Tíminn - 10.11.1961, Blaðsíða 11
11
Nýlega voru hér á síðunni
myndir og upplýsingar um
bfla fyrir verSandi kaupend-
ur. Og þar sem bílabraskiS
er í fullum gangi á ölium
tímum, hefur væntanlega
enginn á móti því aS fá
nokkrar ráSleggingar í sam-
bandi viS sölu bíla. Þær eru
ef til vill ekki óbrigSular, en
þær geta áreiSanlega komiS
aS einhverju gagni.
Ef til vill tignarðu bílinn þinn,
meðhöndlar hann eins og dýr-
mœtan og brothættan postulíns-
hlut, smertir hann með sömu
ástúð og viðkvæmni eins og þú
mundir snerta nýfætt barn, og
áhyggjur þínar út af velferð
hans eru takmarkalausar. En
einhvern daginn verður hann að
vfkja fyrir öðrum nýrri og glæsi-
legri farkosti. Þú segir skilið við
hann, annað hvort með svolitilli .
eftirsjá eða þú skerð miskunnar-
laust á öll bönd ykkar á milli
eins og kaldrifjaður elskhugi
svíkur ástmey sána.
Og þú skiptir um hlutverk frá
því að vera stoltur eigandi til
þess að vera sálarlaus seljandi,
sem hugsar ekki um annað en
að fá eins hátt verð fyrir grip-
inn eins og mögulegt er.
Sumarið er liðið og ef til vill
veltirðu fyrir þér, hvort þú
munir fá sanngjarnt verð fyx’ir
bílinn þinn núna eða hvort þú
ættir ef til vill að draga söluna
til vorsins í von um að markað-
urinn verði betri þá.
Hann kaupir ekki köttinn
í sekknum
Og þú veltir eflaust fyrir þér
mörgu öðru í þessu sambandi.
Hversu hátt verð skaltu setja
upp? Hvernig áttu að selja bíl-
inn, annast söluna milliliðalaust
eða fá einhvern til þess fyrir
þig? Eru einhverjar lagalegar
hindranir á sölunni, sem forðast
þarf? Og það, sem ef til vill er
mikilvægast, hvað mun væntan-
legur kaupandi vilja vita um
tæknilega hlið málsins?
Það er fleira, sem gera þarf
heldur en þvo bílinn hátt og
lágt og hressa upp á útlitið, þeg-
ar selja á. Skynsamur kaupandi
vill vera viss um, að hann kaupi
ekki köttinn í sekkmím. Og það
er vissara fyrir þig að hafa lögin
þín megin, ef einhver vafaatriði
eru.
Hvenær selja skal
Ef við gerum ráð fyrir, að
bíllinn hafi verið nýr, þegar þú
keyptir hann, verður þú fyrst að
ákveða, bversu langur tími má
líða áður en þú selur hann.
Tæknilegt ástand bílsins kemur
þá fyrst til greina. Þessa stund-
ina getur allt verið i fullkomnu
lagi, en þú verður að gera ráð
fyrir, að bráðlega þurfi að skipta
um vél eða einhverja hluta. Á
þessu stigi málsins er kominn
tími til að selja. Því að ef þú
þarft að kosta til meiriháttar við-
gerðar, munu útgjöldin við það
að öllum líkindum verða það
Hvernig sel ja skal bíl
mikil, að þegar þú svo selur bíl-
inn síðar, hefur þú tapað á
honum.
Nauðsynieg þekking
Skynsamlegt getur talizt að
skipta um bíl eftir um það bil
35.000 mílna akstur að meðal-
tali. En ef þú býrð í borg og
ekur honum daglega í mikilli
umferð, er líklega skynsamlegra
að selja fyrr.
Hver sem hefur f hyggju að
kaupa bíiinn þinn, væri vís til
þess að æskja nákvæmrar skoð-
unar á honum af sérfróðum
mönnum, áður en þið gerið út
um kaupin. Þekking á, hvernig
skoðun þeirra fer fram, að
hverju þeir helzt leita, gera þig
því færan um að undirbúa slíka
skoðun og koma öllu í lag fyrir
fram. Þú verður að hafa f huga,
að því betra sem ásigkomulag
bílsins er, því hærra verð getur
þú fengið fyrir hann. Og það er
ekki einungis, þegar þú ætlar að
selja bflmn þinn, sem gott er
fyrir þig að hafa góða þekkingu
á þessum hlutum, það er einnig
nauðsynlegt frá byrjun, svo að
þú getir alltaf annazt bflinn þinn
vel.
