Tíminn - 12.12.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.12.1961, Blaðsíða 7
T f MIN N , þriSjudaginn 12. desembcr 1961 Sjómenn fái jafna aöstööu við útvegsmenn Frumvarp ríkisstjórnarinnar um Verðlagsráð sjávarútvegs- ins var til 2. umr. í neðri deild í gær. Sjávarútvegsnefnd hafði klofnað um málið og skiluðu minnihlutarnir, Gísli Guðmundsson og Geir Gunn- arsson sérálitum um málið. Umræðunni var frestað kl. 4, en hófst að nýju kl. 9 í gær- kvöldi. , ' - . \. Pétur Sigurðsson mælti fyrir á- liti meirihluta sjávarútvegsnefnd ar. Sagði Pétur að meiri'hlutinn viídi ekki fallast á verulegar breyt ingar á frumvarpmu, þar sem málinu væri þar með stefnt í hættu. Pétur hafði sagt við 1. umr. málsins, að ha'hn myndi bera fram breytitigatillögur við frumvarpið, þar sem kveðið væri á um, að sjó menn fengju jafna hlutdeild í ráð inu og útvegsmenn, en Pétur kvað meirihluta sjávarútvegsnefndar vera þeirrar skoðunar, að þar sem hér væri um víðtækt samkomulag að ræða um skipan neftidarinnar, þá væri eigi ráðlegt að gera á henni breytingar. Þó hefði meiri- hlutinn viljað gera breytingu á 9. gr., sem fjallar um skipan yfir nefndarinnar, eu meirihlutinn legg ur til að hún orðist svo: „Nú næst ekki einróma sam- komulag í verðlagsráði um verð í einstökum atriðum eða verð sjávarafla í heiid fyrir tilskilinn tíma, og skal þá vísa ágreinings- atriðunum til sérstakrar yfirnefnd ar. Skal hún skipuð fimm mönn , um, tyeimur tilnefnum af fisksölu aðiium í verðlagsráði, og skal ann ar tilnefndur úr hópi fulltrúa L. Í.Ú., og má hann ekki eiga aðild að fiskkaupum, vera félagsbund- itin eða hafa hagsmuna að gæta í samtökum fiskkaupenda þeirra, sem tilnefna menn í verðlagsráð- ið, skv. B-lið 1. gr., eft hinn úr hópi sjómannafulltrúa, tveimur tilnefndum af fiskkaupendum i verðlagsráði, og skal a.m.k. annar lilnefndur af þeim aðila, sem á- greiningur er við, og einum odda manni, sem verðlagsráð kemur sér faman um. Nú nær verðlagsrpð ekki ein- rn-a sarpkomulagi um skipun •'-Mamanns í yfirnefndina innan ° sólarh”'nga, frá því að ákvörð- ívn var tekin um vísun ágreinings t?l vfirnefndar. og skal þá odda- m-'ður tilnefndur af hæstarétti. Þannig skipuð fellir vfirnefndin fii!lnaðarúrsk'irð um ágreinings- rt”iði. og ræður meiri hluti at- kvæða úrslitum." C.ísli Guðmundsson mæltt fyrir álíti 1. minnihluta sjávarútvegs- nefndar, en hann vill gera meiri breytingar og víðtækari á frum- varpnu en meirihlutinn. Nefndar- álit Gísla Guðmundssonar er svo- hljóðandi: Með frv. þessu er yfir lýst af hálfu núverandi ríkisstjórnar, að ríkisstjórn og Alþingi verði að láta ákvörðun verðs og sjávarafla til sín taka. Hin frjálsa verð- myndun án opinberra af- skipta á þessu sviði, sem gert var ráð fyrir í ,.viðreisnar“- löggjöfinni, hefur ekki revnzt framkvæmanleg án tjóns, fyrir atvinnulíf landsmanna. o-g er það hí fram komið. sem margir ótt- uSusf í öndverðu, að svo mundi fara. r,!