Tíminn - 20.02.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.02.1962, Blaðsíða 13
95 ára í dag: Hristrún Finnsdóttir Tvennt er mér minnisstæðast I um bemskustöðvar mínar, fagurt' landslag og gott fólk. — Djúpi- vogur var raunar lítið þorp, en þar og í sveitunum í kring mátti kenna margháttuð áhrif hinna ó- IMegustu menningarstrauma. Þar voru menn, er dvalið höfðu við erlenda háskóla, aðrir, sem' siglt höfðu um flest heimsins höf, kaupafólk, er verið hafði í nánum tengslúm við umheiminn, listrænt fólk, sem gengið hafði út og inn í musterum listarinnar suð ur u-m alla Evrópu, leikunnend- ur, sem kunnu góð skil á uppeldis áhrifum leiklistarinnar. — Allir þessir fjölbreyttu straumar runnu eaman við bændamenningu sveit- anna, sem lýsti sér í fási bænda- fólksins, eðlisgróin kurteisi í um- gengni, tillitssemi og hjálpsemi. — Lífið var frjálst og óþvingað', börn og fullorðnir ræddust við, unnu saman og skemmtu sér sam an, og heimilin stóðu opin til allra góðra kynna. Hin létta, aust- firzka glaðværð blandaðist alvöru lífsins í hæfilegum hlutföllum. Þetta á ekki að verða grein um Djúpavog, heldur aðeins heilla- ósk til gamallar konu, sem eitt sinn var húsmóðir í Sólhól, næsta | húsl við Hraun, þar sem ég var upp alinn. Nú er Kristrún orðin 95 ára göanul, og þeir tímar virð- ast harla fjarri, þegar við Hrauns bræðurnir gengum út og inn um1 dyr hennar, eins og heimagangar og áttum börn hennar að leik- systkinum. Kristrún var fædd að Tungu í Fáskrúðsfirði hinn 20. febrúar 1867, en ólst upp í Vík fram að tvítugsaldri, hjá nánu frændfólki sínu. En foreldrar Kristrúnar voru Finnur bóndi Guðmundsson og Anna Guðmundsdóttir. Krist- rún fluttist til Djúpavogs og gift- ist þar Lúðvík heitnum Jónssyni snikkara, mætum dugnaðarmanni. Gömu! saga og ný Það hefur löngum verið talið einkenni hrörnunar og ellilas- leika, að' þykja allt hafi verið gott áður fyrr, en nú sé raunin önnur og öllu aftur farið. ;,Hin- ir gömlu og góðu tímar“, er í mörgum tilfellum eins konar hreystiorð í úrræðaleysi dvín- andi krafta og hrumleika. Þessara einkenna gætir undra mikið hjá andstæðingum samvinnufélaganna. Þeim er gjarnt á að finnast samvinnu- félögin fyrir eina tíð hafa verið virðingarverðar stofnanir og „merkt félagsform". Svo góð voru þau jafnvel í þá gömlu daga, að „skattfríðiudi“ S.f.S. voru sanngjörn á bernskuárum samvinnustefnunnar“, segja menn. Nú sé öðruvísi ástatt. Nú sé S.Í.S. „orðið eitt mesta aúð'félagið í landinu, og jafn- framt eitt hið spilltasta". (Hver skyldu hin „spilltustu“ auðfé- lög vera?). Það hefur verið marghrakið með rökum, að samvinnusam- tök eigi nokkuð skylt við „auð- félög“. Alls staðar í heiminum hafa samvinnufélögin og sam- bönd þeirra átt í baráttu við , hringa“ og „auðfélög" til mik illa heilla fyrir landsfólkið. — Óíti andstæðinganna um það að samvinnufélögin séu í hring um og „spilling nútímans sé sérstaklega áleitin við’ þau, er ástæðulaus. Andstæðingar sam vinnustefnunnar eru búnir að gleyma því, að frá fyrstu tíð hafa kaupfélögin og síðar Sam bandið, átt í sífelldum deilum nt af útsvars- og skattálagn- ingu. Á fyrstu árum ICaupfélags Þingeyinga urðu forsvarsmenn þess að standa dag efti'r dag fyrir rétti, til þess að' verjast vanglátri og tilhæfulausri skatt lágningu. Síðan hefur sagan endurtekið sig, bæði hvað snert ir kaupfélögin og Sambandið. Heð samvinnulögunum var þess um málum komið á fastan grundvöll, en þó hefur árásum ] ekki verið lokið. Sagan um „spillinguna“ er heldur ekki ný. Þegar allt ann- að' hefur þrotið, hafa andstæð ingarnir gripið til slíkra ásak- ana hvað eftir annað. Nefna má, að' árið 1921 réðst merkur athafnamaður og s.