Tíminn - 17.02.1962, Page 3

Tíminn - 17.02.1962, Page 3
Þetta eru mennlrnlr þrír, sem hafa sefið á leynífundunum með Joxe Alsírmálaráðherra Frakklands um fram tíð Alsír. Það eru þeir Belkacem Krim (til vlnstri), hinn 39 ára gamll aðstoðarforstæðlsráðherra útlagastjórnai Serkja, Mohamed Yazid upplýsingamálaráðherra og loks (til hægrl) Lakdar Ben Tobbal, skipuleggjandinn, sem er innanríkisráðherra útlagastjórnarinnar. — Þeir eru í Genévé á lelð frá samningsviðræðunum. RNADAR ÁSTANDí GUAYANA NTB—London, 16. febrúar. f dag var lýst yfir hernaðar- ástandi í Brezku-Guayana í Suður-Ameríku, þegar komið hafði til allsherjarverkfalls til þess að mótmæla hækkuðum sköttum og skyldusparnaði. Sir Ralp Grey landsstjóri lýsti yfir þessu. Hann hefur einnig beðið um, að sendar yrðu tvær her deildir brezkra hermanna til lands ins og er von á þeim til Guayana á laugardaginn. Mörg þúsund manns héldu mót- mælafund fyrir utan þinghúsið í höfuðbor'ginni Georgetown, en allt talsima- og ritsímasam- band var rofið meðan á verkfall- inu stóð og flugvöllur borgarinn- ar var lokaður. Stjórnmálaandstæðingar Jagans forsætisráðherra fullyrða, að ríkis stjórn hans sé kommúnistasinnuð, en hún neitar því algerlega. Engar sovézkar flugvélar NTB-Berlín, 16. febrúar. Sovézka heniámsstjómin í Berlín liefur tekið aftur kröfu sína um a‘ð mega nota vissa hluta flugleiðanna milli Vestur-Berlínar og V- Þýzkalands til cigin afnota í þrjár klukkustundir dag hvern fyrir hádegi. I mongun voru engar sov ézkar flugvélar sjáanlegar á þessum slóðum. Ofsastormur NTB-Sundsvall, 16. febr. Ofsa’/ ;ur stormur herjaði í dag stóran hluta Norðvest- ur-Evrópu og olli bæði stór- tjóní og miklum erfiðleikum á sacngöngujm. Vitað er um að minnsta kosti fjórar manneskjur, sem fórust í ó- veðrinu. Múrsteinum rigndi á göt- um Glasgow í Skotlandi og viða í Englandi hrundu hús að heilu og hálfu leyti. Á Norðurlöndum var veðurofs inn líka mjög mikill og geysilegar tafir urðu á allri umferð. Skutu á mæðgin NTB-Berlín, 16. febrúar. Austur-þýzk lögregla skaut 60 skotum í dag að 25 ára gamalli móður og fimm ára barni hennar, sem héldu sig uppi á svölum við mörkin milli borgarhlutanna í Ber- lín. Vestur-þýzkir lögreglu- menn og brunaverðir hjálp uðu konunni að stökkva nið ur af svölunum, þar sem hún hafnaði í vesturhlutanum. Hún slapp ómeidd, en barn ið meiddist lítils háttar. Ekk ert skota Austur-Þjóðverj- » anna hitti mæðginin. Stærsti mótmæla- fundur í Washington NTB-Washington, 16. febr. Um 500 stúdentar söfnuð- ust sarnan fyrir utan Hvíta húsið og kröfðust þess af Kennedy Bandaríkjaforseta, að hætt yrði við að hefja aftur kjarnorkusprengjutii- raunir í andrúmsloftinu. Sumir stúdentanna fóru hripgferð til allra 80 sendi- ráða borgarinnar til þess að mótmæla öllum kjarnorku- sprengi.ngum. Þetta er fjöl- mennasti mótmælafundur, sem haldinn hefur verið í Washington í 20 ár. ( Hvalveiðiskipi hvolfdi við bryggju NTB-Kiel, 16. febrúar. Sovézka hvalveiðiskipinu Vladivostok, sem átti innan tíðar að fara í sína fyrstu ferð, hvolfdi skyndilega í dag í höfninni í Kiel. Margir verkamenn innilokuðust. Þeir náðust allir úr skipinu, en 35 þeirra höfðu fengið áverka. Vladivostolc er 17.000 tonna skip. V0PNAHLÉ I