*»”mur tími Frv. var útbýtt á Alþingi föstu daginn 8. þ.m. Sama dag var það lekið Ul 1. unir. og afgreitt til 2. umr. Sjávarútvegsnefnd tók það Frá umræSum um Verðlagsráð sjávarútvegsins í gær til meðferðar á fundi s.l. latxgar- dag 9. þ.m. Meiri hi. nefndarinn ar ákvað þá að mæla með frv. með nánar trlteknum breyting- um ,sem grein var gerð fyrir á fundinum, en vildi ekki gera á þvf aðrar breytingar. Undirritað ur minnihl. taldi hins vegar þörf á að gera á því mun meiri breyt- ingar, og þegar ekki var undir það tekið af meirihl., taldi hann sig ekki geta staðið að nefndaráliti merihlutans og gefur nú út sér- stakt nefndarálit, þar sem hann gerir grein fyrir afstöðu sinni til málsins. Athygli skal vakin á því, að æsklegt hefði verið að geta haft lengri tíma tii að athuga mál ið og afla upplýsinga í sambandi við það. En boðað hefur verið, að afgreiðslu þess veri hraðað. Spor í rétta átt Það skal þegar tekið fram, að minnihluti telur með sérstöku til- liti til samkomulags, sem náðst hefur miUi aðila, rétt að greiða fyrir því með löggjöf, að verð á sjávarafla verði ákveðið í tæka tíð hverju sinni, og því spor í rétta átt, að frv. þetta skuli vera komið fram. Þess verður þó að gæta, að ákvæði löggjafarinnar I séu við það miðuð, að þau séu líklega til að bera æskilegan árang ur. Sammála um höfuSstefnu Átta manna stjórnskipuð nefnd samkv. tilnefningu samtaka þeirra sam kaupa og selja sjávarafla (4 frá sj'ómönnum og útgerðarmönn- um og 4 frá fiskkaupendum), hef ur unnið að undirbúningi frv. Þeir virðast og hafa verið sammála um stofnun verðlagsráðs, er skipað yrði annars vegar fulltrúum fisk- kaupenda eða vinnslustöðva, en hins vegar fulltrúum fisksöluað- ila, þ.e. sjómanna og útgerðar- manna, og einnig um það, hvaða félög eða samtök skyldu tilnefna fulltrúana. Þá voru nefndarmenn sammála um það, að sú verð- ákvörðun skyldi gilda, sem sam- komulag yrði um milli allra þeirra fulltrúa fiskkaupenda og fisksölu- aðila, sem aðild ættu að verfflag- ingu samkv. frv. Einnig að öðru leyti virðast nefndarmenn hafa verði 'sammála um ákvæði frv. að tveimur atriðum undanskildum. Þessi tvö atriði eru.: 1. Hlutdeild aðila í verðlagsráði og fjölda fulllrúa í þvi. 2. Skipun og úrskurðarvald yfir nefndar. A ffs-einingsatriíiin Tillaga meirihl. nefndarinnar. sem tekin er upp L frv. um hlut- deild aðila - í verðlagsráði og fjölda fulltrúa, var samþykkt í nefndinni með 5:3 atkvæðum, en minnihl. bar þó ekki fram sam- eiginlega tillöpu Tillaga um sátta tilraunir í stað vfrnefndar með úr skurðarvaldi var felld í nefndinni með 6:1 atkvæði. en einn nefndar manna sat hjá við atkvæða- greiðslu. Breytingatillögur 1. minnihl. sjávarútvegsnefndar eru að veru- !