Tíminn - 10.11.1961, Blaðsíða 3
T f MIN N, föstudaginn 10. nóvember 1961.
3
Finnar mæta ekki
NTB—Helsingfors og
Stokkhólmi, 9. nóv.
Finnar geta ekki tekið þátt
í norræna forsætisráðherra-
fundinum í Hangö um helgina,
eins og fyrirhugað hafði verið,
vegna orðsendingar Sovét-
stjórnarinnar samkvæmt ó-
staðfestum fregnum, sem bor-
izt hafa ti! Stokkhólms.
Á fundinum verður rætt um
samstarf Norðurlanda, en þær við
ræður fara fram í Hangö í Finn-
landi á laugardag og sunnudag.
Hið eina, sem Finnar geta gert er
að samræma ýmsar ákvarðanir um
norrænt samstarf í skýrslu sam-
Ekki öll jafn hittin
Akureyri, 9. nóv.
Hér snjóaði dálítið í nótt en blot
aði síðan, og er upplagt snjókasts-
veður. Börnin voru ekki lengi að
finna inn á það, og hamast nú í
snjókasti, svo hvinurinn af kúlun-
um heyrist um allan bæ. Sum
skjóta í mark og önnur hvert á
annað, en alltaf getur komið slys,
og einhver góðborgarinn verði fyr-
ir kúlunni í stað stuttfætts félaga.
— ED.
kvæmt frétt í sænska útvarpinu í
gærkvöldi.
Bíða átekta
Stjórnmálafréttaritarar í Stokk-
hólmi telja í dag, að þessar fr'étt-
ir þýði það, að finnska stjórnin
ætli að bíða átekta um markaðs-
málin, unz fulltrúar Finna og
Rússa hafa leitt saman hesta sína
út af orðsendingunni. Ætlunin var
að lagður yrði grundvöllur að við-
ræðum við stjórn markaðsbanda-
lagsins á fundi ráðherranna.
Undirbúa Norðurlandaráðs-
fund
Tilgangur ráðherrafundarins er
m. a. sá, að undirbúa Norðurlanda
ráðsfund, sem halda á í febrúar
n. k. Mikilvægustu málin, sem
rædd verða á fundinum, eru stjórn
mál og efnahagsmál, en auk þess
verður þar rætt um almenna, nor-
ræna samvinnu. Sennilegt þykir
einnig, að drepið verði á orðsend-
inguna til Finna, en það mál er
ekki á dagskránni, og verður því
rætt óformlega. Formannaráð-
stefna Norðurlandaráðs verður
einnig haldin í Helsingfors um
svipað leyti, og eru fulltrúar ís-
lands, Gísli Jónsson alþm., og Frið
jón Sigurðsson skrifstofustjóri A1
þingis þegar farnir utan.
Forsætisráðherrarnir koma til
Helsingfors á morgun eða seint
annað kvöld, en fara til Hangö á
laugardagsmorguninn.
Elízabet
í Accra
NT|B—Accra, 9. nóv.
Elízabet Englandsdrottning
og eiginmaður hennar, hertog-
inn af Edinborg, komu til
Accra síðdegis í dag.
Þar með hefst heimsókn hennar
til Ghana, eins og fyrirhugað hafði
verið. Á flugvellinum tók Nkrum-
ah, forseti Ghana, á móti kónga-
fólkinu ásamt konu sinni og
tveimur börnum. Þegar drottning-
in birtist í dyrum flugvélarinnar
var hleypt af 21 skoti henni til
heiðurs.
Eftir að börn Nkrumah höfðu
afhent drottningu blómvönd voru
drottningin og maður hennar
kynnt fyrir ráðherrum úr ríkis-
stjórn Ghana, foringja Stjórnar-
flokksins og öðrum háttsettum
stjórnmálamönnum í Ghana.
90 fórust
NTB—Richmond, (Virginía),
9. nóv.
Um 90 manns fórust í tveim
ur flugslysum í Bandaríkjun-
um í gærkvöldi, er Constell-
ation-flugvél fórst og með
henni 81 af farþegum og
áhöfn, en 2 af áhöfninni eru á
lífi. Enn fremur fórst sprengju
flugvél með 11 manna áhöfn.
Slysið varð nálægt Richmond í
Virginíu, og voru þeir, sem fór-
ust, flestir úr hernum. Aðstand-
endur hinna látnu hafa nú ásakað
hernaðaryfirvöldin fyrir að flytja
hermennina í venjulegri farþega-
vél og tilkynna þeim ekki um slys
ið fyrr en sjónvarp og útvarp
höfðu skýrt frá því. Landvarna-
ráðuneytið í Washington segir, að
það hafi verið gert til að róa að-
standendur hermanna, sem voru á
flugi í tveim öðrum vélum á sama
tíma, en lentu heilu og höldnu í
gærkvöldi.
Flak sprengjuflugvélarinnar hef-
ur sézt á reki um 300 mílur undan
strönd Norfolk, Virginía, en talið
er, að allir hafi farizt.
70 stúlkur
á einum staö
Akureyri, 9. nóv.
