Tíminn - 17.02.1962, Blaðsíða 8
Hér í bæ ríkir vægast sagt ó-
fremdarástand að því er tönnum
barna viðkemuT. Aðeins lí'till fcluti
þeirra um 10 þúsund barna, sem
stunda barnaskólanám, fær nú
fullkomna, reglulega þjónu.stu.
Tannviðgerðir og fræðslustarf-
semi er nú engin í skólum bæjar-
ins. Fræðslustarfseimi hefur að
vísu aldrei verið nein. En bæjar-
yfirvöldin borga helming þeirra
reikninga fyrir tannviðgerðir,
sem framvisað er. En þessi ráð-
stöfun er ekki lausn, ekki skref í
rétta átt.
íslendingar geta státað af stór-
virkjum á sviði heilbrigðismála
og nægir þar að benda á t.d. út-
rýmingu benklaveikinnar. En þeg-
ar kemur að útbreiddasta sjúk-
dómi mannkynsins, tannskemmd-
unum , gerir stjórn heilbrigðis-
mála Reykjavíkur, þá kórvillu að
kasta frá sér ábyrgðinni af tönn-
uim barna.
Vonandi verða sem allra fyrst
teknar upp aftur tannviðgerðir i
sjálfum skólunum, því að núver-
andi fyrirkomulag hefur fáa þá
kosti, sem skólatanntækningar
veita.
Aðalgallarnir við núiverandi
fyrirkomulag, eins og það er fram
kvæmt hér í bæ, eru þessir: —
Allt skipulag leggst niður og börn-
in eru ekki tekin reglulega til
skoðunar og tannviðgerða. Verða
því viðgerðirnar bæði erfiðari,
sársaukafyllri og dýrari eða jafn-
vel óframkvæmanlegar. — For-
eldrar, sem ekki fara s’jálf reglu-
lega til' tannlæikni'S', hafa varla
huigsun á því, að senda börn sín
reglulega til tannlæknis og þykir
það jafnvel óþarfi. En einmitt
börn frá slikum heimilum þarfn-
ast helzt þjónustii hins opinbera.
Niðurstaðan verður því sú, að
stærsti hluti greiðslnanna fer til
þeirra, sem mundu hvort sem er
láta gera reglulega við tennur
barna sinna, en ekki til þeirra,
sem helzt þyrftu þeirra með, nema
til þes's að greiða tannúrdrætti.
Fleiri orsakir liggja til þess að
ekki komast nema fá þessara
barna til tannlæknis eftir að' þessi
breyting varð. Nægir þar að nefna
fátækt sumra til þess að greiða.
þótt ekki sé nema helming kostn-
aðarins. Enn aðrir vanrækja þessa
skyldu sína vegna áhugaleysis og
trassaskapar. En telja má að meir
en níu af hverjum tíu skólabarna
þyrfti tannviðgerðar með á hverju
ári.
Tannlækningar í barnaskólu.m
voru fyrst framkvæmdar 1902.
1905 var opnuð fyrsta tannlækn-
ingastofan í barnaskóla á Norður-
löndum, og hér á landi hófust
reglubundnar skólatannlækningar
árið 1926. Síðan hefur þessi starf-
semi aukizt mjög á öllum hinum
Norðurlöndunum. og er til fyrir-
myndar í Noregi, Svíþjóð og Dan
mörku.
Kostirnir við að hafa ta'nnlækna
í sjálfum skólunum eru svo mikl-
ir, að reyna. verður allt til þess
að slíkt verið aftur tekið upp.
Skal nefnt hér hið helzta.
Einmitt á barnaskólaaldrinum
koma flestar fullorðinstennurnar
í ljós og því mest aðkallandi, að
fylgzt sé reglulega með þeim.
Næst þá fyrir skemmdina meðan
hún er enn á byrjunarstigi. M
er mjög nauðsynlegt að venja
börn strax frá byrjun á að fara
reglulega til eftirlits, sem leiðir
af sér sársaukaminni og einfald-
ari viðgerðir. Börnunum finnst
ei.nnig sjálfsagt að hugsa vel um
tennurnar, fyrst skólafélagar
þeirra verða að gera það. Tann-
viðgerðirnar verða þvi börnunum
sjálfsagðar, eins og annað, sem
skólagöngunni tilheyrir.
