Tíminn - 25.11.1961, Page 7

Tíminn - 25.11.1961, Page 7
T í MIN N, laugardaginn 85. nóvember 1961. 7 Tilhæfulaust með öllu, að Vestur-Þjóðverjar hafi leitað eftir hernaðaraðstöðu hér á landi f gær kvaddi Guðmundur f. Guðmundsson, utanríkisráð- herra, sér hljóðs utan dag- skrár. Tilefnið var frétt sú, er birtist í Þjóðviljanum í gær- morgun um að vestur-þýzk stjórnarvöld hefðu leitað fyrir sér um að fá hér á landi að- stöðu til herstöðva og heræf- inga. Fyrir þessu sagðist Þjóð- viljinn „hafa örugga vitn- eskju". Guðmundur í. GuSmundsson sagði frétt þessa ósannindi'frá rótum, fyrir henni væri ekki minnsti fótur og skrif þessi til- efnislaus með öllu. — Ástæðuna fyrir því að Þjóðviljinn tæki upp á því að Ijúga upp slíkri frétt og slá upp meg stærsta i'etri á for- síðu Þjóðviljans sama daginn og viðræður þeirra Kekkonens, for- seta Finnlands og Krustjoffs, for- sætisráðherra Sovétríkjanna hefð ust, taldi utanríkisráðherra ekki fráleitt að telja þá, ag með þessu ætti að leggja Rússum í hendur vopn gego Finnum í samningavið- ræðunum um herstöðvar Rússa í Finnlandi. í orðsendingunni til Finna færðu Rússar þau rök fyrir því að nauðsynlegt væri að taka upp viðræður um öryggismál, að árásarhætta stafaði frá Vestur- Þýzkalandi, en einkum þó aukin áihrif Vestur-Þjóðverja á Norðúr- löndum. Þess vegna vill Þjóðvilj- inn reyna ag læða því inn, að V- Þjóðverjar séu að fá hemaðarað- stöðu hér á landi,. Sagðist utan- Utanríkisráðherra lýsti yfir á Alþingi í gær, að „frétt“ Þjóðviljans um, að Vestur-Þjóðverjar hafi leitað eftir hemaðaraðstöðu hér á landi, sé tilhæfulaus með öllu og uppspuni frá rótum Einar Olgeirsson sag<$ist „dauðhræddur um aS fregnin væri rétt“, en kvaftst ekkert um heimild blaftsins vita ríkisráðherra vilja lýsa yfir við- bjóði sínum á slikum þrælabrögð- um á örlagastundu Finna. „Ekkert annaí en slæm samvizka“ Einar Olgeirsson sagði, að sam- vizka utanríkisráðherra blyti að vera óvenju sdæan núna, fyrst hann brigði vana sínum og tæki að „dementera", því að yfirleitt hefði samvizkan ekki virzt angra hann að ráði eins og t. d. í land- helgismálinu. Sagðist Einar furða sig á því, að utanrfkisráðherra fínndist sjálfum þetta svo frá- leitt, að Vestur-Þjóðverjar, sem væru bandamenn ofckar í hern- aðarbandalagi, fengju aðstöðu hér á landi. Taldi Einar ekki fráleitt að stjóminni kæmi til hugar að kaupa undanþágur í efnahags- bandalagimu með því að veita Þjóðverjum herstöðvar. Þá sagðist Einar vilja skora á ríkisstjómina að lýsa því yfir, að Þjóðverjum yrðu aldrei veittar herstöðvar á fslandi um alla framtfð. Svikizt a<5 Finnum Bjami Benediktsson, forsætis- ráðherra, sagðist ekki komast hjá að láta í ljósi álhyggjur vegna framkomu Einars Olgeirssonar í þessu alvarlega máli. í stað þess að viðurkenna, að frétt sem hefur efcki við rök að styðjast, en get- ur komig annarri þjóð, sem á í vök að verjast illa, sé úr lausu lofti gripin, gefur hann í skyn, að fréttin sé sönn. Þessari frétt er svo slegið upp sama daginn og Krustjoff hefur viðræður við Kekkonfili, ,.Það getur ekki farið yaýrJi'k Ejnari Olgeirssyni, hve alvarlegar áfleiðingar slíkur á- burður getur haft fyrir Finna. Væri illt til þess að vita, ef svo væri þessu varið, að hér sé um skipulegar aðgerðir að ræða af hálfu Sovétríkjamna og íðlenzkir Eyðing svartbaks Þeir Gísli Guðmundsson, Sig urður Ágústsson og Halldór E. Sigurffsson flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 66 23. júní 1936, um eyðingu svart- baks (veiðibjöllu). Frumvarpið hljóðar svo: 1. gr.: 2. málsl 1. málsgr. 