svo að hann geti drottnað úr hásæti vísdóms og mennta, meðan við berj- umst fyrir tilverunni baráttu hins óbreytta manns. Við ein hæf lífskjör og erfiði mikið. Það getur ekki gengið. Eg finn, að þú vilt, að við látum þetta afskiptalaust. En mynd ir þú telja okkur meiri ef við sæjum hvert stefndi um okk ar hag, en létumst ekki sjá það? Það sem hér er að ger- ast er aðeins þetta; við leit- um til þín eins og vera ber, og lýsum vandanum. meðan enn er unnt að snúa víð. — Þú kemur of seint, dreng ur minn. Tvo undanfarna vet ur hefur pabbi þlnn kostað Ásgrím til undirbúnings und ir langt nám. Það er sjálfsagt að segja eins og er. Hvers vegna komstu ekki þá og sett ir stólinn fyrir dyrnar? Nú er það of seint. Standist Ásgrím ur prófið, verður framhaldið nám á skólabekk. Við hjónin getum ekki kippt að okkur hendinni úr þessu. Eg veit, að efnin eru lítil, en þeim verð ur fórnað. Systir ykkar á Ak- ureyri tekur drenginn að sér, það hefur hún boðið og gerir ekki meiri kröfur til okkar en mögulegt er að uppfylla. Þið, börnin mín, sem alltaf hafið létt mér störfin, með dugnaði ykkar og mannlegri og mennilegri framkomu. Þið þekkið pabba ykkar. Hann lætur ekki róta sér, er hann hefur tekið ákvörðun. Þó að svo væri, að við hjónin séum með þessari ráðstöfun að minnka arfsvon ykkar, þá vinnst það eitt við tilkall ykk ar, verði það heyrum kunn- ugt, að ástvinatengslin bresta og óvinir fagna. Eg sný mér til ykkar, börnin mín, og fyrst og fremst til þín, Páll minn. Viltu hætta á vonlausan háskaleik? — Nei, Hallfríður mín. Þó að ég mætti hér, ætlaði ég aldrei að taka ráðin af ykkur foreldrum mínum. Eg kom hingað í þeim tilgangi að lægja ölduna, en ekki til að æsa hana. — Og þið, dætur mínar, hvað leggið þið til málanna? sagði Hallfríður. En þær komust ekki að. Gestur greip orðið: — Mamma mín, sagðí hann, — þú veizt, að ég á bér upp- tökin. Þú veizt líka, að við systkinin elskum þig öll. Þess vegna gengum við fyrst til þín að kanna jarðveginn. Við tvö skulum ræða þetta tii úr slita. Þú, sem alltaf hefur gengið fram í hverju máli með einurð og snilld, þú mátt ekki leika þann leik nú, að reyta af mér fylgið og færa mig svo úr fötunum. Forðaðu mér frá þeirri mishöndlan. Þetta er fjölskyldumál. Við skulum gera út um vandamál fjölskyldunnar á drengilegan hátt. — Svona mátt þú ekki tala til mömmu þinnar, Gestur, sagði Páll. — Hún á annaö skilið af okkur en það að við dróttum neinu að henni. — Eg drótta engu að henni, gríp aðeins staðreyndirnar eins og þær koma fram, sagði Gestur. — Þú sagðir áðan, mamma mín, að krafa mín kæmi of seint fram. Systkin tn vita, að ég ætlaði að láta það gott heita, að þið kost- uðuð drenginn á gagnfræða- skólann, en lengra eigið þið ekki að fara. Vilji hann halda áfram námi, verður hann að vinna fyrir sér. Þú veizt, mamma, að okk- ur pabba hefur aldrei komið vel saman, síðan ég man eftir mér. Hann er orðinn það gam all, að hann þarf á öllu sínu að halda eftir fáein ár. Hann má ekki gera sig að öreiga. Hann myndi aldrei sætta sig við það að láta mig skammta sér úr hnefa. Arfurinn, sem ég veit, að hann varðveitir, er fjárhæð, sem þið getið lif að á, er kraftarnir þrjóta. Þetta er allur sannleikur málsins. Ásgrímur er barn að aldri. Hann verður mínnst níu til tíu ár að ljúka skóla- göngu sinni. Þið hafið hvorki efni né lífsþrek til þess að fylgja honum hálfan