Tíminn - 24.12.1961, Blaðsíða 13
ÍÞ RDTTIR * *::*;i:j:j:j:j:j;j:j:j:j ÍÞR □TTÍR l Éllfl
.. illi; v\ |
♦
G. Rangers ræður
kaþólskan leikmann
Duncanson og Jimmy Caskie,
og þetta eru engir „smákarl-
ar“ fyrir þá, sem muna skozka
knattspyrnu fyrstu árin eftir
styrjöldina.
Sigraði bæSi í deild og bikar
Eftir þennan leik varð á-
sókn forráðamanna Rangers
til að fá Albert til að undir-
rita samning við félagið enn
meiri en áður, en hann neit-
aði alltaf. Hins vegar gerði
hann áhugamannasamning
við félagið, þó með þeim skil-
yrðum, að hann gæti hætt
hvenær sem hann vildi.
Leikirnir hjá Rangers urðu
nú margir og áður en lauk var
hann sigurvegari með félag-
inu í deildarkeppninni, 1.
deild, og skozku bikarkeppn
inni, og hefur því hlotið eftir
sóknarverðustu verðlaun, sem
erlendur leikmaður getur hlot
ið í skozku knattspyrnunni.
Úrslit bikarkeppninnar
Vorið 1945 keppti Rangers
til úrslita í skozku bikar-
keppninni við Glasgow Celtic
— annað þekktasta lið Skot-
lands, og segir Albert það eftir
minnilegasta leik, sem hann
tók þátt í á Skotlandi.
Leikurinn fór fram á Hamp
den Park — stærsta knatt-
spyrnuvelli Evrópu — og á-
horfendur voru eins margir
og frekast var rúm fyrir, eða
um 150 þúsund. Þegar þessi
tvö stóru Glasgow-lið mætast,
og þá einkum í úrslitaleikjum,
er ekki um annað rætt í Glas
gow vikurnar á undan en vænt
anlegan leik — og það var eng
in undantekning 1945.
Síðustu vikuna fyrir úr-
slitaleikinn komst ekkert ann
að efni fyrir á íþróttasíðum
blaðanna í Glasgow, og spenn
ingurinn var á suðumarki þá
loks leikurinn hófst. Rangers
liðið byrjaði mjög vel, og eft-
ir örfáar mínútur hafði það
náð tveggja marka forustu,
og átti Albert þátt í báðum
mörkunum. Áhangendur Celt-
ic mótmæltu mörkunum kröft
uglega og töldu um rangstöðu
að ræða, en dómarinn breytti
ekki ákvörðun sinni. „Það er
erfitt að gera íslenzkum les-
endum grein fyrir þeirri
spennu, sem var meðal á-
horfenda“, segir Albert, ,og
það virtist geta soðið upp úr
á hverri stundu. Þetta stafar
ekki eingöngu af knattspyrnu
áhuga, heldur einnig af trú-
málaskoðunum, og má í því
sambandi geta þess, að ka-
þólskur maður er aldrei ráð-
inn til Rangers".
En leikurinn hélt áfram og
Rangers hafði þessi tvö mörk
yfir, þegar að hálfleiknum
kom. Síðari hálfleikur hófst
og eftir aðeins örfáar sekúnd-
ur dæmdi dómarinn víta-
spyrnu á Celtic. Og þá sauð
upp úr. Áhorfendaskari réðst
inn á völlinn, vopnáður alls
konar bareflum, meðal ann-
ars brotnum flöskum, og frá
áhorfendasvæðinu var ýmsu
kastað niður á völlinn. Fjöl-
menn lögregla réðist gegn
fjöldanum og tókst að koma
á friði áður en stórslys yrðu.
Síðan var völlurinn hreins-
aður og leikurinn hófst að
nýju. Gekk nú allt friðsamleg
ar fyrir sig, 'og Rangers sigr-
aði með þremur mörkum gegn
einu. En það var ekki allt
búið, þótt leiknum lyki. Tals
vert varð um árekstra í borg-
inni um kvöldið. og þá skeði
sá sorglegi atburður, að tveir
bræður börðust og lézt annar
í þeim átökum. Annar fylgdi
Rangers, hinn Celtic að mál-
um, sem er annars mjög ó-
venjulegt í fjölskyldum.
Elskulegt fólk
— En þó svona færi í þetta
skipti segir Albert það, að
beztu minningarnar frá Skot
landi séu hvað hann hafi
kynnzt þar elskulegu fólki,
sem allt vildi fyrir hann
gera. Hann hafi átt þar og
eigi enn þá framúrskarandi
góða vini, sem geri þetta tíma
bil í ævi sinni bæði ánægju-
legt og eftirminnilegt.
