Tíminn - 13.01.1962, Side 14

Tíminn - 13.01.1962, Side 14
í G EN G IN SPOR G EYI M 1 H, CT Me!ba 9 Malett að hafa fengið rangar upp- lýsingar, hr. Healey. Eg hef ekkert Ijótt á samvizkunni! Georg útskýrði mörgum vel völdum orðum, að auðvitað yrði blað hans að fylgjast með fréttunum, en ýmislegt hefði farið aflaga upp á síðkastið. — Það er viðvíkjandi Harry Douglas. Mig langaði til að fá smávægilegar upplýsingar um hann, en ég vil biðja yður að halda því algerlega leyndu, að ég hef haft samband við yður. Það getur verið, að við þurfum aldrei að nota efnið og ég vil ógjarnan, að hr. Do uglas sé að búast við því, sem aldrei kæmi í blaði okkar. — Náttúrlega, svaraði hr. Ambrusters. — Eg skil það vel, en ég er nú í nokkrum vafa um, hvort ég sé rétti mað urinn til að veita upplýsingar um hann. Eg þekki Harry nefnilega mjög lítið. Það er síðari kona hans, Joyce, sem við hjónin þekktum. Hún leigði hús skammt frá okkur um sumarið og hún og Doris — það er eiginkona mín — urðu góðar vinkonur. Við vor kenndum stúlkunni, hún stóð ein uppi í heiminum, og hún var skemmtileg í viðkynn- ingu. Hún var mikið hjá okk ur, þangað til Harry varð yfir sig hrifinn af henni og vildi kvænast henni. — Eg hef séð það einhvers staðar á prenti, að þið hjónin og Arnold Debrett hafi verið einu gestirnir við brúðkaupið. Var það rétt? — Já. Arnold er fjarskyldur ættingi okkar og hann rak hér stangaveiðifélag. Við kynntum hann fyrir Joyce og við skemmtum okkur Ijóm- andi vel saman öll fjögur — stunduðum sjóböð, spiluðum bridge og fleira slíkt. Það var alls ekkert á milli þeirra, skilj ið þér, alls ekki nokkur hlut- nr. Arnold var þá trúlofaður stúlku frá Boston, sem hann kvæntist í október sama ár. En það var Arnold, sem kynnti Joyce fyrir Douglas- hiónunum og var svaramaður dð brúðkaupið. Hann veit »iálfsagt meira um Harry en pg, en sem stendur er hann í Indlandi og kemur ekki heim fyrr en undir jól. — Já, en það vill víst ekki svo til, að þér vitið, hvaðan Joyce Bernard er? Eg finn það ekki í skjalasafni okkar. — Eg man ekki til, að hún hafi nokkru sinni minnzt á það. „Skip sem líður fram hjá n m nótt“ — það sagði Doris nm hana og ég er ekki frá því að það eigi vel við. Við þekkt um hana ekkert fyrr en við komum til Florida og síðan höfum við aðeins einu sinni heyrt frá henni. En það er nú kannske eðlilegt. En ég veit, að fyrri maður hennar hlýtur að hafa arfleitt hana að tals- verðum fjármunum — að minnsta kosti átti hún geysi lega dýrmæta demanta — nú og svo giftist hún sem sagt Harry... — Fyrri maður hennar? Það lá við að Georg örgaði upp yfir sig, en hann flýtti sér að lækka röddina. — En 3 hvernig má það vera, hún er titluð ungfrú í blöðunum frá Tampa? — Henni fannst það líta betur út. Af því að hún var bara 23 ára og ekkja, skiljið þén Hún var ekkert að halda því leyndu, að hún hafði verið gift áöur. En henni fannst blöðunum og almenningi ekki koma það við. — Barnard hefur sem sagt verið nafn fyrra manns henn ar? — Já, ég geri því skóna. Eg veit, að hann hét Tom að for nafni og hann átti heilt verzl unarhverfi, held ég. En ég hef ekki hugmynd um, hvar það var. Georg þakkaði kærlega og síðan sneri hann hér aftur að minnisblöðunum og bók- unum, sem