Tíminn - 24.12.1961, Blaðsíða 2
Hvernig hugsar
þú til jóianna?
Okkur datt í hug, að lesendur
hefðu gaman af að vita, hvernig
fólk úr ýmsum stéttum hugsaði
til jólanna og hvernig það hygð-
ist eyða þeim. í því augnamiði
hringdum við til nokkurra, sem
við völdum aðeins af handahófi,
og árangurinn fer hér á eftir.
Sumir hofðu þó ekki tíma til að
svara þessum fáu spurningum,
sem við ætluðum að leggja fyrir
þá, en við gátum ekki tekið það
illa upp. Þetta er nú einu sinni
einhver mesti annatími ársins,
jafnt hjá ungum sem gömlum.
Séra Gunnar Árnason svaraði:
— Það þýðir
i nú lítið að leita
! til okkar prest-
anna með slíkar
spurningar. Þið
munduð alls
staðar fá sömu
svörin. Það er
aldrei meira að
gera hjá okkur
en á jólunum.
Þá sækir fólkið
kirkjurnar, þær eru alltaf full-
setnar á jólunum. Hjá mér verða
fjórar guðsþjónustur yfir sjálfa
jóladagana, en svo eru giftingar
og skirnir, það er alltaf mest um
það á jólunum. Við prestarnir
gerum eiginlega lítið annað frá
morgni til kvölds en að gifta og
skíra. Meira hef ég ekki um þetta
að segja, nema að ég óska öllum
gleðilegra og friðsælla jóla.
Næst hringdum við upp á Nýja
Garð. Þar býr norskur stúdent,
Inger Idsö að nafni. Hún stundar
nám í læknisfræði og tekur sitt
lokapióf i vor.
— Jú, vissu-
lega hlakka ég
til jólanma sagði
Inger, og mér
er alveg sama,
þó að ég verði
ekki heima í
Noregi. Jólahoð-
skapurinn er sá
sami, hvar sem
maður er stadd-
ur og það skiptir
þó mestu máli. Þetta eru sjöundu
jólin, sem ég held hátíðleg hér-
lendis, og mér hefur alltaf liðið
vel hérna. Mér er alltaf boðið svo
margt, að ég hef verið í vand-
ræðum með að sinna, því öllu.
Tvö fyrstu árin bjó ég hjá eldri
hjónum, og síðan hef ég alltaf
eytt jólakvöldinu hjá þeim. Aðra
fjölskyldu þekki ég svo, sem ég
er alltaf hjá á jóladag, en hina
dagana er ég bara hingað og
þangað. Nei, ég ætla ekki að lesa
neitt yfir sjálfa jóladagana. Ekki
það, að ég eigi ekki nóg eftir að
lesa, en maður verður þó að taka
sér frí frá því á jólunum, ekki
satt? Annars yrðu það lítil jól.
Valdemar Örnólfsson mátti
varla vera að því að tala við okk-
ur, en fyrir þrábeiðni fórnaði
hann okkur þó einni mínútu.
— Auðvitað
heima. Annars hef ég varla gefið
mér tíma til að hugsa nokkuð til
jólanna. Ég hef verið önnum kaf-
inn við leikæfingar í Þjóðleik-
húsinu, því að ég leik í Skugga-
Sveini, sem frumsýndur verður á
annan jóladag, og því fylgir auð-
vitað talsverð eftirvænting og
miklar annir. Ég get víst varla
sagt, að ég hafi stigið á leikfjalir
fyrr, svo að ég er eðlilega nokk-
uð kvíðandi. Annars er gaman
að kynnast þessu lífi, en ekki
gæti ég hugsað mér að leggja fyr-
ir mig leiklist. Þessu fylgja einn-
ig talsverðir annmarkar, ég þarf
að syngja nokkur lög og þarf því
að gæta mín vel, svo að röddin
bili ekki. T. d. held ég, að ég þori
alls ekki að hætta mér á skíði
þessi jólin, en það er ég vanur að
gera eftir aðalhátíðina. Sem bet-
ur fer er ekki mikill snjór núna
til að freista manns, en hann get-
ur komið, og þá er ég hræddur
um, að ,mér muni þykja sárt að
sitja. Nei, ég held ekki, að ég
muni fara neitt til þess að
skemmta mér um jólin, mér
finnst bezt að vera sem mest
heima á slíkum hátíðum. ijg er
hræddur um, að í öllum önnun-
um hafi ég ekki sent öllum þeim
kunningjum jólakveðjur, sem
það áttu þó skilið. Viljið þið
kannske gera það fyrir mig?
