Tíminn - 01.02.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.02.1962, Blaðsíða 7
Útgefancíi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvœmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Frétta- ritstjóri: tndriði G Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjórnarskrifstof- ur í Edduhúsinu; afg-reiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7 Símar: 18300 — 18305 Auglýsingasími 19523. — Afgreiðslusími 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f. — Askriftargjald kr 55 á mán innan lands. í lausasölu kr 3 eint. Kjarabætur án verkfalla í sambandi við kosningu þá, sem fór fram í verka- mannafélaginu Dagsbrún í Reykjavík um seinustu helgi, , höfðu stjórnarblöðin, Morgunblaðið og Alþýðublaðið, sig nsjög í frammi. Þau birtu dagana á undan margar grein- ar um kosninguna og var höfuðatriðið í þeim flestum eitt og hið sama: Alþingi hefur samhljóða kosið nefnd, sem vinnur að því að undirbúa tillögur um kjarabætur, án verkfalla. Rákisstjórnin er einlægle[[i fylgjandi slíkri lausn. Þeir, sem kjósa lista stjórnarflokkanna í Dagsbrún, eru því að lýsa fylgi við kjarabætur án verkfalla. Þessi áróður stjórnarblaðanna átti mestan þátt í því, aö fylgishrun stjórnarflokkanna stöðvaðist í Dagsbrún að þessu sinni, og að listi þeirra bætti við sig 29 atkv., miðað við stjórnarkjörið í fyrra. í fyrra höfðu stjórnarflokkarnir líka allt aðra afstöðu til þessara mála. Þá hafnaði ríkisstjórnin hvers konar kjarabótum öðrum en launahækkunum, sem væru knúð- ar fram með verkföllum. Þessi afdráttarlausa synjun rík- isstjórnarinnar leiddi til hinna stóru verkfalla á síðastl. vori. Nú hafa stjórnarflokkarnir breytt um stefnu, a. m. k. í orði kveðnu. í fyrra höfnuðu þeir kjarabótum án verk- falla. Nú lýsa þeir sig fylgjandi kjarabótum án verkfalla. Þetta er ánægjuleg stefnubreyting, ef hún reynist raunveruleg. Úr því mun fást fljótt skoriS. Það er hægt fyrir stjórnina, að sýna það strax í verki, ef hér fylgir hugur máli. Alþýðusamband íslands hefur bent ríkisstjórn- inni á mörg framkvæmanleg úrræði til kjarabóta, án verkfalla, og teljandi kauphækkana. Nefnd sú, sem kjörin var fyrir áramótin til að athuga þessi mál, hlýt- ur að skila áliti mjög fljótlega, ef störf hennar verða ekki tafin af annarlegum ástæðum. Á því þarf enginn dráttur að verða, að veittar verði kjarabætur, án verk- falla, ef ekki stendur á sjálfri ríkisstjórninni. Það mun nú sýna sig, hvort það er aðeins áróðurs- bragð hjá ríkisstjórninni til þess að styrkja sig við kosn- ingar í verkalýðsfélögunum, þegar hún lofar kjarabót- um án verkfalla, eða hvort þar er um raunverulega stefnubreytingu að ræða, sem stjórnin hefur lært vegna þess, hve illa henni gafst hið gagnstæða á síðastl. ári. Það væri sannarlega fagnaðarefni, ef ríkisstjórnin hefði hér lært af reynslunni. Næstu vikur munu leiða hið rétta í ljós í þessum efnum. Engin vaxtalækkun Fiskverðið hefur nú loks verið ákveðið, án þess að ríkisstjórnin hafi staðið við fyrirheit það, sem hún gaf ú.tvegsmönnum um vaxtalækkun. Á aðalfundi Landssambands ísl. útvegsmanna var það samþykkt nokkru fyrir árarpót, að róðra skyldi hefja í trausti þess, að ríkisstjórnin stæði yið þetta fyrirheit. Ríkisstjórnin virðist hins vegar ætla að bregðast þessu fyrirheiti, þegar til kemur. Þessi framkoma ríkisstjórnarinnar er táknræn fyrir önnur vinnubrögð