Tíminn - 17.02.1962, Blaðsíða 2
etur Tony séö
fyrir Margréti?
Hvar sem fólk kemur sam-
an á Englandi þessa dagana,
er aðalumræðuefnið það
sama: Hvað finnst þér um
Tony Armstrong-Jones og
Margréti prinsessu? Það er
ekki nokkur vafi á því, að þó
að Bretar tigni drottningu
sína og f jölskyldu hennar, þá
gagnrýna þeir harðlega öll
skrípalætin í kringum Mar-
gréti og manninn hennar. Og
þeir ræða þetta vandamál
fram og aftur og spyrja
hvern annan spurninga, sem
þeir að vísu fá lítil svör við,
en eru ef til vill ekki algjör-
lega árangurslausar þrátt
fyrir það.
Við skulum líta á nokkrar al-
gengustu spumingarnar. Hvers
vegna þarf ríkið að sjá fyrir
eiginmanni Margrétar prinsessu?
Hvers vegna þurftu þessi ágætu
hjón að flytja úr fullkomlega boð
legu húsi í annað flottara og vit-
anlega dýrara? Kostnaðinn við
það varð auðvitað að greiða með
innheimtu aukaskatta! Og hvers
vegna í ósköpunum pöntuðu
prinsessan og maður hennar öll
fyrsta flokks sætin í flugvélinni,
þegar þau flugu til Vestur-Indía
til þriggja vikna dvalar? Hefðu
tvö sæti ekki nægt þeim fullkom
lega, eins og öðru fólki?
Það er reynt að þagga þessar
óánægjuraddir niður. Blöðin
gagnrýna þessi frægu hjón afar
sjaldan. Daily Mirror gagnrýndi
það, þegar Tony var titlaður jarl
af Snowdon. Sunday Pictorial
gagnrýndi þá ákvörðun Margrét-
ar að fara í leyfi og skilja barnið
sitt eftir, svo skömmu eftir fæð-
ingu þess. í Sunday Express birt
ast við og við reiðiraddir les-
enda í vissum dálki, sem ætlaður
er fyrir spjall um hirðina. En að
öðru leyti eru blöðin þögul, á
hverju sem veltur með Margréti
og Tony.
Og nú er nýtt uppi á teningn-
um, og engin gagnrýni ^hefur
komið fram við því í blöðunum.
Tony Armstrong-Jones er farinn
að vinna. Það hefur kveikt nýja
spurningu á vörum almennings í
Englandi: Verður það til þess,
að ríkið geti minnkað framlagið
til Margrétar, sem er 15.000 pund
á ári?
Ef gamall eftiriaunamaður
stundar einhverja launaða vinnu,
er dregið af eftirlaunum hans
samkvæmt því. Uppgjafahermenn
sem fá greidd eftirlaun hjá hern
um, mega ekki vinna nema tak-
markaða vinnu til þess að fá þau
greidd. Nú þegar Tony hefur
fengið sér vinnu, sem krefst full
komins vinnudags, og fær vitan-
lega góð laun fyrir, hættir þá
ríkið að sjá fyrir þeim hjónum?
Þessar spurningar og þeim lík
ar eru ekki aðeins bornar fram
af andstæðingum konungsstjórn
ar, heldur einnig af hinum
ströngustu íhaldssinnum. Enda
væru Englendingar eitthvað
skrýtnir, ef þeir væru ánægðir
með hvernig peningunum er só-
að í hvers kyns tilhald við hirð-
ina.
Margir voru afar óánægðir
með giftingu Margrétar og Tony,
hvað sem sagt hefur verið. Þeim
fannst hann alls ekki samboðinn
henni, enda er hann jú bara Ijós
myndari. Aðrir voru ánægðir,
bara af því, að þeim fannst
Margrét eiga skilið að eignast
einhvern mann, og enn aðrir
voru ánægðir með Ijósmyndara
sem eiginmann prinsessunnar,
því að þeim fannst sú ráðstöfun
vera spor í áttina til meira frjáls
lyndis.