Helztu atriðin
Það, sem þú þarft að vita, og
sem væntanlegur kaupandi þinn
vill að öllum lfkindum vera viss
um, er, hvort vélin sé í lagi,
hjólaútbúnaðurinn, stýrið, tank-
urinn, gírkassinn, kælikerfið og
svo auðvitað yfirbygging bílsins.
Þegar gamlir bílar eru skoðaðir,
er leitað að hugsanlegu ryði í
hurðarfölsum, umhverfis glugga
og alls staðar, þar sem vatn get-1
ur komizt að. Einnig er vandlega j
leitað að öllu sliti. í gömlum;
bilum sem nýjum er rafmagns-
kerfið athugað gaumgæfilega.
Og eflausí mætti fleira tína til.
HvaSa árstiS er bezt?
Er betra að selja bílinn sinn
á einni árstíð frekar en annarri?
Áður fyrr var eftirspurn bíln
langmest á vorin og snemma
sumars, þegar fjölskyldan fór að
hugsa til sumarleyfisins. Nú mun
þetta hafa breytzt, og kunnugir
telja, að engin árstíð sé betri en
önnur til sölu. Enn þá er það
þó svo, að bílar falla gjarnan í
verði í október, en hækka aftur
eftir hver áramót. En það er
auðvelt að selja bíl í góðu ási.s
komulagi á hvaða tíma árs sem
vera skal.
Þegar þú hefur ákveðið að
selja, verður ' þú að ákveða,
hvernig þú vilt selja, hvort þú
vilt selja milliliðalaust eða fá
einhvern til að annast söluna I
fyrir þig. Sennilega er um það J
bil helmingur allra bila á mark-
aðinum seidur fyrir milligöngu
annarra. Og flestilr, sem selja
gamla bila, láta skipta á þeim
fyrir aðra nýrri.
Vissulega er miklu auðveldara
að selja bíla fyrir milligöngu j
annarra. Með því er miklum á-
hyggjum af þér létt, og það er j
mjög líklegt, að þú fáir gott;
verð fyrir bílinn. En hversu góð-1
ur og snnngjarn sem umboðs-
maður þinn er. þá er hann ekki ,
að þessu í ne;nu góðgerðaskyn5
hann verður að hugsa um
hagnað.
Sjaldnast hagnaðar von
Ef til vill þarf hann að kosta ,
einhverju til bílsins áður en,
hann getur selt hann, og ef til;
vill ver'ður hann að draga söluna
eitthvað, ef hann á von á því,
að verðið geti hækkað. Svo að ■
það er skiljanlegt, að hann bjóði I
þér lægsta verð, sem hugsanlegt
er. Á hinn bóginn mun hann
ekki vilja fæla þig frá sér,
svo að verðið mun aldrei verða
of lágt. Ef þú aftur á móti ætlar
ekki að fá annan bíl hjá honum
í skiptum fyrir þann, sem hann
selur fyrir þig, mun hann auð-
vitað bjóða þér lægra verð fyrir
hann heldur en hann getur von-
azt til að fá fyrir hann síðar
sjálfur.
Þegar skiptiverzlun á sér stað,
fær hann þegar í stað þann
hagnað sem hann getur vænzt af
bilnum, sem hann selur þér, en
hann getur ekki verið viss um
að geta strax selt gamla bílinn
þinn, og vitanlega hefur það á-
hrif á afstöðu hans til skipt-
anna.
Bezt að selja sjálfur
Flestir, sem kunnugir eru
slíkum málum, staðhæfa, að
bezta verðið fái menn fyrir bíla
sína, ef þeir annast söluna sjálfir,
án þess að nokkur milligöngu-
maður tini upp sinn hluta hagn-
aðarins í leiðinni. Það eina, sem
mælir á móti slíkri sölu, er
verðið, sem þú verður að greiða
fyrir auglýsingar og sá tími og
fyrirhöfn, sem þú verður að
láta í té. Og vitanlega verðurðu
að vita, hvað þú ert að segja,
þegar þú ert að lýsa bílnum
fyrir væntanlegum kaupanda.
Betra of hátt en of lágt
Ef þú ert ákveðinn í því að
annast söluna sjálfur, hvaða
verð áttu þá að setja upp?
Tíma þeim, sem þú verð til
að kynna þér slík atriði, er alls
ekki til einskis varið. Það ætti
að vera auðvelt að komast að,
hveit er verð bíla af sömu teg-
und og þinn er og haga verðinu
eftir því.
