Tíminn - 17.02.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.02.1962, Blaðsíða 12
 ; !■ . sBSík?, %€ 3 I ; P; s; . •• ''; 111 Axels Andréssonar minnzt í Skógaskóla Örn Indriðason varð Akureyrarmeistari Akureyrarmót í skautahlaupi fór fram sl. sunnudag og mánu- dag. Keppnin fór fram í Stórhólm anum og hófst ld. 2 á sunnudag, en seinni hlutinn kl. 9 á mánu- dagskvöld. Keppendur voru 13, allir frá Skautafélagi Akureyrar. Úrslit urð'u þessi: 500 metrar: Örn Indriðason 50.0 sek. Skúli G. Ágústsson 50.7 sek. Jón D. Ármannsson 52.9 sek. 1500 metrar: Örn Indriðason 2.42.0 sek. Skúli G. Ágústsson 2.47.7 sek. Sveinn Kristdórsson 2.55.0 sek. 3000 metrar: Örn Indriðason 5.43.3 mín. Skúli G. Ágústsson 5.43.3 mín. Sveinn Kristdórsson 6.06.6 mín. Skúli G. Ágústsson 10.42.5 mín. Sveinn Kristdórsson 11.10.0 mín. Akureyrarmeistari í hraðhíaupi á skautum 1962 varð því Örn Indr iðason, SA, með sigur á öllum vegalengdum. STIG: Örn Indriðason 221.647 stig. Skúli G. Ágústsson 230.417 stig. Sveinn Kristdórsson 240.133 stig. 500 metrar, B-fl.: Hallgrímur Indriðason 59.8 sek. Skúli Lórenzson 61.2 sek. Heimir Tóm i son 69.4 sek. 1500 metrar, B-fl.: Skúli Lórenzson 3.12.9 mín. Hallgr. Indriðason 3.15.5 mín. Heimir Tómasson 3.54.4 mín. 5000 metrar: Örn Indriðason STIG, B-fl.: Hallgr. Indriðason 124.633 stig. Skúli Lórenzson 125.500 stig. 10.04.3 mín. Heimir Tómasson 147.533 stig. 1 Heimsmeistarakeppni í skauta hlaupum hefst í Moskvu í dag Heimsmeistarakeppnin í skauta1 harðri keppni, og ólíklegt að Hol- hlaupum hefst í dag á Leninleik- j lendingum takist að verja titil vanginum i Moskvu og eru komn sinn. ir til mótsins allir beztu skauta- hlauparar heimsins með heims- Rússar eiga harðsnúnu liði á að meistarann van der Grift í broddi skipa og. meðal keppenda þeirra fylkingar. Búizt er við geysi- eru Merkulov, Evrópumeistarinn frá Osló-mótinu, Boris Stenin og Viktor Kositjkin, sem er talinn beztur Rússanna. Hann keppti ekki í Osló, en hefur undirbúið sig vel fyrir þessa keppni. Kositjkin varð Ólympíumeistari í 5000 m. hlaupi í Squaw Valley — og annar í 10.000 m. hlaupinu, með aðeins lakari tíma en Knud Johannesen. Þá verður sprett- hlauparinn frægi, Grísjin, í rúss neska liðinu. Norðmenn og Svíar senda jmarga góða menn í keppnina, og gera Norðmenn sér vonir um að j Knud Johannesen verði framar- j lega, en það fer þó mikið eftir ! því hvernig ísinn verður. Knud er þungur hlaupari og beztur á hörðum ís. Frá Danmörku er einn keppandi, Kurt Stillle. Frakkinn Kouprianoff er talinn hafa mjög mikla möguleika til sigurs í mót- inu, en hann er afar jafn hlaup ari og ræður jafnt við sprettinn sem löngu hlaupin. En einn keppandi ,.