Verksmiðjur samvinnufélaganna
hér, svo sem Hekla og Gefjun,
verða að leggja nótt við dag og
helgar við virka daga, en hafa
samt ekki undan eftirspurn. Skap-
azt af því mikil atvinna. Einnig er
góð atvinna í niðursuðuverksmiðju
Kristjáns Jónssonar & Co.; þar
vinna nú 70 stúlkur og verður svo
fram til jóla, a. m. k. Það er síld,
sem þær sjóða niður núna. ED
Afli Ólafsvíkur
báta
Ólafsvík, 9. nóv.
í da&jvar vitað um afla þrig„._,
síldarbata, sem stunda síldveiðar
fr'á Ólafsvík. Steinunn hafði feng-
ið 7—800 ál, Halldór Jónsson 6—
700 mál og Valafellið 400 mál. —
Þessir bátar munu leggja aflann
upp í Reykjavík í kvöld. — Fimm
bátar stunda nú síldveiðar héðan.
— AS.
Skildu sem bræður
NTB—Brussel, 9. nóv.
Utanríkisráðherrar ríkjanna
sex í Sameiginlega markaðs-
bandalaginu og aðstoðarutan-
ríkisráðherra Breta, Edward
Heath, hafa komið sér saman
um dagskrá samningaviðræð-
anna við Breta um aðild
þeirra að bandalaginu.
Fyrsta ráðherrafundinum var
slitið í dag eftir eins og hálfs dags
viðræður sem talsmaður ráðherra-
ráðsins taldi bæði uppbyggilegar
og örvandi. Ráðherrarnir sjö koma
saman til nýrra funda 8. og 9. des-
ember. Sérfræðingar landanna
halda með sér fund 22. nóv.
Núverandi fundarstjóri ráðherra
fundarins, vestur-þýzki ríkisritar-
inn Alfrcd Miilier-Armack sagði á
1 blaðamannafundi eftir að ráðherra-
I fundinum hafði verið slitið í dag,
' að andrúmsloftið á viðræðufund-
unum í gær og fyrradag hefði ver-
ið ágætt. „Við erum sáttfúsir og
munum reyna að halda áfram
starfi okkar óslitið, unz við höfum
fundið heppilega lausn,“ sagði
hann.
Viðræour markaðsbandalagsins
við Dani hefjast 30. nóvember.
ÆtluSu til Öskju
Akureyri, 9. nóv.
Hópur Menntaskólanema frá Ak-
ureyri lagði í dag af stað til Öskju.
En hópurinn sneri við vegna þess,
að komin var hríð og veðurútlit
skuggalegt. Þeir munu þó hyggja
á aðra ferð, ef veður kynni að
skána. — ED.
Iðnþingi
er lokið
23. Iðnþingi íslendinga lauk
á laugardaginn, tók það til
meðferðar fjölda mála og
voru gerðar samþykktir í
þeim.
Á Iðnþinginu flutti Már Elías-
son, hagfræðingur, fróðlegt er-
indi um markaðsmál og þróun
efnahagsbandalaga.
Iðnþinigsfulltrúar heimsóttu Jó-
hann Hafstein iðnaðarmálaráð-
herra í ráðherrabústaðinn, komu
í Iðnaðarmálastofnunina í boði
framkvæmdastjóra hennar Sveins
Björnssonar og sáu mynd um
vinnuhagræðingu. Einnig var iðn-
þingsfulltrúum boðið til Bygging-
arþjónustunnar
Úr stjórn . Landssambands iðn-
aðarmanna áttu að ganga Vigfús
Sigurðsson húsasimiðam. og Gunn
ar Björnsson bafreiðasmíðam., en
þeir voru báðir endurkjörnir.
Stjórnina skipa nú auk þeirra:
Guðmundur Halldórsson, forseti,
Tómas Vigfússon og Jón E Ágústs
son.
í lok iðnþingsíns var samþykkt
að sæma þá Bjarna Kjartansson.
trésmið, Reykjavík og Ögmund
agnússon, söðlasmið. Sauðár-
króki, heiðursmerki iðnaðarmanna
úr silfri.
Neitaði Molotov
að fara heim?
Sterkar líkur eru taldar til
þess, að Molotov hafi átt að
fljúga heim til Moskvu sfðast
liðinn laugardag, en neitað að
fara. Blaðamenn f Vínarborg
hafa fylgzt með ferðum hans
að undanförnu. Enn fremur er
hann vaktaður af rússneskum
öryggislögreglumönnum.
Menn velta því nú mjög fyrir
sér í Vín, hvort Molotov hafi neit-
að Kreml um að snúa heim og
hver verða muni endir þessa máls,
ef rétt reynist.
Úr rúminu í sendiráðið
Molotov hefur síðan flokksþing
ið tók að gagnrýna hann á dögun-
um, haldið kyrru fyrir í íbúð sinni
í Wohllebengasse. Á laugardags-
morgun höfðu blaðamenn í Vínar
borg fengið pata af því, að Molo-
tov ætti að fljúga heim með flug-
vél frá rússneska flugfélaginu
Aeroflot, sem átti að leggja af stað
frá Schweehat-flugvellinum í Vín
klukkan 9.10. — Á mínútunni nlu
kom Molotov út úr íbúð sinni og
steig upp í bíl, sem beið hans. Ó-
venjulegt er að heimsækja sendi-
ráð svo snemma morguns, nema
eitthvað sérstakt sé á seyði. En
Molotov ók ekki út á flugvöll,
heldur beint í rússneska sendiráð-
ið.