Og nú hefur annar íslend-
ingur byrjað að leika listir
sínar fyrir skozka áhorfend-
ur og þó birtan um lið hans
sé ekki eins mikil og kringum
Rangers í Glasgow, hefur
hann þó þegar vakið athygli
á íslandi á ný á Skotlandi
hvað knattspyrnuna snertir.
Og Albert sendir Þórólfi þessi
heilræði að lokum: „Atvinnu
mennskan í knattspyrnu er
þyrnum stráð braut, og ég
óska þér góðs gengis, og vona,
að þú haldir áfram að vera
sami góði drengurinn á hverju
sem bjátar, hvort heldur vel
eða illa gengur. Þá mun þér
farnast vel.“ —hsím.
Ein síðasta myndin, sem tekin var
af Albert erlendis, en hann er þarna
í búningi Nizza.
MEISTARI f
LðNDUM
★ Þó þeir séu margir, sem
eitthvað þekkja til knatt-
spyrnuferils Alberts Guð-
mundssonar eru þó ekki allir,
sem vita, að hann varð íslenzk-
ur, skozkur, franskur og ítalsk
ur meistari í knattspyrnu, og
hlaut einhver verðlaun með
öllum þeim liðum, sem hann
lék með nema einu, sem senni-
lega er þó frægasta knatt-
spyrnulið heimsins, Arsenal í
Lundúnum. Og þetta er eins-
d.æmi með knattspyrnumann,
en það sýnir. að Albert lék
alltaf með liðum, sem líkleg
voru til mikilla afreka. Til
að komast í slík lið þarf
óvenjulega hæfileika — og að
vera fremstur í þeim aðeins á
færi snillinga. En þetta lék
Albert Guðmundsson í tíu ár.
i : I \
★ Albert Guðmundsson er
fæddur í Reykjavík 5. október
1923 og komst ungur í kynni
við knattspyrnuna, sem síðar
varð eftirlætisíþrótt hans,
þótt hann væri einnig mjög
liðtækur í öðrum, eins og t.d.
fimleikum og handknattleik.
•k Hann gekk ungur í Val
og með því félagi vann hann
til allra verðlauna, sem hægt
er að vinna til í íslenzkri knatt
spyrnu. Lék tvo fyrstu lands-
leiki íslands, við Dani 1946
og Norðmenn 1947, og var fyrir
liði íslands í þeim leik. Skor-
að bæði mörk íslands í leikn
um. Eftir að hann hætti sem
atvinnumaður erlendis lék
hann einnig í nokkrum lands
leikjum til viðbótar, en þó
mun færri en æskilegt hefði
verið.
•k Hóf verzlunarnám á Skot
landi 1944 og lék þá í fyrsta
skipti með erlendu knatt-
spyrnuliði, Glasgow Rangers
og sigraði í skozku deilda- og
bikarkeppninni með því fé-
lagi.
★ Var í Lundúnum vetur-
inn 1946—1947 og lék þá með
frægasta liði Englands, Arse-
nal. Forráðamenn félagsins
| vildu fá hann til að gerast
atvinnumaður, en atvinnu-
leyfi á Englandi, fékkst ekki.
Kynntist mörgum góðum
knattspyrnumönnum í Arse-
nal, þótt liðið sigraði ekki í
neinni keppni þetta keppnis-
tímabil. Joe Mercer, sem nú
er framkvæmdastjóri Aston
Villa, en var þá fyrirliði Arse
nal og Englands, sagði um
Albert: „Albert getur bókstaf
lega gert allt með knöttlnn,
næstum fengið hann til að
tala.“
★ Árið 1947 gerðist Albert
atvinnumaður í knattspyrnu
hjá Nancy í Frakklandi, sem
átti þá í vök að verjast í 1.
deild. En eftir að Albert kom
þangað vænkaðist hagur fé-
lagsins mjög. Það komst í úr-
slit bikarkeppninnar frönsku
það ár í fyrsta og einasta
skipti í sögu félagsins í und
ankeppni bikarkeppninnar
sigraði Nancy í öllum leikj-
um sínum með 2—1 —: og Al-
bert skoraði alltaf bæði mörk
in. í úrslitaleiknum tapaði fé-
lagið hins vegar með 2—1, og
skoraði Albert eina mark fé-
lagsins í úrslitaleiknum. Þetta
fyrsta keppnistímabil sitt í
franskri knattspyrnu var Al-
bert valinn í úrvalslið deild
arinnar, sem keppti á Spáni
við góðan orstír. Albert var
fyrsti Norðurlandabúinn sem
gerðist atvinnumaður í knatt
spyrnu.
