Tíminn - 16.12.1961, Page 3

Tíminn - 16.12.1961, Page 3
3 * □□L'ÁBU'AÐ tTmAN'S 1 9'61 ★ JANE VAUGHAM siimar- leyfið í desember r - segir Jane Vaugham frá Astralíu í viðtali við frú Sigríði Thorlacius Ætlar 'þú heim • um jólin? heyrist nú víða spurt um þessar mundi.r. Æði oft fer svarið eftir því hvort langt er eða skammt að fara ,,heiim“. Fáir eiga lengra heim til sín frá Reykjavík um þessi jól, en Janc Vaughan, sem hingað er komin frá Ástralíu til að nema ís- lenzku við Hás'kólann, og er hún fyrsti stúdent frá þeirri heimsálfu, sem fengið hefur styrk frá íslenzka menntamáia- ráðuneytinu. — Hvaðan úr Ástralíu eruð þér ætt- aðar? — Ég er frá sveitaþorpi, sem Water- fall nefnist og er um 30 míium sunnan vi.ð Sydney. Þorpið st.endur á mjög fögr- um stað mill'i hæða í friðsælu lands- svæði, nokkuð frá ströndinni, og heitir þess'i landshluti New South Waies. Það- an er ekki mjög langt í fjallgarðinn mi.kla, sem l'iggur á löngu svæð'i fram með Ástralíuströnd. Er þar víða fagurt landslag, en hrikalegt, sums staðar ganga snarbrött fj’öil í sjó fram. Landið um- hverfis Waterfall er friðað, eins og ég sagði áðan. — Er það þjóðgarður, þar sem jurtagróður og dýralíf nýtur alger- lega verndunar. — Er þá mikið dýralíf þarna? — Já, einkum er þar mikið af kengúr- um og „wailaby", sem er smærra dýr af sama stofni og kengúran. Þá er þarna sérlega miikið af hjartardýrum, en þau eru aðflútt, voru ekki til í Ástralíu þeg- ar hvítir menn námu þar fyrst land. Þessi dýr hafa verið ,.svo lengi friðuð, að þau eru hæt.t að óttast manninn og hópast stundum inn á gökurnar í þorp- inu. Það er ekki óalgeragt að sjá glampa á hjartarhorn undir götuljósunum eða hindaraugu gægjast inn um stofuglugg- ann. Að næturlagi dunar gatan stundum af hlaupum dýranna, þau stökkva jafn- vel inn í garða og éta allt grænmetið. Kengúrumar eru næstum því eins frakk- ar og hirtimir. Af fug'Ium ber einna mest á kakadúfunum, en sérkennilegast ur er líklega „bower“-fuglinn. Hann er mjög skrautlegur og skrautgjarn. Eins og aðrir fuglar byggir hann hreiður til að kvenfuglinn geti verpt í það, en þar að auki byggir karlfuglinn sór einskonar ieikstofu á jörðinni. Botninn er ofin úr táguim og til1 hliðar eru veggjr um hálft annað fet á hæð, einnig úr greinum og tágum. Þetta hús sitt skreytir hann svo með ýmsu móti með blómum, blöðum, skeljum og fléiru, en alveg sérstaka á- girnd hefur hann á öllu, sem er blátt á lit. f þessu skrýtna húsi dansar svo karlfuglinn til að heilta kvenfuglinn, og auk þess hertmir hann eftir hinum ótrúlegustu hljóðum, ekki aðeins öðrum fuglum, heldur grátandi börnum, sauma vélum og geltandi hundum.- Þessir fugl- ar eru að jafnaði mannfælnir, en einn dag þegar mamma mín var ein heima og allt kyrrt í húsinu og garðinum, en alllangt er að næstu húsum, þá varð henni litið út um gluggann og sá tvo af þessum fuglum sitja undir limgerð- inu. — Hvaða atvinnu stunda menn aðal- lega í Waterfall? — Meðan járnbrautarvagnar voru dregnir af eimvögnum, var Waterfall þýði.ngarmikil járnbrautarstöð. Þangað var nefnilega dælt vatni neðan úr dal- botni til að fylla á eimkatlana. Þá var líka reist þar heilsuhæli fyrir berkla- sjúklinga. Nú hefúr þetta breytzt, því berklaveikin rénar ört og búið er að breyta hæHnu í elliheimili. Samt hafa sumir af þorpsbúum enn starf við þá stofnun og er faðir minn þeirra á meðal Nú eru járnbrautarlestimar drognar af dieselvélum og þurfa ekki