Tíminn - 10.11.1961, Blaðsíða 6
6
T í MIN W, föstudaginn 10. nóvember 1961.
fyrir tveimur árum, og við hefðum
varla haft bolmagn til þess að
Jceppa við þau stórfyrirtæki, sem
ráða markaðnum. Því taldi ræðu-
maður oft geta verið vafasamt fyr
ir litla þjóð að taka á sínar herðar
einar þá miklu áhættu, sem getur
fylgt nýjum stóriðnaði. í slíkum
tilfellum taldi ræðumaður því æski
legra að leita samstarfs við erlent
áhættufjármagn, sem hefur sæmi-
lega öruggan markað fyrir fram-
leiðsluna.
í fáum orðum sagt: Vegna þeirr-
ar tækniþekkingar, sem okkur
skortir, og vegna þeirrar miklu á-
hættu, sem getur fylgt eigin upp-
byggingu nýrra atvinnuvega, taldi
ræðumaður rétt að leita samstarfs
við erlent áhættufjármagn. Einnig
bætti hann því við, að okkur
myndi að öllum líkindum reynast
útilokað að fá að láni allt það fjár
magn, sem við þörfnumst til þess
að tryggja þá uppbyggingu atvinnu
vega okkar, sem nauðsynleg verð-
ur að teljast, ef þjóðin á að lifa
við stöðugt batnandi lífskjör.
Ræðumaður benti síðan á ýmsa
annmarka við erlent áhættufjár-
magn:
1. Það er eðlileg stefna okkar,
að náttúruauðæfi landsins séu að-
eins nýtt af innlendum aðilum.
Hins vegar taldi ræðumaður, að
þá yrðu menn að gera það upp
við sig, hvort þeir vildu heldur
láta vatnið streyma til sjávar um
áratoil, fremur en að virkja foss-
ana og selja raforkuna erlendum
aðilum m?ð töluverðum hagnaði
báðuni til handa. Enda gæti komið
til greina, að vatnsafl yrði áður en
varir ósamkeppnisfært við aðrar
orkulindir.
2. Ræðumaður taldi, að stórfyrir
tæki myndu eðlilega vilja fremur
loka útibúum sínum erlendis, ef
samdráttur yrði á sölu, en heima.
Benti hann á, að þetta mætti reyna
að fyrir'byggja, þegar atvinnuleyfi
væri veitt.
3. Ræðumaður viðurkenndi, að
tekjur hins erlenda fyrirtækis
kæmu þjóðarbúinu ekki að eins
miklum notum og tekjur íslenzks
fyrirtækis myndu gera. Eðlilegt
yrði þó að teljast, að eigandi hins
erlenda fjármagns fengi sínar tekj
ur. Án þess væri ekki við því að
búast, að hann hefði áhuga á að
festa fjármagn í landinu.
- A3 ofangreindum atriðum athug
uðum, komst ræðumaður að þeirri
ákveðnu niðurstöðu, að okkur
bæri að' leita samstarfs við erlent
áhættufjármagn um uppbyggingu
okkar atvinnuvega og fá þannig
nauðsynlegt fjármagn, reynslu og
öryggi til þess að tryggja hér svip
aða efnahagsþróun og á sér stað í
nágrannalöndunum og þar með
þau lífskjör, sem við viljum við
una. Hins vegar taldi ræðumaður
ekki rétt að leyfa erlendum aðil-
um virkjun fallvatna okkar eða
fiskveiðar.
Erlent fjármagn í Noregi
Skömmu eftir síðustu aldamót
hófu Norðmenn að veita erlendum
fyrirtækjum leyfi til atvinnurekst-
urs í landinu og voru slík fyrir-
tæki afar áhrifamikil í norsku at-
vinnulífi, ekki sízt á árunum 1918
—1938. Eftir síðari heimsstyrjöld-
ina höfðu Norðmenn hins vegar
eignazt verulegan hluta af hinum
erlendu fyrirtækjum, meðal ann-
ars ýmsa þýzka eignarhluta, og
minnkaði þá hlutur erlendra fyr-
irtækja verulega.