í mótinu mun þó draga að sér hvað mesta athygli, en hann keppir nú í fyrsta sinn í heimsmeistarakeppninni, og var algerlega óþekktur fyrir nokkr um dögum. Það er Kanadamaður- inn Poul Enok, sem setti nýlega heimsmet Í 3000 m hlaupi á mót inu á Harmi. Hann hljóp vega- lengdina á 4:37,2 mín., sem er frábær árangur. En Enok náði einnig ágætum árangri í öðrum greinum t.d. hljóp hann 5000 m. j U 8:16,5 mín. en datt í hlaupinu,! Fyrir nokkrum vikum fór fram í Skógaskóla undir Eyjafjöllum afhending verðlaunabikars að af- loknu haustmóti skólans í knatt- spyrnu. Bikar þcnna, sem er hinn ágætasti gripur, gáfu nokkrir eldri nemendur skólans fyrir fáum ár- um. Skal hann vera farandgripur og er keppt um hann á hverju hausti eða fyrri hluta vetrar. f skólanum eru fimm knattspyrnu- lið og tóku þau öll þátt í mótinu. Að þessu sinni bar A-lig 3. bekkjar sigur úr býtum og varð- veitir því bikarinn góða út yfir- standandi skólaár. Jón Viðar Magn ússon, fyrirliði hinna sigursælu knattspyrnumanna, veitti bikarn- um viðtöku við hátíðlega athöfn. íþróttakennaii skólans, Snorri Jónsson, aðstoðaði við fram- kvæmd mótsins og var dómari á kappleikjunum. Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri, minntist við þetta tækifæri með stuttu ávarpi hins vinsæla knatt- spyrnukennara Axels Andréssonar og sýnir þetta vel, að þessi nýliði er til alls Hklegur. Þá má geta þess, að frá Kína koma nokkrir menn, sem hafa náð mjög at- hyglisverðum árangri. Myndirnar hér á síðunni feng- um við sendar frá Politiken, en þær eru frá Evrópumeistaramót- inu í Osló. Á þrídálka myndinni eru verðlaunahafarnir í 5000 m. hlaupinu. í miðjunni er sigurveg arinn Robert Merkulov, til hægri Knud Johannesen, Noregi, og til vinstri Invar Nilsson, Svíþjóð. og Andre Kouprianoff, sem urðu jafnir í þriðja sæti. Á minni mynd inni sést Robert Merkulov í 1500 m. hlaupinuó. sem lézt á s.I. sumri. Mælti skóla- stjóri á þessa leið: „Axel Andrésson hélt fyrsta námskeið sitt í Skógaskóla vetur- inn 1955 og kenndi síðan hér í 3 vikur til mánaðartíma á hverjum vetri að einum undanteknum. Hér hjá okkur var Axel ætíð hinn mesti aufúsugestur og mikill til- hlökkun ifkjandi í skólanum, þeg- ar von var á honum. Enda var koma hans hin ánægjulegasta til- breyting. Axel var frábær kennari, skemmtilegur og duglegur. Stund- vís var hann með afbrigðum og á- kveðinn í framkomu. Hann brýndi fyrir -nemendum sínum nauðsyn reglusemi, drengskapar og fagurr- ar framkomu. Hann ræddi við þá um gildi íþróttanna og fræddi þá um það, hvernig það fer saman, að duglegir íþróttamenn hljóti jafnan að vera drengir góðir. Hug ur hans var sífellt vakandi fyrir nauðsyn góðrar þjálfunar og hann gerði sér grein fyrir og kenndi nemendum sinum, að enginn get- * ur vænzt góðs árangurs, nema að leggja mikið af mörkum í andlegri og líkamlegri þjálfun og heilbrigð- um lífsvenjum. Hugur hans var all ur hjá æskunni og henni helgaði hann starfskrafta sína mikinn hluta ævinnar. Hann unni ungu fólki og fann gleði í því að kenna því og hjálpa. Allir, sem þekktu Axel Andrés son, og þá sérstaklega þeir fjöl- mörgu, sem voru n^mendur hans á námskeiðum víða um land, fyrr og síðar, sakna hans sem duglegs kennara. góðs vinar og mikils drengskaparmanns. Hans er gott að minnast. Friður sé með hon- um“. Að loknu ávaipi skólastjóra heiðruðu nemendur og kennarar minningu hins látna vinar síns og skólans með því að risa úr sætum. TÍMINN, laugardagur 17. febrúar 1962. É . MMM * ' ''. || ■ j íi«rirtTTir*i k rjf # j,l»RpTTIRvV # IÞRO TTIR iiiiin RITSTJÓRI HALLUR SIMONARSON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.