Tíminn - 10.11.1961, Page 9

Tíminn - 10.11.1961, Page 9
faiulfl. J9Á\mÍ&T 1961. 9 Bflarnir skrönglast hik- andi aftur sama veg til Herðubreiðarlinda með fram hrauninu, og ótal púkar og djöflar varpa logandi báli i augu okkar og gera myrkrið að kynngimögnuðu ævintýri, sem læsist í hverja taug lík amans. En þrátt fyrir allan þennan djöfuldóm af trölls- legu flökti kveður sunnudag urinn kristilega eins og hann er vanur og gengur virðulega til náða, og við vonum, að mánudagurinn verði ekki til mæðu .... IV. Mánudagur, bjartari en sunnudagurinn, en það virð lst dimmt yfir Dyngjufjöll- um frá sæluhúsinu að sjá. Menn eru snemma á stjái til þess að hrista af sér kuld- ann eftir nóttina, og kokkur inn mallar kókó ofan í mann skapinn, sem yljar frá hvirfli tfl ilja. Langur Ameríkani í ryk- frakka, götuskóm og lín- skyrtu, gengur fram og aft- ur inni í sæluhúsinu með myndavél í kuldabláum höndunum og veltir vöng- um, stillir mönnunum upp og miðar á þá, stillir þeim upp aftur, miðar á þá, undan, og lausnarorðið berst eins og eldur í sinu frá manni til manns. Klukkan hálf ellefu leggj um við í annað sinn af stað frá Herðubreiðarlindum á- leiðis til Djmgjufjalla og skiljum allt okkar hafur- task eftir í sæluhúsinu. Það hefur skafið mikið i hjólförin frá kvöldinu áður og færðin þyngist eftir þvi sem innar dregur. Bílarnlr aka að mestu utan við slóð- ina eða velja sér alveg nýj ar brautir og fara í ótal hlykkjum fyrir hraundranga og oddgrjót. Það er dálítill skafrenningur en minni en daginn áður. Snjórinn hang ir í loftinu, eina ráðið er að láta sér ekki verða litið upp. Því að úr þessu snúum við ekki við, hvað sem tautar og raular. Tveir og þrír menn fara fyrir bilunum til skiptis og hlaupa eins og snæhérar um snjóinn, til þess að finna, hvar bezt er að leita lags, og bílarnir rekja spor þeirra eins og veiðihundar. Öðru hvoru stanza bílamir. Bilstjórarn- ir þjóta út og „spekúlera sig“ fram og aftur, og Gísli Eiríksson fjallabílstjóri, sem ekur stóra bílnum, klórar sér ur finnst það mestu örlaga- að hlæja smellir og veltir 'vöngum. Gárungarnir segja, að hann hafi gleymt slaufunnl sinni heima og kalla hann vísi- konsúl, en hann myndar I gríð og erg, svipbrigðalaus og segir fátt. Fyrir einskæra tilviljun komast menn að raun um, að hann er matar laus, — hefur sennilega ætl að að gæða sér á hrauninu, þegar sulturinn segði til sín. Annar Ameríkani, sem hefur vafið trefli um höfuðíð, svo að hann er eins og kelling í framan, gætir þess að vera annaðhvort í forgrunn eða bakgrunn á hverri mynd, sem langi Ameríkaninn tek- ur. Fólkið er á rjátli innl í hús inu eða utan þess og veit ekki hvað það á af sér að gera meðan það biður eftir dómsorðunum um það, hvort reynt verður að kom- ast að gigunum eða snúa heim á leið. Andrúmsloftið er hlaðið kvíða og spennu. Sumir hafa skotizt út í hraunið á bak við sæluhús- ið og tyllt sér upp við steina, til þess að pissa og gera aðr ar þarfir sínar. (Leitt að þurfa að nota náttúruna sem kamar). En flestir eru á stjái í kringum fararstjór ann og bílstjórana, ef þeir yrðu einhvers vísari. — Far arstjórinn vill freista gæf- unnar, en bílstjórarnir eru tregir, og fólkið heldur á- fram að vera eins og spurn ingarmerki í framan. Þegar lengra líður, verða sumir eins og upphrópunarmerki, en aðrir eins og þrumnský. Aumingja fararstjórinn eT á milli steins og sleggju, en að lokum láta bílstjórarnir hugsandi í hnakkanum. Okk stundir ferðarinnar, þegar hann klórar sér í hnakkan- um, því að þá verðum við hrædd um, að hann ætli að snúa við. Okkur léttir. þeg- ar hann hoppar inn í bílinn aftur og ekur af stað. Oft virðast bilarnir vera komnir í sjálfheldu, lokaðir af með snjó og hrauni, en Bói á minni bílnum, sem fer á und an, eins og fyrri daginn, er furðulega laginn við að finna smugur og smokra sér í gegn. En þegar hann flnn- ur þær ekki, finnur Gisli þær. Okkur hefur bætzt nýtt skip í flotann, rússajeppi, sem tifar háfættur I spor hinna og lætur sér