Norðmenn hafa hins vegar nú
síðari árin lagt á það vaxandi
kapp, að fá erlend iðnaðarfyrir-
tæki til landsins, og má segja, að
það sé nú fastur liður í efnahags-
stefnu þeirra, en eins og kunnugt
er, hefur hinn kunni Norðmaður
Tryggve Lee haft það meginverk-
efni undanfarin ár, að fá erlend
fyrirtæki til landsins. Ræðumað-
ur kvaðsí hafa heimsótt skrifstofu
Tryggve Lee, þegar hann var i Nor
egi nýlega, og aflað sér ýmissa upp
lýsmga.
Árið 1960 voru erlend fyrirtæki í
Noregi talin vera 104 talsins og
af þeim eiga erlendir aðilar meiri-
hluta hlutafjárins í 82 fyrirtækj-
um. Árið 1958, þegar þau fyrir-
tæki, sem útlendingar áttu að
meiri hluta, voru um 65 talsins,
unnu við slík fyrirtæki 14.600
manns og framleiðsluverðmæti
þeirra nam um 1.4 milljörðum
norskra króna á ári. Þá var í er-
lendri eigu nálægt 13% af öllu
hlutafé í norskum atvinnufyrirtækj
um. Ræðumaður benti á, að áhrif
erlendra fyrirtækja í Noregi hefðu
verið meiri fyrir stríðið, þegar
Þjóðverjar réðu Norsk Hydro og
fleiri stórfyrirtækjum. Hins vegar
hefur fyrirtækjum í erlendri eigu
fjölgað verulega á þeim tveim ár-
um, sem Tryggve Lee hefur starf-
að. Bætzt hafa í hópinn 20 ný fyr-
irtæki og þar af 17, sem eru að
meirihluta eign útlendinga. Jafn-
framt eykst mjög minnihlutaþátt-
taka útlendinga í norskum fyrir-
tækjum. Samtals voru á árunum
1958—’61 stofnuð 148 fyrjrtæki
með erlendum eignarhlutum.
Ræðumaður kvað nú unnið skipu
lega að því í Noregi, að kynna er-
lendum fyrirtækjum aðstöðu til at-
vinnureksturs í landinu. Meðal
annars sýndi ræðumaður tvo bækl
inga, sem Norðmenn hafa gefið
út á ensku í þeim tilgangi. í þeim
er að finna ýtarlegar upplýsingar
um land og þjóð og aðstöðu til at-
vinnureksturs, sem ræðumaður
rakti lauslega.
Norðmenn hafa ekki upp á sér-
staklega ódýrt vinnuafl að bjóða,
en hins vegar gott vinnuafl og
vinnufrið. Vinnutap vegna verk-
falla hefur aðeins numið 0.06% á
9 árum. Norðmenn benda hróðugir
á þá staðreynd, að Noregur stend
ur meðal fremstu þjóða í tækni,
enda hafi fjöldi manna, sem að
rannsóknarstörfum starfar, þrefald
azt á 10 árum.
Lög og reglur, sem í Noregi
gilda um erlenda f járfestingu
Erlendur' aðili, sem vill stofna
hlutafélag í Noregi, verður að full
nægja eftirfarandi ákvæðum í lög-
um landsins:
1. Hann verður að skrá fyrir-
tæki sitt samkvæmt norskum lög-
um, stjórn þess verður að vera inn
lend og a. m. k. helmingur allra
stjómaimeðlima að vera norskir
ríkisborgarar og búa í Noregi.
Undanþágu má þó veita frá þessu
atriði.
2. Bæði norskir og erlendir aðil-
ar verða að fá sérleyfi til virkjun-
ar vatnsfalla eða beinnar nýtingar
annarra náttúruauðæfa. Leyfi til
virkjunar eða námuvinnslu er
aldrei veitt til lengri tima en 50
—60 ára. Að þeim tima liðnum
eignast norska ríkið fyrirtækið.