ALSÍR I L0K NJESTU VIKU Genévé, 16. febrúar. Verið er að leggja síðustu hönd á samninga frönsku stjórnarinnar og útlagastjórn- ar Serkja í Alsír. Talið er, að þeir verði gerðir heyrinkunnir við hátíðlega athöfn í París eða nágrenni eftir um það bil 10 daga. Algers vopnahlés er vænzt í lok næstu viku. Fyrst verður mynduð bráða- birgðastjórn, sem á að sitja í sex mánuði, áður en Alsír hlýtur full komið sjálfstæði. í bráðabiigða- stjórninni verða sjö menn, þrír skipaðir af hvorum samningsað- ila og svo forsætisráðherra, sem verður valinn með samþykki bæði frönsku stjórnarinnar og útlaga- stjórnarinnar. Ben Bella á oddinum Samningarnir verða lagðir fyrir þing serkneskra útlaga þegat í þessari viku. Um leið og þeir verða undirritaðir, verða Serkirn- ir, sem eru í fangelsi í Frakk- landi af pólitískum ástæðum látn- ir lausir, þar á meðal hinn 45 ára gamli A'hmed Ben Bella, sem þyk ir líklegastur til að verða mesti áhrifamaður hins sjálfstæða Alsír. Samningsatriðin Helztu atriði samkomulagsins milli Serkja og Frakka eru tálin vera þessi: 1. Utlagastjórnin ábyrgist líf og eignir Frakka í Alsír, og Frakkar munu styrkja Alsír í þess stað með 400 millj-ón dollara efnahagshjálp. 2. Skipting hinna stóru fr'önsku jarðeigna verður ekki jafn víð- tæk og útlagastjórnin vildi í fyrstu. Sennilega verður aðeins 300 stærstu jörðunum skipt upp milli smábændanna. 3. Frakkland mun halda flota- stöð sinni í Mers-el-Kebir í tíu ár, og nokkrum stöðvum í Sahara þar að auki. 4. Frakkar í Alsír munu fá full- tiúa á allar löggjafasamkundur, þótt þeir verði áfram franskir ríkisborgarar. Síðar verða þeir þó að velja um, í hvoru landinu þeir velja sér ríkisfang. 5. Útlagastjórnin lofar að lög- sækja ekki þá Serki, sem hafa viljað franskt Alsír áfram. Hva8 gerir OAS? í frönsku ríkisstjórninni eru menn almennt bjartsýnir um, að þessir samningar komizt klakk- laust á leiðarenda, en enginn úti- lokar þó möguleikann á því, að það slitni upp úr samningunum á síðustu stundu. Helzta vandamálið, sem nú virð ist blasa við, er: Ilvað taka frönsku landnemarnir til bragðs? Engar horfur eru á því, að leyniherinn OAS gefist upp fyrr en í fulla hnefana. — ekki á uppgjafarnótunum í dag hótaði OAS að skjóta alla herlögreglumenn og varaliðsmenn sem sæust á götum Algeirsborgar. Einnig hafa samtökin skipað kaup mönnum og veitingahúsaeigendum að neita að láta lögreglumenn fá nokkrar kjötvömr, og ætla þeir þannig að æsa lögregluna gegn hernum. í dag var hafin sókn í barátt- unni fyrir því að halda Alsír sem frönsku landi. Var 24 klukkust. verkfall boðað í því skyni. Að sókninni stendur Auguste Arn- ould, sem hefur stuðning 90 verka lýðsfélaga, stúdentasamtaka og fé- laga uppgjafahermanna. Þótt franska stjórnin og Serkir semji frið sín á milli, er ekki víst, að engu skoti veríSi hleypt af eftir það í Alsír. þw sm mmm sjá hest mm ~ °ra'' ■ ... Ii / • Haisi ylp J---- ,\W»OCÓíi //« FlartMHiyMiJOO'.-bftíJón- Wl /? A krónyr »í5a*Bt5iM 6lá ’ /> K; ...... ..7...." Olís: 16 mlltiéA lorw i \ \ ' holmlngur notkunar FrakkLT , « aldfUuíra ALGERlA ; |__ SAHARA ...............»1 KiarnorkuBlraunir ^ ..........\ TÍMINN, laugardagur 17. febrúar 1962. 3

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.