Þær tennur, sem án efa eru
mikilvægastar fyrir alla tygg-
ingu og kjálkamyndun, eru hinir
svonefndu sex-ára jaxlar. Þegar
börnin koma fyrst í barnaskóla.
eru þessir jaxlar í flestum tilfell-
um orðnir skemmdir. En þeir
koma oftast einkennalaust fyrir
aftan barnajaxlana. Mjög er því
nauðsynlegt, að þá þegar sé haft
reglulegt efrirlit með þeim og
gert við þá. Flestir foreldrar
halda að þessir jaxlar séu barna-
jaxlar og eru því skeytingarlausir
um þá. En þá þegar er illmögu-
legt að gera vi.ð marga af sex-ára
jöxlunum, hvað þá sé viðgerðin
dregin til átta ára aldursins.
í öllum hinum svonefndu sið-
menntuðu löndum, hefur verið
tekin upp skipulögð fræðsla um
hvað hægt er að gera til að |
minnka tannskemdir. Er aðal-
áherlan lögð á mataræðið. Forð-
ast sykurríka fæðu, borða ekki
milli mála og venja barmið strax
á góðar matarvenjur. Tannhreins-
unin er ekki síður mikilvæg og að
haft sé reglulegt eftirlit með
tönnunum.
Sú staðreynd, að aðeins mjög
líti'll hluti þjóðarinnar þrífur tenn
Tannlækna
usta í barna
Greinargerð frá Tannlækna-
íi Islands
ur sínar reglulega, er mjög ugg-
vekjandi og lítt sæmandi menn-
ingarþjóð, þegar sannað er að
byrjað var, þegar þrjú til fjögur
þúsund áruim fyrir Kristburð að
bursta tennur. Hafa íslendingar1
oft verið fyrri til að tileinka sér
nýjungar
Athuganir, sem gerðar voru í í
einum af barnaskólum bæjarins
fyrir þremur árum, sýndu að að-
ei:ns rúmlega 10% barnanna burst
uðu tennurnar reglulega og tæpur
helmingur átti sinn eiginn tann-
bursta. Börnin voru látin koma
með burstana sína í skólann og
var ótrúlega algengt að fjölskyld-
an notaði öll sama burstann. Oft
var erfitt að sjá upprunalegt út-
lit hans, því að svo illa var hann
oft leikinn og vamhirtur. Þetta er
kannski skiljanlegt, þegar litið er
á, hve lítillar fræðslu fólk hefur
notið u.m þessi mál. En hér þyrfti
að kooia breyting á.
Tannlæknafélagið hefur undan-,
farna tvo vetur reynt að reka!
fræðslustarfsemi um tannskemmd
ir og vamir gegn þeim. Á hinum
Norðurlöndunum hefur hið opin-,
bera haft forustu um þessi mál. |
Rekið umfangsmikla fræðslustarf-1
somi og gert þær ráðstafanir, sem I
sannað er að haldi geti komið tíl |
minnfcunar tannskemimda. Má
nefna sem dæmi umfangsmikla
og skipulega útgáfustarfsemi,
kennslu um tannhreinsun og að
notfæra sér hina miklu kosti flu-
ors til varnar tannskemmdum. Öll
skólabörn í Stokbhólmi fá t.d.
tvisvar á ári gefins tannbursta frá
yfirvöldum borgarinnar og eru
um leið látin bursta tennur sínar
upp úr sérstakri fluorupplausn.
