Tíminn - 27.02.1962, Blaðsíða 2
Prédikar, skrifar
bækur og syngur
Hvarvetna, þar sem hinn
27 ára gamli ameríski söngv-
ari og leikari, Pat Boone,
kemur tram, ávinnur hann
sér aðdáendur í þúsundatali.
Drengjaleg og heillandi fram
koma hans og fjörlegur söng
ur hans, sem þó er laus viS
allan æsing og yfirborðshátt,
fellur jafnt ungum sem göml
um vel í geð. Hrifnæm kven-
hjörtun slá hraðar, ef Pat
Boone er einhvers staðar ná-
lægur.
En Pat Boone er fyrst og fremst
maður, eiginmaður konunnar
sinnar og faðir barnanna sinna.
Heimili sitt og fjölskyldu setur
hann ofar öllu í lífinu, og sá eig-
inleiki hefur ekki sízt átt þátt í
því að skapa þennan vingjarnlega
og hjartkæra Pat, sem öllum lík-
ar vel við.
Prédikar í kirkju
Pat Boone fæddist í Jackson-
ville í Florida 1. júní 1934. Faðir
hans er byggingameistari og
sunnudagaSkólakennari. Þegar
Pat var sex vikna gamall, flutt-
ist fjölskyldan til Donelson í
Tennessee. Þar bjó hún, unz Pat
var sex ára gamall, og þegar á
þeim árum var Pat tekinn að
sækja kirkju. Þrisvar sinnum í
viku sat Pat litli á fjölskyldu-
bekknum ásamt foreldrum sínum
og systkinum.
Eðlilega veittist svo litlum
dreng erfiðlega að sitja grafkyrr,
meðan á guðsþjónustu stóð, og
hlusta með eftirtekt á orð prests-
ins, og það kom oft fyrir, að hann
kom auga á annan lítinn dreng,
sem -sat hjá foreldrum sínum;
hinum megin í kirkjunni, og þá
tók Pat að benda og gefa frá sér
hin furðulegustu hljóð til þess að
vekja athygli félaga síns á sér,
en það hafði vitanlega truflandi
áhrif á presfinn.
Þá reis frú Boone á fætur og
leiddi son sinn fyrir allra augum
fram eftir kirkjunni og alla leið
út á kirkjutröppur, þar sem þessi
vanstillti litli drcngur, sem ekki
gat setið kyrr í guðshúsi, varð að
híma messuna á enda, og þegar
fjölskyldan kom heim, var ekki
laust við, að Pat fengi ákúrur.
En Pat segir sjálfur nú, að í
kirfcjunni hafi hann einmitt
þroskað með sér hæfileika til ein
beitingar og hefur það verið hon
um til mikils gagns á skólaárun-
um. Síðar þróaðist svo með hon-
um raunverulegur áhugi á trú-
málum, og nú líður enginn sunnu
dagur svo, að hann fari ekki á-
samt konu sinni og börnum til
kirkju. Hann m. a. s. prédikar oft
sem gestur við kirkjur.
Söng í f jósinu
Mesta ánægja Pat Boone á
æskuárunum var að leika ræn-
ingja og nermenn. Þrisvar sinn-
um brotnaði á honum nefið, þeg-
ar hann var að leika Tarzan, og
oftar reyndist þörf fyrir kunn-
áttu móður hans, sem var hjúkr-
unarkona, áður en hún giftist.
Hið rétta nafn Pats er Charles
Eugene, en móðir hans hafði ósk
að svo innilega eftir dóttir, sem
átti að heita Patricia, að hún, þeg
ar hún svo eignaðist son, kallaði
hann Pat, svona eins og til þess
að bæta upp þessi mistök. Og
yngri bróðir hans var kallaður
Nick, af því að móður þeirra
fannst nöfnin Pat og Nick eiga
svo vel saman. Nick hefur einnig
sungið inn á plötur undir nafn-
inu Nick Todd og þykir allgóður.
Þegar Pat var sex ára að aldri,
fluttist Boone-fjölskyldan enn bú
ferlum, að þessu sinni til Nash-
ville, sem einnig er í Tennessee,
og þar eyddi hann öllum sínum
uppvaxtarárum. Hann var þá þeg
ar farinn að hafa gaman af að
syngja, og hann dreymdi um að
verða einhvern tíma frægur
söngvari. Þar sem hann var elzt-
ur af systkinunum, kom það í
hans hlut að mjólka einu kúna,
sem fjölskyldan átti. Hún hét því
yndislega nafni Rosemary, og
þegar hann sat og mjólkaði Rose
mary, söng hann, svo að undir
tók í fjósinu. Hann dreymdi, að
hann væri að syngja fyrir fullt
hús áheyrenda. Hann dreymdi
einnig um að syngja inn á plöt-
ur, og hann dreymdi um að fara
I háskóla. Nokkrum árum síðar
rættust allir þessir draumar.
