Tíminn - 16.12.1961, Side 14

Tíminn - 16.12.1961, Side 14
14 ☆ JDLABLAÐ TÍMANS 1961 ★ Hanna litla SUMARLEYFI Framhald af 8. síðu gylltur'. Undursamlega fagur hljóðfæra- sláttur heyrðist, eins og sterkir orgeltón- ar í kirkju. Loftið varð hlýtt og ilmandi, og yndislegt barn kom gangandi gegnum skóginn. Það hafði svo mjúka, litla fæt- ur, kringum höfuðið á því var geislabaug ur og á herðunum bar það hvítt lamb. Barnið ætlaði að fara að lyfta litla jólatrénu upp til sín. Hanna hólt niðri í sér’ andanum . . . jú, sjáðu, nú varð því litið á bréfið; það tók það og las það, leit því næst yndislegu, bláu augunum á Hönnu og hélt svo áfram að lesa. —o— „En því lætur hundurinn svona?“ sagði húsbóndi Karós forviða, þvi að Karó flaðraði í sífellu upp um hann, gelti og togaði í frakkann hans. Því næst kom vinnukonan inn: „Æ, guð hjálpi mér. Ekkjufrú Borg, sem býr hérna í nágrenninu hefur misst hana litlu Hönnu sína. Vesalings konan hleypur um, sem væri hún frávita og leit- ar að barninu sínu“. „Komdu strax með ioðkápuna mína og skriðljós“, kallaði húsbóndinn, „og láttu þegar í stað leggja á hestinn“. „Hvers vegna á að gera það?“ spurði frúin forviða. „Góða mín, sérðu ekki hvað Karó vill? Hann veit hvað orðið er af Hönnu. Eg hef oft veitt því athygli, hve miklir vinir þau eru. Flýtið ykkur, — vesalings bamið getur dáið á rneðan". Því næst stökk ^hann á bak hestinum og Karó hentist niður götuna með svo miklum hraða, að maðurinn varð að ríða hratt, til þess að hafa við honum. Þeir Þeyttust gegnum borgina, yfir vellina, inn í skóginn og beina leið þangað, sem Hanna var; þar nam hundurinn staðar og gelti, en Hanna hreyfðist ekki, hún sat kyrr eins og líkneski. Maðurinn stökk af baki, hóf litla lík- neskið upp af tréstúfnum og inn undir loðkápuna sína, steig aftur á bak ög reið heimleiðis, svo hratt, sem hesturinn gat brokkað. Karó stökk á eftir honum, án þess að láta nokkuð til sín heyra. „Sækið strax lækninn og hana frú Borg, hér er ég kominn með barnið. Hún sat uppi í skóginum og Karó vísaði mér leið“. Hanna var nudduð með snjó, og lækn- irinn sýndi hina mestu nákvæmni og gerði aílt, sem hann gat. Loks heyrðist hún draga andann. „Hanna!“ Veslings móðirin, sem allt til þessarar stundar hafði staðið náföl og hljóð, ætlaði að lúta niður að barn- inu til þess að klappa henni og kyssa hana. En læknirinn ýtti henni hljóðlega til hliðar: „Nei, nei! Hanna litla er enn þá mjög veik“. „Hanna er þá enn með hitasótt? sagði húsbóndi Karós morguninn eftir. „Bara að ég gæti skilið, hvað barnið var að gera út í skóginum. Komdu, Karó, vitri hundurinn minn, við skulum ganga spöl- kom okkur til gamans“. Og Karó stökk kátur á undan honum. Kaupmaðurinn gekk upp i skóginn, þangað, er hann hafði fundið barnið daginn áður, og kannaði nákvæmlega staðinn kringum tréstúfinn. Þá fann hann lítil spor í snjónum; þau lágu að litlu grenitré með glitrandi snjó á grein- unum. Á einni þeirra hékk bréfmiði og blakti í vindinum. Hann tók bréfmiðann niður og las: „Kæri litli Jesús! Þú þarft ekki að koma til mín, ef veðrið verður slæmt. Ég skal vera þæg, þó ég fái engar jóla- gjafir. En sendu mömmu kjól og eina skó. Það er gat á skónum, sem hún á. Henni er alltaf kalt, við eigurn heldur engan eldivið. 