Annast þetta átta stúlkur, sem
fengið hafa lítilsháttar tilsögn um
rétta tannburstunaraðferð. Sjá
tvær stúlkur um fimmtán þúsund
börn. Mundi því t.d. ein stúlka
geta annazt þetta hér í bæ og
kostnaðurinn við tannburstagjaf-
irnar minni en rekstur einnar
tannlækningastofu í skóla. En
árangurinn hjá þeim er undra-
verður, því að tannskemmdir
minnka um 25%. Ef við hugsum
okkur að hér í bæ þurfi tólf skóla
tannlækna, þá mætti spara allt
að þrjá þeirra, væri þessari að-
ferð beitt.
Enn þá áhrifaríkari er þó sú að-
ferð að bæta fluor í sj'álft drykkj-
arvatnið, og hefur fengizt um
50% minnkun tannskemmda með
þeirri aðferð. Ef við göngum út
frá sömu tölu skólatannlækna og
áður eða tólf fyrir Reykjavík, þá
mundi sparast vinna helmings
þeirra eða sex skólatannlækna.
Erfitt er að gizka nákvæmlega á
hver kostnaðurinn yrði, en líklega
rúmar 200 þúsund krónur fyrir
Reykjavík á ári.
Hér er stuðzt við þær niður-
stöður, sem fengizt hafa eftir
margra ára vísindalegar tilraunir
og reynslu annarra þjóða svo að
ekki væri úr vegi að reyna slíkt
hér á landi. Ótrúlegt er að miður-
staðan verði önnur.
Að komast hjá tannskemmdum
er það sem árangursrikast er, þeg-
ar barizt er gegn tannskemmdum.
TannviðgeTðirnar mætti frekar
líta á sem neyðarúrræði, er grípa
verður til við þær tennur, sem
skemmast.
Sem dæmi um hve mikil á-
herzla er lögð á þetta atriði, t.d.
í Oslo og víðar, má nefna, að
öllum bamaskólabörnum þar er
veitt ókeypis máltið, sem saman-
stendur af grófu brauði, hörðu
Skonroki, gulrót og mjólk. Þetta
verður að borðast eftir vissum
reglum í skólunum. Fyrst er
brauðið borðað þurrt, síðan er
mjólkin drukkin og að lokum gul
rótin nöguð. Eftir að þetta fyrir-
komulag var tekið upp, tók upp-
undir klukkutíma fyrir sum börn-
in að borða skammtinn sinn.
Margir af kennurunum áttu einn-
ig í erfiðleifcum með að tyggj?
þurra bitana. Enda skiljanleg:
með tilliti til þess að vaninn var
orðinn s>á að tyggja fæðuna ekki,
heldur renna bitunum niður
ótuggðum með mjólk, kaffi eða
einhverju öðru. Slíkt leiðir aftur
á móti af sér, að tennurnar og
tannholdið fá ekki það .álag, sem
nauðsynlegt og eðlilegt er. Tenn-
urnar verða óhreinar og tann-
holdið bólgið. Tennurnar losna
jafnvel og detta úr vegna notk-
unarleysis. Auk þess verður melt
ingin öll erfiðari og ófullkomnari.
Þeim tíma væri ekki illa varið,
sem notaður væri í að kenna böm
um i barnaskólunuim að tyggja
fæðuna, því að ástandið er sízt
betra hjá ofckur í þessum efnum,
en t.d. Norðmönnum og Svíum,
áður en þeir tóku skipulega á
þessum málum. Einmitt nú er
auðvelt að kenna þetta, þegar það
sjálfsagða fyrirkomulag er að
komast á, að börnin fá mjólk í
skólunum og borða bitann sinn
með, í stað þess að hlaupa út í
næstu búð, drekka gosdrykki og
borða vínarbrauð.
Stór hluti barna hér í bæ þarf
að vera í skólunum á þeim tíma,
sem á flestum heimilum er not-
| aður til að neyta hádegisverðar.