íðar þingmað ur á Sambandið og „spillingu“ þess í opinberum fyrirlestri. í tilefni þess gaf Landsbanki ís- lands út opinbert álit á fjár- hag Sambandsins og fann ekk- ert athugavert. Árið 1922 var bæklingi um „spillingu“ Sam- bands.'ns, eftir merkan kaup- sýslumann, dreift inn á flest öll heimili á íslandi. Ummæl- um hans var síðar hnekkt með dómi. Þannig mætti margt fleira telja. Sannleikurinn er sá, að fyrr og síðar hafa andstæðingar Samvinnustefnunnar reynt að hnekkja kaupfélögunum og Sambandinu á röngum forsend um. Það' er gömul saga og einn ig ný. Þetta hefur ekki tekizt og mun ekki takast, sem betur fer fyrir landsfólkið, einnig fyr ir þá misvitru menn, sem grípa til óheppilegra ráða, þegar þá brestur önnur. Á hinum merka afmælisdegi Samvinnustefnunnar á fslandi nú í dag, gleðjast samvinnu- menn yfir mörgum drengileg- uin sigrum. Andstæðingar þeirra munu Iíka í dag slíðra vopnin og hugsa hlýtt til hreyf ingarinnar, eins og góðum drengjum sæmir, þótt mikið beri á milli í skoðunum og stefnu. Að minnsta kosti á há- tíðisdögum eru mennirnir gædd ir þeim eiginleikum, að geta virt og metið hvor annan og hvors annars skoðanir og lífs- viðhorf, þótt þau seint eða aldrei verði hin sömu. PHJ Mann sinn missti hún árið 1912. Andaðist hann á skipsfjöl á leið frá Reykjavík. Reyndi þá mikið á Kristrúnu, en börn hennar voru enn í æsku. Fluttist þá til þeirra Guðmundur Finnsson, bróðir henn ar, merkilegur og sérkennilegur maður á marga lund, sem átti eftir að hafa góð og mikil áhrif á félags'líf á Djúpavogi. Kristrún er mér minnisstæð sem yfirlætislaus kona, vingjarn- leg og barngóð. Yfir öllu dagfari hennar var þokki, og minnist ég þess ekki, að ég sæi hana öðru- vísi í einn tíma en annan. Reglu- semi, látleysi og snyrtimennska einkenndi stjórn hennar á heim- ili bæði utan og innan húss. Sjálf var hún afskiptalítil út á við, en heimilið var oft vettvangur þess félagsiífs, sem þá þróaðist á Djúpa vogi. Mér eru í minni skemmti- leg samkvæmi og gestaboð í Sól- hóli, þar sem ungir og gamiir lögðu fram sameiginlegan skerf við leik, söng og dans( og alvarleg ar samræður inn á milli. Á heim iiið komu einnig margir ferða- menn og gestir. Börn þeirra Lúðvflcs og Krist- rúnar, er upp komust, eru Ágúst, lengst af verzlunarmaður á Djúpa vogi, kvæntur Stefaníu Gísladótt ur, og Sigurbjörg, húsfreyja í Reykjavík. — Bæði eru þau nú flutt hingað suður, og er Krist- rún nú til heimilis hjá Ágústi syni sínum að Tjarnarbraut 10 á Seltjarnarnesi. Kristrím er vel ern, þrátt fyrir sinn háa aldur. Starfskraftar þ-.nrra að vonum, en þó mun ekki langt síðan handavinna henn ar þoldi samanburð við vinnu þeirra, sem yngri eru að árum. Eg hið ^Kristrúnu frá Sólhóli wSáfe iþessa fátæklegu kveðju mína sem þakkarvott frá dreng, sem eitt sinn gekk daglega um dyr hennar, — en ég veit, að ég tala fyrir munn fjölda gamalla góðvina, er ég óska henni allra heilla og guðs blessunar á afmæl isdegi hennar og þeim árum sem hún á ólifuð. Jakob Jónsson. Kaupfélag þingeyíRga FramhaW at 8 síðu atvinnurekstrar, menningarmála og þjónustu við fólkið. Fyrsti framkvæmdastjóri Kaup- félags Þingeyinga var sem kunn- ugt er Jakob Hálfdanarson. Aðrir framkvæmdastjórar hafa verið Sigurður Bjarklind, Karl Krist- jánsson, Þórhallur Sigtryggsson og Finnur Kristjánsson sem tók við félaginu fyrir nokkrum árum. Síðasti áratugurinn hefur' orðið mikið framfaratímabil í sögu Kaupfélags Þingeyinga. Félagið á nú mikið verzlunar- og skrifstofu- hús í Húsavik, þar sem helztu sölu- búðir þess eru. Einnig rekur það sölubúðir á öðrum stöðum í kaup- staðnum. Félagið hefur á síðustu árum tekið upp kjörbúðarvið- skipti. Vel búið mjólkursamlag starfar á vegum félagsins og stórt slátur- og frystihús, er nú farið að eldast, en nýbygging mun hefjast á þessu ári. Þá hefur félagið tekið síaukinn þátt í útgerð og fisk- vinnslu. t