Strangar reglur gilda einnig um
þátttöku erlendra aðila í sigling-
um, fiskveiðum og nýtingu skóga.
Á síðari árum hafa Norðmenn
ekki veitt erlendum aðilum leyfi
til virkjana.
3. Erlent fyrirtæki verður að
fá leyfi til þess að kaupa raforku
til iðnaðar.
4. Erlent fyrirtæki verður að
fá leyfi til að eiga fasteign í land-
inu. Leyfi til að kaupa raforku eða
eiga eða leigja fasteign er ekki
háð neinum tímatakmörkunum.
Að öðru leyti en þvi, sem að
ofan er talið, má segja, að sömu
reglur gildi um erlendan atvinnu-
rekstur og innlendan. Norðmenn
veita þeim ekki nein sérréttindi
umfram það, sem innlendum aðil-
um er gefinn kostur á. Iðnaðar-
málaráðuneytið veitir leyfi til at-
vinnureksturs.
Ræðumaður gat þess, að ákvarð-
anir Noregsbanka um yfirfærslu
gjaldeyris hefðu reynzt hafa meiri
heildaráhrif en nokkuð annað á er-
lenda fjárfestingu í Noregi Til
dæmis dró, fyrst eftir síðustu
heimsstyrjöld, næstum alveg úr
erlendri fjárfestingu í Noregi, þeg
ar yfirfærslur voru mjög takmark
aðar. Nú er frjálst að flytja ágóða
og afskriftir af lánum á milli landa
og norskum dótturfyrirtækjum
leyft að greiða erlendum móður-
fyrirtækjum sínum rannsókna- og
stjórnarkostnað, gretða fyrir einka
leyfi o. s. frv.
Ræðumaður benti á, að þótt er-
lendum aðilum væri allfrjálst að
stofna atvinnufyrirtæki í Noregi,
hefðu Norðmenn töglin og hagld-
ar í eigin hendi, því að erlendux að
ili verður að sækja um Ieyfi til að
eiga eða Ieigja fasteignir eða
kaupa raforku á lengri samningi,
og ströng ákvæði gilda um hagnýt-
ingu náttúruauðæfa.
Ræðumaður vakti athygli á því,
að erlendur aðili þarf ekki að leita
til löggjafaþings Norðmanna um
leyfi til atvinnureksturs hverju
sinni, heldur er slíkt einfaldlega
háð leyfi ráðuneytis, enda taldi
hann það undirstöðuatriði, ef
sækjast á eftir erlendu fjármagni
á annað borð. að lög og reglur
séu sem skýrastar og einfaldastar.
Hann lagði þá áherzlu á, að lög-
gjafarþingið fylgdist vitanlega á-
vallt vel með þessum málum og
ræddi þau oft.
Ræðumaður gat um ýmsar aðrar
þjóðir í Evrópu, sem lagt hafa
mikið kapp á að fá erlent fjár-
magn inn í land sitt, eins og t d.
Dani, Hollendinga, Belga og íra.
Ræðumaður kvað enga af þessum
þjóðum hafa gengið eins langt og
íra í því að veita erlendum aðil-
um sérréttindi til atvinnureksturs
í landinu umfram það, sem inn-
lend fyrirtæki fá. Til dæmis væru
erlend fyrirtæki skattfrjáls fyrstu
10 árin af þeim tekjum, sem fást
af útflutningi, og írar hafa stofn-
að fríverzlunarsvæði kringum hinn
stóra Shannok-flugvöll, þar sem
þeir byggja sjálfir verksmiðjuhús
og leigja erlendum aðilum fyrir
litið fé, enda hefur þeim orðið
mikið ágengt í því að fá erlend
fyrirtæki til landsins.