4. gr. laganna orðist svo: Þó er ríkissjóði eigi skylt að greiða meira en kr. 6.00 fyrir hvern skotinn svartbak. — 2. gr.: Fyrir „10—100“ í 5. gr. laganna komi: 100—1000. — 3. gr: Fyrir „50—300“ í 6. gr. lag- anna komi: 500—3000. — 4. gr.: Á eftir 7. gr. laganna komi ný grein, svohljóðandi: Ráðfaerra set ur reglugerð samkvæmt lögum þessum. — 5. gr.: Lög þessi öðl- ast þegar gildi. f greinargerð frumvarpsins seg ir: , Frv. um breyt. á 1. um eyðingu svartbaks var flutt á síðasta þingi. Fólst í því hækkun skotmanns- launa og sekta. Það frv. var sam- þykkt í neðri deild og við tvær umræður í efri deild, en varð ekki útrætt. Árið 1936 voru sett lög um eyð ingu svartbaks (veiðibjöllu) Með þeim lögum var sýslunefndum og bæjarstjóraum heimilað og — ef fyrir lá áskorun a. m. k. 5 æðar- varpsnotenda — gert skylt að á öðrum tug aldarinnar, upp í nál. arsjóða, þótt tillaga um það haf: gera samþykktir um eyðingu svart! 4600 kg», en síðostu 5 árin. sem ekki verið tekin upp í þetta frv baks. Ábúendum jarða var jafn-j skýrslan tekur til, hefur hún ver-1 Sem fylgiskjöl meg frumv. eru frámt gert skylt að eyða svartbaks ið innan við 2000 kg. að meðaltali.1 skrár yfir dúntekju í landinu : svartbak með skotum, skyldi rík- issjóður greiða helming skotmanns launa, allt að 20 auriun fyrir hvem skotinn fugi, en greiðslu skotmanmslauna að öðm leyti skipt jafnt milli sveitar og sýslu. Árið 1914 voru svo sett ný tíma- bundin lög um eyðingu svarbbaks. Áttu þau fyrst að gilda um tveggja ára skeið, en voru síðar framlengd allt til ársins 1954. Þessi lög frest uðu framkvæmd laganna frá 1936, og eru enn í gildi. Hins vegar em hin gömlu ákvæði frá 1936 um greiðslu skotmannslauna úr rík- issjóði löngu orðin úrelt vegna verðlagsbreytinga og sömuleiðis ákvæðin um sektir fyrir ag van- rækja eyðingu svartbakseggja o. fl. og lögin því gagnlaus. í þessu frv. er lagt til, að úr þessu verði baétt. Gert er ráð fyrir, að skot- mannslaun verði 12 kr. fyrir hvem skotinn svartbak — þar af helm ingnr úr ríkissjóði —, og má ætla, ag það nægi til þess að lögin geti borið árangur Flm. þessa frv hafa afiað sér vitneskju um dúntekju i landinu ár hvert á tímabilinu 1900—1959, eða um 60 ára skeið. Eins og sjá má ,á skýrslum á fylgiskjali I, hef- ur dúntekja farið mjög minnkandi síðustu áratugina. Hæst komst dúntekjan (hreinsaður æðardúnn) á öðrum tug aldarinnar, upp í nál. ungunum, þegar þeir byrja að fleyta sér á sjó, valdi hér miklu um, enda virðist honum hafa fjölg að til muna. Ef takast mætti að fækka svartbak svo, að um mun- aði, má ætla, að æðarfugli færi að fjölga og dúntekjan ykist. Og þegar á það er litið, að hvert kg. af hreinsuðum æðardún var á sl. ári talig 1300—1400 kr. virði, að frádregnum sölukostnaði, er auð- sætt, að tilvinnandi er íyrir þjóð arbúið að leggja nokkuð í kostn- að til ag eyða vargi I nágrenni æðarvarpanna og stuðla þannig að aukningu hinnar verðmætu framleiðslu, sem hér er um að ræða, þar sem æðardúnninn er. Samkv. skýrslu á fylgiskjali II hefur á árinu 1957 verið talinn fram æðardúnn í rúmlega 70 hreppum. Hér eiga því nokkuð margir hlut að máli — og víða urn landið. Ef í ljós kæmi, að eyð ing svartbaks miðaði áð því að auka vörpin, svo að um munaði, má gera rág fyrir, að það yrði til þess að glæða áhuga manna al- mennt fyrir æðarvörpum og aukn ingu þeirra með öðrum aðferðum. í lögunum frá 1941 var gert ráð fyrir sérstöku gjaldi af æðardún í sambandi við þetta mál. Er að sjálfsögðu athugandi að lögleiða slíkt gjald, t. d. til sýslu- og sveit memn hafa léð sig til að svíkjast þannig aftan að okkar finnsku bræðrum á örlagastundu þeirra. Hver er heimildin? Guðmundur .f Guðmundsson endurtók, að fréttin hefði ekki við nokkur rök að styðjast. Þjóð- viljinn hefði hins vegar fuUyrt, að hann hefði fyrir fréttinni ör- ugga heimild og skoraði utanrík- isráðherra á Einar Olgeirsson og Þjóðviljann ag upplýsa hver þessi örugga heimild væri Þá sagðist utanríkisráðherra ekki geta gefið neinar yfirlýsingar, er gUda ættu fyrir íslendinga um alla framtíð. Til þess hefði hann ekkert vald. „Dauðhræddur um, aí» fréttin sé rétt“ Einar Olgeirsson sagðist vera dauðhræddur um ag fréttin í Þjóð viljanum væri rétt, þrátt fyrir yf- irlýsingar