Þetta leiðir af sér að þau verða oft
ast að borða ein og þá kaldan, lítt
lystugan mat. Auk þess freistast
þau freikar til að koma við á
i heimleiðinni úr skólanum, vegna
j svengdar og fá sér miður heppi-
lega fæðu, t.d. sælgæti, gosdrykk
og vínarbrauð. Jafnvel þó að
skólastjórarnir geti stemmt stigu
við slífcu í sjálfum skólatímanum,
fá þeir engu ráðið eftir að hon-
um lýkur. Eina úrlausnin er sú,
að fella kennslu niður á matmáls-
tímum eða veita fullkomna mál-
tíð í sjálfum skólunum, eins og
gert er víða á hinum Norðurlönd-
unum. Öll óregla í matarvenjum
er ekki einungis stórsfcaðleg tönn-
unum, heldur allri imeltingunni
og þar með heilsu hvers og eins.
Söluturnarnir eru þeir staðir,
sem þó munu selja einna mest af
sælgæti og gosdrykkjum. Allir
eru sammála um að slíkir veit-
ingastaðir séu nú þegar orðnir
allt of margir. Varhugaverðast er
þó það fyrirkomulag, sem mikið
er farið að tíðkast hér í bæ, að
veita mönnum leyfi fyrir slíka
starfsemi, með því skilyrði, að
þeir staðsetji hana á aðalvið-
komustöðum strætisvagnanna og
byggi jafnhliða afdrep fyrir þá,
sem biða. Sérstaklega er þessi
ráðstöfun varhugaverð með tilliti
til þess fjölda barna, sem verður
að notast við strætisvagnana til
og frá sfcólunum. Bæjaryfirvöldin
ættu að fella niður þetta fyrir-
komulag. Jafnvel þó að með því
sparist kostnaður við byggingu
og viðhald biðskýla. Mun ekki of-
sagt að bæjarsjóður fái um 1
milljón króna á ári í leyfisgjöld
fyrir söluturna, en það er álíka
upphæð og veitt er til allra s'kóla
tannlækninga í bænum, svo að
ekki er til of mifcils ætlazt, þó að
aukin væri fjárveiting til þessara
mála.
Margt er því hægt að gera og
þá helzt að færa sér í nyt reynslu
annarra þjóða í þessum efnum.
(Framh. á 13. síðu.)
Tennurnar
Fyrsti þáttur meltinigar-
innar fer fram í munninum.
Fæðan blandast þar milli
tannanna og blandast munn
vatni, sem leysir upp hluta
matarins og auðveldar
kyngingu. Tennurnar hafa
þannig miklu hlutverki að
gegna. Er því mikilvægt, að
þær séu í Iagi og starfi sínu
vaxnar.
Tönn samanstendur af
krónu og rót. Rótin veitir
tönninni festingu í kjálka-
I Glerungur, 2 Tannbein, 3
Tannhold, 4 Tanntaug, 5
Kjálkabein, 6 Æðar og taugar
bcininu, cn krónan er sú
hluti tannarinnar, sem
stendur upp úr kjálkanum
og við notum til að tyggja
fæðuna. Yzta lag tannkrón-
unnar er byggt upp af mjög
hörðu, ólífrænu efni, sem
kallast glerungur. Hann er
þykkastur, um tveir milli-
metrar, við bitflötinn, en
þynnist eftir því sem nær
dregur tannhálsinum.
Glerungurinn veitir tönn-
inni þá hörku og þann
styrk, sem nauðsynlegur er
til að tyggja harða o>g seiga
fæðu, auk þess sem hann
myndar varnargarð um tann
beinið, sem undir liggur.
Tannbeinið líkist mjög
venjulegu beini að samsetn-
ingu. í miðju tannarinnar
er loks taugin, sem svo er
nefnd í daglegu tali. Hún er
byggð upp af bandvef, og i
honum eru taugar og svo
æðar, sem flytja næringu til
tannbeinsins.
Glerungurinn, varnargarð
ur tannarinnar, getur rofn-
að af ýmsum orsökum, og
eru þessar helztar: Hann
getur brotnað við högg eða
áverka: Hann getur slitnað
eða eyðzt vegna mikillar
notkunar, og sést það oft
greinilega hjá rosknu fólki.
Síðast en ekki sízt getur
glerungurinn rofnað vegna
tannskemmda, og er það al-
gengasta orsökin.
J
TIMIN N, laugardagur 17. febrúar 1962,