Tíminn - 04.11.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.11.1961, Blaðsíða 16
282. blað Laugardaginn 4. nóvember 1961 Sprengdur draugur Eftir margar tilraunlr hefur Krústjoff loksins á nýafstöSnu flokksþingi, tekizt að sprengja hlnn látna fyrirrennara sínn í atómtætlur. (Bo Bojesen teikn aðl). Snjóblásararnir eyðilðgðus! í brunanum í Meistaravík Talað vit$ Ástvald Eiríksson ,sem var staddur í nánd viS (lugvöllinn, þegar geymsluhúsin brunnu eldinn, en það var þýðingarlaust. Þetta var timburhús, timburstoðir og timburklæðning á veggjum, en bárujárnsþak. — Hvenær var húsið full- 1 brunnið? — Það var um fimm-sex leytið, þrem til fjórum tímum eftir að eldsins varð vart. Engu varð bjargað — Engu bjargað? — Nei. Þeir hringdu til náma- þorpsins og báðu um hjálp þaðan. Bíll með iitla dælu var sendur niður eftir, en hann gerði ekkert gagn. — Þeir hafa náð til vatns? — Já, þeir hafa borholu þarna. Varla hægt að starfrækja flugvöllinn — Verður hægt að starfrækja flugvöllinn í vetur? — Það er vafamál. Nú hafa þeir I bara ýtur og veghefla. Þessi tæki 1 hlaða snjónum upp með brautun- í um, svo það er hætt við, að flug- I völlurinn lokist. Þeir voru með I tvo snjóblásara, sem fóru í eldin- ÁSTVALDUR EIRÍKSSON Aðfaranótt 19. fyrra mán- aðar kom upp eldur í rafstöðv- ar- og geymsluhúsi í flughöfn inni í Meistaravík. Húsin voru alelda, þegar flugvallarstarfs- menn urðu brunans varir. Engu varð bjargað úr eldin- um. Flugvallarstarfsmenn fengu ekki við hann ráðið, og brunnu húsin til kaldra kola þá nótt. Ástvaldur Eiríksson, slökkviliðs- maður á Keflavíkurflugvelli, var staddur i námaþorpinu skammt frá Meistaravík, þegar bruninn varð á flugvellinum. Hann sendi Tímanum fréttaskeyti um eldsvoð- ann. Ástvaldur er nú kominn til Reykjavíkur. Við hittum hann heima á Lokastíg 25 í gær og ræddum við hann um þennan at- burð. Hindraði brottför Ástvaldur flaug til Meistara- vikur 14. október til að sækja flug vél, sem námafélagið hefur leigt hjá þýzku fyrirtæki. Vélin er af Dorniergerö, en námafélagið hafði tvær slíkar vélar í notkun. Félagið hafði ábyrgzt flutning vélarinnar til Reykjavíkur. Ásmundur átti að leggja af stað við fyrsta tækifæri, en veðráttan hindraði för hans og tafðist hann til 1. nóvember. 200 fermetra bygging — Hvenær urðu þeir varir við brunann, Ástvaldur? — Klukkan tvö um nóttina. Þá voru húsin aletda, verkstæði, bíla- geymsla og rafstöð. Þetta var ein stór bygging, nær 200 fermetrar. — Hvar bjuggu starfsmenn- irnir? — Þeir búa í öðru húsi, 15,—20 menn. — Er vitað um eldsupptök? — Nei, um það er ekkert vitað. — Engar getgátur? — Eg heyrði ekkert slíkt. Slökkvidælur dugðu ekki — Hvað aðhöfðust starfsmenn- irnir? — Þeir notuðu slökkvidælur á um, auk þess þrír bílar, tvær dísil rafstöðvar og verkfæri. Tjónið er metið hátt á aðra milljón danskra króna. — Hvar fá þeir rafmagn nú? — Þeir hafa lítinn rafal og knýja hann með volkswagenmótor. Það er náttúrlega ófullnægjandi. — Þannig verður þetta í vetur? — Þarna verður ekkert byggt fyrr en næsta sumar, þegar skip komast til Meistaravíkur. Og stór verkfæii eins og snjóblásara flytja þeir