Tíminn - 15.12.1961, Qupperneq 1
f borginni Vladimír átti heima ung-
ur kaupmaður, ívan Dmitrich Aksion-
ov að nafni. Hann átti þar tvær verzl-
anir og íbúðarhús.
Aksionov var fríður sýnum. Hann
hafði ljóst hár liðað, var mjög gaman-
samur og hafði ákaflega mikið yndi
af að syngja. Þegar hann var ungur,
var hann dálítið ölkær, og þá óstýrilát
ur, þegar hann hafði fengið sér of
mikið neðan í því, en eftir að hann
giftist, hætti hann að drekka nema
endrum og eins.
Eitt sumar, þegar Aksionov var að
fara á markaðinn í Nizhny og var að
kveðja fjolskyldu sína, sagði konan
hans við hann: — Ivan Dmitrich,
legðu ekki af stað í dag. Mig dreymdi
svo illa til þín.
Aksionov hló, og sagði. — Þú ert
hrædd um að ég fari á túr, þegar ég
fer á markaðinn.
Konan hans svaraði: — Eg veit ekk-
ert hvað það er, sem ég er hrædd við,
allt, sem ég veit, er það. að mig
dreymdi ljótan draum. Mig dreymdi,
að þú kæmir frá borginni, og þegar þú
tókst ofan húfuna, sá ég, að þú varst
orðinn grár fyrir hærum.
inn gekk til Aksionov og byrjaði að yf-
irheyra hann. Hann spurði, hver hann
væri og hvaðan hann kæmi. Aksionov
svaraði öllum spurningum hans, og
sagði: — Viljið þér ekki drekka te
með mér? En embættismaðurinn hélt
áfram að spyrja hann spjörunum úr,
og sagði: — Hvar gistuð þér síðast-
liðna nótt? Voruð þér einn, eða voruð
þér með kaupmanni, sem þér þekktuð?
Sáuð þér kaupmanninn í morgun?
Hvers vegna fóruð þér úr gistihúsinu
fyrir dögun?
Aksionov var undrandi yfir öllum
þessum spurningum, en lýsti öllu, sem
viö hafði borið, og bætti síðan við:
— Hvers vegna spyrjið þér mig svona
í þaula, rétt'eins og ég væri þjófur og
ræningi? Eg er að ferðast í verzlunar-
erindum fyrir sjálfan mig, og það er
óþarfi að vera að spyrja mig svona.
Þá kallaði embættismaðurinn á her
mennina og sagði: — Eg er embættis-
maður lögreglunnar i þessu héraði og
ég spyr yður vegna þess, að kaupmað-
urinn, sem þér voruð með síðastliðið
kvöld, hefur fundizt skorinn á háls
Við verðum að leita í dóti yðar.
Þeir gengu inn í húsið. Hermennirn-
SMASAGA EFTIR LEO TOLSTOJ
Aksionov hló. — Þetta er hamingju-
tákn, sagði hann. — Þú skalt bara ájá
hvort ég sel ekki allar vörurnar mínar,
og færi þér einhverjar gjafir af mark-
aðinum.
Svo kvaddi hann fjölskylduna og
hélt af stað.
Þegar hann hafði farið hálfa leið-
ina, hitti hann kaupmann, sem hann
þekkti, og tóku þeir sér gistingu á
sama veitingahúsinu yfir nóttina. Þeir
drukku te saman og gengu síðan til
sængur í samliggjandi herbergjum.
Það var ekki vani Aksionovs að sofa
fram eftir, og hann vildi vera á ferð
meðan kalt væri, svo að hann vakti
ökumanninn fyrir dögun og sagði hon-
um að spenna liestana fyrir. Fór síöan
yfir til eiganda gistihússins (hann bjó
í litlu húsi baka til), borgaði reikning
sinn og hélt áfram ferðinni.
Þegar hann hafði farið um það bil
tuttugu og fimm mílur, stanzaði hann
til þess að gefa hestunum. Aksionov
hvíldi sig stundarkorn í húsasundi hjá
veitingastaðnum, gekk síðan inn í and
dyrið og pantaði te, tók upp gítarinn
sinn og byrjaði að spila.
Allt í einu .kom vagn akandi með
glymjandi bjöllum, og út úr honum
steig embættismaður í fylgd með
tveimur hermönnum. Embættismaður
ir og lögreglumaðurinn leystu utan af
farangri Aksionovs og leituðu í honum.