Pat Boone með dætrunum sínum fjórum
Ljóðið um lindina
(í tilefni af ritsmíð ungs manns um atómljóð).
Lindin eina,
lindin eilífa
er langt — óralangt
ofar byggðum
sögðu þeir.
sem ferðazt höfðu langvegu
á atomaldarskóm.
sögðu þeir,
Hana varð eg að finna.
Þar — aðeins þar
er svölun að fá
Fyrir dögun hélt ég úr byggðum,
fjarlægðist heimahaga.
Lindina vildi eg finna.
Hana varð eg að finna.
Lindina einu
Eg leitaði og leitaði
um Almenninga,
um Hágöng
og Bláfjöll.
Eg fór fram hjá Eilífsvötnum,
óð yfir Köldukvisl,
stökk yfir Bunulæk.
Þreytan lagðist á herðar mínar.
þorstinn tók fyrir kverkar mér,
en eg hélt áfram.
Úr Lindinni einu
vildi eg drekka.
Fram undan var Apalhraun
svart og úfið.
Inni í þvi miðju ’
var Lindin
myrk og djúp —
leyndardómsfull.
(Framh. á 13. síðu.i
Pat og Shirley
Hamingjusamt hjónaband
Þegar Pat var kominn í háskól-
ann, kom í Ijós, að tíminn var
hans versti fjandi. Hann varð
frægur fyrir að koma of seint á
morgnana og þegar tímar voru
úti á daginn, fór hann á íþrótta-
völlinn og kom ekki heim, fyrr
en liðið var á kvöld. Hann kom
nokkrum sinnum fram á söng-
skemmtunum, en vakti enga sér-
staka athygli. Á þessum árum
kynntist hann núverandi eigin-
konu sihni, Shirley Foley, og
gengu þau í hjónaband, þegar
Pat var aðeins 19 ára. Þau eru
mjög hamingjusöm og eiga fjórar
dætur.
Fyrir einskæra tilviljun komst
Pat í samband við forstjóra
þekkts hljómplötufyrirtækis, er
gaf Pat tækifæri til að syngja inn
á eina plötu hjá fyrirtæki sínu.
Annað lagið á plötunni hét „Two
Hearts“, sem varð fádæma vin-
sælt á svipstundu. Er þá ekkl að
sökum að spyrja, að Pat söng inn
á hverja plötuna af annarri, og
vinsældir hans jukust ört. Hann
fiuttist með fjölskyldu sína til
New Jersey, og ekki leið á löngu,"
unz kvikmyndatilboðin tóku að
berast í stórum stíl.
Diskarnir of dýrmætir
Nú býr Pat Boone ásamt fjöl-
s-kyldu sinni í Hollywood, og
hann hefur stöðugt jafn mikið að
geía. Hann er fádæma vinsæll af
kunningjum. Og ekki virðast vin-
sældir ’nans sem söngvara fara
minnkandi. Einhver vinsælasta
plata hans, „Love Letters in the
Sand“, hefur selzt í meira en 3
milljónum eintaka. En Pat lætur
sér ekki nægja að syngja söngva,
hann semur þá einnig, Og auk
þess hefur hann skrifað bækur.
Hann fær daglega bréf í tugatali,
sem hafa að geyma spurningar af
ýmsu tagi, aðallega varðandi ung
dóminn nú á dögum. Hann hefur
safnað öllum þessum spurning-
um saman og svarað þeim í
tveggja binda bók, sem er skrif-
uð í eins konar sjálfsævisögu-
formi. Og nú fljótlega er von á
nýrri bók frá Pat Boone, sem heit
ir „A Real Christmas".
Pat vinnur yfirleitt ekki minna
en 10 tíma á dag. En kvöldunum
vill hann helzt eyða heima hjá
sér eða einhvers staðar með
konu sinni. Shirley finnst ánægju.
legt, að Pat sitji hjá henni í eld-
húsinu, meðan hún þvær upp eft
ir matinn. En hún vill ekki, að
hann hjálpi henni, til þess eru
diskarnir of dýrmætir, segir hún.
Þau halda sjaldan stórkostleg
samkvæmi, en það er oft gest-
kvæmt hjá þeim. Tíðasti gestur-
inn mun vera Elvis Presley.