lágu í hrúgu allt í kringum hann. Eigandi verzl- unarhverfis einhvers staðar í Bandaríkjunum! Það voru heldur rýrar upplýsingar. Hann fór að leita að Thomas Barnard í bókum síunm, en það næsta sem hann komst, var einhver Thomas Bernhart sem átti geysilegt verzlunar- hverfi með aðalstöðvar í Cleveland. Vonlaust. Hann hafði ekki þokazt skref fram á við síðan hann hófst handa. Vonsvikinn fór hann að! ganga fram og aftur um gólfið í skrifstofu sinni og æstist meira og meira í skapi. Fullur gremju hugsaði hann til þessara elskulegu, ríku kell ingarbeygla, sem væntu þess, að hann gerði kraftaverk með an þær skemmtu sér í Palm Springs, Evrópu og Texas. Og hvers vegna í ósköpunum skyldi önnur eins dýrlings- vera og Joyce Douglas vilja leyna því fyrir blöðunum, að hún hafði verið gift áður? Hann sá enga ástæðu til að veigra sér við að kannast við það. Og lítum nú bara á öll verkefnin, sem hlóðust upp, meðan hann varð að vera á þönum eftir jafnómerkilegu og þessu! Aðeins til að þókn- ast frú Wynch, sem naut lífs- ins á setrl sínu við Ríveríuna. Hann stóð kyrr, elnbeittur á svip. Þarna var hliðargata — ekki alveg bein að vísu — en hann ætlaði að fylgja þeirri leið. O, látum þá bara reka mig, hugsaði hann, en áður en ég fer, skal ég sem ég er lifandi reka framan í þær hvert einasta atriði úr fortíð þessarar kvenpersónu. Hver var það, sem hlaut að vita allt um síðari konu eig- inmanns síns? Auðvitað fyrri kona hans! 3. kafli. í lok októbermánaðar und- irbjó hann helgarferð til Nýja Englands og lagði af stað með blaðamannaskírteini og meðmæli frá Frét'tablaðinu og tilbúið verkefni um að skrifa um hús með sögulegar minjar, og auk þess dálítið óljósa, en pottþétta sögu um kunningsskap við Harry Do- uglas. Kate Douglas bjó á gömlU| bóndabýli, sem gert hafði verj ið upp. rétt við sttendur Maine. í garðinum stóðu krys antemur í blóma, og bak við húsið óx gras alveg fram á klettana. j — Við notuðum þetta sem sumarhús, sagði frúin, — og ég fékk það í minn hlut viðj skilnaðinn, af því að Harryj vissi, hvað mér þótti vænt um i það. Við létum snekkjuna liggja hér inni á flóanum. Hún hét Álfurinn, — við köll uðum hana eftir Kötu Shake spears, skiljið þér. En ég býst við. að hann hafi skírt hana upp. Hún leiddi hann til stofu að tebcrði framan við arin- inn og sýndi honum ýmsa gamla og dýrmæta muni, sem prýddu vistleg húsakynnin. — En mér þykir samt kyn- legt að blað yðar skuli vilja fá grein um þetta hús, sagði hún, — ég held að það sé ekki neitt merkilegt sagn- fræðilega séð og á þessum slóðum er fjöldi húsa, sem fremur kæmi til greina en ein mitt þetta. — Við vorum að hugsa um hús, sem ekkert hefur verið ritað um áður, sagði Georg og kæfði vott af samvizkubiti sem gerði vart við sig. Honum gazt mjög vel að Kate Dougl as, sem var á aldur við móð- ur hans, að því er honum virt ist Honum gazt vel að fram- komu hennar, hún bar sig miúklega, en bó tignarlega og hafði fallegt svart hár. sem nokkuð var iekið að grána. Klæðaburðnr hennar var smekklegur og hagkvæmur fremur en nýtízkulegur. Það eina, sem hann áttaði sig ekki fyllilega á í fari henn ar, var, hversu hún virtist fj ar læg, eins og hún gengi í svefni. Hann hafði á tilfinn- ingunni, að