Húsavík hefur félagið sett á stofn umferðamiðstöð, þar sem afgreiðsla skipa, flugvéla og bifreiða fer fram, og er sú starf- semi til fyrirmyndar. Loks er þess að geta, að á síð- asta áratugi hefur félagið reist úti- bú frammi í sveitum Þingeyjar- sýslu, og eru slíkar verzlanir hinar myndarlegustu í Reykjahlíð við Mývatn og að Brúum við Laxá, einnig eru vörugeymslur víðar og vörusala, t. d. að Ófeigsstöðum. Margvíslega þjónustustarfsemi aðra rekur félagið og fer sífellt í vöxt. Félagsmannatala hefur og BÆNDUR BÆNDUR Massey-Ferguson - Kartöfluset jarar EINFÖLD BYGGING — STERK MOLDVERPI — GÓÐ AFKÖST f'4 Jvrr- r-gwawMMmi, =• ,>v eru helztu eiginleikar 2-raöa kartöflusetjarans frá Massey-Ferguson. — Tækið má fá með kartöflukassa úr málmi, eða án hans til notkun- ar með trégrind fyrir venjulega útsæðiskassa. Einnig má fá rtyeð honum áburðardreifiútbúnað til notkunar um leið og sett er, — og er þá afstaða (dýpt og hliðarafstaða) áburðardreifarinnar stillan- leg með tilliti til legu útsæðisins. Verð (án kassa): Um kr. 10.000.00. Með kassa: Um kr. 10.900.00. NÁNARI UPPLÝSINGAR HJÁ KAUPFÉLÖGUN- UM. DRATTARVELAR H.F. Sambandshúsinu, Reykjavík Sími 1 70 80. farið sívaxandi í samræmi við fólksfjölgun á félagssvæðinu, en það er frá Ljósavatnsskarði að vestan til Kelduhverfis að austan, og eru þau mörk þó hvergi nærri glögg. Segja má, að allir íbúar hér- aðsins hafi einhver skipti við kaupfélagið, meira eða minni, en langflestir hafa þar öll helztu við- skipti sín og njóta margvíslegrar þjónustu þess. Mjög lítil önnur verzlun er í héraðinu, enda er Þingeyjarsýsla og hefur verið meðal fremstu samvinnuhéraða landsins. Núverandi stjórn Kaupfélags, Þingeyinga skipa: Karl Kristjáns- son, alþingismaður, formaður, Úlfur Indnðason, bóndi Héðins-1 höfða, Baldur Baldvinsson, bóndi, Ófeigsstöðum, Teitur Björnsson, bóndi Brún, Þráinn Maríusson út- gerðarmaður Húsavík, Skafti Bene- diktsson ráðunautur Garði og 111- ugi Jónsson, bóndi Bjargi. 2. síðan (Framhald af 2. síðu). mér varð að lokum ljóst, að það var það eina, sem átti við mig. — Þegar ég giftist Tommy Sands, hætti ég að vinna og ætl- aði eingöngu að helga mig heim- ilinu, en mér leiddist svo, að ég fór að vinna aftur. Nancy er orðin tuttugu ára, og hún segist vera tekin að venjast því, þegar fólk reynir að hafa gott af henni vegna nafnsins. Að- ur en hún giftist varð hún oft fyrir því, að ungir söngvarar og leikarar hringdu til hennar og báðu hana að koma á stefnumót við sig, aðeins til að fá nöfn sín í blöðin. — Pabbi gaf mér aldrei nein ráð viðvíkjandi því. Hann treysti dómgreind minni fullkomlega, og vissi, að ég mundi alltaf segja nei-takk. Við mamma töluðum meira saman um vandamál eins og þetta. Við vildum ekki ergja pabba með neinu' slíku, nema það væri eitthvað mikilvægt. Frank Sinatra er frægur fyrir skap sitt og einstakt örlæti og veglyndi, þegar hann vill það við hafa. En er nú Nancy lík honum, hvað það snertir? Hún svarar því sjálf: — Ég er 'ekki eigingjörn, en við eigum engin ósköp í banka, og getum því ekki eytt peningum. á sama hátt og pabbi. Við getum ekki gefið öllum peninga, sem þörf hafa fyrir þá. En við erum alls ekki nízk. Nýlega var einn vinur okkar í mikilli fjárþröng, og við lánuðum honum eins mik- ið og við mögulega gátum komizt af með. Pabbi er glaðlyndur náungi, og hann hefur þá skoðun, að maður eigi að njóta lífsins, hvað sem það kostar. Og hann á víst nóga peninga til þess að lifa sam- kvæmt þeirrí skoðun sinni. Nancy er vissulega ekki eins rík og hinn frægi faðir hennar, en hún er áreiðanlega eins ham- ingjusöm. VARMA PLAST EINANGRUN. Þ. Þorgrímsson & Co. Borgartúni 7. Sími 22235 TIMIN N, þriðjudaginn 20. febrúar 1962 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.