Tíminn - 18.10.1961, Qupperneq 11

Tíminn - 18.10.1961, Qupperneq 11
r i MIN N, mfgyíkudaginn 18. október 1961 11 Hver er líklegust til a3 erfa titilinn ástargyðjan, nú þegar Brigitte Bardot hótar að draga sig í hlé? Við erum svo lánsöm að geta frætt ykkur á því, lesendur góðir. Og takið nú við fregninni. Nafn hennar er Claudia Cardinale. Hún er 22 ára, ítölsk. Og hún er fögur. Brig- itte hefur sjálf sagt, að þegar hún dragi sig í hlé, voni hún fastlega, að Claudia komi í hennar stað Þekktur brezkur blaðamaður segir: — Ég er viss um, að hún mun gera það. Og við skulum gefa honum orðið frekar. — Ég er viss um það, einkum af því, að brezkur kvikmynda- framleiðandi, sem ég þekki, stað- hæfði einfaldlega, að hún hefði enga möguleika til að verða stjarna. Það var fyrir tveimur árum, þegar Claudia kom hingað til að leika í myndinni „Upstair’s and Downstaiís". (Sami framleið- andi sagði það sama um Brigitte, þegar hún kom hingað fyrir séx árum til að leika með Dirk Bog- arde í „Doctor at Sea“). Veit, hvaS til þarf f dag er Claudia Cardinale eft- irsóttasta leikkonan á meginland- inu. Hún leikur í hverri mynd- inni af annarri. Andlit hennar skreytir forsíður ótal tímarita í hverri viku. , Hinn frægi ítalski skáldsagna- höfundur Alberto Moravia hefur átt viðtal við hana. Og þessari upphefð hefur hún náð, án þess að beita nokkrum þeim leiðin- legu bellibrögðum, sem svo marg- ar stjörnur hafa beitt í leit sinni að frægðinni. Engar strípalings- jnyndir, engin bjánaleg atvik sett á svið til að vekja eftirtekt. Til að komast í sviðsljósið nú á dögum, þarf meira heldur en æsandi vöxt og góðan tannlækni, og hún veit það. Svo að í stað þess reiðir hún sig á hæfileika sína, sem eru að koma æ betur í Ijós, og hina sérkennilegu mýkt sína og aðlögunarhæfileika, sem gera henni kleift að virðast eðli- leg í svo að segja hvaða hlutverki sem er. Auk þessa, samt sem áður, hef- ur hún vöxt, sem gæti komið hvaða manni sem er til að skera bezta vin sinn á háls (málið er: 37—23—37), og rödd hennar hefur sömu áhrif og ef volgu hunangi væri hellt niður bakið á manni. Þegar ég hitti hana í París dag einn, var hún í stórri, hvítri peysu, blá- og hvítröndóttum buxum, með hvíta tennisskó á fótunum. Um sítt, kastaníubrúnt hárið bar hún hvítt band. Með útstandandi eyru Hún var dásamleg á að líta. Ég skildi hinn franska gagnrýn- anda, þegar hann andvarpaði og sagði: — Hversu dásamlegt and- lit, hvílikur Ijómandi yndisþokki, hvílík framtíð. Þetta var þá C.C., arftaki B.B. Stúlkan, sem Lundúnabúar fá bráðum að sjá í litlu hlutverki í ítölsku verðlaunakvikmyndinni „Rocco and his brothers. Stúlk- an í frægðarstiganum — á leið upp. — Eg get ekki enn skilið, hvað hefur komið fyrir mig, sagði hún. Það er ekki eins og ég sé aðlaðandi. Ég hef m. a. s. allra undarlegasta andlit, og það er ekki langt síðan ég hætti að skammast mín fyrir það. Eyrun á mér eru útstandandi Fólk seg- ir, að þau sveiflist til í golumii. í fyrstu myndinni, sem ég lék í, varð að líma þau aftur. Ég var viss um, að ég kæmist aldrei langt með þessi eyru. Ég ætlaði jafnvel að gangast undir upp- skurð þess vegna. — Hefurðu aldrei heyrt um eyrun á Clark Gable, eða Bing Crosby? — Jú, og það uppörvaði mig. Nú stendur mér alveg á sama um þessi eyru. Mér er jafnvel sama, þó að þau roðni, þegar ég verð æst. — Er eitthvað fleira, sem angr- ar þig? — Ójá. T. d. ber ég höfuð ung- píu á líkama fullþroska konu Þú getur kannske ekki séð það, en ég hef mjög þroskaðan lík- ama. Ég hef samt ýmislegt gott við mig, og ég skammast mín ekki fyrir allt. Ég hef t. d. fallega