“'íu leyti við það miðaðar að taka tillit til afstöðu minnihl í undir- búningsnefndinni í þvi skyni að auka líkuT fyrr allsherjarstuðn- ingi við löggjöfina í framkvæmd Hér eru því m.a. gerðar breytinga tillögur, að nokkru leyti nýjar. um þau efni. er ekki varð ftillt samkomulag um í undirbúnings- nefndinni. Sjálfsagftar breytingar Efni þeirra breytinga, sem minnihl. sjávarútvegsnefndar tel- ux rétt að gera á frv. er í aðalat- riðum sem hér segir: 1. Fulltrúum fisksölua'ðila verði fjölgað um einn, þannig að Alþýðusamband íslands fái tvo fulltrúa í stað eins, sem gcrt er ráð fyrir I frv. Full- trúar sjómanna verða þá jafn- margir og fulltrúar útgerðar- manna, en eru einum færri samkv. frv. 2. Fulltrúum fiskkaupenda verði fjölgað um einn, þannig að félög fiskvinnslustöðva á Norð ur- og Austurlandi og á Vest- fjörðum fái einn fulltrúa hvort, en fulltrúum Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna jafnframt fækkað um einn. Minnihl telur eðlilegt og sæki legt, að hin nýstofnuð'u sam- tök norðan-, austan- og vest- anlands fái þá aðstöðu, sem hér er um að r&ða, til að koma á framfæri sjónarmið- um sínum og sérþekkingu. 3. Sett verði ákvæði, sem tryggi það, að fulltrúar í verðlags- ráði eigi ekki hagsmuna að gæta, sem fari í.bága við hags muni aðila, sem þeir eru full- trúar fyrir. 4. Stofnun yfirnefndar með odda i manni tilnefndum af hæsta- rétti komi ekki til fram- kvæmda, nema fyrir liggi sam þykkt meirihl. (5) fulltrúa fisksöluaðila og meirihl. (5) fulltrúa fiskkaupenda. Hins vegar ætti eklsert að vera at- hugavert við það, að yfirnefnd með oddamanni tilnefndum með samkomulagi kveði npp úrskurð, cins og gert er ráð fyrir í frv. 5. Verðákvörðun verðlagsráðs eða yfirnefndar gildi ekki lengur en fyrir eina vertíð eða . veiðitímabil í senn. 6. Kostnaður samkv. Iögunum greiðist úr ríkissjóði, en ekki úr fiskimálasjóði, eins og gert er ráð fyrir í frv., enda er sú stofnun víst síður en svo af- lögufær, en hefur mikilsverðu hlutverki að gegna við upp- byggingu atvinnulífs við sjáv- arsíðuna víðs vegar um land. Breytingatillögur Gísla Guðmunds sonar eru svohljóðandi: 1. Við 1. gr. Greinin orðist svo: Verðlagsráð sjávarútvegsins hef ur á hendi aðalframkvæmd laga þessara. Sjávarútvegsmálaráðherra skipar í verðlagsráð eftir tilnefn- ingu eftirtalinna aðila, þannig: A. Af hálfu fisksöluaðila: 4 fulltrúar tilnefndir af Lands sambandi ísT. útvegsmanna. 2 fulltrúar tilnefndir af Al- þýðusambandi íslands. 1 fulltrúi tilnefndur af Sjó- mannasambandi íslands. 1 fulltrúi tilnefndur af Far- manna- og fiskimannasam- bandi íslands B Af hálfu fiskkaupenda: ’ 2 fulltniar tilnefndir af Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna. 2 fulltrúar tilnefndir af Sölu- sambandi íslenzkra fiskfram leiðenda. 1 fulltrúi tilnefndur af Samb ísl. samvinnufélaga 1 fulltrúi tilnefndur af Samlagi skreiðarframleiðenda. 1 fulltrúi tilnefndur af Félagi fiskvinnslustöðva á Norður- og Austurlandi 1 fulltrúi tilnefndur af Félagi fiskvinnslustöðva á Vestur- Iandi. 3 fulltrúar tilnefndjr af Félagi síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi. 1 fulltrúi tilnefndur af stjórn síidarverksmiðja ríkisins. 1 fulltrúi tilnefndur af samtök um síldarverksmiðja á Norð ur- og Austurlandi. 