Tíminn - 28.12.1961, Síða 5
Cltgetandl: FRAMSOKNARFlOKKURINN
FramJrvæmdasti6ri: Tómas Arnason Rit
stjórar Þórarmn Þórarinsson <áb i Andrés
Kristjánsson .lón Helgason Fulltrúi rit
stjórnar Tómas Karlsson Auglýsmga
stjóri Egill Bjarnason - Skrifstotui 1
Edduhúsinu - Símar 18300- 18305 Aug
lýslngasimi L9523 Afgreiðslusimi 12323
- Prentsmiðjan Edda ti.t -
Askrlftafgjald ki 55 00 á mán mnanlands
t lausasölu kr 3.00 eintakið
Þrátt fyrir „við-
reisnina,,
Stjórnarblöðin láta öðru hvoru í ljós undrun yfir því,
þegar sagðar eru fréttir frá stöðum úti á landi um mikla
atvinnu í sambandi við sjávarafla. Sko, sjáið þið, segja
stjórnarblöðin. „Viðreisnin“ hefur alls ekki leitt til at-
vinnuleysis. Það er meira en nóg atvinna á Húsavík og
Siglufirði. Hrakspárnar um atvinnuleysið hafa ekki rætzt.
Það hefur nefnilega gerzt, að atvinna hefur verið næg
við sjávarsíðuna að undanförnu. En það er vissulega ekki
að þakka „viðreisninni“ og því er von, að stjórnarblöðin
séu undrandi. Þetta hefur nefnilega gerzt, þrátt fyrir
hana.
„Viðreisnin“ hefur með óhagstæðum vöxtum og nýj-
um sköttum þrengt mjög aðstöðu útgerðarinnar frá því,
sem áður var. En annað hefur komið til, sem hefur vegið
þetta upp. Það er árangurinn af útfærslu fiskveiðiland-
helginnar 1958, sem bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn þvældust á móti, en gátu þó ekki stöðvað.
Afli bátanna hefur stórbatnað af þessum ástæðum. Þess
vegna er nú blómlegt við sjávarsíðuna, þrátt fyrir „við-
reisnina“.
Fleira kemur hér einnig til greina Bætt kjör útvegs-.
ins í tíð vinstri stjórnarinnar juku mjög uppbyggingu á
sviði sjávarútvegsins. Vegna þess eru nú til betri og meiri
tæki til að hagnýta sjávaraflann en áður. Þetta er einnig
ástæða þess, að nú er blómlegt á mörgum útgerðarstöð-
um, þrátt fyrir „viðreisnina".
En jafnvíst er það líka, að hagur útgerðarinnar stæði
allur með meiri blóma ef „viðreisnin11 með okurvextina,
lélegu lánskjörin og söluskattana hefði aldrei komið til
sögu. Það er t. d. ekki lítil fúlga, sem togaraútgerðin hefur
þurft að greiða aukalega af þessum ástæðum. Stöðvunin
hefði orðið minni, bæði hjá þeim og bátunum, ef þeir
hefðu verið lausir við „viðreisnarkjörin“.
Þess vegna er ekki neitt furðulegt, þótt stjórnarblöðin
séu hálf undrandi yfir því, að „viðreisnin“ skuli ekki
valda atvinnuleysi á tímum, þegar aflabrögð eru með
allra bezta móti!
En máttur uppbyggingarinnar frá tíð fyrri stjórna má
sín hér meira en áhrifin frá samdráttarstefnu „viðreisn-
arinnar“. Það er ný sönnun þess, að uppbyggingarstefn-
una ber að taka upp að nýju, því að til langframa verður
ekki búið að arfinum frá fyrri stjórnum. Skipin og tækin
þarf að endurnýja og auka og það verður ekki gert, nema
horfið verði frá samdráttarstefnunni.
Aimarlegur yfirgangur
Það er nú upplýst af yfirmönnum varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli, að vel megi hafa þar lokað sjónvarp eða
þráðbundið sjónvarp. Þráðbundið sjónvarp færist nú
íniög í vöxt, m. a. hefur það verið leitt í 500 hús á einum
stað í Hollandi.
Varnarliðið getur því vel fullnægt þörfum sínum í þess
um efnum. án þess að reisa nýja miklu stærri sjónvarps
stöð en þar er nú. Það er ekkert nema annarlegur vfir
gangur. sem mjög mun spilla sambúð'þess og lands
manna. ef það heldur áfram við þá fyrirætiun sína í skjóli
ístöðulítillar ríkisstjórnar.
Þess ber því fastlega að vænta, að horfið verði frá þvi
ráði.
FRLENT YFIRLIT
Framtiö Sameinuöu þjóöanna
Horfur betri vitS lok 16. allsherjarjjingsins en vití upphaf þess
SEXTÁNDA' allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna lauk meg-
instörfum sinum í vikunni, sem
leið. Aðeins ein nefnd þingsins
kemur saman aftur um miðjan
næsta mánuð til þess að ræða
um tvö nýlendumál, annað
varðandi Angola, en hitt varð-
andi Ruanda-Urundi.
