Tíminn - 27.02.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.02.1962, Blaðsíða 13
BÆNDUR BÆNDUR MYKJUDREIFARAR Nú er rétti tíminn til að panta tækin, sem vantar til vorvinnunnar, svo að þau komi ykkur í hendur í april eða fyrri hluta maímánaðar. * Mykjudreifara getum við boðið af þremur margreyndum gerðum: GUFFEN (frá Kyllinge- stad í Noregi) ERLANDS (einnig frá Noregi) og MASSEY-FERGUSON. Þeim, sem hugsa til ódýrari tækja til mykju dreifingarinnar, bjóð- um við nýtt tæki til út- moksturs, sem náð hef- ur miklum vinsældum á stuttum tíma, þ. e. RINGLANDS-skúffuna, sem hæfir flestum dráttarvélum með vökvabeizii og fyllir sig sjálf um leið og hún lyftir sér úr tæmingar- stöðu. Leitið nánari upplýsinga DRATTARVÉLAR H. F. Sambandshúsinu, Reykjavík Sími 1 70 80. Vandaðir hnakkar úr sænsku og ensku úrvals- efni fyrirliggjandi. SÖÐLASMÍÐASTOFAN Óðinsgötu 17. Sími 23939. Gunnar Þorgeirsson. Æðardúnn Æðardúnssængur Hálfdúnn Koddaver Sængurver Dúnhelt léreft Drengjajakkaföt Drengjajakkar Drengjabuxur Buxnaefni Gallabuxur - gamalt verð Sokkahuxur Krepnylonsokkar Patton ullargarn nýkomið í miklu úrvali Póstsendum Vesturgötu 12 Sími 13570. Víðavangur (Framhald af 2. síðu) framboðsræðum Guðmundar í. Guðmundssonar, utanríkisiláð- herra, í kosningunum 1956. Þessi skrif Gröndals lýsa bezt þeim hringlandahætti oig skyn skiptum, sem orðin eru í Al- þýðuflokknum í þessum málum sem öðrum. En fyrst Gröndal er að minnast á dr. Kristin og vamarmálin, þá væri rétt fyrir hann að gera svolítinn samanburð á þeim málum eins og þau snúa að þjóðinni í tíð dr. Kristins og undir stjórn nuverandi utanríkisráðherra. Kemur þá fljótt í Ijós, livor þeirra á skömmina, dr. Kristinn eða Guðmundur? Á glapstigum Annars minna þessi skrif Gröndals og Alþýðuflokkurinn nú á stúlku frá góðu heimili, sem lendir á glapstigum her- mannasvalls og vændis. f þeim félagsskap, sem hún hefur val- ið sér, en á annan og verri uppruna en hún, reynir hún, að Icyna fortíð sinni og fyrirverð- ur sig fyrir að l’áta nokkuð uppi um réttan uppruna sinn, því að hún veit að þá verður hún ekki aðeins fordæmd og fyrirlitin af samfélaginu, sem hún gefur langt nef, heldur enn meir af félögum sínum og systrum í syndinni, og það þykir henni verst, og gcrir því allt til þess að þóknast þeim í stað þess að rífa sig upp úr eymdinni ag því fellur hún neð- ar og neðar. Alþýðuflokkurinii er nú í sporum þessarar stúlku, sem tapað hefur áttum á glap- stigum. Fréttaritari Tímans í Kaupmannahöfn hringdi til | Árósa í gærkvöldi og talaði við Guðmund Guðjónsson, óperusöngvara, í hléi miili þátta á fjórðu sýningu. Fréttaritarinn, Geir Aðils, hringdi svo hingað til Tím- anspg skýrði okkur frá því, sem þeim hafði farið á milli. Það er józka óperan, sem nú heldur fimmtán ára afmæli sitt hátíðlegt og hefur valið óperu Verdis. „La Traviata" til há- tíðasýningar. Vekur sýningin mikla athygli, og í fyrradag flutti danska ríkisútvarpið þátt úr ópcrunni. Eins og áður hefur komið fram, syngur ítalska koleratur- sópran söngkonan, Maria Manni Jottini aðalkvenhlutverkið, en íslenzki tenórinn Guðmundur Guðjónsson aðalkarlhlutverkið. Þau hafa bæði hlotið mjög góða dóma og hafa blöðin sagt um sýninguna, að hún væii sér- staklega vel úr garði gerð, bæði hvað skreytingar og samsöng snerti. Um Guðmund er m. a. sagt, að hann hafi óvenju þýða og fallega rödd og leiki hlut- verk sitt af mikilli tilfinningu. Síðan sagði Geir Aðils: „Ég átti viðtal við Guðmund í hléi milli þátta í kvöld. Hann sagðist vera ákaflega ánægður með dómana. Þá sagði hann að fólkið í Árósnm væri mjög elskulegt og framúrskarandi gott að vinna með þeim, sem starfa með honum í óperunni, og allt liefði gengið prýðilega, þrátt fyrir mjög strangar æf- ingar. Guðmundur syngur á dönsku og hefur honum verið hrósað fyrir furðulega góðan fram- Myndin er tekin á frumsýningu á „La Traviata". Hún er af þeim Mariu Manni Jottini, sem syngur hlut. verk Violettu Valery og Gtrðmundi Guðjónssyni, sem syngur hlutverk Alfredo Germont. /«l Vex usmegin með hverri sýningu burð. Þó syngur hann nokkra parta á ítölsku með ítölsku sópransöngkonunni, og kemur það til af því, að þessir partar þykja áheyrilegri á ítölsku. Guðmundur sagðist vera ráð- inn til að syngja á tíu sýning- um, og fer hann til Hafnar 5. marz n.k. Því má skjóta inn í, að hann verður fertugur þann 3. marz. Guðmundur segist ekki ætla að, dvelja nema stutt í Höfn, en þaðan fer hann til Kölnar og heldur áfram námi hjá söng- kennara sínum þar. Að lokum sagði Guðmundur að sér ykist megin með hverri sýningu, og í kvöld, á fjórðu sýningunni, fyndist honum hann vera lang bezt fyrir kall- aður, sönglega séð. síðan hann byrjaði. Viðtal þetta varð ekki lengra. Það var kallað á Guðmund. Nýr þáttur var að hefjast í „La Traviata". 2. síðan Hvarflandi skuggar liðu um yfirborðið eins og arnarvængir, skuggar svartra kletta, engin skýr mynd; brotnar línur, ókyrrð — breyting án forms — án reglu. Glitrandi perlum skaut upp á yfirborðið, svifu þær um stund, suikku aftur í djúpið. Óskasteinar? Vizkusteinar? Já — auðvitað vizkusteinar. Augu mín urðu að bláum fuglum, sem settust á vatnið. Og sjá! Undir grunnu vatni var brún leðja. Upp um botninn skaut loftbólum Gas — sem jörðin þurfti að losna við. Fuglamir skelfdust, þeir flugu upp, þeir flugu i átt til Eilífsvatna. : Þetta er ljóði.ð um Lindina einuj um lindina djúpu og dularfullu. Ljóðið um leirtjöm. T I M I N N, þriðjudaginn 27. febrúar 1962. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.