lengur að taka vatn í Waterfall, svo að nú er minna að gera á járnbrautarstöðinni. Flest unga fólkið sækir vinnu til Sydney, en það er ekki lengra en svo, að þau ár, sem ég stundaði háskólanám fór ég alltaf á tniHi kvölds og morgna og var um klukkustund og tuttugu mínútur hvora leið. — Hvar sóttuð þér skóla áður? — f Waterfall er barnaskóli fyrir börn frá 5—12 ára og þegar ég var að alast upp, kenndi einn kennari okkur öllum, en þá voru um 30 börn í skólan- um. Nú eru þau víst helmingi fleiri, enda komnir tveir kennarar. En víða í dreifbýlinu verður fólk að senda börn í heimavistarskóla, eða annast sjálft kennslu þeirra með aðstoð útvarps og bréfaskóla, þar til skyldunáminu er lok- ið. Útvarp er mikið notað við kennslu, ekki aðeins fyrir dreifbýlið, heldur einn- ig í ýmsum sérgreinum, þanni.g að út- varp er í skólastofum og hver aldurs- flokkur getur hlustað á, t.d. kennslu í söng, þjóðdönsum og ýmsum fleiri grein um, en'auðvitað eru kennararnir einnig með í þessum kennslustundum. í dreif- býlinu er því stundum komið svo fyrir, að kennararnir og börnin geta talast við um talstöðvar og sambandið þannig orð- ið persónulegra. Svo er gefið út blað fyrir þessi börn, þar er kannski sagt frá börnum, sem hei.ma eiga á mjög afskekkt um stöðum og þá fara önnur börn að skrifa þeim eða tala við þau í talstöðv- unum. Annars býr meiri hluti lands- manna í borgum og þéttbýli, svo að flest börn ganga daglega í skóla. — Hve löng er skólaskyldan? — Frá 6—15 ára. í New South Wales hefur pýlega verið gerð hreyting á skóla kerfinu. Áður voru 12 ára börn flokkuð eftir fullnaðarprófi úr barnaskóla, þau sem fara skyldu í verknám eða stefna að menntaskólanámi, en nú er kennur- um fyrirskipað að fylgjast með náms- getu barnanna í eitt ár, áður en felldur sé úrskurður um hvað hverju þeirra muni henta bezt. Lengir það gagnfræða- nám um eitt ár og nú er bömunum rað- að aðeins í mismunandi bekki, en ekki flutt á milli skóla, eins og áður. — Hve lenigi voruð þér við háskóla- nám í Sydney? — Fimm ár alls, síðasta árið í kenn- aradeild tiil að verða enskukennari, en enska var aðal námsgrein mín. Síðan hef ég kennt tvö og hálft ár við sama menntaskóla í Sydney og ég nam sjálf í. — Hvernig datt yður í hug að fara alla leið til íslands? • — í háskólanum lærðum við forn- íslenzku og lásum m.a. Gunnlaugs sögu ormstungu. Fékk ég þá strax áhuga fyrir norrænu og fór að grcnnslast um mögu- leika á að læra eitthvað Norðurlanda- mál. Ei.na málið, sem tök var á að læra var sænska, en þar sem ég vissi, að hún var raunverulega fjærst fornnorrænu af skandinavisku málunum, ákvað ég að snúa mér að íslenzkunni og viðaði að mér bókum og hljómplötum. Ég las þær bækur um ísland, sem ég náði í og varð sannfærð um, að girnilegt væri að kynn ast landinu. Svo var auglýstur styrkur- inn frá íslenzka menntamálaráðuneytinu og ég var ekki sein að sækja um hann. — Eitt er það, sem mig langar til að fræðast um. Hver er staða hinna áslrölsku frumbyggja í ykkar þjóðfélagi? — Ég er naumast nógu vel að mér til þess að svara þeirri spurningu til hlýtar, en ég skal reyna að segja frá því, sem ég veit sannast og réttast. Frum byggjunum fer fækkandi, en þó ekki eins ört og áður var. Af 10 milljónum, sem Ástralíu byggja, eru þeir aðeins nokkur hundruð þúsund. Þeim má aðal- lega skipta í þrjá hópa:' Þá, sem búa í Mið-Ástralíu og eru algerlega út af fyrir si.g og una sínu forna ættbálkakerfi. Þeir sjást