2 fulltrúar tilnefndir af Félagi síldarsaltenda á SV-landi. 2 fulltrúar tilnefndir af verk- smiðjueigendum á Suðvestur landi. Fulltrui fisksöluaðila í verðlags ráði eða yfirnefnd samkv. þessum lögum getur Sá ekki orðið, sem á eða rekur fiskkaupafyrirtæki, er hluthafi í félagi, sem á eða rekur slíkt fyrirtæki, eða meðeig- ancli, ef um sameignarfélag er að ræða, nema hann eigi bersýnilega meiri hagsmuna að gæta sem fisk- seljandi. Fulltrúi fiskkaupenda í verðlags ráði eða yfirnefnd, samkv. þess- um lögum, getur sá ekki orðið, sem selur sjávarafla eða er þátt- takandi í fyrirtæki, sem selur sjáv arafla, sbr. síðustu málsgr., nema Iiann eigi bersýnilega meiri hags muna að gæta sem fiskkaupandi. Fulltrúar í verðlagsráði skulu| skipaðir til 2 ára í senn. Vara-' menn skulu tilnefndir á sama hátt og taka sæti í verðlagsráði í for- föllum skipaðra fulltrúa. Verðlags ráð kýs sér formann og ritara til eins órs í senn, annan úr hópi fisksöluaðila og hinn úr hópi fisk kaupenda. Skulu þeir ásamt fram kvæmdastjóra undirbúa fundi ráðs ins. Verðlagsráði er heimilt með sam þykki ráðherra að ráða sér fram- kvæmdastjóra og annað starfsfólk er annist dagleg störf, eftir því sem þörf krefur. 2. Við 2. gr. í stað „14“ komi 16. 3. Við.3. gr. Greinin orðist svo: Þegar ákveða skal verð á fiski, rækjum, humar og öðrum sjávar- afla öðrum en síld, skal verðlags- ráð skipað 8 fulltrúum fisksölu- aðila skv. 1. gr. og 8 fulltrúum fiskkaupenda þannig: 2 frá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, 2 frá Sölusambandi ísl. fiskframleið- enda, 1 frá Sainbandi ísl. sam- vinnufélaga, 1 frá Samlagi skreið arframleiðenda, 1 frá Félagi fisk vinnslustöðva á orður- og Austur landi og 1 frá Félagi fiskvinnslu- stöðva á Vestfjörðum. 4. Við 4. gr. Greinin orðist svo: Þegar ákveða skal verð á síld, sem veidd er við Norður- og Aust urland, skal verðlagsráð skipað 8 fulltrúum fisksöluaðila skv. 1. gr. og 8 fulltrúum fiskkaúpenda þannig: 1 frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, 1 frá Sambandi ísl samvinnufélaga, 1 frá Félagi fisk- vinnslustöðva á Norður- og Austur landi, 3 frá Félagi síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi, 1 frá stjórn síldarverksmiðja ríkisins og 1 frá samtökum síldarverksm. á Norður- og Austurlandi. Þegar ákveða skal verð á síld. sem veidd er við Suður- og Vestur land, skal verðlagsráð skipað 8 fulltrúum fisksöluaðila samkv. 1. gr. og 8 fulltrúum fiskkaup- enda þannig: 2 frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, 1 frá Samb. ísl. samvinnufélaga, 1 frá Félagi fis'kvinnslustöðva á Vestfjörðum, 2 frá Félagi síldarsaltenda á Suð vesturlandi og 2 frá eigendum síld arverk’smiðja á Suðvesturlandi Um skiptingu miili svæða skal ákveða með reglugerð. 5. Við 9. gr. Greinin orðist svo: Nú næst ekki fc'amkomulag í verðlagsráði um verð á einstökum atriðum eða verð sjóvarafla í 'heild fyrir tilskilinn tíma, og skal þá sl pa fimm manna yfirnefnd þannig: 1. Tveir tilnefndir af fisksöluað- ilum í verðlagsráði, annar úr hópi fuÖtrúa L.