skóla- veginn, hvað þá lengur, og hvorugt- ykkar er líklegt til að njóta ávaxtanna og finna skjól hjá honum að námi loknu. Þið hafið gert vel að kosta hann til gagnfræða- náms. Að færa meiri fórnir væri óráð. Við pabba get ég ekki rætt um þetta. En þú getur komið fyrir hann vit- inu, ef nokkur getur það. Þá veiztu vilja okkar systkin- anna. Enn tala ég í umboði þeirra. — Gestur minn. Elsku, stóri, fallegi drengurinn minn, sagði Hallfríður. — Eg vona, að ég skilji, hvað þú ert að fara. Þú hefur mikið til þíns máls. En ég get ekki orðið við bón þinni. Eg er búin að samþykkja ákvörðun pabba þíns. Hann hefur lifn að og batnað við þessa ákvörð un sína. Og hvað mig snertir, þá myndir þú varla skilja mig, þó að ég gerði játningu. Eg stend í mikilli skuld við höf- und tilverunnar. Þetta, sem ég geri nú fyrir Ásgrím litla, er brot af þeirri skulda- greiðslu. En er ég blind? Er það ykkar eign, sem ég ber fram í skuldahítina? Elsku börnin mín. Reynið að lifa grandvöru lífi, þá og aðeins þá, komizt þið hjá þeim písl- um, sem ég hef mátt þola. Þakka þér, Gestur minn, og ykkur öllum, fyrir allt gott. Og einnig þennan fund. Hann rekur mig til nýrra hugleið- inga. Eg vona, að þær hug- leiðingar verði gagnlegur hreinsunareldur. Hans þarf ég með. — Á ég að skilja orð þin þannig, að þú hafir hvorki getu né vilja til þess að tala um fyrir pabba? sagði Gestur. — Já, Gestur minn. Eg get ekki orðið við bón þinni eða ykkar systkinanna. Get það ekki. Miðvikudagur 11. október: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 „Við vinnuna" tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Píanótónleikar: „Estampes", tónmyndir eftir Debusey (Rud olf Firksny leikur). 20.15 Kveðjur til heimalandsins: Prófessor Richard Beck for- seti Þjóðræknisfélags íslend- inga í Vesturheimi og Gunnar Matthíasson tala. 20.40 fslenzk tónlist: a) Þrjú lög úr lagaflokki yfir miðaldakveðskap eftir Jón Nor dal (Karlakórinn Fóstbræður syngur; Ragnar Björnsson stjórnar). b) ,,Jón Arason“, forleikur eftir Karl O. Runólfsson (Hljómsveit Ríkisútvarpsins leikur; Bohdan Wodiczo stj.). 21.00 Erindi: Uppeldisáhrif íslenzkr f ar náttúru, eftir Guðgeir Jó- hannssson (Eiríkur Stefánsson kennari flytur). 21.25 Frá tónlistarhátíðinni í Salz- burg í júli s.l.: Hátíðarhljóm- sveitin í Luzern leikur Div&rti- mento í F-dúr (K138) eftir Mo- zart og Divertimento í Es dúr (Bergmálið) eftir Haydn; Rud- olf Baumgartner stjórnar. 21.50 Upplestur: „Fátækt fólk“, smásaga efti.r Liam O’Fla herty, í þýðingu Málfríðar Ein- arsdóttur (Gestur Pálsson leik- ari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Smyglarinn" eftir Arthur Omre; XIX (Ing- ólfur Kristjánsson rithö.). 22.30 Djassþáttur (Jón Múli Árna- son). 23.00 Dagskrárlok. BJARNl ÚR FIRÐI: * HALLFRIÐUR 38 EIRÍKUR VÍÐFFÖRLI Úlfurinn og Fálkinn 68 Um leið og örin þaut gegnum loft- ið, fleygði Eiríkur sér af baki og hljóp í skjól. Örin kom í öxl Sveins, og hann féll til jarðar án þess að gefa frá sér hljóð. Bústaða lénsmenn, hugsaði Eiríkur, en hvar eru þeir? Hann óskaði þess, að Sveinn lægi kyrr, því að um leið og hann hreyfði^sig, kom önn- ur ör, sem lenti í skildi Sveins. Eiríkur skreið fram, svo að hann sæi betur yfir og kom þá auga á árásarmanninn. Hljóðlaust hijóp hann milli klettanna og kom aftan að manninum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.