Þá gat ræðumaður þess, að á-
ætlað væri að bandarískt einka-
fjármagn erlendis næmi nú um 30
milljörðum dollara. Hefði það tvö
faldazt á undanförr.um 10 árum. Á
ætlað væri, að fjármagn þetta
mundi aukast um 3.5 milljarða
dollara nú í ár. Ræðumaður lagði
þó áherzlu á, að ekki væri þetta
fjármagn auðfengið, því að eftir
því leituðu mörg lönd.
Reynsla Norðtnanna af
erlendu fjármagni
Ræðumaður gat þess, að Tryggve
Lee hefði nýlega sagt í ræðu:
„Ef það er okkar markmið að
fylgja þeim efnahagslega vexti, er
á sér stað í stóru iðnaðarlöndun-
um, er það að mínu áliti skilyrðis-
laus nauðsyn að við gerum okkar
ýtrasta til þess að fá erlent fjár-
magn og iðnað til Noregs“.
Að vísu kvað ræðumaður vera
um þetta deilt í Noregi, en stöð-
ugt fleiri aðhylltust skoðun
Tryggve Lee. Til dæmis hefði
norski bankastjórinn Johan Mel-
ander sagt i erindi nýlega: „Aug-
ljóst er, að án þess erlenda fjár-
magns, sem kom inn í landið eftir
aidamótin. hefðu atvinnufyrirtæki
eins og Norsk Hydro ekki orðið
til“. — Og enn fremur hafði hann
sagt: „Reynsla manna af erlend-
um atvinnurekstri i landinu á
seinni áratugum hefur yfirleitt
verið góð. Maður getur með sanni
sagt, að stefna hinna erlendu fyr-
irtækja hafi á engan hátt verið lak
ari séð með norskum augum en
okkar eigin“
Hver er aðstaða hér fyrir er-
lenda fjárfertingu?
Ræðumaður taldi nauðsynlegt
að gera sér grein fyrir því, hvað
við gætum boðið erlendu fjár-
magni. Hann benti á, að við höf-
um ekki upp á að bjóða sérstak
lega ódýrt vinnuafl, eins og t. d.
írar og Hollendingar, enda væri
almenningur vanur góðum lífsskil-
yrðum og það væri okkur keppi-
kefli. að þau bötnuðu Við höfum
ekki heldur fjármagn eins og
Belgar. sem bjóða fyrirtækjunum
góð lán, i þeim tiigangi fyrst og
fremst að fá inn tæknilega þekk-
ingu, og þvi miður höfum við
ekki enn þá tryggt hér efnahags-
legt öryggi og vinnufrið eins og
Norðmenn hafa gert.
Hins vegar höfum við ódýrari
raforku en þekkist í öðrum lönd-
um Evrópu, nema e. t. v. í Noregi.
Norðmenn bjóða nú erlendum
fyrirtækjum raforku á 12—13 ísl.
aura kwst. og á 10 ára samningi.
Ræðumaður taldi, að hér á landi
ætti að vera unnt að selja rafork-
una fyrir 10 aura kwst. og á miklu
lengri samningi. Kvað hann slíkt
vera aðlaðandi fyrir ýmis hin
stóru raforkuiðnaðarfyrirtæki,
eins og t. d. alúmíníum-iðnað, og
nefndi í því sambandi, að honum
hefði verið tjáð í Noregi, að fá
stórfyrirtæki hefðu sýnt meiri á-
huga fyrir iðnrekstri þar í landi
en einmitt alúmíníum-fyrirtæki.
Hins vegar hefðu Norðmenn nú
sjálfir komið á fót miklum alúmín-
íumiðnaði og aflað sér reynslu á
því sviði og væru heldur tregir til
þess að veita erlendum alúmín-
íumfyrirtækjum leyfi til atvinnu-
reksturs í stórum stíl, þó að reynd
ar væru þegar í landinu 5 erlend
alúmíníumfyrirtæki.