utanrikisráðherra. Sagð ist Einar fyrir sitt leyti óska Finn um alls góðs í samningunum við Rússa, en sagðist ekki geta fengið skilið í hvaða sambandi þessi frétt gæti verið við þá samninga, og þrátt fyrir alla samúð með Finn um eigum við fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfa og okkar þjóð. Skoraði Einar enn á utan- ríkisráðherra að gefa yfirlýsingu um, að hér yrði aldrei veitt hem aðaraðstaða fyrir Þjóðverja. Nííiingsbragð Bjarni Benediktsson taldi ótrú- legt, að málgagn flokks Einars Olgeirssonar hirti slíka stórfregn sem unnið hefffi verið í íslenzkri blaðamennsku. Rétt og rangt Lúðvík Jósepsson sagðist ekk- ert geta sagt um það á þessu stigi málsdns, hvort frétt Þjóðviljans væri rétt eða röng, hann hefði ekki kannað málið. Skoraði Lúð- vík á ríkisstjórnina að lýsa því yfir, að tilgangslaust væri fyrir Vestur-Þjóðverja að fara fram á herstöðvar hér, því að ekki kæmi til mála að veita slíka aðstöðu. Samkvæmt málflutningi forsætis- ráðherra myndi slík yfirlýsing styrkja mjög samningaaðstöðu Finna. Vita þeir ekkert? Bjarni Benediktsson kvag það undarlegt, að hér skyldu vera haldnar langar ræður um að ekk ert mark væri takandi á yfirlýs- ingum ríkisstjórnarinnar og svo væri af sömu mönnum krafizt, að ríkisstjórnin gæfi yfirlýsimgar um framtíðarathafnir, sem núverandi ríkisstjórn getur ekki gefjð fýrir næstu ríkisstjórnir. Bjarni taldi það skrýtið, að tveir valdamestu menn fíokksins skuli ekkert vita um sannleiks- gildi þessarar fréttar eða finna hjá sér hvöt til að spyrja eftir heimildinni. Ekki hægt a$ heimta heimildir Einar Olgeirsson sagði. að ekki væri hægt að heimta það af blaða mönnum ag þeir gæfu upp allar heimildir sínar. Þá taldi Einar æskilegt, ag allir flokkamir stæðu saman að yfirlýsingu um, að Þjóð verjum yrðu aldrei veittar her- stöðvar hér á landi Hættuleg vinnubrögtS Guðmundur f. Guðmundsson sagðist ekki geta fellt sig við slík vinnubrögð, að dagblað gæti logið upp hinu og þessu og síðan væru ríkisstjórnir knúnar til ag gefa yfirlýsingar um málið, sem gilda án þess að hafa samráð yið hann, skyldu um aldur og œvi Þjó3vilj og bera undir hann heimildina. Skoraði Bjarai á Einar, að lýsa þessa fregn tilhæfulausa með öllu eða koma fram með þá heimild, sem Þjóðviljinn teldi örugga. Þá benti Bjarni á, að það væri und- arlegt, að Einar skyldi ekki vilja fallast á, að þessi fregn Þjóðvilj- ans gæti komið Finnum illa og las forsætisráðherra upp úr Þjóð viljanum síðustu daga máli sínu til stuðnings, en þar er tekið und ir kröfur Rússa um viðræður við Finna vegna aukinna hernaðará- hrifa Vestur-Þjóðverja á Norður- löndum. Allt það, sem Rússar hafa notað, sem átyllu og bent á sem aukin áhrif Þjóðverja, er miklu minna, en þessi áburður Þjóðviljans. Sagði Bjarni þetta ó- þokkaverk hið mesta gagnvart Finnum og mesta nfðingsbragð, inn myndi fljótur að ganga á lag- ið. Þá taldi utanríkisráðherra, að slík yfirlýsing væri undanláts- semi við ógnanir Rússa við Norð- urlönd, því túlka mætti að slík yfirlýsing væri gefin undir ógn- unum Rússa. Skiptir ekki máli, hvort fréttin er rétt e<Sa röng Lúðvík Jósepsson sagði, að aðal- atriðig í þessu máli væri ekki, hvort fréttin í Þjóðviljanum væri rétt eða röng. heldur hvað ríkis- stjómin hyggðist fyrir í framtíð inni í þessum málum og taldi Lúð vik fráleitt, að ríkisstjórnin gæti ekki gefig yfirlýsingu um að V- Þjóðverjum væri tilgangslaust að leita eftir hernaðaraðstöðu hér á landi ,því hún yrði ekki veitt. eggjum, hverjum í sínu landi. Væri ákveðið í samþyfckt að eyða Það er almenn skoðun, að svart- 1900—1959 og dúntekia í einstök j bakurinn, sem situr fyrir æðar- i um hreppum árið 1957 I Nauðungaruppboð verður haldið að Bárugötu 15, hér í bænum, eftir kröfu tollstjórans í Reykjavik, þriðjudaginn 5. des. n. k. kl. 2.45 e. h. Seld verður stór tauvinda. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.