Tíminn - 01.02.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.02.1962, Blaðsíða 9
Er Krustjoff annar Hitler? Spuming: Dr. Mosely, hvaða samanburð vilduð þér gera á Krustjoff um þessar mundir og Hitler rétt áður en síðari heims- styrjöldin brauzt út? Svar: — Þeir eru um margt mjög ólildr — bæði í tilliti til landa sinna og þeirra afla, sem þeir ráða yfir. En þó vildi ég telja að Krustjoff sé nú staddur á því stigi pólitísks ferils síns, sem mjög svipar til stöðu Hitlers í marz 1939. Hvað eigið þér við Spuming: með því? Svar: — Ég á við það, að ástand inu svipi nú mjög til þess, er (Hitler tætti sundur síðustu til- raunir til þess að koma á mála- miðlun milli hans og annarra Evrópuvelda, einkum Breta og Frakka, og ákvað að hrifsa til sín leifar Tékkóslóvakíu. Með þeim at höfnum sannfærði hann meira að segja þá, sem höfðu verið honum hliðhollir um að engih málamiðlun mundi fullnægja 'honum, og þess vegna yiði að stöðva hann með valdi. Ef Krustjoff heldur fram á þeirri braut, sem hann hefur mark að sér í Berlínardeilunni og Þýzka landsmálunum, held ég, að hann verði brátt í sömu sporum. Hann mun þá kæfa síðustu vonir manna um, að jafnvægi geti náðst. Spurning: — Hvaða mat leggið þér á deilurnar um þessar mund- ir, miðað við ástandið rétt fyrir siðari heimsstyrjöldina? Svar: — Ég held, að líkur til þess að strfö skelli á séu svo sem 50 gegn 50. Árið 1938 mat ég líkur til stríðs 80 gegn 20, vegna þess að þá var auðséð, að Hitler var engin leið opin til þess að koma fram ætlun sinni, tiema Frakkland Bretland og Rússland létu undan síga, eða að hann færi í stríð við þau. Helzti munurinn á þessu og ástandinu núna er held ég sá, að Krustjoff hefur markað sókn sinni stærri hring en Hitler, og hann er ekki knúinn áfram af jafnföst- um tímaákvörðunum. Hann hefur ekki sett sér að koma ákveðnum áföngum fram fyrir ákveðinn tíma. Spurning: — Teljið þér, að Krustjoff hafi í einræði sínu eins mikið persónuvald og Hitler hafði? Svar: — Krustjoff hefur meiri völd en Hitler hafði. Allt til enda Hver er striðshættan nú boriS saman viS ástandi'ð 1930? Kunnur amerískur sérfræS ingur í alfjj-óbamálum, dr. Philip Mosely, ræ'S ir um þessi vitShorf í eftirfarandi viíítali — og komst atS þeirri ntöurstöt$u, at$ Krustjoff sé nú í sviputJum sporum og Hitler á þeim árum. — Þetta er fjórífa greinin úr banda- ríska tímaritinu U.S. News & World Report, þar sem fjalIatS er um spurninguna: Er Krustjoff annar Hitler, og Ieitaí álits nokk- urra jieimskunnra sérfræ'ðinga, stjórnmála- manna og blaoamanna um alþjótimál. EyðingarstríS getur skallii á áður en ár er liðið" merki, að Krustjoff sé haldinn þeim geðlægu og andlegu veilum, sem svo oft er vitnað til í fari Hitlers? Svar: — Nei. Ég held, að Krust- joff sé að mörgu leyti mjög eðlilegur maður, gæddur mikilli starfsorku og glöggum skilningi á því, hvernig verkanir sovétskipu lagsins eru, og sjái glöggt bæði veikleika þess og styrkleika. En ég hygg þó, að Krustjoff sé gersamlega háður Maix-Lenin-ism anum. Þetta er mjög ískyggileg staðreynd, vegna þess að hver ný vitneskja, hver ný og gagnstæð staðreynd, sem honum berst, verð ur að falla í fyrir fram ákveðinn ramma þar sem til er ætlazt, ef henni á að vera gefinn nokkur gaumur. Þetta er hættulegt vegna þess, að í Marx-Lenin-ismanum eru margar skekkjur, og Krustjoff ger ir sér þær ekki ljósar. Þetta er ekki kerfi, sem hann hefur hugsað loka þriðja ríkisins hafði Hitler ekki efnahagskerfi landsins full- komlega á valdi sínu. Iðnaðurinn og jafnvel bankarnir líka voiu að mestu í einkaeign í Þýzkalandi og settu hagsmuni sína oftast öðru ofar. í Sovétríkjunum hefur allt iðn- aðar og efnahagskerfið verið byggt upp af ríkinu og er stjórn að beint og óbeint af helztu mönn um kommúnistaflokksins — það er að segja af mönnum, sem fram- kvæma vilja Krustjoffs. Þar að auki var herstjórnin í Þýzkalandi laustengdari ríkisvald- inu. Nokkrir herstjórnendur reyndu meira að segja að ráða Hitler af dögum 1944 í því skyni að firra Þýzkaland þeim örlögum, sem þeir þóttust sjá fyrir. Þetta væri óhugsandi í Rúss- landi. Þar hefur her og herstjórn verið endurnýjuð og herinn agað- ur og uppfræddur til hlýðni við flokkinn. Herinn er þar ekki sjálf stæð félagsheild, sem býr við eigin reglur og venjur, sem eru eldri en ríkið, sem hann þjónar. Spurning: — Hvað viljið þér segja um þessa tvo menn, sem einstaklinga — menn. Svar: — Þeir eru á margan hátt ólíkir. Krustjoff býr yfir mannleg um hlýleik. Honum gezt vel að öðru fólki og er forvitinn um hag þess. Honum getur jafnvel fallið vel við menn, sem hann veit að eru honum andstæðir'í hugsjóna- Dr. Philip E. Mosely, forstöðumaður Stofnun- ar alþjóðasamskipta ( New York, er einnig prófessor í þessum fræð- um við rússnesku deild- ina í Columbia-háskólan- um. Hann hefur m. a. ritað bókina „The Kreml- in and World Politics". 