Ræðumaður benti einnig á
hverahitann, sem að öllum líkind-
um mætti nýta til þess að byggja
upp ýmsan efnaiðnað, og hann
benti á þá staðreynd, að við höf-
um einhver auðugustu fiskimið í
heimi, og þó að ég álíti í flestum
tilfellum ekki nauðsynlegt, sagði
ræðumaður, eða æskilegt að beina
erlendu áhættufjármagni inn á
þau svið, sem við ráðum sjálfir
við, bæði tæknilega og markaðs-
lega, er það staðreynd, að okkur
hefur ekki tekizt að fullnýta svo
okkar sjávarafurðir sem skyldi. Á
vissum sviðum fiskiðnaðar gæti
e. t. v. verið gott að leita sam-
starfs við aðila, sem hafa full-
komna þekkingu og e. t. v. ein-
hverjar aðrar aðferðir en við eig-
um að venjast.
Loks benti ræðumaður á, að við
höfum mjög gott vinnuafl, eins
og t. d. rekstur Áburðarverksmiðj-
unnar og Sementsverksmiðjunnar
sannar.
Ræðumaður lagði áherzlu á, að
ekki væri nauðsynlega um að ræða
stórfyrirtæki eins og aluminium
framleiðslu, þegar rætt væri um
erlenda fjárfestingu. Til dæmis gat
hann þess, að stór minkaframleið-
andi í Evrópu hefði lýst áhuga sín-
um fyrir hugsanlegu samstarfi við
innlenda aðila um minkaeldi hér
á landi, ef slíkt skyldi leyft að
nýju, enda væru aðstæður til
minkaeldis mjög góðar hériendis.
Að þessum aðstæðum athuguð-
um kvaðst ræðumaður vera sann-
færður um það, að fá mætti erlent
áhættufjármagn til landsins til
hagsbóta fyrir okkur fslendinga,
ef okkur tekst að skapa hér efna-
hagslegan grundvöll, sem er frjó-
samur fyrir vöxt og viðgang at-
vinnurekstrar almennt.
Reglur um erlenda fjárfestingu
liér á landi
Ræðumaður lagði áherzlu á
nauðsyn þess að athuga reynslu
annarTa þjóða af erlendu áhættu-
fjármagni og lög og reglur, sem
þar gilda, og laga að innlendum
staðháttum. Hann kvaðst þó í
fljótu bragði álíta, að eftirfarandi
höfuðsjónarmið ættu að gilda:
1. Að stofnun erlendra fyrir-
tækja í landinu eigi að vera sem
frjálsust, en áherzla lögð á, að við
höfum tögl og hagldir í okkar eig-
in hendi með því að krefja slíka
aðila um leyfi til þess að kaupa
fasteignir, raforku og e. t. v. fleira,
sem nauðsynlegt er flestum at-
vinnurekstri.
2. Að kappkosta að beina hinu
erlenda fjármagni ínn á svið, þar
sem okkur skortir tækni og mark-
aðsöryggi, inn á nýjar atvinnu-
greinar. sem mundu auka fjöl-
breytni i þjóðarbúskapnum, og
fiárhagsöryggi.
3. Að lögð sé áherzla á, að inn-
lendir aðilar séu þátttakendur í
hinurn erlenda atvinnurekstri eins
og fjármagn okkar frekast leyfir,
og lögð sé áherzla á að eigriast
smám saman fyrirtækin. Til dæm-
is mætti setja ákvæði um kaup á
hlutafé að vissum árafjölda liðn-
um.
4. Að Alþingi samþykki ákveðn-
ar reglur um erlend atvinnuleyfi,
en feli framkvæmd þeirra ríkis-
valdinu.
5. Að erlendum aðilum séu ekki
veitt sérréttindi fram yfir innlend-
an atvinnurekstur.
6. Að erlendum aðilum séu ekki
veitt leyfi til fiskveiða eða til virkj
unar fallvatna okkar eða jarðhit-
ans.