Maður nokkur, sem hefur
margra ára reynslu í að selja
bíla, því að hann skiptir um bíl
með stuttu millibili, ráðleggur
mönnum að vera hvergi hræddir
við að auglýsa nokkuð hátt verð
á bílum sínum. Hann kveðst
hafa komizt að raun um, að
reyndir kaupendur eru vantrú-
aðir á bíla, sem fást fyrir lágt
verð. Ef menn setja upp tiltölu-
lega hátt verð fyrir bílinn sinn,
eru þeir líklegri til að fá kaup-
endur, sem hafa þekkingu til að
bera, manna, sem munu hugsa
vel um bílinn þinn, þegar þeir
hafa eignazt hann.
Auðvitað getur verið, að þú
þurfir að slá af verðinu í lokin,
segir þessi maður, en reynsla
hans er, að hann endar ævin-
lega með því að fá sanngjarnt
verð fyrir bílinn.
Engar beinar fullyrðingar
Þegar þú auglýsir bílinn, verð-
urðu auðvitað að láta kosti hans
koma sem skýrast í Ijós, en þú
mátt heldur ekki halda fram
neinni vitleysu. Þú getur orsakað
sjálfum þér hin mestu vandræði
með hinum sakleysislegustu at-
hugasemdum. Þú segir ef til
vill eitthvað, sem eftir þinni
beztu samvizku er satt og rétt,
og í trausti þess er bíllinn
keyptur.
Svo vill kannske svo til, að
viku seinna kemur eitthvað fram,
sem ekki er eins og það á að
vera. Ef slíkt kemur fyrir, getur
þú auðveldlega flækzt í leiðinda-
mál. Það er því vissara fyrir þig
að vera ckki ákafur í fullyrðing-
um um bílinn þinn, heldur nota
sakleysislegar en fullvissandi
setningar eins og: — Eg hef
aldrei verið í neinum vandræð-
um með hann — eða — Hann
er betri núna en nokkru sinni
áður. Eða með öðfum orðum,
láttu frekar álit þitt í'íjós heldur
en beinar fullyrðmgar.
Hugsaðu vel um bílinn
þinn
Og nú komum við að því, sem
mikilvægast er, tæknilegu
ástandi bílsins. Verðið, sem þú
færð fyrir bílinn þinn, er I beinu
hlutfalli við umönnunina, sem
þú hefur látið honum í té, meðan
hann var í þinni eign. Ef þú
hugsar vel og réttilega um hann,
lengir þú líf hans og getur selt
hann fyrir sanngjarnt verð, þeg-
ar þar að kemur.
Hugsaðu vel um að fá hann
skoðaðan með reglulegu millibili.
Haltu til haga öllum reikningum
fyrir meiriháttar viðgerðir og
endurnýjanir. Þeir eru fyrsta
flokks sönnun fyiir hagsýna kaup
endur um að hugsað hefur verið
vel um bílinn.
Burtséð frá tæknilegri hlið
málsins, er einnig mjög mikil-
vægt, að útlit bílsins sé í full-
komnu lagi. Ef væntanlegur kaup
andi lítur inn í bílinn og sér göt
á áklæðinu eða annað slíkt, mun
hann hugsa sem svo, að þú hafir
ekkert hugsað um að fara vel
með hann. Ef aftur á móti bíll-
inn er hreinn og lítt slitinn
hugsar hann sem svo, að vel
muni hafa verið séð um bílinn,
einnig hvað tæknilega meðferð
snertir. Og ljúkum við svo þessu
spjalli.
»HNWiN>i»innnuniW>iinupiii»wirt>»mnuii>iwiHii>wii>uinimBmBtww>w
Dýr varð
súást!
David fcutch, sem kallaður er
lávarðurinn öskrandi, neyddist
til að fórna sínum fögru lokk
um fyrir ástina. Hann strauk
með unnustu sinnj, Carol Paine
t i Skotlands fyrir nokkrum mán
UGUtn. en nú ætla hjónaefnin að
ginga í það heilaga bráðlega, og
þá var þr\ að lávarðurinn öskr
andi var. að fórna hári sínu
sem orðið var tveggja feta sitl
Tengdamóður hans tilvonand
þessum lubba og neitaði að gefa
samþykki sitt til ráðahagsins
nema Sutch léti klippa sig. Margt
gazt nefnilega síður en svo að
leggja menn nú á sig til að öðl-
ast hammgjuna.