það væri aðeins af vana, að hún talaði og hreyfði sig — að hún stæði sjálf utan við. Honum datt í hug, að hún hefði ef til vill verið sjúk, og væri ekki búin að ná sér, en hún minntist aldrei á veikindi, meðan þau ræddust við. Hún handlék dýrmætt postu línið af sérstakri nærfærni, eins og hún gældi við barn, og sagði, að bæði hún og ráðs kona hennar, Charity, hefðu mjög gaman af að fá gesti. — í gamla daga, sagði hún, — var hér alltaf fullt hús af gestum. Harry og ég eignuð- umst engin börn, skal ég segja yður, svo að við fengum oft að hafa börn vina okkar hjá okkur tíma og tíma. En við vorum líka mjög mikið tvö ein, þegar við fórum út að sigla. Hann var skipstjórinn og ég áhöfnin — nema náttúr lega þegar hann tók þátt í siglingarkeppni. Harry hefur oft og mörgum sinnum sigr- að og hlaut fjöldann af verð- launum. Hann tók þessa í- þrótt alvarlega og gekk upp í því. En nú virðist sem hann hafi misst áhugann. — Eg hef heyrt, að hann sé slæmur til heilsunnar, sagði Georg varfærnislega. Hún setti bollann frá sér með svip, sem gaf til kynna, að henni hefði ekki fallið bragðið. Hún sagði: — Er það kallað svo, já! Georg leit spyrjandi á hana, en hún sagði ekkl meira. Það varð vandræðaleg þögn nokkra stund, og Georg notaði tækifærið að leysa frá skjóðunni. Hann útskýrði dá lítið afsakandi, hið raunveru lega erindi sitt og sagði frá Fjögralaufasmáranum og þvl, sem frúrnar hefðu í hyggju. — Eg veit. að þetta fólk er góðir vinir vðar. sagði hann, — og ég hef engan rétt ti1 að halda því leyndu, að ég hef heimsótt yður, en ég bið yður þrátt fyrir það, að segja ekki frá því. Það kom háðsglampi í augu hennar. — Þér eruð sannarlega komnir í slæma klípu, hr. Healey, sagði hún. — Og ég reyndar líka! Eg er auðvitað síðasta manneskjan, sem vita mátti um heiðurskvöld Joyce! Þær hafa lagt sig allar fram um að sýna ekki hlutdrægni, og þetta sýnir ljóslega, að hún hefur unnið hug og hjörtu þeirra. Reiðarslag fyrir hégómagirnd mína! — Mér þykir það leitt, byrj aði Georg. Hún brosti við honum og sagði fljótmælt: — Eg sagði þetta bara til að fara ekki að gráta, held ég. Þér þurfið ekki að kvíða. að ég bregðist yður. Eg geri það ekki. Hún spennti greipar hugs- andi á svip og hélt áfram: — En ég býst ekki við að geta liðsinnt yður mikið. Það er sagt, að maður reyni óaf- vitandi að útrýma úr huga sér öllu óþægilegu. sem fvrir kemur. Og Joyce Bernard er sannarlega hað ónotalegasta. sem fyrir mig hefur komið á ævinni. Á hverju á ég að byrja? — Hvað áttuð þér til dæm is við með því að segja: „Nú, er það kallað svo?“ — Já, ég átti við, að ég trúi því ekki, að Harry sé heilsu- veill. Hann er bara snarvit- laus, þegar þessi kvenmaður á hlut að máli. Og hún er ekk ert annað en falleg og mein- laus stúlka og óttalega heimsk. Þegar ég kynntist henni á sínum tíma, fannst Sendisveinn óskast eftir hádegi á afgreiðslu blaðsins. Þarf að hafa hjól. AFGREIÐSLA TÍMANS Sími 12323. Höfum eins og ávallt fyrir- liggjandi: Sjóstakka Sjóbuxur Ermar Svuntur, hvítar og gular. Svo og flestan annan regn- fatnað. Allt á sama lága verðinu. GÚMMÍFATAGERÐIN VOPNI Sími 15830 og 33423. TÍMINN, laugardaginn 13. janúar 1962. 14

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.