Tíminn - 12.12.1961, Page 14

Tíminn - 12.12.1961, Page 14
14 T í M I N N , þrigjudaginn 12. desember 1961 arinnar og reynið að frelsa Rósamundu og yður sjálfa Hann stakk hendinni inn á brjóstið og dró gamla hringinn með leyndardóms- fullu merkjunum upp og fékk Masondu. — Þér treystið mér furðu vel, sagði hún, er hún skoðaði hringinn nákvæmlega við tunglsljósið, bar hann að enn inu og stakk honum svo í barm sinn. — Já, svaraði Godvin. — Eg treysti yður, þótt ég viti ekki hvers vegna þér ættuð að voga slíkt okkar vegna. — Hvers vegna? ' Máske vegna hatur^, því að Sínan stjómar ekki með kærleika, máske er ég fús til að hætta lífi mínu vegna þess að villt blóð rennur í æðum mínum, máske vegna þess að þér frels uðuð mig frá Ijónynjunni. En hvað kemur yður það við, hvers vegna ein af konuspæj urum launmorðingjans kýs að gera þetta eða hitt? Hún þagnaði og stóð frammi fyrir honum; brjóst hennar bifaðist og augu henn ar tindruðu. Godvin fann hjarta sitt slá ákafar, en áður en hann gæti svarað, mælti Vulf: — Þér báðuð okkur um að eyða ekki orðum, Masonda, segið okkur því, hvað við eig um að gera. — Um þetta leyti annað kvöld munuð þér berjast við Lozelle á brúnni, sagði hún. — Því verður ekki afstýrt, því að öll borgin er í uppnámi, og hvað sem skeður vill Sínan ekki svipta þá þeirri sjón. Vera má að þér fallið, þótt fjandmaður yðar sé raggeit, en þér vaskir, því að hugrekki eitt nægir ekki, heldur her- kænska og snarræði og má- ske margt fleira. Pari svo, mun Sir Godvin berjast við hann, og hvernig þeim bar- daga lýkur, getur enginn sagt fyrir. Fallið þið báðir, mun ég gera sem ég get til að frelsa systur ykkar og koma henni til Salhedíns, því að hjá hon um mun henni vera óhætt. Geti ég ekki bjargað henni, mun ég sjá um að hún ráði sjálfri sér bana. — Þér sverjið það? sagði Vulf. — Eg hef sagt t>að og það er nóg, svaraði hún óþolin- móð. — Þá mun ég mæta Lozelle riddara með glöðu geði, sagði Vulf. Masonda hélt áfram: — Ef þér sigrið, Sir Vulf, eða bróðir yðar, að yður fölln um, þá ríðið þið báðir eða ann ar á harða spretti að hallar- hliðinu, sem liggur meira en mílu frá hallarbrúnni. Enginn hestur getur fylgt ykkur eft ir, en þér megið ekki stanza við hliðið, heldur ríða eins og hestarnir komast hingað. Garðamir munu þá verða mannlausir, því að allir borg arbúar munu safnast saman á götum og húsaþökum, þar í nánd, sem einvígið er háð. Það er aðeins ein hætta, og hin dökku augu hennar voru full af tárum. Bræðurnir sneru við og God yin hneigiM sig fyrir henni, svo að kné hans námu við jörðina. Hann tók hönd henn ar, kyssti hana og sagði með blíðri röddu: — Héðan af allt lífið í gegn þjónum við tveimur konum, já, allt til dauðans. — Getur verið, sagði hún sorgbitin, — tveimur konum, en einni ást. Síðan yfirgáfu þeir hana, H. RIDER HAGGARD BRÆÐURNIR SAGA FRA KROSSFERÐATÍMUNUM hún er sú, að verðir verði sett ir fyrir utan hellisdyrnar, þvi að Salhedín hefur sagt Alje- bal strið á hendur, þvi þótt fáir þekki þennan veg. mun þykja tryggara að setja þar vörð. Pari svo, verðið þið að drepa þá. Sir Godvin, hér er annar lykill til, ef svo færi að þér yrðuð einn, þá þér notið hann. Hann tók við lyklinum og hún hélt áfram: — Hvort sem þér náið þess um helli annar eða báðir, þá gangið inn með hesta ykkar; læsið svo dyrunum og berið að hurðinni og bíðið svo. Heppnist