En hvað er nú að segja um
frjálslyndið hjá þessu tigna
fólki? Tony er náðarsamlega gef
ið leyfi til að taka að sér fulla
vinnu hjá Sunday Times. Það
hefur vakið geysimikið umtal í
(Framh á 13 sfðu '
fSwu
Sjl SZcs-.i sc.
liS £ iA,
Í! ._,4Í iF
^ ..:3^uh
^Íí’^œíí1!'
3 - '
P. 3
11. febrúar síðasfl. átti félag
danskra blaSamannaljósmynd
ara 50 ára afmæli. Þá var
eðlilega mlkið um dýrðir h|á
dönskum blaðaljósmyndurum.
_«Ll um z ve&i d í 'é um %h
Meðal annars héldu þeir dag-
inn hátíðlegan með móttöku
gesta í húsi því, sem var aðal
miðstöð allrar blaðamennsku
i Kaupmannahöfn fyrir fimm
tíu árum. — Meðfylgjandi
mynd var tekln á þessum
mlkla hátíðisdegl þeirra. Hún
sýnir, tallð frá vinstri, Vlggo
Kampmann forsætisráðherra,
Jacob MSrbjerg, formann fé.
lags blaðaljósmyndara, leik-
konuna Judy Gringer, blaða-
Ijósmyndara, og að lokum leik
arann Dlrch Passer, sem kom
þarna fram í gervi Holger
DamgSrd, fyrsta blaðáljós-
myndara i Danmörku.
ÞORRI KVEÐUR í DAG — því að
nú er þorraþræll. Og á morgun er
konudagur — fyrsti góudagur, og
um hann segir í gömlum fræðum:
„Grimmur skyldi góudagurinn
fyrsti — þá mun góa góð verða."
Svo segja gamlar og gildar for-
skriftir, að bændur skyldu fagna
þorra með þeim hætti að fara út
á bóndadagsmorgun — fyrsta þorra
dag i annarri buxnaskálminni en
draga hina á eftlr sér og og hlaupa
þannig þrjá hringl kringum bæinn.
Elnnig áttu þeir að vera konum
sinum notalegir þann dag, helzt að
færa þeim kaffi í rúmið með lumm
um, sem þelr steiktu sjátfir —
helzt úti í fjárhúsum.
Á SAMA HÁTT ÁTTU húsfreyjur
að fagna góu á konudagsmorgun
með því að hlaupa lítt klæddar
kringum bæinn og fara með stef
nokkurt þar sem góa var boðin vel-
komln í bæinn. Áttu þær einnig að
gera vel tll bænda sinna þennan
dag með góðu atlæti og tilhaldi
nokkru. Er vonandi að konur minn
Ist þessa vel í fyrramállð, og munu
menn fylgjast með því, hvort konur
sjást léttklæddar á hlaupum kring-
um hús sín þegar birtir af degi.
ANNARS HEFUR ÞORRI verið held
ur harður að þessu slnni, þó að
snjóþyngsli séu ekki mikii. Kald-
samt hefur verið og stormasamt og
veður svo hörð að margir eiga um
sárt að binda af slysförum í sjó
og skiptapar hafa verlð margir,
þótt björgun hafi oft teklzt giftu-
samlega. Þorrlnn hefur á öllum
öldum verið mannskæðasti mánuð
ur ársins, bæði á sjó og landi, og
er svo enn, þrátt fyrlr tækni og
margvíslegt öryggi.
GJAFSAMT HEFUR VERIÐ víða um
land, og mun 10 til 15 vlkna inni-
staða orðin sums staðar á Norð-
austurllandi. En vorið nálgast, sólin
hækkar á loftí ,pg dagar lengjast.
Tveir mánuðir lifa vetrar, og svo
koma sumarmál, og ber sumardag-
urinn að þessu sinni upp á skír.
dag. í ár verða þvi sumarpáskar,
og var það trú manna, að þeim
fylgdi harður vetur, svo að það er
betra að búa slg vel undir þann
næsta og gera ráð fyrir, að þorr-
Inn verði ekki léttari þá en nú.
