Tíminn - 18.10.1961, Side 14
14
TÍMINN, miðvikudaginn 18. október 1961
að enginn vissi, hvað um
hann var orðið.
— Er þá Lózelle hér dular-
klæddur, eins og þið hinar
lyddurnar? spurði Godvin. Sé
svo, er ég reiðubúinn að mæta
honum, til að Ijúka við leik
þann, er hann skreið frá síð
ast.
— Það verðið þér að finna
út, hvort hann er hér, svar-
aði hinn.
— Það er ekkert undanfæri,
— við verðum að taka Rósa-
mundu á milli okkar og reyna
að ryðja okkur braut gegnum
flokk óvinanna, sagði Wulf.
Foringinn virtist geta sér
> bessa til, því á ný hvíslaði
hann i eyra fylgdarmanns
slns.
— Það er örvita æði, sagði
'túlkurinn, — fyrir ykkur, að
hugsa til þess að ryðja ykkur
braut gegnum hóp vorn. Ef
þið reynið það, skerum við á
hásinar hestanna og drepum
þá, og verður okkur þá létt
að yfirvinna ykkur, er þið
fallið með þeim. Gefizt því
upp, meðan tími er til. Þér
hljótið að sjá, að tveir menn
munu litlu fá áorkað gegn
svo mörgurn.
Rósamunda, er hafði hlust
að þögul á til þessa, mælti:
— Eg bið ykkur þess, frænd
ur mínir, að þið látið mig ekki
falla lifandi í hendur þessara
manna. Guð einn veit hvílík
forlög bíða mín þá. Deyðið
mig heldur, og reynið svo að
ryðja ykkur braut gegnum
mannhringinn.
Bræðurnir svöruðu engu,
heldur horfðu út á víkina, svo
litu þeir hvor á annan. God-
vin varð fyrri til máls, því að
hinn var of æstur til þess að
geta komið upp orði.
— Heyrðu, Rósamunda!
sagði hann lágt. — Þér er
aðeins einn vegur opinn, og
þó að hann sé hættulegur,
verður þú heldur að voga lífi
þínu, en falla í hendur þess-
ara manna. Grái hesturinn,
sem þú ríður, er sterkur og
þolinn; honum verður þú að
hleypa út á víkina; þótt hún
sé breið, getur skeð, að þú
hafir það lifandi, því að að-
fallið hjálpar þér heldur.
Rósamunda hlustaði á og
hneigði höfuðið samþykkj-
andi. — Af stað, Rósamunda!
Við skulum verja bátinn, svo
að þeir geti ekki elt þlg, sagði
Wulf.
Við þessi orð fylltust augu
hennar tárum, hún laut fram
á hestinum og sagði:
— Ó, hetjur, sem eruð reiðu
búnir til að láta lífið mín
vegna! Sé það guðs vilji. verð
ur það svo að vera. En því
lofa ég af heilum hug, að ef
þið fallið, skal enginn fá út-
rýmt mynd ykkar úr hjarta
mínu, og ef þið lifið .... hún
þagnaði og horfði á þá feimn
islega.
— Veittu okkur blessun
þína, og svo af stað undir
eins, sagði Godvin.
Hún gerði svo; knúði hest-
inn sporum út í vatnið. Hest
urinn sökk fyrst nokkuð
djúpt og hún losnaði við söð-
ulinn, en komst í hann aftur,
og stefndi svo hugrökk þvert
yfir víkina.
Undrunaróp kváðu við frá
konuræningjunum, því þessu
höfðu þeir sízt búizt við af
kvenmanni. Bræðurnir glödd-
ust ,er þeir sáu, hve knálega
hesturinn synti; þeir stigu
af baki og teymdu hestana
með sér örfá skref, þangað.
sem brúin var mjóst. Þeir
vörpuðu af sér skikkjunum og
vöfðu þeim um vinstri hand-
legginn til hlífðar, því að þeir
voru skjaldarlausir.
Eftir að foringi óvinanna
hafði talað nokkur orð við
túlkinn, sagði hann hátt:
— Drepum þá! og förum svo
í bátinn. Við verðum að ná
stúlkunni, áður en hún kemst
yfir um eða drukknar.