fyrirætlun mín, mun ég og prinsessan hitta ykkur hérna. En verði ég ekki kom in í dögun og við verðið ekki fundnir né yfirunnir, sem ekki ætti að vera, því að einn maður getur varið þessar dyr gegn mörgum, þá vitið þið að hið versta hefur skeð. Flýið því til Salhedíns og vísið hon- um þessa leið, svo hann geti hefnt sín á Sínan fjandmanni sínum. Þó svo fari, þá efizt ekki um, að ég hafi gert það, sem mér var unnt. Því að mis heppnist þetta, hlýt ég að deyja hræðilegum dauða. Lif- ið því heilir þar til við finn- umst aftur, eða finnumst ekki — farið nú, þið ratið leiðina. Þeir sneru við, en þegar þeir höfðu gengið nokkur skref, varð Godvin litið á Mas ondu. Tunglið skein skært á andlit hennar, og þeir sáu að skriðu gegnum runnana út á veginn, reikuðu um stund með al hinna dreymandi manna ogy komust svo klakklaust til herbergis síns. —O— Það var aftur komið kvöld. Tunglið skein í fyllingu yfir hamravigjum Masyaf. Bræð- úrnir riðu hvor við annars hlið út úr hliðinu andspænis gestahúsinu, á hinum fögru reiðskjótum sínum, og tungls geislarnir spegluðu sig í her- klæðum þeirra og vopnum. Umhverfis þá , y#i&nft&gdar- sveit. þeirra og fjöld^fóilks gekk á undan og eftir. Þessi morðsólgna þjóð hafði nú um stund kastað af sér leyndardómshjúpnum. Þeir höfðu um stun dhrist af sér óttann vegna áhlaups hins volduga fjandmanns þeirra, Salhedín. Dauðinn var heróp þeirra og þeir þekktu hann í margs konar myndum. Dag- lega lögðu Pedejar af stað frá múrunum til þess V að myrða einn eða annan höfð- ingja eftir boði Sínans. Plest- i'r þeirra komu ekki aftur, beir biðu vikur, mánuði, já, ár eftir ár þangað til tækifær ið gafst, að þeir gætu rétt hin um dauðadæmda eiturbikar- inn eðá stungið hann með rýt ing, eða fallið sjálfir. Gætu þeir ekki framkvæmt boð! herra síns, var þeim dauðinn | vís, er heim kom. Höfðingi! þeirra var sjálfur sverð dauði ans. Að hans boði köstuðul menn sér ofan úr turnum og fram af hömrum, og fórnuðu konum sínum og börnum hans vegna. Laun þeirra héma megin var svo æiturbik arinn, og nautnaþrungnir draumar, og hinum megin paradís með alls konar hpld- legum unaðssemdum. En nú var þessari þjóð lofað óvenju legum sjónleik, þar sem Vest- urlandariddarar tveir áttu að heyja einvígi á örmjórri brú, sem margur hikaði við að ganga. Slíkt var þegið með ánægju. Viljað gat til, að maður og hestur hröpuðu sam an ofan í hyldýpið. Var það þeim regluleg hátíðarstund, og svo veizlan daginn eftir, er herra þeirra gengi að eiga hina fögru brúði sína, sem hann mundi verða fljótt leið- ur á, og mundi þá veitast sú ánægja, að verða áhorfendur að því, er henni yrði hrint fram af hömrunum eða byrl að eitur. Þetta var þeim því veruleg hátíðarstund, er fylgja mundu fleiri slíkar í náinni framtíð. Bræðurnir riðu áfram. Yfir andlitum þeirra hvíldi alvara og ró, þótt sú spurning hlyti að vakna í hjörtum þeirra, hvort þeir myndu fá að sjá árgeisla hinnar næstu rnorg- unsólar. í mannfjöldanum, j sem þyrptist umhverfis þá, ’ vaf hönd rétt að Godvin ogi hún hélt á bréfi. Hann tók það og las, var það mjög fá- ort og ritað á ensku: — Eg get ekki talað við ykkur. Guð veri með ykkur báðum, kæru bræður. Guð og andi föður míns. Berjizt bræð ur, og óttist ekki mín vegna, ég mun sjá um mig. Sigrið eða fallið, og bíðið mín í lífi og dauða. Á morgun tölumst við aftur við, líkamlega eða