1 lok þessa allsherjarþings
hefur ýmsum orðið tíðrætt um,
hvaða ályktanir megi dr'aga af
störfum þess um framtíð Sam-
einuðu þjóðanna. Niðurstaðan
hjá flestum virðist sú, að þótt
störf þingsins yrðu ekki mikil,
hafi framtíðarhorfumar verið
öllu bjartari við lok þingsins
en í upphafi þess.
FRAMTIÐARHORFURNAR
voru vissulega óglæsilegar, þeg-
ar þingið hóf störf sin upp úr
miðjum september síðastl.
Hammarskjöld var fallinn frá
og mikil ástæða til að óttast,
að ekkert samkomulag næðist
um eftirmann hans, vegna til-
lagna Rússa um þríeykið svo-
nefnda, þ.e. um þrjá frarn-
kvæmdastjóra, tilnefnda af
ríkjasamsteypum og hefði hver
þeirra neitunarvald. Þá virtist
flest benda til, að Sameinuðu
þjóðirnar væru að bíða ósigur
í Kongó fyrir evrópisku auð-
hringunum, sem hafa hreiðrað
þar um sig. Loks voru svo fjár-
mál Sameinuðu þjóðanna kom-
in í algert óefni, þar sem all-
mörg ríki höfðu eklci greitt
tillag sitt til hinna sérstöku
áðgerða Sameinuðu þjóðanna,
sem hefur verið haldið utan
hinna venjulegu fjárlaga, en
þar er fyrst og fremst um að
ræða hergæzluna á landamær-
um ísraels, en m.a. Arabaríkin,
kommúnistaríkin og fleiri ríki
hafa aldrei greitt nein framlög
vegna hennar, og svo aðgerðirn
ar í Kongó, en kommúnistarík-
in, Frakkland og ýmis ríki önn-
ur hafa enn ekki greitt nein
framlög vegna þeirra. Ef eng-
in breyting verður á þessu,
verða skuldir S. Þ. orðnar um
170 millj. dollara á miðju
næsta ári.
ÞEGAR allsherjarþingið
hætti störfum fyrir jólin, hafði
náðst lausn á öllum þessum
málum, en þó ekki nema til
bráðabirgða. Burmamaðurinn
U Thant hafði verið ráðinn
fiamkvæmdastjóri S. Þ. fyrir
þann tíma, sem eftir var af
kjörtímabili Hammarsskjölds.
Samkomulag þetta náðist vegna
þess, að Rússar féllu frá þrí-
eykistillögu sinni, en það
gerðu þeir ekki sízt vegna þess,
hve litlar undirtektir þær
fengu. Meðal annars fengu þær
sáralítinn eða engan hljóm-
grnnn hjá óháðu þjóðúnum
svonefndu, en Rússar munu í
upphafi hafa treyst hér á fylgi
þeirra. Fyrsti árangurinn af
kjöri UiThants var sá, að tek-
in var upp skelegg sókn aí
hálfu S. Þ. gegn klofningstil-
raun evrópsku auðhringanna í
Kongó og virðast nú góðar horí
ur á að sú sókn ætli að bera
árangur. Loks voru fjármál
S. Þ. leyst þannig, að samþykkl
var að gefa út skuldabréf. sam
tals að upphæð 200 millj. doll
ara og afla S. Þ. fjár á þann
hátt. Bandaríkin munu ætla að
hjálpa verulega til við sölu
beirra Þá var samþykkt að
STEVENSON
— áhrifamesH maöurinn á
16. allsherjarþingi S. Þ.
leita um það álits Alþjóðadóm-
stólsins, hvort þátttökuríkin
gætu neitað að borga hlutfalls-
leg tillög vegna löglegra sam-
þykktra séraðgerða, eins og
hergæzlunnar á landamærum
ísraels og aðgerðanna í Kongó.
Allt veldur þetta því, að
þessi mál horfðu mun betur í
þinglok en í þingbyrjun. 1
engu þeirra er þó um varan-
lega lausn að ræða. Með því,
sem hefur áunnizt, hafa hins
vegar verið skapaðir möguleik-
ar til að ná meiri árangri síðar.
Á NOKKRUM fleiri sviðum,
var einnig um meiri árangur
að ræða á þessu þingi en oftast
áður. Á undanförnum þingum
hefur t.d. ekki náðst neinn
árangur um það, hvaða form
skyldi haft á viðræðum um af-
vopnunarmálin. Nú náðist hins
vegar samkomulag um, að skip
uð yrði nefnd 18 ríkja til að
fjalla um málið og eiga í henni
sæti fimm ríki Atlantshafs-
bandalagsins, fimm ríki Var-
sjárbandalagsins og átta óháð
ríki. Þá náðist einnig samkomu-
lag um skipun svonefndrar
geimnefndar, sem á að vinna
að þvi að koma á alþjóðlegu
samkomulagi um geimrann-
sóknir og geimferðir. Loks
náðist einnig samkomulag um
skipun sérstakrar nýlendu-
málanefndar, sem á að kynna
sér ástand allra þeirra ný-
lendna, sem enn eru eftir, og
skila um það áliti til næsta
allsherjarþings.