sjaldan og vilja ekki bland- ast öðru fólki. Stjórnarvöldin eru í efa um hvað sé þeim fyrir beztu, reyna að skipta sér sem minnst af þeim nema vitað sé, að t.d. hungur sverfi að þeim, þá er reynt að koma þeim ti.1 hjálpar. Þá er annar hópurinn, sem býr á sér- stökum svæðum, sem friðlýst eru handa þeim, eða alast upp á trúboðsstöðvium og fá nokkra menntun. Svo eru enn aðrir, sem blandast að öllu leyti öðrum borg- urum. Ekki er hægt að nejta því, að sums staðar er aðstaða þeirra erfið, þó að ekki sé um svipað kynþáttamisrétti að ræða og t.d. í Bandaríkjunum gegn blökkumö’nnum. Ekki kemur til greina annað en að þeirra börn séu í sömu skól- um og börn hvítra manna, en æði oft verður mi;nna úr námi þessara barna vegna þess, að feðurnir stunda hlaupa- vinnu og flytja stað úr stað, þannig að skólagangan verður slitrótt. Þetta er géðprútt og Ijúft fólk, og hefur rí’ka fjölskyldutilfinningu. Þeir sem hafa tileinkað sér menntun, eru hreyknir af uppruna sínum og sérkenn- um. Ekki hef ég orð'ið vör við, að börn- rn væru sdður gefin en önnur börn, en hvort tveggja er, að sérstaklega í dreif- býlinu eru þessu fólki síður gefin tæki- færi til að fá góða atvinnu og svo er eins og þá skorti hörku til að berjast s'jálfir fyrir rétti sínum. Eini mismunur- inn, sem ég veit af að sé gerður á frum- byggjunum og öðrum borgurum í lögum, er það, að þeim er gert að skyldu að sanna að þeir hafi vissa lágmarksmennt un ti.l að öðlast kosningarétt. Alls staðar þar sem ég þekki til, er því aldrei látið ómótmælt ef það heyrist, að mismuna hafi átt fól'ki vegna hörundslitar. Ég hef vitað til þess, að í skóla einum vildu krakkarnir velja sér að foringja svartan dreng. Þá þvinguðu foreldrar hvítu barn anna skólastjórann til að koma í veg fyrir það, en málið komst upp og varð af mikill hávaði. Háskólastúdentar hafa skotið saman í styrki handa frumbyggj- unum, en ég held að mjög fáir þeirra hafi enn náð þeirri menntun, sem þarf til inngöngu í háskóla. — Hvað eru margir háskólar í Ástralíu? — Þeir eru tfu alls, með háskólanum í Camberra, og allir yfirfullir. í háskól- anum í Camberra er einkum fengizt við ýmis rannsóknarstörf. Fólk leggur mikið kapp á það að afla 'sér menntunar og þó að það sé nokkuð dýrt fyrir efnalítið fólk að kosta börn sín til háskólanáms, þá eru líka veittir til þcss margir styrk- ir. Ég veit, að það var erfitt fyrir föður minn að kosta okkur tvær systurnar samtímis í háskóla, jafhhliða því, að bræður mínir þrír voru á mismunandi sti.gi síns náms. En við systir mín feng- um styrki, sem gerðu þetta mögulegt og ég held að af 12 þúsund háskóla- stúdentum í Sydney muni um þriðjungur njóta ríkisstyrks. — Hvenær _var komið á almennri skólaskyldu í Ástralíu? — Éf ég man rétt var það um 1870 í New South Water, og þá fengu stúlkur einnig rétt til að stunda háskólanám og var það áður en slíkt var lögfest t.d. í Englandi. Nú flytzt fólk af ýmsu þjóðerni til Ástralíu. — Ber mikið á því að fólk frá sömu löndum haldi hópinn? — InnfiytjendakynsTóðin gerir það, en þar sem börn þeirra vcTða að fara í ástralska skóla, 5 eða 6 ára gömul, þá kemur það af sjálfu sér, að þau taka öll upp sömu lifnaðarhætti og tungu. Gri.kkir reyna t.d. mjög að fá börn sín til að gifast .ekki fólki af öðrum upp- runa, en það gengur illa að hemja unga fólkið, sérstaklega piltana. — Hafið þér ferðast mikið um heima- land yðar? Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.