1 baráttu og stjórnmálum, þegar hann hittir þá. Hitler var flæktur í sinn eigin hugsanavef — sínar eigin ofsa- legu og tilfinningasjúku hégiljur. Honum reyndist mjög örðugt að hlusta á aðra menn eða gefa þeim nokkurn gaum. Fólk, sem leitt var í návist hans, varð oftast að taka samfelldum orðaflaumi hans um sjónarmið hans eins og það var þá stundina. Spurning: — Sjást þess nokkur eða byggt upp, heldur hefur hann tekið það að erfðum. Hér er’ líka um að ræða líkingu með þessum tveim mönnum. Krust joff er sannfærður um, að hann sé mikill pólitískur herlistarmað- ur. Hitler var líka sannfærður um að Bandaríkin berjist ekki fyrir þetta. Krustjoff er sannfærður um opnum tjöldum. Spuming: — Var Hitler ekki sannfærður um það líka? Svar: — Jú, og honum varð líka á fullkomið stjórnmálalegt vanmat á Rússum, Bretum og Bandaríkja mönnum. Spuming: — Eigið þér við það, að Krastjoff geti orðið á svipuð matsskekkja? Svar: — Já, ég held, að Krust- joff hafi mjög rangar hugmynd- ir um Bandaríkin. Hann virðist sannfærður um, að Bandaríkjun- um ráði lítill hópur auðmanna, og eina áhugamál þeirra sé, að lækka tolla og skatta, jafnvel þótt afleiðing þess verði veikara varn arkerfi, og að lækka önnur út- gjöld erlendis — sem sé að eina áhugamál þeirr'a séu lægri skattar og að komast hjá því, að auður þeirra og verksmiðjur tortímist. Spurning: — Þér minntuzt á tímatakmörk þéssara tveggja manna áðan, dr. Mosely. Viljið þéf gera svo vel að víkja nánar að því? Svar: — Hitler setti sér það að ná yfin'áðum í Evrópu samkvæmt áætlun, eins og hann sagði — að „sameina" Evrópu, og síðan halda áfram að færa yfirráð sín yfir heiminn, og hann hafði sett sér að gera þetta á ákveðnum og stutt um tíma. Hann varð því að reyna að yfirbuga óvini bæði í austri og vestri og gera það á tiltölulega fáum árum, áður en þeim yrði full Ijóst, hvað raunverulega vekti fyr- ir honum, og áður en þeim gæfist ráðrúm til að efla sinn eigin styrk og taka höndum saman gegn fyrir ætlunum hans. Áform og kenningar Krustjoffs gera honum fært að nálgast tak- mark sitt — heimsyfirráðin — með meiri hægð. Honum væri til dæmis í lófa lagið að lina eða fresta ágreiningi um Evrópumálin ef hann teldi það hagkvæmt bar áttu Rússa, en vinda bráðari bug að viðleitni sinni til sundrungar og áhrifa í stjórnmálum, efnahags málum og menningarmálum van- þróaðra landa. En Krustoff er ekki mjög tíma bundinn. Efnahagskerfi hans er að mestu sjálfu sér nóg. Svo var ekki um kerfi Hitlers. Hitler gat aðeins náð eins langt og raun varð á með því að fá olíu, gúmmí, málma og fleiri hrá- efni frá öðrum löndum. Sovétrík- in eru miklu sjálfbirgari, vantar ekkert nema ef til vill örfá efni eins og gúmmí — sem þau eiga ef til vill birgðir af. Spurning: — Bendir nokkuð til þess, að Krustjoff hafi í hyggju að gera þetta — að fresta urslit- um í Evrópu um sinn? , Svar: — Ég held, að Krustojff ætli sér ef til vill að þrýsta á í Berlínardeilunni og gera vanda- málið um framtíð Evrópu að brennipunkti og úrslitaágreiningi. Spurning: — Er þróun mólanna að komast í slíka sjálfheldu? Svar: — Hún er komin alveg á mörkin. Hvorugur má framar ganga, annars hlýtur styrjöld að brjótast út. Ef hvorir um sig halda fram sem nú horfir, gæti styrjöld skollið á með öllum sín- um eyðingarmætti innan árs. Spurning: — En ættu Bandarík in að' breyta stefnu? Svar: — Ég lít svo á, að við fylgjum stefnu, sem ætti að gera Krustjoff ljósa þá staðreynd, að til eru ákveðin grundvallaratriði, sem við getum ekki vikið frá, jafn vel ekki okkur sjálfum til hagræð is, eða til þess að lækka skatta eða jafnvel til þess að minnka spennu í alþjóðamálum. Ég tel einnig, að við séum að hinu leyt- inu að sýna honum, að unnt sé af beggja hálfu að gera ýmislegt til þess að minnka spennuna og kom- ast hjá úrslitakostum. Ef hann er fáanlegur til þess að skilja og viðurkenna þetta og breyta eftir því, þá held ég, að unnt sé að gera ýmislegt smálegt til samkomulags á báðar hliðar. T f MIN N, fimmtudagur 1. febrúar 1962 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.