Allt er þetta nokkur ávinn-
ingur frá því, sem- áður var,
þegar algert ósamkomulag
ríkti um meðferð þessara mála.
Það hefur hins végar oft orð-
ið reynslan, að ekki hefur orðið
mikill árangur af skipan nefnd-
ar. Stundum hafa nefndir líka
orðið upphaf annars meira.
Þegar á þetta allt er litið,
verður því ekki neitað, að
meiri árangur hefur náðst á
þessu þingi. S. Þ. en næstu þing
um á undan. Það hafa verið
stigin fleiri spor. þótt smá séu.
til samkomulags en áður. Sum-
part má þakka þetta því, a?
Rússar voru á síðari hluta
bingsins heldur þjálli en oft
áður. Fyrst og fremst mun þó
mega þakka þetta mikilli elju
og eindregnum samningsvilja
hins nýja aðalfylltrúa Banda-
ríkjanna hjá S. Þ Adlai Stev
enson hefur lagt meiri alúð í
að þoka málum áleiðis í sam-
komulagsátt en Lodge gerði.
Hann hefur einnig mun betri
samvinnu við hinar óháðu
þjóðir, eins og sést í Kongómál-
inu. Óhætt er því að þakka hon
um meira en nokkrum manni
öðrum, að 16. þing Sameinuðu
þjóðanna endaði betur en það
byrjaði.
ÞESS sáust mörg merki á
16. allsherjarþinginu, að hlutur
Asíu- og Afríkuríkjanna fer nú
mjög vaxandi í samtökum S. Þ.,
enda fjölgar þeim þar óðum. Á
16. allsherjarþinginu bættust
við þrjú Afríkuríki og eitt
Asíuríki. Þetta hefur vitanlega
orðið til að auka enn áhrif
þeirra. Af þessum fjóru nýju
líkjum, fylla þrjú flokk óháðu
þjóðanna, en eitt tilheyrir
kommúnistablökkinni.
Flest teljast Afríku- og Asíu-
ríkin til óháðra eða hlutlausra
ríkja, þótt afstaða þeirra sé
harla mismunandi. Hin svo-
kölluðu óháðu ríki telja nú orð-
ið meira en helming þátttöku-
ríkja S. Þ. Afstaða þeirra set-
ur orðið vaxandi svip á störf
S. Þ., en þó kom þetta hvergi
eins vel í ljós og í sambandi við
umræðurnar um bann við til-
raunum með kjarnorkuvopn.
Fyrir atbeina þeirra var sam-
þykkt tillaga um að skora á öll
ríki að hætta tafarlaust öllum
tilraunum með kjarnorku-
sprengingar, þótt bæði Banda-
ríkin og Sovétríkin beittu sér
gegn henni. Rétt er að geta
þess, að fjögur ríki Atlantshafs
bandalagsins fylgdu hér óháðu
ríkjunum að málum, eða Nor-
egur, Danmörk, Kanada og fs-
land.
EN ÞÓTT hlutur óháðu þjóð-
anna fari mjög vaxandi í störf-
um S. Þ., eru það þó stórveldin
tvö, Bandaríkin og Sovétríkin,
sem ráða munu mestu um það í
náinni framtíð, hver framtíð
S. Þ. verður. Það sást vel á alls-
herjarþinginu nú, og það mun
haldast a.m.k. næstu árin. S. Þ.
geta ekki tekið sér fyrir hend-
ur neitt meiri háttar verkefni,
nema þessi ríki séu sammála.
Því veldur meðal annars ákvæð
ið um neitunarvaldið. Hætt er
við, að mörg mál eigi eftir að
stranda á þvi, eins og hingað
til. En þrátt fyrir það. geta S.
Þ. haft miklu hlutverki að
gegna í fyrsta lagi eru þær
vettvangur, þar sem fulltrúar
þessara stórvelda geta rætt
saman og þar sem fulltrúar
annarra þjóða hafa aðstöðu til
milligöngu og geta látið í Ijós
vanþóknun eða samúð og þann-
ig haft bein og óbein áhrif á
framvinduna. Þótt það væri
ekki nema vegna þess eins,
hafa S. Þ. miklu hlutverki að
gegna. Þær geta þannig haft
mikil áhrif á það að bæta sam-
búð þjóðanna Það getur hins
vegar átt langt í land að þær
verði éins áhrifamiklar og öfl-
ugar og eindregnustu fylgis-
menn þeirra dreymir um, en
fyrir þeirri þróun verður ekki
flýtt með því að ætla þeim
meira verkefm en kringum-
stæðurnar leyfa á hverjum
tíma. Þess vegna mun enn um
hríð þurfa að hafa við hlið
þeirra önnur samtök, er um
sinn gegna því hlutverki, er
S. Þ. geta enn þá eekki valdið
Þ.Þ.
TÍMINN, fimmtudaginn 28. desember 1961.
5