Þeim hjónum þykir mjög gam
an að fara stöku sinnum saman
út að borða og síðan fara þau
gjarnan í kvikmyndahús, þar sem
þau vilja helzt sitja á aftasta
bekk og haldast í hendur eins og
í gamla daga. Hvorugt þeirra
reykir eða drekkur, Shirley af
því að henni finnst það ókven-
legt, Pat af því að hann segist
þekkja svp mörg dæmi þess, að
úfengis- og tóbaksneyzla hafi eyði
lagt menn.
Hopað fyrir jákvæSri
sfjórnarandstödu
Ríkisstjórnin hefur lagt fram
frumvarp um að lán úr hús-
næðism'álastofnun ríkisins
verði hækkuð um 50 þús. krón-
ur, þannig, að hámarkslán
verði 150 þús. krónur á íbúð
í' stað 100 þús. króna. — Eins
og margoft hefur verið sýnt
frain á hér í blaðinu, er ástand
byggintgarmála almennings orð
ið slíkt eftir áhrif „viðreisn-
arinnar", að ókleift er manni
með meðaltekjur, að eignast
þak yfir höfuðið. Verð 'á meðal
íbúð hefur hækkað um á annað
hundrað þúsund krónur og
greiðslubyrði þeirra sem hundr
að þús. krónur hafa Uparaö
saman áður en þeir leggja út
í það ævintýri að byggja sér
íbúð, hefur aukizt um 70% á
ári. Eina lánið, sem almennum
húsbyggjendum er tryggt, hús-
næðismálastjórnarlán, hrökk
ekki einu sinni orðið fyrir
hækkun þeirri, sem orðið hef-
ur á bygigingarkostnaði meðal-
íbúðar frá 1958. — Á undan-
förnum þingum hefur Jón
Skaftason og fleiri þingmenn
Framsóknarflokksins flutt frum
varp um að hámark lána úr
húsnæðismálastjórn yrði hækk
að úr 100 þús. krónum í 200
þús. Þeta frumvarp hefur ekki
fundið náð hjá þingmeirihlut-
anum, þótt mjög væri í hóf
stillt og um slíkt réttlætismál
að ræða, að enginn gat þrætt
óefni stefndi, ef ekki yrði að
fyrir hina brýnu þörf og að í
gert. En þótt daufar yrðu und-
irtektirnar á Alþingi, þá fann
þetta frumvarp mjög sterkan
hljómgrunn með þjóðinni, svo
sterkan, að stjórnin hefur nú
neyðzt til að láta undan síga
fyrir hvassri ádeilu Framsókn
arflokksins, markvissri baráttu
misserum saman í þeirn krafti,
sem samstillt almenningsálit
getur veitt.
Nú eru bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningar í nánd og
þetta undanhald stjórnar-
flokkanna nú sýnir ef til vill
hvað bezt, hve mjög þeir óttast
fylgisaukningu Framsóknar-
flokksins í þeim kosningum.
Þetta er einnig ábending til
Framsóknarmanna um að þeir
séu á réttri leið og baráttan
mun bera árangur, ef þrotlaust
verður unnið ,og stjórnarflokk
arnir knúðir skrefi fyrir skref
frá því markmiði, að skapa hér
þjóðfélag fárra ríkra ,er hafa
öll ráð margra fátækra í hendi
sér. — 50 þús. króna hækkun
byggingarlána er rcyndar ekki
einu sinni upp í hálfa hækkun
byggingarkostnaðarins, en þetta
mjakast meðan rétt miðar.
Benedikt Gröndal ræðst í
Alþýðublaðinu á sunnudag
harkalega að Hermanni Jónas-
syni og Framsóknarflokknum
fyrir að gera samþyklct uim
brottför varnarliðsins og segir,
að dr. Kristinn Guðmundsson
hafi orðið sér til skammar
með því að sækja ráðherrafund
Atlantshafsbandalagsins þá um
árið. Menn fara nú að gerast
ýmsu vanir varðandi Alþýðu-
blaðið og ritstjóra þess, en nú
tekur í linjúkana. Mikið er um
komuleysi Alþýðufloksins orð-
ið. Hve rækilega hefur ekki
verið skorið á milli fortíðar-
innar og þess, sem nú er f
þeim flokki. Það voru ekki
Framsóknarmenn einir, sem
gerðu þessa samþykkt. Þing-
menn Alþýðuflykbsins greíddu
henni allir atkvæði. 1 ölk í
Guílbringu- og Kjósarsýsia er
heldur ekki búið að glcyma
(Framhalo s vl?.n
2
TÍMINN, briðiudaginn 27. fc-brúar 1962