7 Þín Hanna“. Stóri, fullorðni maðurinn var farinn að gráta. Hann leit enn einu sinni kring- um sig, síðan stakk hann bréfinu í vas- ann og fór heim. ---------Það hlýtur eflaust að ganga póstur til himins, og hjartagóði nágrann- inn hefur vafalaust séð um, að bréf Hönnu kæmist með honum. Því að jóla- nóttina, — ogjþá-var Hanna orðin nærri því albata, — gleymdi barnið Jesús henni ekki, heldur færði henni og móð- ur hennar ýmsa yndislega hluti, og litla grenitréð í skóginum varð jólatréð hennar Hönnu. En elckert af öllu þessu fékk Hönnu þó eins mikillar gleði, eins og ein jóla- gjöfin: — og hvað haldið þið að það hafi verið? Það var svartflekkóttur hundur og hann hét Karó. Og síðan þessi jól hefur Hönnu og móður hennar aldrei vantað mat né eldivið í ofninn. (Þýtt úr danska ,,Dyrevennen“). Framhald at 3 síðu — Ég hef komið til helztu borganna, en margt af því, sem sérkennilegast er í Ástralíu, hef ég enn ekki séð, hvorki eyðimerkurnar miklu, hinn suðræna frumskógagróður né kóralrifin með lón- um sínum og litfögru fiskum. En ég hef séð Snæfjöll — hrikafjöllin þar sem skiðaiþrótt er stunduð af kappi og sumir segja, að þar hafi skíðaferðir verið gerð- ar að íþrótt áður en Norðmenn gerðu það. Úr þessu.m snarbröttu, snækrýndu fjöllum belja stórár í leysingum og hverfa í hafið. En handan við fjöllin er eyðimörkin, sólsviðin og skrælþurr. Því hefur verið hafizt handa um þau JÖRFAGLEÐI (Framhald aí t sfðu) Eins og áður segir var á þessum bæ hald- in frægasta gleðisamkoma fyrri alda á landi hér í formi dansleika, enda hefur nafnið Jörfagleði oft verið notað síðan, þegar menn hafa þurft að lýsa alltaum- lausum skemmtunum, en gleðin í Dölum vestur mun í eðli sínu hafa verið ekki ósvipuð nútíðarþorrablótum íslendinga. Langt fram á sautjándu öld var gleði haldin á Staðarfelli fyrir vesturhluta Dalasýslu, en þótti ekki slík sem á Jörfa. Eftir að Staðarfellsgleðin var úr sögunni var fjölmennt enn meir að Jörfa, en þangað sóttu auk Dalamanna Skógstrend- ingar og Hrútfirðingar. Hreinlífi þótti þar sjaldan á háu stigi, en svo mikið kapp lögðu bæði hefðarfólk og alþýða manna á að sækja Jörfagleð- ina, að vinnufólk gerði það að ráðningar- skilyrði að það riúbtti fara þangáð.1 „Hér er kominn Hoffinn" Ekki er vitað með vissu, hvernig gleðileikir liðinna alda fóru fram, hvort sem það var á Jörfa eða annars staðar. né hvað á skemmtiskránni var. Sjálfsagt hefur það verið mismunandi eftir tíma- bili, svcit og sýslu. Sennilega hefur samkoman hafizt með borðhaldi. Einhvers staðar er þess getið, að Jörfagleði hafi verið haldin á bað- stofugólfinu, þar eð jafnan var fremur stórhýst á Jörfa. Þá er snæðingi var lokið á vikivakan- um, var tekið til drykkju, og var þá borin vínskál inn í veizlusalinn, sem kölluð var vitabikar, og var þá sungin þessi vísa: „Bolli víta borinn er inn, bragnar mega hann finna, að skemmta þeim í skilnaðinn, svo skuli þá til hans rninna." Síðan var skálin drukkin og eflaust fleiri minni, og tóku menn svo að dansa. Það af fólkinu, sem lék ekki, sat á palli og horfði á. Stundum kváðust karlar og konur á vísur, og margt annað var haft til skemmtunar. Talið hefur verið, að sá hafi verið nefndur Hoffmann eða Hoff- inn, sem stýrði Jörfagleði, en Alfinn sá, sem gekk honum næstur. Sennilega hef- ur þetta átt sér stað, þegar um hinn svo- kallaða Hoffinsleik var að ræða, en í Jörfagleði segja sumir, að leiknir hafi verið ýmsir leikir, svo sem Þórhildar- leikur og hindarleikur. Og allir kannast við þetta gamalkunna upphaf: „Hér er kominn Hoffinn". „Blómarósir blikna" „Margt er það, sem máninn sér milli skýjaþykkna". Áður var sagt, a.