ekki i flugvélum. (Framhald á 15 slðu > U Thant var útnefndur framkvæmdastjóri í gær Velur sjálfur aðstoðarmenn NTB—New York 3. nóv. — Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna útnefndi U Thant frá Burma bráðabirgðafram- Lentu á tindi Mont Blanc Þrír menn stukku nýlega úr fallhlíf fyrir ofan tindinn á Mont Blanc, hæsta fjalli í Evrópu. Einn þeirra sést hér á leiðinni niður. Hann lentl á blátoppinum. kvæmdastjóra samtakanna í dag. Skal hann gegna stöðunni þar til í apríl 1963. Ákvörðun öryggisráðsins um út- nefningu Thant verður nú vísað til allsherjarþingsins til formlegr- ar viðurkenningar. Ákvörðunin var tekin á 40 mínútna löngum, lok- uðum fundi í öryggisráðinu í dag. Tillagan uin að útnefna hann kom frá þrem ríkjum, Ceylon, Líberíu og Sameinaða arabiska lýðveldinu. Útnefnir aðstoðarmennina sjálfur Forseti öryggisráðsins fyrir nóv- embermánuð, Valerian Zorin, að- 2 sprungu í fyrradag NTB—Washington 2. nóv. Bandaríska kjarnorkunefndin tilkynnti í dag, að Rússar hefðu sprengt samtals 30 sprengjur síðan 1. sept. s. I., er þeir hófu tilraunir að nýju, þar af hefðu þeir sprengt tvær , í morgun. Þær voru sprengdar í grennd j við Novaja Semlja og voru báðar af millistærð, þ. e. ekki meira en ] 500.000 lestir af TNT-sprengiefni. i Krústjoff sagði nýlega í ræðu, að tilraununum lylci með 50 mega-; tonna sprengjunni fyrir október- lok, en síðan 30. okt. hafa þeir sprengt 4 sprengjur. — Sendiherra Sovétríkjanna í Tyrklandi, sem kom í kvöld til Istanbul frá Moskvu, sagði, að sprengjan 30. okt. s. 1. hefði verið 57 megatonn að styrkleika. alfulltrúi Sovétríkjanna hjá S.Þ., stjórnaði umræðufundinum í dag. Hann hafði einnig mikilvægu hlutverki að gegna í þeim undir- búningsviðræðum, sem fram fóoi,* áður en ráðið kom saman. Eins og fyrr segir er U Thant ætlað að gegna aðalframkvæmdastjórastarf- inu fram í apríl 1963, en þá lýkur kjörtímabiii Dags Hammarskjölds. Búizt er við því, að eftir að alls herjarþingið liefur veitt honum viðurkenningu sína muni hann birta opinbera yfirlýsingu, þar sem hann skuldbindi sig til að vinna í anda hins gagnkvæma^ skilnings. Það varð að lokum úr, að hann á sjálfur að útnefna og velja sér ráðgjafa eða aðstoðar- framkvæmdastjóra, sem hafa eiga nána samvinnu við hann. Sem framkvæmdastjóri S.Þ. mun U Thant fá 68.000 dollara árs laun, en auk þess íbúð efst í bygg- ingu S.Þ., íbúð við Park Avenue og sinn eigin lífvörð. Vetraráætlun Loftleiða Sumaráætlun Loftleiða, sem hófst 1. apríl s. 1., er nú að verða lokið og hófst vetraráætlunin 1961/62 s. 1. miðvikudag, 1. nóv. en ferðum verður haldið uppi samkvæmt henni þangað til 31. marz 1962. Með nýju vetraráælluninni fækk ar ferðunum úr 8 vikulegum niður í 7, fram og aftur milli Ameríku og Evrópu. Flognar verða fjórar ferðir i viku milli íslands og Noregs, þrjár til og frá Danmörku, tvær til og frá Stóra-Bretlandi, Svíþjóð, Þýzka landi og Lúxemborg, vikulegar ferðir til og frá Hollandi og Finn- landi, en viðkomustaðir verða hin- ir sömu og fyrr, Glasgow, Osló, Gautaborg, Kaupmannahöfn, Amst Framhald a 15 síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.