Tíminn - 18.10.1961, Side 2

Tíminn - 18.10.1961, Side 2
2 T.ÍJMUU&.N, miSvikudagmn 18. október 1961 Hundruö rússneskra togara viö Færeyjar Sat á skrautgaddinum Rússnesku fiskiskipin streyma nú í hundraðatali til Faereyja. Þau hafa undan- farna mánuði haldið sig á síld veiðum við fsland, en hafa síðan fylgt síldinni eftir til Færeyja. Hlaustig hefur verið hráslaga- 1-egt. í Norður-Atlantshafi og marg ir rússnesku togaranna leita þess vegna inn í Fuglafjörð í Færeyj- um, en þar er þeim leyft að varpa akkerum til viðgerða eða fiskflutn ings. Stóru móðurskip Rússa liggja úti á hafi-nu og eru ag tygja sig til heimferðar eftir hálfs árs úti- vist. Færeyska landhelgisgæzlan varpar öndinni léttar, þótt ekki Kekkonen varfærinn NTB—Washington 17. okt. — Kekkonen Finnlandsforseti sagði í ræðu í Þjóðlega blaða- mannaklúbbnum í Washingt- on í dag, að hann væri mjög glaður fyrir hönd Finna vegna þess, að Sovétríkin og Banda- ríkin hefðu fullan hug á að bæta sambúð Austurs og Vest- urs. Hann lét svo um mælt, að Finn- ar vildu, að Sovétríkin litu á þá sem friðsama nágranna. Og það mundi gera Finnum auðveldara að vinna með vestrænu ríkjunum. Við tókum upp hlutleysisstefnu til þess að öryggi okkar væri borgið, sagði hann. Ekkert vildi hann segja um, hvort Sovétríkin mundu hafa hug á að auka yfirráð sín og ná undir sig nýjum landsvæð- um og vildi heldur ekki ræða Þýzkalandsmálið. Hann lýsti því yfir, að Finnar vildu vera hlutlaus þjóð, sem litið gæti á málin frá báðum hliðum og átt þá kannski af þeim sökum léttara með að minnka bilið milli stórveldanna, sem eru oft ósammála. Leynileg- ur fundur NTB—París 17. okt. — Þrír aðalleiðtogarnir í alsírsku frelsishreyfingunni, FLN, voru í júnímánuði í fyrra í leynilegri heimsókn hjá de Gaulle og ræddu við hann möguleikana á vopnahléi. Upplýsingamálaráðherrann, Louis Joxe viðurkenndi í þing- ræðu í dag, að forsetinn hefði tekið á móti leiðtogunum þrem Elyseé-höllinni. Áður hefur geng ið orðrómur um, að slíkur fundur hafi átt sér stað, en það hefur ekki verið viðurkennt fyrr en nú. Leiðtogarnir þrír voru Si Alah, Si Mohammed og Si Lakdar. hafi komið til neinna fiskveiði- brota af hálfu rússnesku togar- 3 Arab- ar féllu NTB—Oran, 17. okt. — Um það bil 1000 Evrópumenn í Oran gerðu í dag árásir á búðir Múhameðstrúarmanna við aðafgötuna í miðbæ Oran. Þrír Arabar létu lífið og margir særðust í óeirðunum, sem stóðu í nokkrar klukku- stundir. Mótmælaaðgerðirnar hófust í morgun eftir að Evrópumaður, sem féll fyrir Ar'öbum í gær, hafði verið jarðsettur. Óeirðirnar héldu áfram síðdegis eftir hlé, sem gert var um hádegisbilið. Var barizt á götunum og margir Arab- ar særðust. Sumir þeirra leituðu hælis inni í ver'zlunum, þar til sjúkrabílar komu og sóttu þá. Eins og í réttunum Umferðadeildir lögreglunnar hafa átt annríkt þessa dagana. — Þegar blaðig talaði við umferða deild rannsóknarlögreglunnar um miðjan dag í gær, sagði lögreglu maður, að ástandið í skrifstofunm væri eins og í réttum, svo margir biðu eftir ag vera vfirheyrðir. Hraður norð- vestan loft- straumur Mjög hraður norðvestan loft- straumur tóð yfir landið í gær. Samkvæmt útreikningum veður- stofunnar á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun, var vindhraðinn 348 kílómetrar á klukkustund yfir’ Reykjanesskaga. liW.Cl XI . Staddir í Höfðaborg NTB—HöfSaborg 17. okt. Flóttamennirnir 262 frá eldfjallaeynni- Tristan da Cunha í Suður-Atlantshafi komu til HöfSaborgar í dag og voru fluttir yfir í breika skipiS Stirling Castel, sem á að flytja þá til Bretlands. íbúarnir, sem flýja urðu heimkynni sín um daginn, höfðu ekki með sér nema sára- litlar eignir, smádót í pappa- öskjum o. s. frv. Áður