Það var með hálfum huga, sem
við hringdum tiIDaníels Gíslason
ar, kaupmanns, því að kaupmenn
hafa jú allra manna mest að gera
fyrir jólih. En Daníel brást vel
við.
— Hlakka til?
Ég get nú varla
sagt, að ég hafi
haft tíma til að
hugsa slíkt, en
auðvitað hlakka
ég til, og þá
mest til þess að
fá að eyða jól-
unum í ró og
næði með fjöl-
skyldunni. Ég
hef ekki hugsað mér að gera
annað en að hvíla mig og borða
vel, það er ekki meira en svo, að
ég hafi haft tíma til að borða
núna í jólaönnunum. Svo óska ég
þess bara, að jólin verði öllum
góð og friðsæl.
Eiginlega ætluðum við að reka
endahnútinn á þetta rabb með
því að hringja í bókaútgefanda,
en það reyndist svo erfitt að hafa
■hendur í hári hans, að við urð-
um að gefast upp. Við skulum
aðeins vona, að hann hafi tíma
til að njóta jólanna eins og aðrir.
| Sænsku hersveitirnar í Elisabethville
liða þeirra á snærum námafélagsíns
á brynvörSum vagni á flugvellinum
hafa átt mikinn og gógan þátt í því að hnekkja veldi Thsombes og mála-
í Katanga, er staðjg hefur bak við valdabrölt hans. Hér eru nokkrir Svíar
f Elisabethvilie.
ið erlendis
þá finnur
hve jólin
hlakka ég til
jólanna, þó að
það sé kannske
með nokkuð öðr
um hætti en
þegar ég var
barn. Ég reyni
alltaf að vera
sem mest heima
þá. Ég hef íjór-
um sinnum ver-
á jólunum, og
maður það bezt,
eru manni hjart-
fólgin, og hve þá er gott að vera
My
fair
Lady
'Framhaio a; 16 síðu)
jánssonar óperusöngvara og konu
hans, sem er grísk-ættuð. Vala er
nú flugfreyja hjá Loftleiðum.
Talar rússnesku
Vala er uppalin í Danmörku, og
varð stúdent þar. Síðan hefur hún
lagt stund á málanám og náð prýð-
isgóðum árangri í fjöldamörgum
tungumálum, talar meira að segja
rússnesku. Hún fluttist til íslands
fyrir tveimur árum ásamt Brynju
systur sinni, sem er flugfreyja hjá
Flugfélagi íslands, og búa þær
saman í Reykjavík. í fyrstu átti
Vala í nokkrum erfiðleikum með
íslenzkuna, en talar hana nú reip-
rennandi og gallalaust.
Elskuleg öll
Hún er rúmlega tvítug að aldri,
dökkhærð og brúneygð, í meðal-
lagi há, grönn og liðlega vaxin,
spriklandi af fjöri og hláturmild,
I og — að þvi bezt er vitað — ólofuð
enn þá. Hún mun ekki hafa numið
söng, en kunningi hennar tjáði
blaðinu í gær, að hún hefði fallega
rödd og elskulegá — eins og hún
væri öll.
í dag koma jólin
Þrettándi var Kertasníkir
— þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.
Hann elti litlu börnin,
sem brostu glöð og fín
og trítluðu um bæinn
með tólgarkertin sín.
Á sjálfa jólanóttina
— sagan hermir frá —
á sínum strák þeir sátu
og störðu Ijósin á.