ð Jörfa- gleðin hefði ekki beinlínis fengið orð fyrir hreinlífi. Þar voru drykkjur stórar, og fóru fram minni mörg. En: „Vel eru dætur vestanlands vaxnar til að stíga dans, stíga vikivaka ....“ Við síðustu Jörfagleðina, sem haldin undir nítján börn. Fylgdi það sögunni, að ekki hefði alls staðar verið hægt um við að feðra þessa anga. — Séra Einar Jónsson að Kirkjubæ hefur það eftir Jóni Sigurðssyni í Njarðvík, að þau hafi ekki verið 19, heldur 30, og sýnir þetta, hve jólagleðin á Jörfa hefur verið alræmd. Hins vegar er ekkert und- ur, þótt nítján verði þrjátíu, þegar talan er búin að vera 150 ár á leiðinni vestan úr Dölum og austur á land: Ekki er heldur kyn, þótt Magnús Stephensan háyfirdómari tali um „ótil- hlýðilega aukningu og margföldun mann- kynsins" í „Eftirmælum 18. aldar.“ Sýslumannaraunir Björn sýslumaður Jónsson „afskipaði" Jörfagleði i fyrra sinn 1695 vegna sögu- burðar um siðleysið. En hvorki var þeirri skipan hlýtt, né heldur batnaði siðferðið. Gleðin var haldin eftir sem áður, enda dó Björn sama árið. og hafði þá efnum hans hnignað mjög síðan hann dæmdi af gleðina. — Upp úr aldamótunum 1700 þótti gleðin á Jörfa ganga svo úr hófi, að sýslumaður lét .dóm ganga og bannaði hana. Var Jörfagleði aldrei haldin eftir það. Þá var sýslumaður í Dalasýslu Jón Magnússon, bróðir Árna prófessors, og hafði hann sýsluna í umboði Páls Vída- líns, mágs síns. Segir sagan, að hann hafi sjálfur verið á gleðinni, en ekki er þess getið, að hann hafi gert sér þar neitt far um að halda góðum siðum. — Trú manna var sú, að Jóni Ma.gnús- syni hefði hefnzt fyrir að dæma gleðina af, því að eftir það dundu á honum hver ósköpin eftir önnur. Hann missti brátt sýslu fyrir tvö brot og var þá dæmdur til hýðingar, en konungur gaf honum upp húðlátið og rak hann úr Skálholts- biskupsdæmi. Þá fór hann að búa á Ás- geirsá í Víðidal, en síðan á Sólheimum í Sæmundarhlíð. Féll hann þá enn í freistni í kvennamálum og varð líflaus, en konungur gaf honum iíf. Hahn ánd- aðist hálf áttræður 1783 og hafði þá lengi búið við fátækt og basl. En eins virðist sagan hafa gleymt að geta Jóni til málsbóta: Á því leikur lítill vafi, að þessi frægi dómur hans stendur í sam- bandi við Stórubólu, sem hér gekk um þessar mundir. Og hvaða viðbrögð voru þá heiðarlegum valdsmanni eðlilegri? Álfahefndir Ekki voru þó allir þeirrar trúar, að Jóni hefði hefnzt fyrir að afnema Jörfa- gleði. Sagan segir, að þegar það var gert, hafi búið þar kona, er Þórdís hét. Sagt er, að henni hafi þótt svo mikið fyrir því, að gleðin var numin af, að hún hafi flutt af jörðinni. En veturinn eftir bar svo við, að snjóflóð hljóp fram úr gili í Jörfahnjúk, en það hafði þá ekki gerzt áður, svo að kunnugt væri. Þess vegna voru allar ófarir Jóns sýslumanns og snjóflóðið talið vottur um reiði álfa og landvætta, sem áttu að hafa tekið þátt í gleðinni. Og það sögðu þeir, sem skyggnir voru, að ekki hefðu færri ósýnilegir en sýnilegir tekið í henni sinn