Þeir hikuðu eitt augnablik,
því að þeim fannst svipur
bræðranna, þar sem þeir
stóðu viðbúnir á brúnni, tala
glöggt um sár og dauða, en
svo sigu þeir af stað elns og
þungur straumur, eftir óslétt
um veginum, er var svo þröng
ur, að tveir hraustir og þrek-
miklir menn gátu um stund
varnað mörgum, því að vegna
sandbleytu og vatns var ekki
hægt að slá hring um þá. Það
varð því maður mót manni,
og stóðu bræðurnir fullt eins
vel að vígi. Bræðumir brugðu
hinum löngu sverðum sínum,
og féll strax maður út af
brúnni fyrir fyrsta höggi
Wulfs, og jafnsnemma gerði
Godvin mótstöðumanni sín-
um sömu skil. Þeir enduðu
svo báðir líf sitt í gruggugu
vatninu.
Bræðurnir ruddust nú þög-
ulir áfram, án þess að bíða
næsta áhlaups. Þetta kom ó-
vinunum mjög á óvart. Þeir
hopuðu því aftur á bak er
næstir stóðu, og hrintu þann
ig þeim, er bak við þá voru,
en bræðurnir létu höggin
dynja á þeim er þeir náðu til.
Sumum skrikuðu fætur og
féllu á steinbrúna, og í troðn
ingnum var þremur hrint út
af brúnni, tveir þeirra sukku,
en einn kom.st að landi miög
biakaður. Fyrirsátursmenn-
irnir afréðu nú að láta und-
an síga, bangað sem betra
væri aðstöðu. Þó vildu sumir
ekki hætta áhlaupinu, en
ruddust fram og hjuggu á
báðar hendur. en vegna and-
litsblæjanna; er þeir höfðu
sett á hjálma sina, en flækt-
ust nú fyrir augum, börðust
beir meira og minria-ktilindni,.
erí hin löngu sverð bræðr-
anna hittu hvað eftir annað
hjálma þeirra og herklæði,
bangað til þeir féllu niður,
bögulir og hreyfingarlausir.
— Við verðum að láta und
an síga, sagði Godvin loks. —
Hér er vegurinn breiðari og
hægara að komast að baki
okkar.
Þeir véku til baka hægt og
hægt, en höfðu alltaf augun
á óvinum sínum.
— Þá erum við hingað
komnir, sagði Godvin og
brosti ofurlítið. — En ertu
nokkuð særður. bróðir minn?
— Nei, svaraði Wulf. — En
brostu ekki, fyrr en bardaginn
er á enda, þvi að margir eru
eftir enn, sem brátt munu ráð
ast á okkur enn ákafar en
fyrr, en guði sé lof fyrir að
þeir hafa hvorki spjót né boga
að vopni. Hann sneri sér vlð
og renndi augunum yfir vík
ina. Langt frá landi sá hann
gráa hestinn synda sterklega
með byrði ’ sína. Vegna
straumsins gat hann ekki
synt beint yfir um, og sá Rósa
munda því hverju fram fór,
og veifaði til þeirra silkislæðu
er hún hafði á höfði sér.
Þó að foringi óvinanna
hvetti menn sína til atlögu,
héldu beir sig í hæfilegri fjar
lægð frá sverðum bræðranna,
og í staff bess að gera áhlaup,
svipúðust þeir um eftir stein
um til að grýta þá með, en
bar var ekki um annað að
ræða en ^tórgrýti, sem ekki
varð við ráðið.
Maður sá í óvinaliðinu, sem
kaliaður var ,.herra“, talaði
enn á ný við túlk sinn, og
hlupu þá sumir þeirra inn í
runnana og komu þaðan með
árarnar úr bátnum. — Hvað
eigum við að taka til bragðs,
bróðir? sagði Godvin. — Nú
ætla þeir að gera útaf við okk
ur með árunum.
— Það vil ég ekki, sagði
Wulf, — en það skiptir
minnstu hvað um okkur verð
ur, ef Rósamunda frelsast
bæði frá bárunum og ræningj
unum, en héðan af mundu
brír varia ná henni, bví þeg-
ar við erum frá, eiga beir eft
ir a.ð leysa bátinn og koma
sér fyrir í honum.
Meðan Wulf var að tala, rak
Godvin upp óp, rétti upp
herídurnar og hneig áfram á
kné sín. Einn óvinanna. er
beir hugðu dauðan, var kom
inn á fætur og hélt alblóðugu
sverði í hendinni. Wulf særði
hann síðan banasári eftir
skamma vörn. Godvin var
særður á höfðinu og rann
blóðið í augu hans og blind-
aði hann. — Frelsaðu sjálfan
þig, Wulf. Það er úti um mig!
stundi hann upp.
— Nei, sem betur fer er það
ekki, því að bá gætir þú ekki
talað, svaraði Wulf og tók yf
ir um hann og kyssti á enni
hans. Síðan greip hann bróð
ur sinn og bar hann eins og
bar í fanginu, þangað. sem
hestarnir stóðu, og lyfti hon
um á bak.