andlega. Rósamunda. Godvin rétti Vulf bréfið, en verðirnir höfðu gripið gamla og gráhærða konu, sem rétti beim bréfið. Þeir spurðu hana ýmissa spurninga, en hún hristi bara höfuðið. Þeir riðu hana svo undir, en fólksfjöld inn hló. — Rífðu sundur bréfið, mælti Godvin. Vulf gerði það og sagði: — Prænka okkar hefur hugrakkt hjarta. Við erum af sama bergi brotnir og munum ekki bregðast henni. Þeir komu nú á torgið við brúna; stóð mannfjöldinn þar í þéttum röðum til beggja handa, en miðsvæðinu héldu verðirnir auðu. Húsþökin, múr arnir og hver hæð, beggja megin við gjána, var þakið fólki. Gegnt, brúnni var relst ur pallur og þar sat Aljebal skrýddur skarlatsrauðum hát íðarbúningi og Rósamunda við hlið hans, skreytt gulli og gimsteinum. Frammi fyrir þeim stóð Masonda búin skrautklæðum, og bak við þau flokkur Daisa og hermanna. Bræðurnir riðu fram fyrir hásætið, stöðvuðu hesta sína og heilsuðu.með spjótum sín um að hermanna sið. Sam- stundis nálgaðist önnur sveit manna, frá hinni hliðinni og var þar kominn Lozelle með sínu föruneyti. Var hann 111- úðlegur að sjá og hlífum þak inn frá hvirfli til ilja. — Hvað! hrópaði hann er hann mældi þá með augun- um. — Á ég að berjast við tvo? Er þetta riddaralegt? — Nei, herra svikari, anz- aði Vulf. — Þér hafið barizt Þriðjudagur 12. desember: 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13 00 „Við vinnuna", Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18 00 Tónlistartími barnanna: Jór- unn Viðar kynnir vísnalög með aðstoð Þuríðar Pálsdóttur. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningaa\ 19.30 Fréttir 20.00 Tónleikar: Kvintett 1 Esdúr op. 11 nr. 4 eftir Johann Christ ian Bach (Félagar úr Alma Musica sextettinum leika). 20.15 Framhaldsleikritið „Hulin augu“ eftir Philip Levene í þýðingu Þórðar Harðarsonar; 8. þáttur: Síðasta hálmstráið. — Leikstjóri Flosi Ólafsson. — Leikendur: Róbert Arnfinns- son, Haraldur Björnsson, Helga Valtýsdóttir, Indriði Waage, Brynjólfur Jóhannesson, Helgi Skúlason, Rúrik Haraldsson, Guðmundur Pálsson, Krist- björg Kjeld, Bryndís Péturs- dóttir, Brynja Benediktsdóttir, Karl Guðmundsson og Þor- grímu.r Einarsson. 21.00 Skúli Magnússon landfógeti — 250 ára minning: a) Vilhjálmur Þ. Gíslason út- varpsstjóri talar um ritstörf hans. b) Birgir Kjaran alþm. bregð- ur upp svipmyndum úr lífi Skúla. 21.50 Söngmálaþáttur þjóðkirkjunn- ar (Dr. Róbert A. Ottósson söngmálastjóri). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lög unga fólksins (Jakob Þ. Möller). 23.00 Dagskrárlok. EIRÍKUR VtÐFÖRLI Ulfurinn og Fálkinn 120 Meðan skipin fjarlægðust land, hugsaði Eirikur um það, að nú yf- irgæfi hann fósturland sitt sem fá- tæklingur. Hann átti ekkert nema fötin, sem hann klæddist og skip- ið. Hann hrökk upp frá hugsun- um sínum, er hann heyrði kallað frá ströndinni. — Sveinn, hrópaði Eiríkur glaður, en svo sá hann Svein á hlaupum til sjávar og bófa flokk á hælum hans. Með öskri kastaði Sveinn sér í sjóinn og synti til skipsins, meðan örvadríf- an var allt í kringum hann. — Eg fann hann, herra, sagði Sveinn laf- móður, um leið og -hann klifráði upp á skipið og sýndi hréykinn hjálminn góða. Eiríkur hló og klappaði á öxl hans. Síðan sigldu Eiríkur víðförli og hinir traustu fylgismenn háns í átt t.il Hjaltlands — og Vínónu. Endir. ^

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.