Klukkutími, — kortér
Meðan Molotov var á leiðinni í
sendiráðið tilkynnti flugfélagið á
vellinum, að brottför flugvélarinn-
ar hefði verið frestað um eina
klukkustund vegna slæmra veður-
skilyrða í Kiev, en þar skyldi lent.
Molotov dvaldist ekki nema stutta
stund innan veggja sendiráðsins,
og þegar hann kom út tilkynnti
flugfélagið enn á vellinum, að
brottförinni yrði ekki frestað nema
Fer til Moskvu
NTB—Helsingfors, 8. nóv.
Athi Karjalainen, utanríkis-
ráðherra Finnlands, fer til
Moskvu á föstudaginn, til að
ræða orðsendinguna við Grom
yko á laugardag.
Þeir munu ræða orðsendinguna,
sem finnsku stjórninni var afhent
30. okt. s.l. Karjalainen mun hafa
nokkra háttsetta embættismenn í
fylgdarliði sínu, svo og túlk, en
þeir verða allir úr utanríkisráðu-
neytinu. Aðalmálgagn sósíaldemó-
krata, Suomen Sosialdemokraatti,
kveðst í dag vera ánægt með að-
gerðir finnsku stjórnarinnar í til-
efni af orðsendingunni. Ef Sovét-
stjórnin feilst á sjónarmið Finna,
er öllu borgið. Blaðið telur, að til-
gangur finnsku stjórnarinnar sé að
afla uppivsinga og þekkingar á
þeim nðstæðum. sem fyrir liendi
voru, þegar orðsendingin barst.
Stjórn Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur mótmælir harðlega
kjarnorkusprengingum Sovétríkj-
anna að undanförnu og þá sérstak
lega hinum tveimur risastóru
sprengjum sem valda stórkostlegri
geislunarhættu um allan heim.
(Frá Verzlunarm.félagi Rvíkur).
um 25% frá því, sem fyrst var á-
kveðið. Neitaði gamli maðurinn, -
eða batnaði veðrið?
Hvað gerist?
Fulltrúi austurrísku lögreglunn-
ar hefur nú lýst yfir því, að Aust
urríkismenn séu uggandi vegna
þess, að þeir telji, að Rússar hygg-
ist flytja Molotov á brott með
valdi. Öllum austurrískum landa-
mæra- og lögregluvörðum hefur
verið skipað að vera vel á verði,
ef þess sjáist merki, að ætlunin
sé að flytja hann úr landi. Austur
ríska lögreglan setti nú um helg-
ina fjóra lögregluverði við húsið,
sem Molotov býr í. Mál þessa
kunna stjórnmálamanns er sveipað
hrollvekjandi dul, og er þess víða
beðið, hverju fram vindur.
Er rauði liturinn
eðlilegur?
Pétur Hoffmann Salómonsson
leit hér inn á ritstjórnarskrifstof-
urnar í gær, eins og hann á vanda
til, en að þessu sinni var honum
rauða málningin efst í huga. —
Kvaðst hann hafa fulla skýringu á
þessu fyrirbæri, og byggði hana
á langri og reynsluríkri ævi sinni.
Hann kvað það alvanalegt, að regn
af húsaþökum rauðlitaðist í rign-
ingum eftir fyrstu frost á haust-
in, og jafnvel fram undir vor. Bað
hann okkur að skila því til lands-
manna, að þeir skyldu ekki • ótt-
ast, þótt málning veðraðist og eydd
ist á þessu ári fremur en öðrum,
það væru fremur undur, ef hún
gerði það ekki nú eins og vana-
lega.
Væri fróðlegt að fá upplýsingar
um, hvort fleiri hafa tekið eftir
því á undanförnum árum, að þak-
málning rynni eftir fyrstu frost á
haustin.
Átök í
Argentínu
NTB—Buenos Aires, 9. nóv.
í gærkvöldi urðu hörS átök
milli lögreglu og sykurekru-
verkamanna i bænum Tucu-
man í norðvesturhluta Argen-
tínu.
Lögreglan beitti ekki skotvopn-
um, en varð að varpa þúsund tára-
gassprengjum til að kveða niður
óeirðirnar. Enginn slasaðist alvar-
lega, en nokkrir voru fluttir á
sjúkrahús með smáskrámur. Marg-
ir hafa verið handteknir. Síðar
réðist lögreglan inn í aðalbæki-
stöðvar Sambands sykurekruverka-
manna, og var skotum beint að
lögreglumönnum úr mörgum glugg
um byggingarinnar. — Hið al-
menna verkfall stendur enn, en
það hófst fyrir fjórum dögum.
Verksmiðjur starfa ekki, og við
höfnina er dauflegt um að litast.
Vinnustöðvunin við járnbrautirn-
ar hefur nú staðið í 10 daga og er
algjör.