en þeir gengu frá borði hollenzka skips ins Tjiendane, sem flutti þá frá eynni til Höfðaborgar, gengu þeir fyrir skipstjórann og þökkuðu honum hjálpina. Stirling Castle er sérstaklega rel búið að vistum fyrir ferð- ina heim til Bretlands, einkum er um borð nóg af fiski og : kartöflum, sem eyjarskeggjar | eru hvað vanastir við að neyta. j S teknir fyrSr öSvyn við akstiir síðan / á fðstudaginra Lögreglan hefur tekið sex bíl- stjóra fyrir ölvun við akstur síðan á föstudag. Er það venju fremur mikið á svo skömmum tíma. Einn leynivínsali var tekinn um helg- ina og tveir um næst síðustu helgi. Klukkan rúmlega 7 í gær- kvöldi varð ölvaður maður fyrir slæmum áverka af skrautgaddi bifreiðar. Þrír menn voru á göngu niður Vitastíg. Er- þeir komu að Grettis- götu, bar þar að tvær bifreiðir. Eiríkur Smith ! V Aðsókn hefur verið góð á mál- ver'kasýningu Eiríks Sniith í Listamannaskálanum, og nokkrar myndir hafa þegar selzt. Sýning- in mun standa frarn yfir næstu helgi. Önnur var á leið upp Vitastíg- inn, en hin fór vestur Grettisgötu. Bifreiðarnar staðnæmdust við gatnamótin, en sú, sem var á leið vestur Grettisgötuna, fór af stað, þegar mennirnir voru í þann veg- inn að ganga þar yfir. Tveir þeirra stöðvuðu þá og ætluðu að hleypa bifreiðinni áfram, en sá þriðji gekk að bifreiðinni og þving aði ökumanninn til að nema stað- ar. Ekki lét maðurinn þar við sitja, heldbr steig upp á högghlíf bifreiðarinnar og hallaði sér fram á vélarlokið. Bifreiðarstjórinn ók þá snögg- lega af stað, en stöðvaði bílinn aftur snöggt, eftir að hafa fært sig nálega eina'bíllengd. Við rykk- inn gekk skrautgaddurinn aftur á milli fóta manninum. Sat hann þar fastur, þegar bifreiðin stað- næmdist, en losaði sig og sté nið- ur af högghlífinni og hörfaði upp á gangstéttina. Ökumaðurinn hélt þá sína leið. Maðurinn stóð eftir á gangstétt- inni og hélt höndum við nára, en félagar hans sáu, að þar vall blóð fram. Annar fór þá og sótti leigubíl niður á Laugaveg, en hinn slasaði kom gangandi til móts við hann. Síðan var ekið á læknavarðstofuna, en þaðan var maðurinn fluttur til aðgerðar á Hvítabandið. Tveir þeirra félaga voru ölvaðir og sá meira, sem slasaðist. Bifreiðarstjórinn gaf sig þegar fram, er hann heyrði, að lögregl- an væri að svipast um eftir hon- um. Hann hafði ekki gert sér grein fyrir, að slys hafði átt sér stað. Bíðu björgunar (Framhald af 1. síðu). hefur hann að mestu tekið við sem aðalsamgönguæð milli Húsa- víkur og Norður-ÞángLyjarsýslu. Hins vegar hafa ijúpnaskyttur tíð- um lagt leið sína upp á Reykja- heiði, og voru þeir félagar í slík- um leiðangri. Ekki munu þeir þó hafa drepið marga fugla. Þormóður. Aðalf undur Framsóknarfélags Reykjavíkur verður haldinn í Fram- sóknarhúsinu miðvikudaginn 18. þ. m. og hefst kl. 20,30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Aðalfundur Félags framsóknarkvenna í Reykjavík verSur haldinn í Félagsheimlli prentara a3 Hverfisgötu 21, fimmtu- daginn 19. þessa mánaðar klukkan 8,30 e.h.. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Félagskonur, fjölmennið. Stjórnin. Flokksstarfið úti á landi Rangæingar Héraðsmót Framsóknarmanna verður að Hvolsvelli n.k. lauoardagskvöld. Meðal dagskráratriða: Ræða, gaman- vísnasöngur, einsöngur og dans. Nánar aualýst sfðar. Framsóknarvist - Reflavík. F.U.F. i Keflavík heldur skemmtun í Ungmennafélagshúsinu í Kefla- vík föstudaginn 20. október — enn fremur 27. okt., 3. nóv. og 10 nóv. n.k — Allar samkomurnar hefjast ki. 8.30 s.d. Til skemtunar — Framsóknarvist og dans. — Góð verðlaun. — Heild- arverðlaun í lok spilakeppnlnnar. Fjölmennið á skemmtikvöld F.U.F.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.