hennar. Útgerðarmenn eru lokkaðir til að samþykkja tillögu um að hefja róðra með því að gefa þeim fyrirheit, sem er svo vanefnt, þar sem treyst er á, að róðrum verði ekki hætt eftir að vertíðin er hafin. Hvert stefnir það þjóðfélag, þar sem æðstu valda- mennirnir ganga þannig á undan i prettum og vanefnd- um? Krishna Menon gegn Kripalani Einvígi Jieirra setur mestan svip á kosningabaráttuna í Indlandi. UM MIÐJAN þennan mánuð íara fram þingkosningar í Ind- landi, sem eru þær þriðju í röð- inni síðan landið fékk fullt sjálfstæði. Þær fyrstu fóru fram 1952 og kusu þá 173 mill- jónir. í kosningunum 1957 kusu 193 millj. Að þessu sinni þykir ekki ósennilegt, að tala greiddra atkvæða verði nálægt 220 millj. Hér er því um að ræða þær kosningar í heiminum, þar sem flestir kjósendur koma að kjör- borðunum, enda Indland annað fjölmennasta ríki heims, næst á eftir Kína. Þessi mikla þátt- taka setur að sjálfsögðu sér- stakan svip á kosningarnar. Margt fleira kemur hér einn- ig til greina, sem gerir þing- kosningar í Indlandi sérstæðar. Eitt er það, að meirihluti kjós- encja er hvorki læs né skrifandi. Kjörseðillinn er því þannig út- búinn, að hver flokkur hefur sitt sérstaka merki eða teikn, senl verður að vera þannig úr garði gert, að það feli ekki í sér neinn áróður. Merki Kon- gressflokksins er t.d. tveir uxar við æki. Að þessu sinni munu þing- kosningarnar taka fimm daga, því að ekki þykir fært að kjósa í öllu landinu samtímis. Hinar fyrri kosningar stóðu á þriðju viku. KOSNINGABARÁTTAN sten'dur yfirleitt nokkuð lengi f índlandl, því að frambjóðend ur vilja hafa rúman tíma til að kynna sig, en kosið er í 500 ein menningskjördæmum. Þau eru nokkuð mismunandi að fólks- fjölda, en það gefur nokkra hug mynd um fjölmenni þeirra, að Indland hefur nú um 400 millj. íbúa. í fjölbýlustu kjördæmun- um er íbúatala því alltaf sexföld til sjöföld íbúatala íslands. Seinustu vikurnar hefur það dregið verulega athygli frá kosn ingabaráttunni, að stjörnuspá- menn telja sig hafa komizt að raun um, að staða stjarnanna verði mjög ískyggileg dagana 3.—5. febrúar, og megi þá vel búast við ýmsum óva^ntum og slæmum tíðindum. í tilefni af þessu hefur gripið um sig veru legur ótti meðal aLmennings og fólk víða sótt miklu meira sam komur stjörnuspámannanna en frainboðsfundi frambjóðend- anna til þingsins. í flestum borgum Indlands hafa verið færðar margs konar fómir til að afstýra þeirri hættu, sem talin er yfirvofandi, en ekki er þó vitað, hver sé. í New Delhi hafa prestarnir staðið fyrir mörgum slíkum fórnarhátíðum. Það hef- ur ekki haft nein áhrif í þess- um efnum, þótt Nehru hafi ráð izt harðlega gegn stjörnuhjá- trúnni og sagt óhikað, að það væru ekki stjörnurnar, er réðu örlögum manna, heldur menn- imir sjálfir. Á ÞINGINU er nú flokka- skiptingin sú, að Kongressflokk urinn, sem Nehru veitir for- ustu, hefur yfirgnæfandi meiri hluta eða 371 þingsæti. Næst koma kommúnistar með 27 þingsæti og þá jafnaðarmenn. Annarra flokka gætir ekki á þinginu. Allmargir þingmenn eiu óflokksbundnir, en hallast þó helzt að Kongressflokknum. Flestir hinna óháðu þingmanna eru fulltrúar sértrúarflokka eða þjóðflokka. y - Að þessu sinni hafa bætzt við flokkar til hægri, sem taka n,ú þátt í kosningum í fyrsta sinn. Sumir þeirra eru undir stjórn öfgafullra trúarflokka. Stærstur þessara flokka er Svantantrite- flokkurinn, en