k Árið 1948 réðist Albert til
ítalska knattspyrnuliðsins
Mílan með mjög góðum kjör-
um og dvaldist tvö leikár á
Ítalíu. Hlaut hg_nn mikinn
frama á Ítalíu og Milan sigr-
aði þá meðal annars í deilda
keppninni. Albert var valinn
í úrvalslið Norður-Ítalíu gegn
Suður-Ítalíu, og skoraði sigur
markið fyrir lið sitt. Þá fór
hann með Milan-liðinu til
Spánar og lék þar við vígslu
hins mikla leikvangs Real
Madrid, en það lið átti síðar
eftir að koma mjög við sögu.
Albert varð fyrir alvarlegu
slysi á ítalíu, þegar hann fót
brotnaði þar illa í leik, og
varð hann frá knattspyrnu
um nokkurra mánaða skeið.
Um tíma leit illa út hvort
hann gæti nokkru sinni leik
ið framar.
★ Árið 1949 fór Albert aftur
til Frakklands og réðist nú
hjá frægasta liði landsins,
Racing Club i París. Albert
lék með Racing til úrslita í
frönsku bikarkeppninni 1949
og sigraði félagið þá. Árið eft-
ir komst það einnig í úrslit,
en beið lægri hlut Fór í mörg
keppnisferðalög méð félaginu
til nágrannalandanna.
★ Sumarið 1951 fékk Albert
óvenjulegt boð. Hið gamla fé-
lag hans, Arsenal var þá að
fara í keppnisferðalag til
Brazilíu, og bað Arsenal um
leyfi hjá Racing Club fyrir
Albert til að taka þátt i keppn
isförinni. Þetta tókst, og er í
eínasta skiptið, sem enskt at
vinnumannalið hefur fengið
erlendan lánsmann. Þar sem
Albert var þá að ljúka erfiðu
keppnistímabili í Frakklandi
fór hann fram á, að taka að-
eins þátt í tveimur af átta
leikjum Arsenal í Brazilíu og
var samið um það. Hann lék
fyrsta leikinn í förinni, og
eftir það tóku Brazilíumenn
ekki annað í mál, en hann
léki 1 öllum leikjunum. Þar
sem Albert hafði samning við
Arsenal um tvo leiki gátu þeir
ekkert gert í málinu, en Brazil
íumenn gerðu þá sérstakán
safnning við Albert, sem var
mjög hagstæður, og lék hann
síöan í öllum leikjunum. —
Hlaut hann mikið lof í brazil
ízkum blöðum, sem sögðu, að
hann hefði verið eini leikmað
ur enska liðsins, sem hafði
lei-kni á við heimamenn.
★ Árið 1952 réðist Albert
t,H fránska liðsins Nizza sem
þá var eitt bezta lið Frakk-
lands. Vegur liðsins varð enn
meiri eftir að Albert byrjaði
að leika með því, og með
Nizza varð Albert bæöi sigur-
vegari í frönsku deilda- og
bikarkeppninni, og hefur
hann því sigrað í frönsku
bikarkeppninni með tyeirpur
liðum, Racing og Nizza, og
komizt í úrslit með því þriðja,
Nancy. Mun það einsdæmi í
Frakklandi að sami maður
háfi tekið þátt í fjórum úr-
slitaleikjum bikarins eins og
Albert gerði.
★ Síðari hluta sumars 1954
kom Albert heim til íslands
og hefur dvalið hér síðan og
hefur rekið heildsölu sem
kunnugt er. Einnig hefur
hann unnið talsvert að knatt
spyrnumálum, en þó miklu
minna, en hæfileikar hans og
þekking hafa gefið tilefni til.
Sú saga er flestum kunn og
verður því ekki rakin hér. —
Af þessu stutta ágripi sézt,
hve knattspyrnuferill Alberts
hefur verið óvenjulegur,
enda er hann áreiðanlega einn
mesti galdramaður með knött
inn, sem um getur. Og við
skulum Ijúka þessari grein
með ummælum fransks ,íþr,-
blaðamanns: „íslendingurinn
stór og sterklegur á velli og
ákveðinn í leik sínum, er bezti
leikmaður, sem við höfum séð
í Frakklandi! Hreinn listamað
ur. Leikur hans og knattmeð-
ferð er óviðjafnanleg."
—hsím.
TÍMINN, sunnudaginn 24. desember 1961.
13