— Hárþarður.
Harður er húsbóndinn
Karp stjóraarblaðanna inn-
byrðis — Alþýðublaðsins og
Morgunblaðsins — um Land-
smiðjuna og fleiri ríkisfyrir-
3 tæki hefur vakið nokkra at-
:v hytgli.. Virðist auðsætt, að
: tvennt komi til. Bæjarstjórnar-
kosningar eru farnar að nálg-
ast og fiðringur í Alþýðufloklc
inn af þeim sökum, svo að
hann klæjar smávegis undan
stjórnarsamstairfinu. Þetta staf-
ar líka af því, að ýmsum eldri
Alþýðuflokksmönnum, sem
byggðu flokkinn upp á hug-
sjónum áður fyrr, þykir helrt
til langt gengið, þegar sam-
starfsflokkurinn í ríkisstjórn
ætlar að beita Alþýðuflokkn-
um til þess að leggja niður ým-
is fyrirtæki og eyðileggja þau
verk, sem hann vann áður í
samræmi við yfirlýsta stefnu-
skrá sína. Mun þeim þykja hús-
bóndavald íhaldsins orðið nokk
uð hart, þegar Alþýðuflokkn-
um er skipað að leggjast þann-
ig á sjálfan sig.
Heimiliskryfur
jv Það vakti nokkra athygli og
bros á fundi borgarstjórnar
Reykjavíkur í fyrrakvöld, að
Alfreð Gíslason læknir ávítaði
flokksbróður sinn Guðmund
Vigfússon nokkuð liarkalega
fyrir það að hafa greitt því at-
kvæði í bæjarr'áði, að leyft
yrði að byggja afgreiðsluhús á
Reykjavíkurflugvelli í stað
þess sem brann. Kvað Alfreð
það ekki ná nokkurri átt að
byggja eða leyfa að byggja
mcira en bráðabirgðhhús á
Reykjavíkurflugvelli, hús, sem
rífa mætti hvenær sem væri,
þegar flugvöliurinn yrði lagður
niður. Guðmundur afsakaði sig
oig kvað ekki fært að standa
gegn umsókninni, og nafni
hans J stóð með honum í at-
kvæðagreiðslunni, en Alfreð
, greiddi atkvæði á móti þeim,
og hafði á orði „annarleg sjón
armið“. Vita menn ekki, hvort
þetta er djúpstæð sundur-
þykkja í heimilislífi samein-
ingarflokk.sins.
ITolf míliinrar
Morgunblaðið er að burðast
við að spyrja um það í gær,
hvort Framsóknarmenn „væru
tilbúnir til þess að nema úr
gildi samkomulagið við Breta
í Iandhelgismálinu, cf Bretar
Ifengjust til að styðja á alþjóða-
ráðstcfnu þá stefnu, sem við
börðumst fyrir, þ.e.a.s. þá að
lögfesta 12 mílur sem fisk-
veiðilandhelgi“.
Hér villir Mbl. vísvitandi
um fyrir mönnum. íslcndingar
hafa aldrei barizt fyrir því, að
lögfesta 12 mílna fiskveiðilög-
sögu, NEMA SEM LÁGMARK,
er síðan mætti fara út fyrir
eftir aðstæðum þjóða. Á Genf
arráðstefnunni beið minni fisk
veiðilandhelgi en 12 mílur,
endanlegan ósigur, og þar með
færðist baráttan út fyrir 12
mílurnar, og við áttum opna
Ieið til að sækja lengra. Þetta
var almcnnt viðurkennt. Ríkis-
stjórn fslands brást hins vegar
svo við í þeirri baiúttu, að
hún hleypti Bretuni og fleiri
þjóðum inn fyrir 12 mílurnar
og skuldbatt sig síðan ævar-
andi til þess að sækja um lcyfi
til Breta, ef fslendingar hyggj
ast færa fiskveiðilandhelgina
út fyrir tólf mílur. Ætli leyfið
verði ekki auðsótt?
e*
2
TIMIN N, laugardagur 17. febrúar 1962.