— Þú verður að halda þér
föstum eftir megni í faxið og
hnakkinn, sagði hann. —
Máske mér takist enn að
frelsa þig.
Wulf hljóp á bak reiðskjóta
sínum og vafði taumnum af
hesti Godvins um handlegg
sér.
Ræningjarnir sáu nú hvar
hestar tveir komu á harða
stökki utan brúna. Á öðrum
H. RIDER HAGGARD
BRÆÐURNIR
SAGA FRÁ KROSSFERÐATÍMUNUM
41
þeirra sat ungur maður, ljós
hærður, með höfugið alblóð-
ugt og hélt sér davftahaldi í
fax' reiðskjótans, en á hinum
sat Wulf hermannlegur á að
líta. Augu hans tindruðu og
andlit hans var brungið reiði.
Hann sveiflaði blóðugu sverð
inu og hrópaði nú hárri röddu
í annað sinn þennan dag her
ópið gamla: „Mætið d’Arcy!
Mætið dauðanum!“
Óvinirnir ruddust nú á
móti beim með ópi og eggjan
og höfðu árarnar fyrir sér.
Wulf knúði hestana sporum
og þar sem þe'ir voru vanir
burtreiðum, ruddu þeir sér
áfram og sópuðu árunum frá
sér sem grasstráum. Nú blik
uðu mörg sverð á lofti ,og
Wulf fann að hann særðist,
en vissi óglöggt hvar, hann
brá líka sverði sínu og sá er
fyrir því varð. féll, en það var
ekki tími til meira.
Hestarnir þutu áfram og
Godvin hékk enn á baki. Grái
h.esti”-i^v vnr líha r*tt kom
ÖTVARPID
Miovikudagur 18. október
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
12.55 ,,Við vinnuna" tónleikar.
15,00 Miðdegisútvarp
18.30 Þingfréttir. — Tónleikair.
18.50 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir„
19.30 Fréttir.
20.00 Tónleikar: Strengjakvartett f
Bdúr (Stóra fúgan) op. 133
eftir Beethoven (Köckert-kvart
ettinn leikur).
20.20 Frá liðnu sumri: Gesfur Þor-
grísnsson rabbar við listafólk,
sem brá sér í ýmiss konar
sumarvinnu.
20.50 Óperumúsík eftir Verdi:
a) Hljómsveitin Philharmonia
leikur forleik að „Aidu“ og
„Meynni frá Orleans"; Tull
io Sarafin stjórnar.
b) Hilde Giiden og Carlo Ber-
gonzi syngja aríur.
21.20 Tækni og vísindi; XH. þáttur:
Kjarnorkuvopn (Páll Theodórs
son eðlisfræðingur).
21.40 íslenzk tónlist:
a) Fjögur lög eftir Árna
Bjömsson við ljóð eftir
Kristján frá Djúpalæk —
(Þjóðleikhúskórinn syngur;
dr. Victor Urbancic stj.).
b) Prelúdía, sálmur og fúga í
d-moli eftir Jón Þórarins-
son (Dr. Páll ísól'fsson leik
ur á orgel).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „í mánaskímu"
eftir Stefan Zweig í þýðingu
Þórarins Guðnasonar, fyrri
hluti (Eyvindur Erlendsson).
22.30 Á iéttum strengjum: Ambrose
og hljómsveit hans leika haust
lög eftir Peter de Rose.
23.00 Dagskrárlok.
firík.ur
VÍÐFÖRLI
Úlfurinn og
Fálkinn
74
— Hvers vegna trúir þú ekki
sögunni? spurði Eiríkur rólega. —
Eg sagði þér, að við værum frá
Bersa. Eg heiti Helgi og þessi
Gjörður. — Hvers vegna hef ég
ekki verið látinn vita neitt fyrr'?
hrópaði Geitfingur. — En, við höf-
um verið að senda boð í margar
vikur, — hafa þau ekki borizt?
spurði Eiríkur sakleysislega. —
Kannske hafa bófarnir verið þar
að verki, þeir eru alls staðar í
skóginum. Það er sagt, að sonur
Eiríks víðförla sé foringi heils
hers og . . . . — Hvað? Lifir hann
enn? öskraði Geitfingur. Svo skip-
aði hann, að allur herinn skyldi
vígbúast, hann ætlaði sjálfur að
stjórna honum gegn óvinunum og
koma á lögum og reglu á ný.
Sveinn og Eiríkur glödduU yfir
því, hve ráðagerð þeirra hafði
heppnazt vel.