Í.Ú., en hinn úr hópi sjómannafulltrúa. 2. Tveir tilnefndir af fiskkaupend- um í verðlagsráði og a.m.k. ann ar þeirra af þeim aðila, sem ágreiningur er við. 3. Oddamaður, sem verðlagsráð kemur sér saman um. Nú næst ekki samkomulag í verðlagisa'áði um oddamann,- og skal þá að fengnu samþykki meiri hluta fulltrúa fisksöluaðila og meiri hluta fulltrúa fiskkaupenda oddamaður tilnefndur af hæsta- rétti. Ef yfirnefnd verður fullskipuð, félíir hún fulliiaðarúrskurð um ágreiningsatriði, og ræður einfald ur meirihluti atkvæða úrslitum. 6. Við 10. gr. Upphaf greinarinn- ar orðist svo: Ákvarðanir verðlagsráðs eða yfirnefndar eru bindandi sem lágmarksverð, þó ekki lengur en eina vertíð eða veiðitímabil, og má o.s.frv. 7. Við 11. gr. Fyrir „fiskimála- sjóði“ komi: ríkissjóði. Geir Guanarsson mælti fyrir á- liti 2. minnihluta. Sagði hann, að hlutur sjómanna væri mjög fyrir borð borinn í þessu frumvarpi, enda hefðu viðbrögð þingmamia sýnt þar gerla, er þetta frum- varp var lagt fram og tekið til 1. umr. Þá lýsti einn þingþiaður úr stjórnarliðinu því yfir, Pétur Sigurðsson, að hann myndi ekki sætta sig við svo skarðan hlut sjómönnum til handa í skipan verðlagsráðsins, en því miður virð ist hafa verið kippt í spottana á æðri stöðum og m.a. þessi þing maður gugnað — og ríkisstjómin virðist þannig hafa tekizt að brjóta niður alla viðleitni til sanngirni í stjórnarliðinu. Geir gerði grein fyrir breytingatillögum þeim, er hann flytur við frumvarpið, en þær eru sniðnar eftir tillögum minnihlutans í undirbúningsnefnd inni, Tryggva Helgasyni, fulltrúa A.S.Í. Lúðvík Jósepsson sagði, að breyt ingatillögur meirihluta sjávarút- vegsnefndar væru mjög veigalitl- ar, en þó væri í þeim reynt að gæta þess að þeir, sem skipaðir eru í yfirnefndina hafi ekki and- stæðra hagsmuna að gæta, en þeir c-ru fulltrúar fyrir. En hví er þetta ákvæði ekki látið einnig taka til skipunar sjálfs verðlagsráðsins i tillögum meirihlutans? Finnur hann ekkert athugavert við það, að fulltrúar LÍÚ í verðlagsráðinu sjálfu geti verið fiskkaupendur? — Sagði Lúðvík, að svo virtist sem verðlagsráðið ætti ekki að vera annað en lammi utan um yfir- nefndina, sem skipuð yrði 5 íhönn- um, sem réðu ákvörðun fiskverðs ins. Svo væri þó frá skipun yfir- nefndarinnar gengið, að sá mögu- leiki er fyrir hendi, að yfirgnæf andi meirihluti sjómanna eigi eng- an fulltnia í yfirnefndinni. þar sem undir hælinn er lagt. að ASÍ. sem fer með umboð aljs þorra sió- manna eigi fulltrúa í nefndinni. því að Sjómannasamband íslands. sem fer með umboð aðeins fárra sjómannafélaga á Suðve^turlandi eða Farmanna- og fiskimannasam band íslands. sem er félag vfir manna, geta eins hlotið fulltrúann í yfirnefndinni og siómenn á Vest fjörðum. Norðurlariii Ausn'- landi og i Vestmannaeyjum verða þá algerlega afskiptir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.