þátt, og þeim var svo kennt um alla óhamingjuna. Önnur öldin Gleðifólk gistir ekki lengur að Jörfa. Tími vikivakanna er liðinn með allri sinni jólagleði. Jörfagleði tuttugustu ald- arinnar ber annan svip en skemmtanir horfinna kynslóða. UM JOLÍN stórfenglegu mannvirki, að byggja stífl- ur til að safna saman leysingavatninu og bora síðan göng í gegn um fjöllin til að veita vatninu á eyðimörfcina. Um leið eru svo þessi vötn virkjuð og fæst þar feiknaleg órka. Þessar stórfram- kvæmdir eru í fjaligarð'inum á landa- mærum héraðanna New South Wales og Victoria. Það er mikilfenglegt að sjá þessi mannvirki. Þangað flykkjast harð- gerðir karlmenTi og ráða sig til starfa í tvö ár. í þeim hópi þykja Norðmenn bera af um harðfengi. Þeir renna sér á skíðum langan veg í vetrarhriðum til að drekka sig fulla á næsta veitingahúsi og andstætt allri skynsemi komast þeir heilir á húfi sömu leið til baka. — Hvaða bókmenntagrein stendur með mestum blóma í Ástralíu? — Ljóðagerð, en mikið er líka um skáldsagnagerð. Við eigum mikið af vin- s'ælum alþýðukveðskap, ,,ballads“, sem hvert barn lærir og elskar. — Eru þau ljóð sungin eða mælt fram? — Stundum eru þau sungin með gítar- undirleik, einkum meðal hjarðmanna í dreifbýlinu, en annars eru þau mælt fram. Um og eftir aldamót var okkar mesta skáld Christopher Brennan, sem var háskólakennari í Sydney, merkur maður og góður. Nú tel ég A.D. Hope vera okkar bezta skáld. Hann er enskur kennari við háskólann í Canberra. — Judith Wright er einnig skáld gott, þó að mér geðjist ekki eins vel að hennar Ijóðum — Hvernig haldið þið svo jólin í Ástralíu? — Á svipaðan hátt og í Evrópu. Við höfum furujólatré og ef ekki er allt of heitt í veðri, þá borðum við kalkúna- eða svínasteik á jóladag, annars kalt kjöt og ávexti með ís, en ísinn er reglu- legur þjóðarréttur okkar. Við getum lík» valið úr mörgum ávaxtategundum. Jólin hjá okkur eru um há sumar, svo að stundum fer fólk að baða sig í sjónum eða útbýr sig með nesti í smáferðir. Venjulegra mun þó, að ’þetta sé fjöl- skylduhátíð á hverju heimili, farið í vinaboð og skipzt á gjöfum. Veðráttan setur auðvitað annan svip á jólahaldið en raunverulega er það eini munurinn. En nú ætla ég að halda jól í íslenzkri sveit, segir Jane og vefur treflinum um höfuðið áður en hún heldur út í hríðina. Svo lítur hún í spegilinn, hlær svo að bláu augun undir dökkum brúnunum gneista, og segir: Ja — ef hún mamma sæi mig núna, þá myndi hún segja: — Þú ert eins og lafalúði, Jeanie mín. En það verður nú að klæða sig öðru vísi á fslandi í desembermánuði en i Ástralíu, þar sem sumarleyfið er að byrja um þessar mundir. Ég þakka Jane viðtalið og óska henni gleðilegra jóla. Sigríður Thorlacius. En enn dregur að jólurn, og enn látum við hugann reika í skammdeginu. 'Ég veit ekki, hvers vegna mér varð hugsaö vestur í Dali fremur en ausíur á k;:d. En það er seiður í orðinu Jörfagleði. Við það eru tengdir tregablanduir c-g glettnir örlagaþræðir. sem ekki verða lengur raktir á réttan h.ift af pvi ag þeir, sem þeir spunriust um, eru 'öngu horfnir undir græna loríu. Ku iorvi'.Tim lifir góðu lífi og kyndir ur.dir imy:;dui!- araflinu og hvað bczt, ef við viium. að gátan verður aldrci ráðin Hjörtur Pálsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.