fætur, eða svo segir amma mín. Hún segir, að til þess að fætur geti verið fallegir, þurfi að vera bil á milli þeirra á þrení stöðum, eitt á milli öklanna og kálfanna, annað á milli kálfanna og hnjánna og það þriðja á milli hnjánna og læranna. Og ég hef þau öll þrjú. — Segðu mér eitthvað fleira um þi£. — Ég er fædd í Túnis, á ítalsk- an föður og franska móður. Ég ætlaði aldrei að verða leikkona, ég ætlaði að verða kennari. Svo fór ég í keppnina um fegurstu itölsku stúlkuna í Túnis. Erfiðast að eignast vini — Verðlaunin voru ferð til Feneyja, og mig hefur alltaf langað til að sjá Feneyjar. Ég vann. Kvikmyndahátíðin var þá í. Feneyjum, og það var gert heil- mikið veður út af mér. Þeir buðu mér samninga, en ég neitaði. Ég fór aftur til Túnis, en eftir sex mánuði gafst ég upp. Nú langar mig mikið til þess að þetta heppnist allt vel. En mig langar ekki til að verða önn- ur Brigitte Bardot. Ég er Claudia Cardinale. Mig langar ekki í vin- sældir af því tagi, sem Brigitte hefur. — Þú meinar, að þú viljir hafa þitt einkalíf í friði? — Já, þó að ég eigi í rauninni lítið einkalíf núna. Ég er alltof önnum kafin. Ég þarf að leika í fjórum myndum á næstunni. Það er of mikið. — Færðu ekki mörg bréf frá aðdáendum? — Ég fæ mikið af skrýtnum bréfum, frá fólki í fangelsum, frá geðveikissjúklingum, frá brjáluðum þjóni á Ítalíu. — Hvað vill þessi brjálaði þjónn? — Hann vill mig, held ég. í rauninni staðhæfir hann, að hann eigi mig. Hann hefur aflað sér allra skjala til giftingar, hann lét jafnvel lýsa með okkur og sendi mér slæðu. Nú segir hann, að við séum hjón. — Xæja, ef eitthvað gengur erfiðlega fyrir þér, áttu þó alltaf veitingahús á Ítalíu. — Ég vona, að mér gangi aldi'ei svo illa. — Hvað mundirðu segja, að væri erfiðast við að vera eftir- sótt og ung leikkona? — Að eignast vini. Mér virðist næstum ómögulegt að eignast vini meðal annarra leikkvenna, einkum hinna eldri. Ég geri hvað ég get, en það tekst ekki. Það er einkennilegt. Ég skil það ekki. En þú? — Ójá, ég skil það fullkom- lega. am : ■ ■ l . c ri •'• ■'.■'•• •?:•'■'-& ...■• •;• •.•^S ; : ■ , >5». -- -/ í ;. > •/; i . ■ . . ■ '■ ' mm : ■ ,.... - ; Saknæmara að elska blökku- stúlku en að drepa hana Sænska skáldkonan Sara hún handtekin, ásamt blökku- Lidman, sem stjórnin í Suður- Afríku 1 lét handtaka og reka úr landi á þessu ári sökum of- náinnar umgengni hennar við blökkumenn, hefur skrifað bók um lífið í Suður-Afríku. Bókin kom út fyrir fáum dög- um. Þessi bók heitir Ég og sonur minn. í henni er lýst ofstækis- fullum ótta hvítu mannanna við blökkufólkið, og margir menn, bæði fylgjendur og andstæðingar kynþáttakúgun- arinnar, segja þar álit sitt. Það eru þó aðeins aukapersónur í bókinni, sem túlka viðhorf skáldkonunnar sjálfrar, en þau eru áður kunn af blaðagrein- um hennar. Þannig segir ein af auka- persónum bókarinnar: — Hvítur bóndi, sem drep- ur svartan mann, getur lent í fangelsi í eitt ár, en brot á sið- ferðislöggjöfinni hafa í för með sér fimm ára fangelsis- vist. Það er miklu áhættu- minna að drepa blökkustúlku en elska hana. Sara Lidman kom til Jó- hannesarborgar í júnímánuði í fyrra. í janúarmánuði var manninum Pétri Nhite, sökuð um að hafa brotið lög, er banna náin kynni svartra og hvítra manna. Hún hirti ekki um að verja sig þá, þar eð sérhverrar við- leitni af hennar hálfu í þá átt hefði verið hefnt á blökku- manninum. Eins og kunnugt er lögðu suður-afrísku stjórn- arvöldin málið til hliðar í marzmánuði. Sara Lidman fór þá til Tanganýiku, þar sem hún skrifaði bók sína.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.