Nauðsynlegt er að auka alnrennan
skilning á erlendri fjárfestingu
Ræðuma'öur lagði áherzlu á. að
almenningur þyrfti að kynna sér
málið af skynsemi, því að nauð-
synlegt væri að leggja áherzlu á
vinsamlegt samstarf, er erlendur
atvinnurekstur yrði leyfður í land-
inu og varast bæri tortryggni og öf
und vegna arðs hins erlenda aðila.
Hann lagði áherzlu á, að íslend-
ingar væru menntuð þjóð, sem
ættu að geta staðið jafnfætis
hverjum sem er við samningaborð-
ið og samið um hagnað okkur til
handa, ekki síður en þeir, sem við
semjum við. Ef við komumst að
þeirri niðurstöðu, að skynsamlegri
athugun lokinni, sagði ræðumaður,
að við getum á þennan hátt betur
tryggt efnahagslegan vöxt í land-
inu og góð lífsskilyrði, eigum við
ekki að hika við að leita samstarfs
við erlent áhættufjármagn um upp-
byggingu okkar atvinnuvega.
Við íslendingar megum aldrei
missa eigin stjórn á uppbyggingu
atvinnuvega okkar og efnahags-
legri þróun landsins.
Að lokum lagði ræðumaður á-
herzlu á, að við yrðum að tileinka
okkur hina hraðvaxandi tækniþró-
un, sem á sér stað í heiminum í
dag, og er ein meginundirstaða
bættra lífsskilyrða. Hann taldi, að
við yrðum að margfalda það fjár-
magn, sem við legðum til tækni,
rannsókna og vísinda; að við yrð-
um að tryggja okkur fjölda tækni-
menntaðra manna, sem gœtu fylgzt
með tækniþróun erlendis og lagað
að innlendum staðháttum og til-
einkað sér þá þekkingu, sem kann
að fást með erlendu áhættufjár-
magni. Þvi miður kvað hann okkur
vera ábótavant á þessu sviði í dag,
og nefndi sem dæmi, að erlendur
sérfræðingur í sjálfvirkni, sem
heimsótt hefði yfir 20 verksmiðjur
hér á landi, hefði varla getað orða
bundizt yfir þeim alvarlega skorti
á tæknimenntuðum mönnum, sem
hann taldi sig sjá í íslenzkum at-
vinnuvegum. Þessi maður hafði
komizt að þeirri niðurstöðu, að
alvarlegasta vandamál islenzkra
atvinnugrein i dag væri skortur á
tæknimenntuðum mönnum, bæði
verkfræðingum og þá sérstaklega
tæknifræðingum, og taldi hann að
við gætum ekki orðið samkeppnis-
færir á erlendum mörkuðum, nema
úr þessu væri sem fyrst bætt.
Við íslendingar megum ekki
missa sjónar af þessu, sagði ræðu-
maður að lokum. Við megum ekki
ætla, að erlent áhættufjármagn sé
lausn allra okkar vandamála. Það
á aðeins að vera liður í efnahags-
ráðstöfunum sjálfstæðrar þjóðar.
Því verðum við að efla tækni okk-
ar og vísindi, þannig að við getum
tileinkað okkur aðflutta reynslu og
smám saman sjálfir tekið við þeim
atvinnugreinum, sem þannig eru
upp byggðar. Aðeins þá kemur er-
lent áhættufjármagn að fullum og
tilætluðum notum. Við megum
aldrei gefast upp á því að vera
sjálfstæð þjóð
—0—
Annar trummælandi var Alfreð
Gislason, læknir, og mælti hann
eindregið gegn erlendri fjárfest-
ingu í landinu. f þvi sambandi
benti hann m. a. á reynslu Kúbu,
Kínverja, Suður-Ameríku og Afr-
íku af erlendu fjármagni.
Að loknum framsöguerindum
urðu frjálsar umræður. Þá tóku
til máls Kristján Friðriksson, Pét-
ur Renediktsson og Gísli Guðna-
son.
(Framh á 13. síðu.)