Allt í einu dró embættismaðurinn hníf
upp úr poka og hrópaði: — Hver á
þennan hníf?
Aksionov glápti, þegar hann sá þá
draga blóðstorkinn hníf upp úr pok-
anum sínum, varð hann óttasleginn.
— Hvers vegna er þessi hnífur blóð
ugur?
Aksionov reyndi að svara, en gat
varla komið upp orði, stamaði bara:
— Eg — ég veit það ekki — ekki á ég
harin.
Þá sagði embættismaður lögreglunn
ar: — 1 morgun fannst kaupmaðurinn
skorinn á háls í rúminu. Þér eruð eini
maðurinn, sem hefur getaö gert það.
Húsið var lokað að innanverðu, og
þar var enginn annar. Hér er þessi
blóðstorkni hnífur í fórum yðar, og
andlit yðar og framköma kemur upp
um yður! Segið mér hvers vegna þér
drápuð hann, og hvað miklum pening
um þér stáluð!
Aksionov sór, að hann hefði ekki
gert það, að hann hefði ekki séð kaup
manninn, eftir að þeir drukku teið
saman, að hann hefði enga peninga
nema átta þúsund rúblur. sem hann
ætti sjálfur, og að hann ætti ekki
hnífinn. En rödd hans var brostin, and
litið fölt og hann skalf af ótta eins og
hann væri sekur.
Embættismaðurinn skipaði her-
mönnunum að binda Aksionov og setja
hann upp í vagninn. Þegar þeir bundu
fætur hans saman og hentu honum
inn í vagninn, signdi hann sig og grét.
Peningana og vörurnar tóku þeir frá
honum, og sendu hann til næstu borg-
ar. Þar var hann settur í fangelsi. Það
var gerð fyrirspurn í Vladimír, um
mannorð hans. Kaupmennirnir og aðr
ir íbúar borgarinnar svöruðu því til,
að á yngri árum hefði hann drukkið
og farið illa með tímann, en hann
væri góður maður. Þá kom málshöfð-
unin: hann var ákærður fyrir að hafa
drepið kaupmann frá Ryakan og rænt
af honum tuttugu þúsund rúblum.
Konan hans var örvæntandi og vissi
ekki, hverju hún ætti að trúa. Börnin
hennar voru öL ung, eitt þeirra var
á brjósti. Hún fór til borgarinnar, þar
sem maður hennar var í fangelsi, og
tók öll börnin með sér. í fyrstu var
1 henni ekki leyft að sjá hann, en eftir
margítrekaðar bænir fékk hún loks
leyfi hjá yfirvöldunum, og það var
farið með hana til hans.
Þegar hún sá manninn sinn hlekkj-
aðan og í fangabúningi, lokaðan inni
meðal þjófa og glæpamanna, þá hneig
hún niður, og kom ekki til sjálfs síns
fyrr en eftir langan tíma. Þegar hún
rankaði við, dró hún börnin að sér og
settist hjá manni sínum. Hún sagði
honum ýmislegt að heiman og spurði,
hvað fyrir hann hefði komið. — Hvað
getum við gert?
— Við verðum að biðja zarinn uiri,
að koma í veg fyrir að saklausum
manni sé tortímt.
Konan hans sagði honum, að hún
hefði sent bænarskjal til zarsins, en
því hefði ekki verið sinnt.
Aksionov svaraði engu, en var hnugg
inn á svipinn.
Þá sagði konan hans: — Það var
ekki út í bláinn að mig dreymri,
að hárið á þér væri orðið grátt. Þú
manst? Þú hefðir ekki átt að leggja
af stað þennan dag. Hún strauk fingr-
unum í gegnúm hárið á honum og
sagði: — Kæri Vanya, segðu konunni
þinni sannleikann. Varst það ekki þú,
sem gerðir það?
— Svo þú grunar mig líkal sagði
Aksionov, fól andlitið í höndum sér
og fór að gráta. Nú kom hermaður inn
til þess að segja, að konan og börnin
yrðu að fara, og Aksionov kvaddi fjöl-
skyldu sína í hinzta sinn. t
Þegar þau voru farin, rifjaði Aksio-
(Framhaid á 15. siðu>