hvergl bregða. Aðrir bilar eru ekki á ferð á þessum slóðum. Guð mundur Jónasson er farinn heimleiði.s með jarðfræðing- ana svo að Askja er laus við vísindin i blli og getur mall- að grautinn sinn óáreitt. Erfðafjandi okkar, skaf- renningurinn, er kominn í essið sitt og herjar á okkur af mikilli grimmd, en það hefur mikið rofað til í lofti og á stöku stað sést i blátt. V. 1-2-3-4, segir Sverrir og klanpar á axlir okkar um leið og við göngúm áfram í halarófu fram hjá honum -5-6-7-. Þið verðið að haida hóninn -8-9-. Það þýðir ekki að gana áfram eins og vit- laus, því að -10-11 þið verðið að komast til baka -13-14- og þá verður komið myrkur -15-16. Það verða allir að láta vita strax og þeim verð- ur svo kalt að þeir fara að dofna -17-18-19-. Og ekki ganga ykkur þreytt 20-21 .. .......38. Allir hafa dúðað sig eins og tök eru á og við göngum á móti skafrenningnum, — óvígur her íslendinga, Amer íkana, Þjóðverja, Svía, Ung- verja og Hawaibúa. Vísikonsúllinn hefur feng ið bláan trefil um hálsinn og bláa húfu á hvirfilinn, og mjóar býfurnar standa niður úr bláum samfestingi, sem flaksast um kálfana eins og neyðarflagg. Hendurnar eru klæddar ullarhosum og hanga niður með síðunum óhugnanlega langar. — My god, segir hann há- tíðlega og stingst á kaf í snjóskafl. — My god, segir hann aft- ur, hristir snjóinn úr yfir- varaskegginu og veifar löng um handlegjunum í stórum sveiflum eins og hann sé að hugsa um að hefja sig til flugs. Önnur þýzka konan geng- ur hægt og álút með hend- ur í úlpuvösunum: — Sind Sie miide geworden? — Nein, segir hún og held ur áfram að ganga með hendur í vösum á eftir ljós- hærðum íslending, sem er í regngalla og hlaðinn mynda vélum í bak og fyrir. — Það teygist á röðinni. Hópurinn þokast áfram. Myrkrið kemur með eld- bjarmann og við göngum inn í hann, — svartir skugg ar hver á fætur öðrum. Hann er á litinn eins og sól- arlag og svo fallegur að mað ur fær hungurverk milli rifj anna. Með hverju fjallanef- inu, sem við skiljum að baki okkar, verður hann rauðari og skærari og dregur okkur að sér með sívaxandi hraða. Og skyndilega sjáum við þús und flugelda stökkva upp I himininn í einum strók, og síðan fjóra elda hamast í djöfulmóð hver í kapp við annan. Við stöndum uppi á fjalls hnjúk og störum á þetta ó- hugnanlega og fagra víti, sem vellur, sýður og kraum ar fyrir fótum okkar, og við finnum, hvað við erum smá og veldi okkar lítið. Dökk fjöllin og bleksvart- ur himinninn umlykja okk- ur, og eldurinn lýsir upp and lit okkar og gerir umhverf- ið og okkur sjálf annarleg. Gígurinn. sem er næst okk ur, gýs stöðugri hraunbunu um hundrað metra í loft upp. Hraunið vellur í stríðum straumi yfir barma hans, og eldglóandi hraunsletturnar, sem hann þeytir úr ógurlegu gapinu, fleyta kerlingar þeg ar þær koma niður og safn- ast í stórt hraunfljót, sem rennur breitt eftir miðju hrauninu. Efst er það gló- andi, en dökknar í bárunum, þegar neðar dregur. Kring- um ófrýnilegan gíginn eru háir hraunhlaðar, svartir með glóðum. Þetta er slef- an úr munni hans. Það skell ur í honum. — Skrattinn er að hlæja, segir einhver. — Og þarna glottir amma hans, segir annar og bendir ofan í gapandi sprungu, er liggur í stefnu frá gígnum að okkur. Það glóir í botni hennar. — Eigum við að fara og skoða sprungumar. — Nei, ertu vitlaus. Það er allt fullt af hverum þarna niðri og maður sér þá ekki í myrkrinu. — Kannske það myndist allt í einu gígur, þar sem við stöndum núna. — Þá verður steik á borð um hjá þeim gamla í kvöld. Hann fúlsar ekki við þér. — Þær eru ógeðslegar þess ar sprungur. — Gígarnir eru ógeðsleg- ir. Heyrirðu í þessum? Hann hlær eins og tröll. Það gutl ar í honum hláturinn. — Ættum við að fara nið ur og skoða? — Eg gæti setið hér í alla nótt og horft. Horft enda- laust. — My god. My god. — Þegar maður sér svona, hætta öll orð að vera til. Þau verða marklaus. Lang- bezt að þegja. Þegja og Framhald a 15 síðu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.