(J. ú. K. Úr bókinni: Jólin koma).
__i iliwnmniwil '
J ólabot$skapurinn ,og
þjó(ifélagi($
Jólin.’hátíð kristinna manna,
minna okkur á boðskap hans,
sem þau eru haldin fil minn-
ingar un: Réttlæti, náunga-
kærleika og samhj'álp. Það má
fullyrða, að það er þjóðfélaigs-
formið, sem mestu ræður um
það, hve þessar eigindir eiga
sterk ítök í hugum og hegðun
fólksins. Kristnir menn, sem
af raun og heilindum berjast
framgangi kristinnar trúar og
vinna í anda kenninga Jesú
Krists, stefna að réttlátara þjóð
félagi, þar sem hver einsíakl-
ingur á sinn rétt og sína mann
helgi, þar sem enginn býr við
skort meðan annar veltir sér
í allsnægíum,. þar sem hinn
minni máttar er ekki troðinn
undif og arðrændur.
HiíJ íslenzka þjó^félag
Undanfarrta þrjá síðustu
áratugi hafa íslendingar búið
við réttlátara þjóðfélag en
flestar aðrar þjóðir. Hér háfa
verið fleiri sjálfstæðir og bjarg
álna einstaklingar að íiltölu en
1 flestum löndum öðrum, minni
yfirdrottnun fj'ármagns í hönd
um fárra auðmanna en í öðrum
Iöndum og fleiri fjölskyldur
búa í eigin húsnæði en í
nokkru landi öðru að tiltölu.
Framtak einstaklinga
Þetta er það þjóðfélag, sem
síefnan, er tekin var upp árið
1927 í íslenzkum stjórnmálum,
hefur skapað. Þetta þjóðfélag
mótast fyrst og fremst af því,
að reynt hefur verið að
styðja sem flesta einstakl-
inga til bjargálna og beinnar
og sjálfstæðrar þátftöku í fram
leiðslu og réttláta hlutdeild í
arði af vinnu með samhjálp,
samvinnu og sameign. f slíku
þjóðfélagi er ekki fyrst og
fremst spurt um öruggar bak-
tryggingar þeirra sem Ieifa eft
ir lánsfé í atvinnutæki eða
vilja eignasf íbúð, heldur við-
urkenndur réfturinn til sjálfs-
bjargar og mönnum gefinn kost
ur á að njóta arðs af dugnaði
sínum, áræði og atorku, þótt
örlögin hafi ekki fært þeim arð
eða eignir í vöiggugjöf.
Þjóíin vill stefnuna
frá 1927
fslenzka þjóðin hefur ekki
drepizt í dróma við þetta þjóð
skipulag. Fáar þjóðir aðrar
hafa Iagf Iiarðara að sér, og
engin þjóð önnur hefur lagt
svo mikið til hliðar af tekjum
sínum til uppbyggingar oig fram
fara og búið þannig í haginn
fyrir komandi kynslóðir. Slík
þjóð lifir ekki um efni fram,
heldur er sífellt að verða rík-
ari og tryiggir jafnframf að
allir fái réttlátan hluta þeirrar
verðmætasköpunar, sem vinnan
færir þjóðinni. Þetta eru þeir
þjóðfélagshættir, sem Fram-
sóknarflokkurinn vill að hald-
ist, aukist og bætist. Vissulega
má benda á ýmsa agnúa, sem
verið hafa á framkvæmd þess-
arar stefnu, en þeir eiga að
vera okkur til uppörvunar, en
ekki uppgjafar. Þeir eru okkur
hvöf til að bæta úr og lagfæra
og lengi má finna ýmislegt, sem
betur má fara. — En frá þess
um þjóðfélagsháttum megum
við ekki hverfa oig Framsóknar
flokkurinn mun berjast fyrir
því með oddi og egg að íslend
ingar megi um ókomin ár búa
við það þjóðfélag, er verið hef-
ur stolt þei’.-a sjðusfu áratugi.