honum er ætlað svipað hlutverk og ihaldsflokk- unum í Evrópu. Hann er stofn aður af hægri mönnum og iðju höldum, sem margir tilheyrðu áður Kongressflokknum. Yfir- leitt er hann talinn fyrsta til- raunin til að stofna borgaraleg- an hægri flokk í Indlandi. FLOKKASKIPTINGIN er annars mjög óhrein í Indlandi. Stefna Kongressflokksins cr vinstri sinnuð, en í flokknum er þó jafnt hægri menn og vinstri menn. Nehru tilheyrir vinstri arminum, en mikil ó- vissa ríkir um það, hvort það verða heldur hægri menn eða vinstri menn, sem taka forust- una í flokknum eftir fráfall Nehrus. Ástæðan til þess að Kongressflokkurinn er jafn sundurlaus og raun ber vitni, er sú, að hann var á sínum tíma stofnaður til þess fyrst og fremst að berjast fyrir sjálf- stæði Indlands, en hafði aldrei neina greinilega markaða þjóð málastefnu. í honum voru jafnt sósíalistar og íhaldsmenn, sem Krishna Menon flytur ræðu sem aðalfulltrúi Indlands á þingi S. Þ. börðust fyrir sjálfstæði Ind- lands. Eftir að Gandhi dró sig í hlé, fékk flokkurinn meiri vinstri svip, því að Nehru réð þá mestu um stefnu hans. — Nehru hefur þó siglt bil beggja og haldið flokknum saman á þann hátt. Þess vegna er fram- tíð fiokksins óráðin eftir að Nehru hættir að njóta við. VEGNA ÞESS, að flokka- skipting í Indland: er nokkuð óljós og að kosið er í einmenn ingskjördæmum, þá snýst kosn ingabaráttan víða eins mikið um persónur og flokka. Hvergi beinist þó athyglin meira að persónum að þessu sinni en í Bombay, þar sem þeir eigast við Krishna Menon og Kripal- ani. Krishna Menon er talinn standa einna lengst til vinstri af foringjum Kongressflokksins og hefur því um langt skeið ver ið sérstakt skotmark hægri manna. Nehru hefur hins vegar sýnt honum meira traust en flestum öðrum. Allir flokkar, nema Kongressflokkurinn og kommúnistar, hafa uú samein- ast um að fella Krishna Menon og boðið fram gegn honum Aeharya Kripalani, sem gat sér mikið frægðarorð í sjálfstæðis baráttunni og er einn mesti ræðugarpur Indlands. Hann hefur nú haldið uppi kosninga- baráttu gegn Krishna Menon í nieira en eilt ár. Það yrði talin verulegur ósig ur fyrir Nehru, ef Krishna Men on félli. Það myndi hins vegar styrkja aðstöðu Krishna Menons sem hugsanlegs eftirmanns Nehrus, ef hann héldi velli. — Þess vegna beinist nú athygli manna víða um heim að einvígi þeirra Krishna Menons og Kripalani í Bombay. Þ.Þ. Ráðgjafarþing Evrópuráðsins sat á fundum í Strasbourg dagana 16. —18. janúar. Einn íslenzkur full- trúi var á fundum þingsins að þessu sinni, og var það Jóhann Hafstein, fyrrverandi dómsmála- ráðherra. Helztu mál, sem um var fjallað, voru stjórnmálaástandið í Evrópu og efnahagssamvinna Evr- ópuríkja. Urðu um þessi mál mikl- ar umræður, ekki sízt um Efna- FRÁ EVROPUÞINGINU hagsbandalag Evrópu og afstöðu aðildarríkja Evrópuráðsins til þess. Jóhann Hafstein tók sæti í efna- hagsmálanefnd ráðgjafarþingsins, en henni er ætlað að fylgjast mcð þróun mála varðandi efnahags- bandaiagið. I Tyrknesk sendinefnd tók nú þátt í þingstörfum í fyrsta skipti eftir að byltingin var gerð þar í landi í maí 1960. Gagnrýni hefur komið franr varðandi meðferð. er lyrkneskir þingmenn. sem sæti áttu á ráðgjafarþingi Evrópuráðs- ins, hafa sætt. Var enn vikið að (Framhald á 12. siðui T í MIN N, finnntudagur 1. febrúar 1962 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.